Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 13
Morgunblaðið/Þórður
teningnum með bekki og kolla;
Huðnu og Kiðling, bólstraða með
geitaskinni, sem þau settu á markað
og voru innblásin af víkinga-
tímabilinu. Grófgerðir skartgripir úr
málmi leðri, hrafns- og strútsfjöðrum
sem Greta á heiðurinn af hafa hins
vegar hitt í mark, aðallega hjá túr-
istum.
„Þeir kaupa líka mikið af slæð-
um, púðum, buffum og bolum, oft sem
minjagripi því þeim finnst gaman að
hafa verk með íslenskri list með sér
heim. Annars er þessi vefnaðarvara
ekki síður vinsæl hjá landanum, sem
gefur hana í alls konar tækifær-
isgjafir,“ segir Greta og viðurkennir
að einungis þeir allra áhugasömustu
leggi leið sína í fyrrnefnda hlaupa-
hjólabúð til að kaupa hönnun sem
dragi dám af klassískri list. Flestir
geri innkaupin í netversluninni eng-
ilbert-honnun.is, Listasafni Íslands,
Fríhöfninni, Hörpunni eða annars
staðar þar sem hönnun þeirra er seld
ásamt öðrum listmunum.
Hönnun í hlaupahjólaverslun
Nokkur forsaga býr að baki fyr-
irkomulaginu. Og hún helgast af því
að Greta og Hjörtur hafa mörg járn í
eldinum – og eru gefin fyrir að prófa
eitthvað nýtt. Hún er kennari og förð-
unarfræðingur að mennt og hefur síð-
ustu tvo áratugina farðað fólk fyrir
útsendingar hjá 365 miðlum. Hann er
tónlistarmaður, spilaði áður með
rokkbandinu Casio Fatso og semur
eigin lög og texta. Í fyrra fóru þau að
flytja inn hlaupahjól frá Danmörku
og hafa í rúmt ár rekið útibú dönsku
hlaupahjólaverslunarinnar Scootlife á
Íslandi og eru í þann mund að taka
við rekstri verslunarinnar í Esper-
gærde í Danmörku.
„Átján ára sonur minn, Jón Eng-
ilberts, stundar og keppir í þeirri jað-
aríþrótt sem hlaupahjólasportið er
talið vera. Áhugi hans leiddi til þess
að við fórum út í þetta fyrirtæki og þá
þótti okkur einfaldlega handhægt að
vera með hönnunina í einu horni
verslunarinnar,“ útskýrir Greta, en
fer ekki út í smáatriði um aðkomu
þeirra að hlaupahjólabransanum.
„Efalítið hefur sumum þótt list afa
míns líka vera á jaðrinum í gamla
daga,“ bætir hún við sposk á svip.
„Hann málaði mikið abstrakt og fí-
gúratíf verk. Fyrir vikið fékk hann og
þeir listamenn sem ekki máluðu
landslag og beljurassa – eins og hann
sagði sjálfur – oft skömm í hattinn.“
Lífið í Englaborg
Og hugsanlega hefur hún ein-
hvern tímann heyrt afa sinn taka
þannig til orða heima í Englaborg við
Flókagötu þar sem hún ólst upp hjá
móður sinni, Birgittu Engilberts, afa
sínum og Tove, ömmu sinni. Þau eru
látin fyrir allmörgum árum og sem
eini erfinginn eignaðist Greta ekki að-
eins mörg listaverk eftir Jón Eng-
ilberts heldur líka höfundarréttinn að
þeim.
„Afi lést þegar ég var fjórtán
ára. Hann málaði margar myndir af
mér og okkur saman og ég var oft að
leika mér í kringum hann á vinnustof-
unni. Lífið í Englaborg var með
heimsborgaralegum blæ, frjálst og
óþvingað og þangað var stöðugur
straumur listamanna. Amma var
dönsk og því var alltaf töluð danska á
heimilinu, hún var meistarakokkur og
þekkt um allan bæ sem slíkur,“ rifjar
Greta upp.
Henni finnst sér renna blóðið til
skyldunnar að kynna listaverk afa
síns fyrir landi og lýð og út fyrir land-
steinana ef því er að skipta.
