Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 06.07.2016, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 ✝ Þorvaldur Veig-ar fæddist í Al- viðru í Dýrafirði 15. júlí 1930. Hann lést 20. júní 2016. Foreldrar hans voru hjónin Helga Þóroddsdóttir hús- freyja, f. 24. október 1905, og Guð- mundur Helgi Guð- mundsson, sjómaður og síðar símavörður, f. 27. apríl 1897. Systur Þorvaldar voru Sólveig, f. 23. september 1928, d. 4. janúar 1930, og Ragn- heiður Ósk, f. 24. október 1937, d. 11. febrúar 2015. Árið 1958 kvæntist hann Birnu Friðriksdóttur, f. á Húsavík 5. maí 1938. Foreldrar Birnu voru hjónin Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen 15. febrúar 1902, og sr. Friðrik A. Friðriksson, sókn- arprestur og prófastur, f. 17. júní 1896. Börn Þorvaldar Veigars og Birnu eru: 1) Helga, f. 9. nóv- ember 1958. Maki Douglass Tur- ner, f. 9. janúar 1955. Þeirra börn: rúmt ár og fékk almennt lækningaleyfi 1961. Þá var hann þrjú ár aðstoðarlæknir á Rannsóknardeild Landspítalans. Þaðan lá leiðin til London til framhaldsnáms og starfa í mein- efnafræði 1964-1971. Hann lauk doktorsprófi frá University of London og fékk sérfræðileyfi í meinefnafræði 1970. Haustið 1971 fluttist fjölskyldan til Íslands og settist að í Kópavogi þar sem Veigar og Birna bjuggu þar til þau fluttust til Reykjavíkur 1998. Eftir heimkomuna frá Englandi starfaði Veigar sem sérfræðing- ur, yfirlæknir og forstöðulæknir við Rannsóknardeild Landspít- alans 1971-1995, var lækninga- forstjóri Landspítalans 1995- 2000, kenndi við læknadeild og tannlæknadeild HÍ og Tækni- skóla Íslands nær óslitið 1971- 1996. Veigar tók mikinn þátt í fé- lagsmálum í sinni sérgrein, bæði innanlands og erlendis, og í kennslu- og stéttarfélagsmálum. Hann var m.a. formaður Lækna- félags Reykjavíkur og Lækna- félags Íslands. Hann var mikill útivistar- og náttúruunnandi og kunni afar vel við sig á fjöllum, við sjó og á ferðalögum til fjar- lægra staða. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 6. júlí 2016, klukkan 15. a) Anna Birna, f. 13. ágúst 1996, b) Dylan Veigar, f. 11. febr- úar 2000. 2) Sólveig, f. 1. júní 1961. Maki Valgeir Ómar Jóns- son, f. 23. júlí 1955. 3) Arndís Björg, f. 19. nóvember 1973. Maki Geir Fenger, f. 29. desember 1981. Þeirra börn: a) Birna Rún, f. 23. september 2006, og Alma, f. 22. mars 2009. Fyrstu sex æviárin bjó Veigar í Alviðru en þá fluttist fjölskyldan til Flateyrar og ári síðar til Ísa- fjarðar. Barnaskólaárin var hann öll sumur hjá afa sínum og ömmu í Alviðru. Eftir landspróf lá leið hans til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1959. Á námsárunum stundaði hann einnig sjómennsku, bæði á síldarbátum og togurum. Að námi loknu varð hann staðgengill héraðslæknisins á Raufarhöfn og héraðslæknir í Kópaskershéraði í Úti var strekkingur, alskýjað og 12 stiga hiti þegar hann kom í heiminn, Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, í torfbæ við Alviðru í Dýrafirði, um miðjan júlí 1930. Al- viðra hefur ætíð verið í hans huga nafli alheims. Ég kynntist Veigari frekar seint á lífsleiðinni er ég og dóttir hans rugluðum saman reyt- um. Hann var orðinn sjötugur og var um það bil að fara á eftirlaun, var samt með vinnu á sjúkrahús- inu Akranesi. Þá við hófum okkar fyrstu samræður urðum við sam- mála um tvennt, að Vestfirðir væru fjórðungurinn og gamla sjúkrahúsið á Ísafirði væri falleg- asta hús landsins. Veigar var, eins og móðir mín sáluga sagði, sprenglærður, hann var með embættispróf í læknis- fræði frá Háskóla Íslands og dokt- orspróf frá University of London og með sérfræðileyfi í meinafræð- um. Meðan hann