Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Nú, er ég geng fram hjá þeim stað
þar sem styttan stóð áður, finn ég
fyrir sársauka og skömm. Ég spyr
mig – hvers vegna lét ég þessa
styttu falla,“ segir Kadhim al-
Jabbouri í samtali við fréttamann
breska ríkisútvarpsins (BBC).
Hann er einn þeirra sem tóku
þátt í því að fella styttu af Saddam
Hussein, fyrrverandi forseta Íraks,
árið 2003, en styttan stóð á torgi
einu skammt frá Hótel Palestínu
þar sem flestir erlendir fréttamenn
dvöldu er þeir voru í Bagdad. Fjöl-
margar sjónvarpsstöðvar sýndu at-
burðinn í beinni útsendingu.
„Helst myndi ég vilja setja hana
upp aftur, endurreisa hana. Ég
myndi gera það ef ég óttaðist ekki
um líf mitt,“ segir al-Jabbouri.
Hann er bifvélavirki að mennt og
vann áður hjá Hussein og sá um við-
hald á mótorhjólum í hans eigu.
„Ríkisstjórn Saddams lét myrða
14 eða 15 ættingja mína. Ég var því
glaður þegar Bandaríkjamenn
komu og losuðu okkur við þessa
harðstjórn. Þegar ég frétti að
Bandaríkjamenn væru komnir að
úthverfum Bagdad, sótti ég slag-
hamar, fór á torgið og hóf að berja í
styttuna. Eg vildi rífa hana niður,“
segir hann.
Al-Jabbouri segir hins vegar
verri tíma hafa tekið við eftir
stjórnarskiptin. „Spilling varð
meiri, innbyrðis deilur, morð og
þjófnaðir. Saddam myrti fólk, en
ekkert í líkingu við þessa ríkis-
stjórn sem nú er. Saddam er farinn,
en 1.000 aðrir komu í hans stað.“
Myndi endurreisa styttuna
Reuters
Stjórnarskipti Fjölmiðlar heimsins fylgdust grannt með atburðinum.
Ljósmyndari fréttaveitu AFP náði mynd af því þegar
íraskir sérsveitarmenn virtu fyrir sér húsarústir í
íbúðahverfinu Shuhada í suðurhluta Fallujah. Borgin
er nú aftur komin í hendur stjórnvalda eftir stórsókn
hersins, en vígamenn Ríkis íslams lögðu hana undir sig
árið 2014. Baráttan um Fallujah var afar hörð og fengu
hersveitir á jörðu niðri meðal annars aðstoð frá banda-
rískum orrustuþotum. Nú þegar vígamenn hafa lagt á
flótta blasir gríðarleg eyðilegging við, margar bygg-
ingar og önnur mannvirki eru rústir einar.
Gríðarleg eyðilegging blasir við eftir hörð átök við vígamenn
AFP
Mörg íbúðahverfi Fallujah rústir einar
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Bandaríska alríkislögreglan (FBI)
segist ekki mæla með ákæru á hend-
ur Hillary Clinton fyrir að hafa mis-
notað viðkvæmar ríkisupplýsingar
með því að notast við persónulegan
tölvupóst sinn þegar mál vörðuðu ut-
anríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Al-
ríkislögreglan segir Clinton hins
vegar hafa hagað sér „ákaflega
kæruleysislega“.
Clinton, fyrrverandi þingmaður,
forsetafrú og núverandi forseta-
frambjóðandi, hefur sakað pólitíska
andstæðinga sína um að búa til deil-
ur í tengslum við tölvupóstana úr
engu til að varpa skugga á framboð
hennar til forseta Bandaríkjanna.
Má því ætla að þessi afstaða FBI sé
Clinton og félögum hennar í Demó-
krataflokknum mikill léttir.
„Þótt sannanir séu fyrir hugsan-
legum brotum þegar kemur að með-
höndlun trúnaðarmála, er það okkar
mat að enginn skynsamur saksókn-
ari myndi flytja slíkt mál,“ sagði
James Comey, yfirmaður alríkislög-
reglunnar, á blaðamannafundi í gær,
en dómsmálaráðuneytið á eftir að
taka endanlega niðurstöðu í málinu.
Sáu óvinveittir póstana?
