Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 14

Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Alls stunduðu 628 bátar strandveið- ar í maí og júní og hafði þeim fjölg- að upp í 645 er nýtt tímabil strand- veiða hófst á mánudag. Heildarafli á strandveiðum í maí og júní, þegar tímabilið er hálfnað, nemur 5.177 tonnum. Á strandveiðum er heimilt að róa fjóra daga í viku frá mánudegi til og með fimmtudags. Viðmiðunar- afli er ákveðinn fyrir hvert svæði og í maí og júní náðist sá afli á 17 dögum á A-svæði frá Arnarstapa í Súðavík, á 30 dögum á B-svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur, heimilt var að róa alla 34 dagana á C-svæði og í 21 dag á D-svæði frá Höfn í Borgarnes. Mestur meðalafli í róðri hefur verið á A-svæði, 690 kíló. Bátar á C-svæði strandveiðanna hafa ekki þurft að sæta neinni skerðingu og þar er að finna afla- hæstu bátana. Einir SU var um mánaðamótin kominn með yfir 22 tonn í 31 róðri, en auk hans voru Birta SU, Hólmi ÞH, Þorbjörg ÞH, Natalia NS, Beta SU, Gunnar KG ÞH og Stella EA komnir með yfir 20 tonn. Reykjanes, félag smábátaeig- enda á Reykjanesi, hefur sent þing- mönnum Suðurkjördæmis opið bréf um strandveiðar. Leiðrétti skerðingu Í bréfinu er útskýrt hversu mis- ráðið það var af sjávarútvegs- ráðherra að skerða veiðiheimildir til strandveiða á svæði frá Horna- firði í Borgarnes um 200 tonn, eins og segir á heimasíðu LS. Í bréfinu er greint frá margvís- legum afleiðingum þessa, t.d. að veiðidagar í júlí og ágúst gætu farið úr 34 í 7. Skorað er á alþingismenn kjördæmisins að beita sér af alefli við að leiðrétta þetta. aij@mbl.is Fjölgar í flota strandveiðibáta  Með yfir 20 tonn á norðursvæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í Stykkishólmi Strandveiðar hafa gengið vel og bátum hefur fjölgað. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vel viðraði til æðarvarps og dúntekju í vor og að sögn Guðrúnar Gauks- dóttur, formanns Æðarræktarfélags Íslands, er útlit fyrir að dúntekja verði í meðallagi eða yfir því í ár. Hún segir spurn eftir dúni og gefi það fyrirheit um gott verð til bænda, en mest af dúninum fer til sængur- framleiðenda í Japan og Þýskalands. Einnig virðist Kína vera að koma inn sem kaupandi og verði spennandi að fylgjast með framhaldinu þar. Vargur í varpi hefur eins og áður gert mörgum bændum erfitt fyrir og sums staðar er staðin sólarhringsvakt til að stugga við fugli og tófu. Þurrviðri og hlýviðri er óskastaðan meðan á varpi og dúntekju stendur. Var júnímánuður víðast hvar góður í ár og þá var kollan vel haldin í vor. Æðarvarp hefst á landinu í byrjun maí og stendur út júní, misjafnt eftir landshlutum, og er seinna eftir því sem norðar dregur. Guðrún segir ólíku saman að jafna; veðráttunni í ár og í fyrra þegar þrálát vætutíð seink- aði varpi og gerði bændum erfitt fyrir. Breytilegar aðstæður Margir fara tvisvar í varpið til að sækja dún, en aðstæður eru breyti- legar. „Sums staðar er varpið alveg við bæjardyrnar og fylgst með því dag frá degi,“ segir Guðrún. „Á öðr- um stöðum er varpið í eyjum fjarri bæjum og þangað er kannski bara farið einu sinni. Sums staðar eru vörpin víðáttumikil og það eru margir þættir sem spila þarna inn í.