Listkynning
„Ég opnaði nýlega sýningu á
grafíkverkum hans í Norðuratlants-
hafshúsinu í Óðinsvéum. Sýningin
stóð í tvo mánuði og var mjög vel sótt,
bæði af Íslendingum búsettum þar
ytra sem og Dönum. Mörg verk afa
eru reyndar á listaverkasöfnum í
Danmörku, en þar lærði hann og bjó í
mörg ár, Svíþjóð, Noregi, New York,
Kanada og víðar. List Jóns Eng-
ilberts höfðar til allra aldurshópa eins
og glögglega sést á viðtökum hönn-
unar okkar með áprentuðu mynd-
unum eftir hann sem og facebook-
síðunni. Teikningar hans og málverk
af nöktum konum og fólki í faðm-
lögum, eins og eru til dæmis á slæð-
unum og bolunum, hneyksluðu marga
í gamla daga. Sumt af því sem hann
gerði þá, fyrir meira en hálfri öld, eru
listamenn að gera í dag og hneykslar
engan,“ segir Greta og lætur þess
getið að Jón Engilberts hafi kært sig
kollóttan um almenningsálitið.
Greta segir að þótt þau Hjörtur
verði með annan fótinn í Danmörku í
nánustu framtíð muni þau engu að
síður halda áfram að hanna undir
merkjum Engilberts-hönnunar og
kynna list Jóns Engilberts hvar sem
þau fái því við komið. Til dæmis í
hlaupahjólaverslunum í tveimur lönd-
um.
Listabolir Verk Jóns prýða fjórar
gerðir bola frá Engilberts-hönnun.
Tíska Slæður í mörgum myndum.
Hönnunarhornið Greta
með slæðuna Hotel Picale í
hlaupahjólaversluninni
Scootlife í Árbænum.
Vikulegt borðspilakvöld verður
haldið kl. 19 í kvöld, þriðjudag 6.
júlí, í spilasal Nexus í Nóatúni.
Fyrirkomulagið er eftirfarandi:
Þátttakendur mæta og taka með sér
spil, eða detta inn í spil hjá öðrum sem
hafa tekið eitthvað með sér. Einnig er hægt
að fá lánuð spil hjá Nexus, en vissara að láta vita
með fyrirvara, vilji þátttekendur fá smákennslu eða hafi augastað á ákveðnum
spilum. Þannig er best tryggt að allir hafi nóg að gera.
Endilega ...
... spilið
borðspil
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Skuggamyndir spila
hina margrómuðu
þjóðlagatónlist frá
Balkanskaganum kl.
20.30 í kvöld, þriðju-
dag 6. júlí, í Seyðis-
fjarðarkirkju.
Hljómsveitin var
stofnuð um mitt ár
2010 og er hún ís-
lenskum tónlistarunn-
endum að góðu kunn.
Efnisskrá hljómsveit-
arinnar er samsett af
þjóðlegri tónlist frá
Balkanlöndunum en
sú tónlist er annáluð fyrir ólgandi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dul-
úð. Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Borislav Zgur-
ovski, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick.
Þeir félagar hafa sótt sér innblástur með ferðum til Búlgaríu þar sem þeir
hafa numið hjá ýmsum þarlendum hljómlistarmönnum.
Tónleikar í Seyðisfjarðarkirkju
mbl.is/Freyja Gylfa
Skuggamyndir Hljómsveitin Skuggamyndir hefur
sótt sér innblástur á ferðum sínum til Búlgaríu.
Skuggamyndir frá Býsans
Jón Engilberts fæddist 1908 í Reykjavík
og lést 1972. Réttu nafni hét hann Jón
Ingólfur Sigurjónsson, en sl ppti mið-
nafninu og tók upp eftirnafnið Engil-
berts. Á árunum 1921-22 gekk hann í
einkaskóla Gu mundar Th rsteins ona
(Muggs) í Reykjavík og stu daði síðan
nám við Samvinnuskólann árin 1925-
1926.
Hann fluttist til Kaupmannahafnar
1927, hóf teikninám við Teknisk Selskab
Skole og síðar í skóla V ktors I br nd og
við Konungl gu akademíuna. Árið 1931
hóf Jón nám í Statens kun takademi í
Osló og var þa til ársins 1933.
Jón kynntist danskri eiginkonu sinni,
Tove, þegar bæði stunduðu nám við Teknisk Selskabs Skole. Þau gengu í
hjónaband 1932 og eignuðust tvær dætur, Amy og Birgittu. Fjölskyldan bjó
í Kaupmannahöfn 1933-1940 en fluttist þá t l Íslands. Það ár byrj ði Jón ð
byggja sér hús með stórri vinnustofu á horni Flókagötu og R uðarárstígs.
Húsið er þekkt sem Englaborg eða Hús málarans og þar hélt Jón ína
fyrstu sýningu í árslok 1943.
Líf og list
LISTAMAÐURINN JÓN ENGILBERTS
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu