Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 18
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Leiðtogafundur Norður-Atlantshafsbandalagsins(NATO) verður haldinn íVarsjá í Póllandi, á föstu-
dag, þann 8. júlí, og laugardag, þann
9. júlí. Búist er við að þar verði tek-
in ákvörðun um fjölgun hermanna
undir merkjum bandalagsins í aust-
urhluta þess í Evrópu.
Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir
utanríkisráðherra munu sækja
fundinn fyrir Íslands hönd.
Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í sam-
tali við Financial Times í lok maí-
mánaðar, að útgjöld evrópskra
NATO-ríkja til varnarmála myndu á
þessu ári hækka í fyrsta sinn í ára-
tug. Orðrétt sagði Stoltenberg m.a.:
„Óvissa blasir við okkur. Meiri ógnir
blasa við okkur, meiri áskoranir í
öryggismálum en um langt skeið.“
„Friðartónn áranna eftir fall
járntjaldsins er horfinn og andar
köldu milli austurs og vesturs. Í
Póllandi eru vaxandi áhyggjur af
ógninni af Rússum og vilja pólsk
stjórnvöld að tekið verði tillit til
þess þegar leiðtogar NATO koma
saman í Varsjá í byrjun júlí,“ skrif-
aði Karl Blöndal í fréttaskýringu í
Sunnudagsmoggann þann 29. maí
sl.
Í grein hans kom fram að á 25
árum eftir fall járntjaldsins fækkaði
hermönnum í Þýskalandi úr hálfri
milljón í 177 þúsund. Á síðustu
misserum hafi þetta snúist við og
víða fari útgjöld til varnarmála vax-
andi. Í fyrra hafi útgjöldin sem hlut-
fall af landsframleiðslu hækkað um
21,7% í Póllandi og 31,9% í Litháen.
Fjölga í varaherliðinu
Yfirvöld í Póllandi tilkynntu í
byrjun júní að þau ætluðu að fjölga
um 35.000 manns í varaherliði sínu
vegna vaxandi spennu í samskiptum
við Rússland.
Breska ríkisútvarpið BBC hafði
við það tækifæri eftir Antoni Ma-
cierewicz, varnarmálaráðherra Pól-
lands, að þegar væri búið að ráða í
æðstu stöður, en varaliðið á að vera
skipað almennum sjálfboðaliðum
sem fá herþjálfun og er markmið
sveitanna að koma í veg fyrir að
ástand skapist líkt og það sem upp
hefur komið í Úkraínu, þar sem
uppreisnarmenn í austurhluta
landsins vilja að svæðið tilheyri
Rússlandi.
Jens Stoltenberg sagði á blaða-
mannafundi í Brussel sl. mánudag,
samkvæmt frétt AFP, að hann væri
sannfærður um að ný ríkisstjórn í
Bretlandi, þegar hún tekur við,
myndi áfram starfa af sömu heilind-
unum innan NATO og hingað til.
Hvorki útganga Breta úr Evrópu-
sambandinu né afsögn Davids
Cameron, forsætisráðherra Breta,
myndi breyta nokkru þar um.
„Brexit mun vissulega breyta sam-
bandi Bretlands við Evrópusam-
bandið, en Brexit mun ekki hafa
áhrif á hlutverk Bretlands innan
NATO,“ sagði Stoltenberg og bætti
við: „Þetta er þýðingarmikið því
framlag Bretlands til þess að
tryggja öryggi í Evrópu og öryggi
bandalagsþjóðanna er stórt.“
22 af 28 Evrópusambands-
þjóðum eru innan vébanda NATO. Í
ofangreindri frétt frá AFP kemur
fram að margar þessara þjóða líti
fyrst til varnarsamstarfsins við
Bandaríkjamenn í NATO fremur en
ESB þegar kemur að því að tryggja
öryggi þjóðanna. Af þeim sökum
hafi utanríkismálastjóri ESB, Fed-
erica Mogherini, í síðustu viku skor-
að á ESB ríkin að leggja meira af
mörkum til að tryggja eigið öryggi,
þótt hún hafi jafnframt lagt áherslu
á þýðingu samstarfsins við NATO.
Auka útgjöld til varn-
armála á nýjan leik
AFP
NATO Hersveitir NATO á heræfingu í Búlgaríu í grennd við Tsrancha í
síðustu viku. Einkunnarorð æfinngarinnar voru „Ósveigjanlegur kjarkur“.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ástand efna-hagsmálaer með
besta móti um
þessar mundir og
það virðist vera að
skila sér til al-
mennings. Hag-
fræðideild Lands-
bankans sendi í gær frá sér
útreikninga þar sem komist
var að þeirri niðurstöðu að
kaupmáttur hefði aukist um
30% frá árinu 2010 og væri nú
meiri en hann hefði nokkurn
tímann verið áður.