var í námi stund- aði hann sjómennsku á síðutogur- um og síldarbátum. Frá okkar fyrstu kynnum sagði hann sögur um sjómennsku sína, ekki var hann að spjalla mikið um læknis- fræðina, það var sjómennskan sem hann vildi halda á lofti. Við Veigar áttum okkar ferðir um Ísland, fórum margoft til Vestfjarða, alltaf þurfti að koma við á Alviðru, keyra út í Arnarnes og helst fara út að Sæbóli á Ingj- aldssandi og ganga um Ísafjörð, þetta voru hans staðir. Honum fannst mikið til þess koma hversu mikill Vestfirðingur ég var og hans systir var líka hissa, að ég, kærasti Sólveigar dóttur hans, skyldi þekkja einhvern í þessum fjórðungi. En svona lágu leiðir, við vorum báðir að vestan. Veigar var stoltur af sínum uppruna, hann var Vestfirðingur í húð og hár. Þegar við ferðuðumst um kjálk- ann þekktu hann ansi margir. Það var gaman að ferðast með þessum öðlingi um ævintýraheima Vest- fjarða, þeir lifnuðu við, við mis- munandi minni okkar um staðinn. Hann þekkti alla bæi í Djúpinu í línulegri röð frá því að hann hafði verið í vinnu hjá Matthíasi Bjarnasyni á skrifstofu Djúpbáts- ins. Ég verð að segja að hann kom inn í mitt líf sem vinur og tengda- faðir, það var ekki hægt annað en að elska og virða þennan mann. Þakka þér fyrir allt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ómar. Veigar, vinur minn og kollegi, gegndi margvíslegum leiðtoga- störfum í læknisfræði, heilbrigð- isþjónustu og háskólastarfsemi. Hann var meðal annars formaður Læknafélags Íslands, forstöðu- læknir meinefnafræðideildar Landspítalans, formaður Lækna- ráðs Landspítalans og lækninga- forstjóri Ríkisspítala þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Veigar var mikill stuðningsmaður sameiningar spítalanna tveggja og uppbyggingar háskólasjúkra- húss. Áhrif Veigars voru víðtæk og jákvæð. Ég minnist hans með þakklæti, hlýhug og virðingu. Ég kynntist Veigari fyrst þegar ég var lækna- nemi á öðru ári. Hann var einn af kennurunum í lífefnafræði, sem var mitt uppáhaldsfag. Veigar var afbragðskennari og hlaut við- urkenningu sem slíkur. Það kom í minn hlut að vera fulltrúi nem- enda við skipulagningu kennslu og semja um hana við Veigar. Ég skynjaði strax að þar var kominn góður og hlýr hlustandi og mark- viss verkmaður í leit að bestu lausnum. Ég kynntist honum bet- ur þegar ég vann sem aðstoðar- læknir á deild hans og síðar þegar ég tók við af honum sem forstöðu- læknir meinefnafræðideildar Landspítalans og hann var lækn- ingaforstjóri. Stuðningur hans og reynsla var mikilsverð alla tíð og ráð hans fylgja mér enn í dagleg- um störfum. Veigar var fæddur á lands- námsbænum Alviðru í Dýrafirði. Víðáttan og tignarleg fjöllin láta engan ósnortinn. Veigar ólst þar upp og síðan á Ísafirði. Á skóla- árum vann hann við sjómennsku. Hann veiktist sem tafði nám um stundarsakir en jók þroska og samkennd með öðrum. Veigar var í framhaldsnámi við Royal Postgraduate Medical School og Hammersmith-sjúkra- húsið í London á blómaárum þess, þegar það var eitt öflugasta háskólasjúkrahúsið í heiminum. Þar skrifaði Veigar doktorsrit- gerð um nýuppgötvað hormón, kalsitónín, undir leiðsögn Iains Macintyres prófessors. Veigar var í sterkum rannsóknarhópi og vann markverða brautryðjenda- vinnu í grunnrannsóknum á hormóninu. Í lokin var Veigar orðinn kennari við þessa frægu stofnun. En römm er taugin heim til Íslands og fjölskyldan kaus að flytja þangað. Reynslan á Ham- mersmith mótaði hann hins vegar alla tíð. Veigar var gæfumaður í einka- lífinu, giftur afbragðskonu. Eign- uðust þau þrjár dætur sem hafa getið sér gott orð hver á sínu sviði. Fjölskyldan var mikilvæg og gegndi