Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Gullaldarliðið svonefnda hafnaði í sjöunda sæti á Heimsmeistaramóti skáksveita, 50 ára og eldri, sem lauk í Þýskalandi á mánudag. Skot- ar voru lagðir að velli í lokaumferð- inni, með þremur og hálfum vinn- ingi gegn hálfum. Jóhann Hjartar- son, Jón Árnason og Friðrik Ólafsson unnu sínar skákir en Mar- geir Pétursson gerði jafntefli. Held- ur verr gekk sl. sunnudag er sveitin tapaði fyrir Englendingum með einum og hálfum vinningi gegn tveimur tveimur og hálfum hjá þeim ensku. Þjóðverjar unnu nauman sigur á mótinu, eftir harða viðureign við Armena, eftir því sem fram kemur á vefnum skak.blog.is. Bestum árangri Íslendinganna á mótinu náðu þeir Margeir Péturs- son og Friðrik Ólafsson, ef hlut- fallstölur eru skoðaðar. Margeir náði sex vinningum úr átta skákum og Friðrik með þrjá vinninga úr fjórum skákum. Gullaldar- liðið í sjö- unda sæti  Lögðu Skota í lokaumferð HM Morgunblaðið/Ómar Sveitin Margeir, Helgi, Friðrik, Jón L. og Jóhann tefldu fyrir Ísland. „Það er alltaf kraftur í þessu á upp- hafsdögunum og hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, um upp- haf útsölutíðarinnar þar á bæ. Útsala hófst í öllum helstu versl- unum Kringlunnar á lokadegi júní- mánaðar og hefur farið vel af stað þrátt fyrir að leikir Íslands á Evr- ópumeistaramótinu í knattspyrnu, sem hlutu gríðarlegt áhorf íslensku þjóðarinnar, hafi oft skarast við af- greiðslutíma verslananna. „Við höfum reynt að vinna með þetta líka – þegar það voru leikir sem tengdust Íslandi þá voru styrkt- araðilar í húsinu að gefa merkta hluti, blöðrur og andlitsmálningu,“ segir Sigurjón en þá hafi einnig ver- ið blásið til skiptimarkaðar með fót- boltamyndir í Kringlunni í tengslum við keppnina. „Við höfum líka tekið eftir því hvað það er mikil jákvæðni í fólki,“ bætir hann við en svo hafi gott veð- ur ekki spillt fyrir. „Þegar veðrið er viðvarandi þá hvetur það fólk til að fara og finna sér eitthvað létt til að skreyta sig með,“ segir hann, að- spurður hvort verslun innandyra dragist ekki saman í sólarveðri. Aukning hjá Smáralind „Við erum að sjá góða aukningu frá því í fyrra og verslanirnar eru að bjóða upp á flott tilboð núna,“ segir Sandra Arnardóttir, verk- efnastjóri markaðsdeildar hjá Smáralind. Útsölurnar standa til loka mánaðarins og enda á götu- markaði. Mikill kraftur í útsölunum Morgunblaðið/Eggert Útsölur Verslanir Kringlu og Smáralindar bjóða allt að 40-50% afslátt.  Fólk flykkist í Kringlu og Smáralind til að gera góð kaup Landsnet hefur lækkað verð á af- hendingar-, afl- og orkugjaldi fyr- ir stórnotendur um 9%. Breyt- ingin tók gildi 1. júlí sl. og er aft- urvirk til 1. júní. Ekki voru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir dreifi- veitur né vegna sölu á flutnings- töpum og kerfisþjónustu. Breytingarnar grundvallast á ákvörðun Orkustofnunar um tekju- mörk Landsnets og viðmið um leyfða arðsemi, segir í frétt á vef Landsnets. Ákvörðun um leyfða arðsemi 2016 lá fyrir í maí og setti Orkustofnun Landsneti tekjumörk fyrir tekju- tímabilið 2016-2020. Það þýðir að fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðnar tekjur og umhverfi til að afla þeirra tekna. Leyfð arðsemi Landsnets til stórnotenda reyndist hærri en niðurstaða Orkustofnunar varð um ákvarðað arsemishlutfall árið 2016. Stórnotendur fá lækkun hjá Landsneti VINSÆLAR BRÚÐARGJAFIR Í MIKLU ÚRVALI Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is YAXELL ALHLIÐA HNÍFUR RAN 12 cm 10.866 kr. ÝMSAR STÆRÐIR OG GERÐIR LOTUS GRILL Verð frá 34.000 kr. MARGIR LITIR, ÚRVAL AUKAHLUTA DUALIT STUDIO KETILL 1,5 L Svartur/hvítur 10.854 kr. DUALIT STUDIO BRAUÐRIST, 2 sn. Svört/hvít 10.355 kr. DUALIT HRAÐSUÐUKETILL 1,7 L Kopar 39.688 kr. DUALIT BRAUÐRIST, 2 sn. Kopar 37.324 kr. DUALIT HRAÐSUÐUKETILL 1,7 L Stál 35.340 kr. DUALIT BRAUÐRIST, 2 sn. Stál 37.324 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.