Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
BAKSVIÐ
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Verði af lokun Debenhams í Smára-
lind næsta vor, eins og boðað hefur
verið, mun vörumerki Debenhams
hverfa af íslenskum markaði. Þetta
segir Sigurður Reynaldsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Haga,
rekstraraðila verslunar Debenhams í
Smáralind.
Eins og fram kom nýlega í afkomu-
tilkynningu Haga, mun verslunarfer-
metrum á vegum fyrirtækisins í
Smáralind fækka um 9.500 á næsta
ári. Eru það mest áhrif minnkunar
verslunar Hagkaups í austurenda um
5.000 fermetra. Verslun Útilífs verður
færð í austurenda og verður nær 200
fermetrum minni en núverandi versl-
un er. Hluti þessarra 9.500 fermetra
er vegna lokunar verslunar Deben-
hams, en verslunin er um 4.300 fer-
metrar. Í afkomutilkynningunni segir
að Hagar muni loka verslun Deben-
hams í Smáralind eigi síðar en í lok
maímánaðar 2017, þegar núverandi
leigusamningur rennur út, þar sem
ekki hafi náðst samningar við leigu-
sala um endurnýjun. Sigurður segir
að 9.500 fermetrar séu ekki stór hluti
af þeim verslunarfermetrum sem fyr-
irtækið hefur starfsemi sína á. „Þetta
telst vera 7-9% af heildinni,“ segir
Sigurður.
Lengi stefnt að breytingum
Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram-
kvæmdastjóri Smáralindar, segir að
lengi hafi legið fyrir að Smáralind
áformi endurskipulagningu á versl-
anasvæði hússins. „Það er eðlilegt að
ákveðin breyting verði á úrvali versl-
ana í verslunarmiðstöðvum eins og
Smáralind og þær breyti áherslum
sínum í takt við þróun markaðarins.“
Hann segist ekki reiðubúinn að tjá sig
um viðræður við einstaka verslunar-
eigendur. „Nú standa yfir miklar
breytingar í austurenda hússins þar
sem verið er að minnka verslun Hag-
kaupa og fjölga verslunum á því svæði
og þar á meðal eru nýjar verslunar-
keðjur. Það er einn liður í uppstokk-
uninni.“
Sturla minnir á að Smáralind er 15
ára um þessar mundir. „Við teljum að
gera megi ýmsa hluti betur nú heldur
en upphaflega var. Einn liður í þess-
um breytingum er að verslun Útilífs
færist í hluta þess svæðis sem losnar
þegar Hagkaupsverslunin verður
minnkuð,“ segir hann. „Við óttumst
ekki, þótt 9.500 fermetrar losni, að
ekki takist að leigja þá. Það er allt í
leigu hér í húsinu.“
Um ástæður breytinganna segir
Sturla að eðli verslunarmiðstöðva sé
að verslanir hætti og aðrar komi í
staðinn. „Vinsældir merkja og vara
dvína og því þarf að mæta. Og við er-
um að taka inn verslanir með töluvert
af nýjum vörumerkjum.“ Það muni
svo skýrast um hvaða verslanir sé að
ræða þegar nær dregur.
Sturla segir að aðsókn að verslun-
armiðstöðinni sé stöðugt að aukast.
„Á fyrri hluta ársins var 15% auking
gestafjölda í húsið,“ segir hann.
Hagar draga saman
seglin í Smáralind
Smáralind Hagar munu loka Debenhams næsta vor náist ekki samningar.
Breytingar staðið til lengi segir framkvæmdastjóri Smáralindar
Smáralind
» Verslunarmiðstöðin er 15
ára um þessar mundir.
» Aðsókn hefur aukist um
15% það sem af er ári.
● Kaupmáttur
hefur aukist
um 30% á sex
ára tímabili frá
maí 2010 til
maí í ár. Kaup-
mátturinn hefur
aukist nokkuð
stöðugt á
þessu tímabili,
en aukningin
frá því í árs-
byrjun 2015 er
sérstaklega hröð og sú langmesta frá
aldamótum, að því er fram kemur í
Hagsjá hagfræðideildar Landsbank-
ans.