“ Spurð hvort vargur eins og fugl, tófa og minkur hafi valdið tjóni og erfiðleikum í vor segir hún það ár- visst og vaxandi vandamál. Í ár hafi hún sérstaklega heyrt um að tófa hafi verið erfið á Vestfjörðum, en víðast hvar sé verið að glíma við hana. Sá slagur geti verið erfiður, sérstaklega þar sem vörp eru í landi, en ekki á eyj- um og þannig séu dæmi um litla dún- tekju í ár þrátt fyrir góða tíð og þá sé vargnum um að kenna. Vefmyndavél í varpinu „Það eru margir með vaktir í varp- inu allan sólarhringinn og sumir hafa komið sér upp útsýnisturnum til þess að geta séð vel yfir varpið,“ segir Guð- rún. „Ég hef líka heyrt af æðarbónda sem hefur komið upp vefmyndavél í varpinu. Máfurinn er erfiður og gerir mikinn usla í æðarvarpi hér eins og annars staðar. Ég las nýlega um nið- urstöður erlendrar rannsóknar um varp sem er í nálægð við sílamáfs- varp. Þar kom fram að búast mætti við því að allir æðarungar væru horfn- ir innan tíu daga frá útungun.“ Guðrún segir að undanfarið hafi verið auglýst eftir dúni og það bendi til þess að það sé eftirspurn, sem sé góðs viti fyrir bændur. Dæmi séu um að boðnar hafi verið 219 þúsund krón- ur fyrir kílóið í vor, sem bendi til hærra verðs heldur en í fyrra, en nærri lætur að kílóið af dúni hafi ver- ið selt á um 200 þúsund krónur síð- ustu ár. Um og yfir þrjú tonn af dúni hafa verið flutt út árlega síðustu ár. Útflutningsverðmætið hefur farið úr hálfum milljarði árið 2012 í um og yfir 600 milljónir síðustu ár. Þessi „arfur náttúrunnar er dýrasta land- búnaðarafurð landsins,“ eins og segir á heimasíðu æðarræktenda. Í fyrra voru flutt út 3.097 kíló og var verð- mætið 599,6 milljónir, sem gerir 194 þúsund krónur á kíló að meðaltali. Meðalverð á kíló árið 2009 var 97.887 krónur á verðlagi þess árs. Mest er æðarvarpið við Breiða- fjörð, en einnig eru stór vörp á Vesturlandi, Vestfjörðum og fyrir norðan og austan. Vörpin eru hins vegar fá við suðurströndina þegar komið er austur fyrir Ölfusá. Í hólma í Þjórsá er vísir að æðarvarpi og verið að reyna að efla það, að sögn Guð- rúnar. Varp er í Dyrhólaey en síðan lítið þar til komið er í Austur- Skaftafellssýslu í grennd við Höfn í Hornafirði. Fylgst með varpi úr vaktturni  Tíðarfar hagstætt æðarbændum  Glíma við tófu og annan varg getur verið erfið  Útflutnings- verðmæti dúns um 600 milljónir síðustu ár  Mest til Japan og Þýskalands, fyrirspurnir frá Kína Ljósmynd/Guðrún Gauksdóttir Kolla á hreiðri Aðstæður eru misjafnar og er æðarvarp oft á útnesjum og eyjum, en þessi mynd er tekin af hreiðri í kjarri vaxinni eyju í Ölfusá. Íslenskur æðardúnn er eftirsóttur og einkum notaður sem fylling í dúnsængur. Æðarvarp víða » Á rúmlega 400 jörðum á landinu eru bændur með eitt- hvert æðarvarp. » Fram kemur í samantekt um hlunnindi á heimasíðu Bænda- samtakanna að þegar best láti þurfi ekki nema dún úr 5-6 hreiðrum til þess að gefa sama nettóarð til bóndans eins og ein vetrarfóðruð kind. » Æðarfugl hefur verið alfrið- aður á Íslandi með lögum frá 1849. Guðrún Gauksdóttir Félagsskapur Kollan sér að mestu um að liggja á eggjum en blikinn heldur henni gjarnan selskap. Á rúmlega 400 jörðum eru bændur með æðarvarp. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland Ný lífræn sturtusápa, upplifðu vellíðan í sturtunni og njóttu ilmsins af frískandi Arniku jurtinni eftir líkamlega áreynslu. Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.