„Þrátt fyrir að við fundum ekki
sannanir fyrir því að Clinton eða
starfsfólk hennar hefði ætlað sér að
brjóta lög er snúa að meðhöndlun
trúnaðarmála, liggja fyrir upplýsing-
ar þess efnis að þau voru ákaflega
kærulaus í meðhöndlun sinni á afar
viðkvæmum trúnaðargögnum,“
sagði Comey og bætti við:
„Við teljum mögulegt að óvinveitt-
ir aðilar hafi komist inn í persónu-
legan tölvupóst Clintons.“
Mæla ekki með ákæru
Hillary Clinton hegðaði sér „ákaflega kæruleysislega“ að mati bandarísku alrík-
islögreglunnar Talið er mögulegt að óvinveittir aðilar hafi komist í tölvupóstana
AFP
Forsetaframbjóðandi Þrátt fyrir að bandaríska alríkislögreglan telji að
Hillary Clinton hafi sýnt af sér kæruleysi, mælir hún ekki með ákæru.
Ellefu eru látnir
eftir úrhelli og
skriðuföll í
vesturhluta Nep-
al. Þeirra á með-
al eru tánings-
drengur og
fjórar ungar
telpur, sam-
kvæmt frétta-
veitu AFP.
Tvö íbúðarhús
grófust undir þegar skriður féllu á
tvö þorp í Pyuthan-héraði í Nepal. Í
öðru þorpinu létust hjón og þrjár
dætur þeirra, sem allar voru undir
10 ára aldri, en í hinu hjón og sjö
ára telpa. Þá létust tvær konur, 35
og 45 ára, og 15 ára gamall piltur í
skriðu í Gorkha-héraði. Þrír til við-
bótar voru fluttir á sjúkrahús.
NEPAL
Úrhelli og skriðuföll
urðu 11 að bana
Sorg Hermenn
flytja látna.
Ítalska lögreglan
hefur handtekið
41 árs gamlan
heimilislausan
mann sem grun-
aður er um aðild
að dauða banda-
rísks skiptinema.
Hinn látni hét
Beau Solomon,
19 ára gamall frá
Wisconsin-ríki,
og fannst lík hans í ánni Tíber í
Róm síðastliðinn mánudag. Vitni
segjast hafa séð mann kasta ein-
hverju, að líkindum öðrum manni, í
áðurnefnda á aðfaranótt föstudags.
Lögreglan segir lík Solomons
vera með áverka á höfði og var
greiðslukort hans notað til þess að
taka út 1.500 evrur í Mílanó.
ÍTALÍA
Lík skiptinema
fannst í ánni Tíber
Beau
Solomon
Fyrsta umferð
leiðtogakjörs
breska Íhalds-
flokksins fór
fram í gær, en
Theresa May,
innanrík-
isráðherra Breta
sigraði með 165
atkvæðum þing-
manna flokksins.
Næst á eftir
henni var Andrea Leadsom með 66
atkvæði. Núverandi formaður, Dav-
id Cameron forsætisráðherra, mun
hætta eftir ósigur í atkvæðagreiðsl-
unni um aðild landsins að Evrópu-
sambandinu.
BRETLAND
Theresa May líkleg
sem næsti formaður
Theresa
May
Sambýlisfólk frá Singapúr, 41 árs
gömul kona og 46 ára karlmaður,
voru í gær fundin sek um að hafa
misþyrmt
tveggja ára göml-
um dreng með
þeim afleiðingum
að hann hlaut
bana af.
Drengurinn var
sonur konunnar
og beitti parið
hann ítrekað
grófu ofbeldi,
m.a. þegar hann
óhlýðnaðist og
neitaði að klára morgunverð sinn.
Lýsingar á ódæðinu eru sláandi.
Greinir fréttaveita AFP frá því að
parið hafi látið drenginn standa upp-
réttan tímunum saman á bleyju
einni klæða og sparkað í hann og
slegið. Stóð þessi misþyrming yfir í
fimm vikur. Þegar drengurinn neit-
aði dag einn að klára morgunverð
sinn, versnaði ofbeldið. Létu þau þá
högg og spörk dynja á barninu. Var
stappað á bringu drengsins og hann
neyddur til að borða rauðan pipar.
Barnið lést í svefni skömmu síðar.
Móðirin fékk 11 ára fangelsisdóm
og sambýlismaður hennar 10 ára
dóm og 12 stafshögg.
Barni
ítrekað
misþyrmt
Drengurinn lést í
svefni eftir ódæðið
Rannsókn Búið er
að dæma fólkið.
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari
SÆLKERA
SÚRDEIGSBRAUÐ
bökuð eftir aldagömlum hefðum
SÍÐDEGISBAKSTUR
Um kl. 15 alla virka daga
tökum við nýbökuð
súrdeigsbrauð úr
ofninum, fást einungis
í Iðnbúð 2
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari
.is