Frá því í maí 2015 hefur kaup-
máttur aukist um 11,4%. Launa-
vísitalan hækkaði um 13,3% á þessu
tímabili og segir Landsbankinn það
verða að teljast miklar launabreyt-
ingar í ljósi þess að stöðugleiki ríki
og verðbólga sé lítil. Auk mikilla
launahækkana vegna kjarasamninga
telur Landsbankinn vísbendingar um
launaskrið þar sem launavísitalan
hefur hækkað nokkuð stöðugt frá
mánuði til mánaðar.
Aukinn kaupmáttur og
vaxandi launaskrið
Vörur Kaupmáttur
hefur aukist hratt.
6. júlí 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.16 122.74 122.45
Sterlingspund 161.0 161.78 161.39
Kanadadalur 94.6 95.16 94.88
Dönsk króna 18.306 18.414 18.36
Norsk króna 14.682 14.768 14.725
Sænsk króna 14.459 14.543 14.501
Svissn. franki 125.65 126.35 126.0
Japanskt jen 1.2001 1.2071 1.2036
SDR 170.56 171.58 171.07
Evra 136.22 136.98 136.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.9419
Hrávöruverð
Gull 1344.75 ($/únsa)
Ál 1653.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.9 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Sigríður Bene-
diktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjár-
málastöðugleika hjá
Seðlabanka Íslands,
lætur af störfum 1.
október næstkom-
andi. Hún tekur þá
við starfi hjá Yale-
háskóla í Bandaríkj-
unum þar sem hún
mun sinna rannsóknum og kennslu.
Sigríður starfaði áður við Yale á árunum
2007-2012, þó með hléi á árunum
2009-2010 þegar hún sat í rannsókn-
arnefnd Alþingis um aðdraganda og or-
sakir falls íslensku bankanna árið 2008.
Sigríður lætur af störf-
um hjá Seðlabankanum
Sigríður
Benediktsdóttir
STUTT
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir afstöðu fjár-
málaráðuneytisins varðandi skipurit
Seðlabankans út af fyrir sig gleði-
lega, en hún breyti því ekki að það
hafi aldrei verið fótur fyrir ásökun-
um bankans gagnvart Samherja.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær lítur fjármála- og efnahagsráðu-
neytið svo á að aðstoðarseðlabanka-
stjóri teljist undirmaður seðlabanka-
stjóra og samkvæmt því ættu að
gilda um þá vanhæfisreglur stjórn-
sýslulaga. „Það sem hins vegar hefur
breyst er að seðlabankastjóri og
undirmenn hans, sem hafa frá upp-
hafi ýmist lýst yfir eða ýjað að sekt
Samherja opinberlega, eru vanhæf-
ir,“ segir Þorsteinn.
„Í gegnum tíðina hefur seðla-
bankastjóri ekki virt lög, reglur eða
niðurstöður sérstaks saksóknara og
skattrannsóknarstjóra og virðist nú
telja að hann geti haldið málinu á
einhvern hátt áfram, með því að
breyta sjálfur skipuriti bankans og
skipa í raun nýjan bankastjóra sér
við hlið,“ bætir Þorsteinn við.
„Ábyrgðin á aðför Seðlabankans
undanfarin fimm ár mun áfram hvíla
á seðlabankastjóra. Undan henni
getur hann ekki vikist eða komið yfir
á aðra.“
Málið snýr að málarekstri Seðla-
bankans gegn Samherja og mögu-
legu vanhæfi seðlabankastjórans við
úrlausn málsins. Á fundi bankaráðs
Seðlabankans, þar sem mögulegt
vanhæfi Más Guðmundssonar í mál-
inu var til umræðu, lýsti seðlabanka-
stjóri því yfir að ef vafi léki á hæfi
hans vegna ummæla um málið
mundi hann víkja sæti og aðstoðar-
seðlabankastjóri taka við yfirstjórn
málsins. Sá síðarnefndi væri ekki
undirmaður hans og aldrei hefði ver-
ið litið svo á. Undir þessa skoðun er
tekið í lögfræðiáliti sem seðlabanka-
stjóri óskaði eftir í framhaldi fund-
arins.
Seðlabankinn vildi ekki bregðast
við áliti fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins þegar eftir því var leitað.
jonth@mbl.is
Skapti Hallgrímsson
Gögn Mál Seðlabankans gagnvart Samherja hófst með húsleit í mars 2012.
Samherji fagnar
áliti ráðuneytis
Segir bankastjóra hafa breytt skipuriti
SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út
Láttu sólina ekki trufla þig
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
40 ára
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku