Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Eftir sigurinn gegn Englandi segi ég við strákana eitt kvöldið hvort ég ætti ekki bara að biðja Huldu. Hvort það yrði ekki nokkuð flott að komast í kossamyndavélina og biðja hennar á vellinum. Og þeim fannst það góð hugmynd og hjálp- uðu mér mikið,“ segir Elís Hólm Þórðarson, sem fór á skeljarnar fyrir leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í Frakklandi. Hulda Teitsdóttir, unnusta Elísar, sagði já og völlurinn fagnaði líkt og mark hefði verið skorað. Fyrir alla leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu er svokölluð kossa- myndavél þar sem pör smella kossi á hvort annað fyrir framan tugþúsundir manna. Elís gekk þó skrefinu lengra með bónorðinu. Eftir sigurinn á Englandi flaug Hulda út til Frakklands til að horfa á sinn fyrsta fótboltaleik á ævinni og sá varð eftirminnilegur. „Eftir að Ísland vann England hringdi ég í hana og sagði að hún yrði að koma og upplifa þessa stemningu. Ég vildi hafa hana hjá mér og upplifa þetta með henni. Þannig að við björguðum miðum, flugi fyrir hana, pössun og öðru,“ segir Elís, en parið á þrjú börn. „Ég fór að velta fyrir mér við hvern ég ætti eiginlega að tala, hvort það væri KSÍ eða hver, en ég mundi að það væri íslenskur vallarþulur og gróf upp númerið hans Páls Sævars Guðjónssonar og spurði hvort hann gæti eitthvað hjálpað mér. Hann gat ekki lofað neinu en ætlaði að gera sitt besta til að reyna að láta þetta gerast. Það tók fimm daga og ég fékk ekki lokasvar fyrr en klukkan 16 að frönskum tíma á sunnudeg- inum, titrandi af stressi,“ segir hann. Erfitt að finna hring í París Eftir ferðalagið frá Nice, þar sem Englandsleikurinn fór fram, hafði Elís nægan tíma til að finna rétta hringinn. Eða svo hélt hann. „Að finna hring í borg ástarinnar París ætti ekki að vera mikið mál, hugsaði ég, en annað kom á dag- inn. Það var einfaldlega hlegið að mér þegar ég ætlaði að kaupa hringa því það er víst mánaðarbið þannig ég græjaði lítinn gullhring, svona til að hafa eitthvað.“ Í skilaboðum á leikdegi frá Páli stóð að hann og Hulda yrðu að vera kominn í sætið sitt klukkan 19.45 og þetta myndi gerast tvær mínútur yfir átta. „Það mátti ekk- ert klikka. Um hálf átta var ég orðinn mjög stressaður því við vorum enn fyrir utan leikvanginn. Þannig að ég segi henni að koma því nú sé kominn tími til að fara inn á völlinn. Undirtektirnar voru heldur dræmar enda var mjög gaman þar sem við vorum. Ég stressaðist allur upp og vissi ekk- ert hvernig ég ætti að ljúga mig út úr þessum aðstæðum. Þegar ég hafði loks náð henni í sætið sitt leit ég á klukkuna og þá var hún 19.45 þannig að þetta rétt slapp fyrir horn.“ Verðum að horfa á upphitun En raunum Elísar var ekki lokið því að parið þurfti að vera í sætinu sínu þangað til röðin kæmi að þeim. Það vissi Hulda auðvitað ekkert um. „Nánast um leið og við settumst niður fór Hulda að segja hvað hún væri orðin svöng og ætl- aði að fara að kaupa sér eitthvað að borða. Þá þurfti ég að segja eitthvað og ákvað að segja henni hvað það væri gaman að horfa á upphitun strákana,“ segir hann og hlær. „Ég sagði líka að við mætt- um ekki missa af einni sekúndu, þannig að maturinn yrði að bíða.“ Klukkan 20 fór kossamyndavélin í gang og var Elís síðastur í röð- inni svo að myndin gæti lifað lengi, en hvert par er aðeins nokkrar sekúndur. „Þegar klukkan sló átta taldi ég einhver pör á und- an og beið einfaldlega eftir að ég myndi horfa á mig á skjánum. Svo birtist ég og þá var að duga eða drepast, það var ekkert flóknara en það. Ég henti mér niður á skeljarnar, sagði nokkur vel valin orð og hún svaraði með því að segja já. Sem betur fer, því annað svar hefði verið frekar niðurlægj- andi,“ segir hann og hlær Fögnuðu ákaft Áhorfendur á vellinum tóku vel í bónorðið, hvort sem þeir voru að styðja Frakkland eða Ísland, og fögnuðu áhorfendur ákaft þegar ljóst var að Hulda hafði sagt já. „Það fór gæsahúð um mann þegar ég gerði þetta og þetta er nokkuð sem ég gleymi aldrei. Vin- ir mínir vita reyndar ekki alveg hvernig hægt verður að toppa þetta bónorð,“ segir Elís, ástfang- inn upp fyrir haus. Settu upp hringana á EM  Elís fór á skeljarnar fyrir leik Íslands og Frakklands  Tugir þúsunda horfðu á á risaskjá  Fögnuðu ákaft þegar hún sagði já  Verður erfitt að toppa þetta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bónorð í beinni Mynd sem Skapti Hallgrímsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, náði af augnablikinu sem blasti við áhorfendum á Stade de France þegar Elís fór á skeljarnar og spurði Huldu hvort hún vildi giftast sér. Hún sagði já. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð Röddin Páll Sævar aðstoðaði. Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is STÓRÚTSALA HAFIN 30%-40% afsláttur 25% afsláttur af öllum vörum í nokkra daga TILBOÐSDAGAR Ofnar Háfar KæliskáparHelluborð Frystikistur Ryksugur Uppþvottavélar Þvottavélar Þurrkarar LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ormsson.is FYRIR HEIMILIN Í LANDINU —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.