Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt Jón Engilberts, listmál-ari, hafi verið talinn býsnaframúrstefnulegur á sínumtíma, hefði hann trúlega ekki órað fyrir að andi hans ætti eftir að svífa yfir vötnum í hlaupa- hjólaverslun í Árbænum næstum hálfri öld eftir andlát hans. Dótt- urdóttir hans og eini afkomandi, Greta Engilberts, og sambýlismaður hennar, Hjörtur Sólrúnarson, bera ábyrgðina. „Afi hefði ábyggilega látið sér vel líka, hann var svo nýjungagjarn, opinn og skemmtilegur,“ getur Greta sér til um, en hún hefur undanfarin ár unnið ötullega að því að nútímavæða listamanninn Jón Engilberts og halda nafni hans á lofti. Slæður, púðar, buff og bolir taka þátt í því. Líka Facebo- ok. Að undirlagi þeirra Gretu og Hjartar vitaskuld. Jón Engilberts á Facebook „Við stofnuðum Facebook-síðu í hans nafni og höfum verið að setja þar inn myndir af verkum hans og upplýsingar um líf hans og list. Fólk fer rosalega mikið inn á síðuna, les og líkar. Það má segja að við séum á fullu að vekja afa minn aftur til lífsins. Hann og aðrir meistarar sem voru samtíða honum eru flestir grafnir inni á listasöfnum og núna eru að vaxa úr grasi kynslóðir sem lítið þekkja til verka þeirra. Þótt list afa væri á stundum umdeild, var hann einn ást- sælasti listamaður þjóðarinnar og langt á undan sinni samtíð.“ Greta upplýsir að þegar þau Hjörtur kynntust fyrir nokkrum ár- um hafi hún lengi verið búin að ganga með í maganum að vinna með verk afa síns. Hana langaði að koma þess- um þjóðararfi með einum eða öðrum hætti til almennings. „Líklega erum við Hjörtur bæði með einhver lista- gen í okkur. Hann varð strax mjög áhugasamur og smám saman kvikn- aði sú hugmynd að hanna slæður, púða og buff með áprentuðum mynd- um af nokkrum olíumálverkum, blý- ants- og krítarteikningum eftir afa. Til þess að halda utan um hugmyndir okkar og hugarfóstur stofnuðum við Engilberts-hönnun árið 2013 og síðan hefur starfseminn smám saman verið að vinda upp á sig.“ Freisting götunnar og sjálfsmyndin Slæðurnar eru til í fjórum gerð- um og bera sömu nöfn og listaverkin sem prýða þær; Gyðjan, Borgund- arhólmsklukka, Abstrakt og Hotel Picale. Fyrir áramótin létu Greta og Hjörtur svo prenta fjögur ólík verk Jóns Engilberts á boli, sem eru öðru- vísi og tískulegri í sniðinu en hefð- bundnir bómullarbolir. „Þeir skarta líka myndum sem eiga sér engan líka, en þær eru Elskendur, Víkingarnir, Freisting götunnar og Sjálfsmynd, en þá mynd málaði afi með olíu árið 1968 þegar hann var orðinn mjög veikur og þjáður og vissi að endalokin nálg- uðust,“ segir Greta, en henni er síð- astnefnda myndin einna kærust af verkum afa síns. Þau Hjörtur hafa prófað sig áfram með ýmiskonar hönnun, til dæmis kjóla og kímónó skreytta lista- verkum Jóns, en þeir reyndust of dýrir í framleiðslu. Sama var uppi á Þar sem hönnun mætir klassískri list Slæður eru stundum miklu meira en höfuð- og/eða hálsklútar. Þær geta verið listaverk og sama á við um púða, buff og boli. Að minnsta kosti ef framleiðslan er úr smiðju Engilberts-hönn- unar. Þar ráða lögum og lofum Greta Engilberts og Hjörtur Sólrúnarson, sem nota listaverk eftir móðurafa Gretu, listmál- arann Jón Engilberts, í hönnun sinni – á slæður, púða, buff og boli. Með afa Jón Engilberts ásamt gulldropanum sínum, eins og hann kallaði Gretu. T.v. er málverkið Greta og máninn, sem hann málaði þegar hún var 6 ára. Elskendur Teikningar Jóns Engilberts af nöktum konum og fólki í faðm- lögum eins og á þessum púða, hneyksluðu marga í gamla daga. Á Hríseyjarhátíðinni 2016, sem haldin verður helgina 8. – 10. júlí, er boðið upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá. M.a. óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng. Hríseyjarhátíðin hefst á föstudaginn með því að nokkrir eyjarskeggjar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa heima í görð- unum sínum. Aðalhátíðarhöldin verða á laugar- daginn, en þá er dagskrá frá hádegi og fram eftir kvöldi. Boðið er upp á fjöru- ferð með Skralla trúð, dráttarvélar- ferð, leiktæki, tónlist, ratleiki og fleira. Að venju lýkur hátíðinni á kvöld- vöku á sviðinu, varðeldi og brekku- söng. Ferðamálafélag Hríseyjar stendur fyrir hátíðinni, sem fyrst var haldin ár- ið 1997 og hefur síðan verið árlegur viðburður. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Á Hrísey er verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Ferjan Sævar gengur til og frá eyjunni níu sinnum á dag. Siglingin tekur 15 mín- útur frá Árskógssandi, sem er um 35 km frá Akureyri. Nánari upplýsingar um Hrísey, ferju- áætlun og þjónustu: www.hrisey.net Fjölskylduhátíð í Hrísey, perlu Eyjafjarðar, 8. til 10. júlí Garðboð, fjöruferð með Skralla trúð, tónlist og brekkusöngur Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson Hrísey Hríseyjarhátíðin hefur verið árlegur viðburður síðan árið 1997. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.