Ýmis góðærismerki bera
þessum aukna kaupmætti
vitni. Á undanförnum vikum
hafa Íslendingar hópast til
Frakklands til að fylgjast
með afrekum íslenska karla-
landsliðsins í fótbolta. Hann
birtist einnig í frétt, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær, um
að sala hjólhýsa hefði aukist
um 30% á milli ára. Arnar
Jónsson, framkvæmdastjóri
Víkurverks, sem selur hjól-
hýsi, segir í fréttinni að
ástandinu sé farið að svipað
til þess sem var árið 2006 og
árin fyrir efnahagshrunið. Sá
reginmunur sé þó á að fólk
taki minna af lánum en var,
taki lægri lán og eigi meira í
eigninni.
Reyndar sýna tölur að fjár-
hagsstaða heimilanna hafi
batnað verulega á síðustu ár-
um. Eins og Þórarinn Pét-
ursson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans, sagði í maí
hefur sparnaður heimilanna
vaxið þrjú ár í röð og hreinn
auður þeirra vaxið um 30% að
raunvirði á undanförnum
tveimur árum. Þessa aukn-
ingu sagði hann að mætti
ekki eingöngu rekja til vax-
andi kaupmáttar, heldur
einnig skattalækkana, hóf-
legrar verðbólgu, hækkandi
eignaverðs og lækkandi
skulda þar sem skuldaleið-
réttingin hefði sitt að segja.
Leiddi Þórarinn einnig getum
að því að fall bankanna hefði
gert fólk varkárara, slíkt
gerðist oft þegar stór skellur
kæmi á þjóðarbúskapinn.
Miklu skiptir að hægt var
að hækka laun án þess að það
hefði áhrif á verðlag og
hleypti verðbólgu af stað.
Ýmsar ytri kringumstæður
hafa einnig verið hagstæðar
og orðið til þess að þrýst-
ingur í hagkerfinu hefur ekki
hleypt verðbólgunni af stað.
Verð á eldsneyti og annarri
innfluttri hrávöru hefur verið
lágt og krónan hefur styrkst.
Ekki er þó gefið að þessar
aðstæður haldist. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn spáði því
þegar hann tók fyrir stöðu og
horfur í íslensku
efnahagslífi upp
úr miðjum júní að
hagvöxtur yrði
4,5% á þessu ári,
en varaði við því
að verðbólga gæti
farið yfir 2,5% síð-
ar á árinu vegna
launahækkana. Sjóðurinn
segir einnig að launahækk-
anirnar gætu orðið til þess að
samkeppnishæfni minnkaði
með tímanum samfara því að
drægi úr afgangi í gjaldeyris-
skiptum.
Það er mannlegt að ætla að
morgundagurinn verði eins
og gærdagurinn, þótt það
gangi gegn betri vitund. Mun
meiri innistæða er fyrir góð-
æri þessara missera en upp-
sveiflunni fyrir áratug. Nú er
rétt að leggja línurnar fyrir
það sem koma skal og nota
tækifærið til að berja í bresti
heilbrigðiskerfisins og efla
menntakerfið.
Um leið þarf að huga að
bolmagni til eftirlits og að-
halds samfara því að gjald-
eyrishöftum verður aflétt og
bankar færðir úr ríkiseigu.
Athygli vekur að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn talar um
að efla þurfi vald og sjálf-
stæði fjármálaeftirlits. Hvet-
ur hann til „straumlínulög-
unar“ á borð við að sameina
allt eftirlit með bönkum í
Seðlabankanum, en nefnir að
einnig megi skoða aðra mögu-
leika.
Vissulega getur eftirlit
ekki komið í veg fyrir vand-
ræði í bankakerfinu. Eðli
málsins samkvæmt fer það
fram eftir á og um leið er erf-
itt við að eiga ef einbeittur
vilji er til að leyna upplýs-
ingum. Full ástæða er hins
vegar til að hlusta á þessar
ábendingar. Það hefði getað
skipt máli í aðdraganda falls
bankanna hefði fjármálaeft-
irlitið verið innan Seðlabank-
ans.
Víða eru efnahagshorfur
svartari en hér. Mun verri
staða er í þeim löndum evru-
svæðisins sem urðu fyrir
barðinu á fjármálakreppunni
fyrir átta árum. Hinn sameig-
inlegi gjaldmiðill reyndist
myllusteinn um háls þeirra.
Það er athyglisvert að á sama
tíma og stöðugleiki ríkir í
efnahagsmálum eru blikur á
lofti í pólitíkinni. Oft hefur
verið sagt að í kjörklefanum
ráði buddan för, en sé eitt-
hvað að marka skoðanakann-
anir virðist það ekki eiga við
nú. Þá er rétt að hafa í huga
að í góðæri er ekkert síður
erfitt að halda rétt á spil-
unum en þegar illa árar.
Rétt er að hafa í
huga að í góðæri er
ekkert síður erfitt
að halda rétt á spil-
unum en þegar illa
árar}
Seglum þöndum
É
g fletti stundum gömlum blöðum
í leit að gömlum fréttum og frá-
sögnum. Í þeim blöðum, flestum
frá seinni hluta þarsíðustu aldar
eða byrjun þeirrar síðustu, eru
iðulega skrýtlur og gamanmál, sumt torskilið
svo löngu síðar, annað skondið og skemmti-
legt, og svo er reytingur af gamansemi sem er
ekkert gaman að lesa, enda byggð á for-
dómum og fyrirlitningu, aðallega kvenfyrir-
litningu.
Kvenfyrirlitning er harkalegt orð og eflaust
veigra einhverjir sér við að nota það, en mér
er tamt að grípa til þess þegar ég rekst til
dæmis á „gamanmál“ sem gerir grín að kon-
um fyrir að vera glysgjarnar og heimskar
tildurdrósir (af hverju er orðið „tildurdrós“
til?). Það getur líka ekki verið nema viðeig-
andi að nota orðið kvenfyrirlitning til að lýsa því hvernig
konum var haldið utan við samfélagið öldum saman, ljóst
lengst af en leynt síðustu áratugi, hvernig það var talið
viðeigandi og við hæfi að gera lítið úr þeim vegna kyn-
ferðis, neita þeim um mannréttindi sem þótti sjálfsagt að
veita körlum og hneppa þær í fjötra afkáralegra útlits-
og hegðunarfjötra. Já, og gera líkama þeirra að söluvöru
og nota hann til að selja vörur.
Kvenfyrirlitning er til að mynda snar þáttur í fyrir-
bæri eins og vændi og klámi (það síðarnefnda er náttúr-
lega vændi líka þegar grannt er skoðað) og í raun grunn-
þáttur – þegar við samþykkjum vændi erum við að
samþykkja kvenfyrirlitningu.
Í forvitnilegri bók breska rithöfundarins
Kat Banyard, Pimp State, rekur hún meðal
annars samtöl sem hún átti við vændiskaup-
endur og í þeim kemur einmitt fram að karlar
eru ekki að kaupa kynlíf þegar þeir eiga við-
skipti við vændiskonur, þeir eru að kaupa
vald: „Ég vil að þær komi fram við mig eins
og ég vil, en ekki eins og þær vilja,“ sagði
einn viðmælandi Banyard og mælir fyrir
munn flestra þeirra sem hún ræddi við.
Áþekkt kemur fram þegar litið er yfir um-
sagnir „viðskiptavina“ vændiskvenna sem
finna má á netinu, því að algengast er að
menn kvarti yfir því að þeir fái ekki nógu
góða „þjónustu“ og þá að því leyti að stúlk-
urnar séu ekki nógu undirgefnar, þær geri
sér ekki upp nóga ánægju og, verst af öllu:
sumar gefi það skýrt til kynna að þær vilji
sem minnsta snertingu og enga kossa. Í bók Banyard
vitnar hún í orð einnar vændiskonunnar sem sagðist hafa
óbeit á karlmönnum sem krefðust þess að hana langaði
til að gera allt sem þá langaði til að gera og nyti þess.
Það er ofbeldi þegar einhver þvingar annan til að gera
eitthvað sem hann hefur óbeit á, þótt hann borgi honum
eitthvað fyrir. Mörgum er tamt að nota orðið „kynlífs-
þjónusta“ og „kynlífsiðnaður“, og sumir sjá það meira að
segja í hillingum að slík þjónusta verði leyfð hér á landi
undir eftirliti stjórnvalda. Það er þó óþarfi að vera með
einhvern tepruskap, nefnum hlutina réttum nöfnum: of-
beldisþjónusta og ofbeldisiðnaður. Með tilheyrandi ráðu-
neyti þá. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Ofbeldisiðnaðarráðuneytið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Jens Stolten-
berg, fram-
kvæmdastjóri
NATO, sagði á
blaðamanna-
fundi í Brussel
í Belgíu í
fyrradag, að
NATO hygðist
funda form-
lega með rúss-
neskum stjórnvöldum í kjölfar
leiðtogafundar NATO í Varsjá
nú á föstudag og laugardag.
Stoltenberg vill ræða við
Rússa um hernaðarumsvif
Rússa í Úkraínu, á Krímskaga.
Í apríl á þessu ári fundaði
NATO með rússneskum stjórn-
völdum í fyrsta skipti frá því í
júní 2014, en segja má að
samskipti NATO og Rússa hafi
verið langt undir frostmarki
frá því að þeim fundi lauk, án
nokkurs árangurs. Ætlunin er
að ræða við Rússa hvernig
draga megi úr áhættu á svæð-
inu og auka gegnsæi í sam-
skiptum.
NATO fundi
með Rússum
JENS STOLTENBERG
Jens
Stoltenberg