lykilhlutverki í lífi hans. Veigar kom til leiks í leiðtoga- störfum sínum sem heilsteyptur maður með víðtæka reynslu; sveita- og sjómaður mótaður af Vestfjörðum, fagmaður og heims- borgari, ástríkur fjölskyldufaðir sem miðlaði hlýhug og velvild. Fólk fann að hann leitaði bestu leiða og vildi vel. Háleit markmið fyrir háskólasjúkrahús voru sam- ræmanleg ráðdeild með fé og ein- földum, hagnýtum lausnum. Hann var afbragðssögumaður með mikla kímnigáfu. Frásagnir hans kölluðu fram bros og bættu líðan. Auðskilið var af hverju hon- um voru falin margvísleg forystu- störf á Landspítalanum, við Há- skólann og í félagsstörfum. Þar lagði hann gjörva hönd á plóginn og kom mörgum framfaramálum til leiðar; fáir hans jafningjar. Blessuð sé minning góðs vinar. Jón Jóhannes Jónsson. Elsku Arndís, Birna, Sólveig, Helga og fjölskyldur. Það er alltaf sárt að kveðja, við höldum alltaf að við séum tilbúin, veikindin búin að vara í langan tíma, eða stuttan, við vitum hver endastöðin er, við segjum við vini og vandamenn, þetta er að verða búið, þetta er langt komið, hann/ hún er að fara en svo þegar kallið kemur og við stöndum frammi fyrir því að kveðja þá verður þetta svo erfitt. Kveðjustundin er komin og við getum ekki lengur sest niður og sagt hvernig dag- urinn í dag var hjá okkur, rætt næstu forsetakosningar eða alþingiskosningar en það hefði Veigar haft gaman af því að ræða. Fótbolti var eitt af því sem við höfðum gaman af að horfa á sam- an, áfram Liverpool (eða erum við ekki öll þar)! Ég kynnist Arndísi þegar við byrjuðum í menntaskólanum í Kópavogi árið 1989, heil eilífð síð- an en við vorum samt svo „full- orðnar“. Samband þeirra feðgina var mjög einlægt. Veigar dáðist að öllu sem Arndís gerði, þó svo að við hefðum verið á hápunkti svo- kallaðrar „gelgju“ – sem hvorug okkar kannast við að hafa nokk- urn tíma verið á (systrum hennar til mikils ama) – þá gat Veigar alltaf glaðst með okkur. Hann hafði húmor fyrir okkur, sérstak- lega Arndísi, það komu gleðitár í augun á honum þegar hún var ná- læg. Hæglætismaður með yndis- lega nærveru, það er mín helsta minning um hann. Hann sótti í okkar félagsskap, fannst gaman að hlusta á Arndísi og reyna að taka þátt í hennar lífi. Þegar Geiri góði loksins fang- ar hjarta Arndísar þá hugsaði Arndís til pabba síns, hún hlakk- aði til að kynna þennan góða mann fyrir yndislega pabba sín- um, sem vann auðvitað hjarta hans, enda ekki við öðru að búast. Við bætast svo yndisleg barna- börn, Birna Rún og Alma, algjör- ir sólargeislar. Það er afskaplega erfitt að geta ekki verið með ykkur, kæra fjölskylda, í dag, en hugur minn er hjá ykkur, yndislegur maður er farinn, en minningin lifir og það er svo gott, það er svo gott að minnast alls sem gott er, segja barnabörnum frá því hvað afi var góður og yndislegur maður, segja sögur og halda minning- unni á lofti. Elsku Arndís mín, Geiri, Birna, Sólveig og Helga, haldið þétt utan um hvert annað og munið að segja sögur því minn- ingin er svo góð Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Kveðja Ingibjörg. Fornvinur og samstarfsmaður um langt skeið er látinn. Ég hitti Þorvald Veigar fyrst fyrir nær 45 árum í London. Ég var nýskrið- inn frá prófborði. Hann var að ljúka störfum við kennslu og rannsóknir á Hammer- smithspítala þar sem hann hafði tekið þátt í merkum rannsóknum á hormóninu calcitonin. Báðir á heimleið til að taka til starfa við Meinefnafræðideild Landspítal- ans. Veigar hafði áður en hann hélt til London starfað við meinefna- fræði á Landspítala og m.a. átt þátt í að koma á fót notkun geislavirks joðs við greiningu skjaldkirtilssjúkdóma. Heim- kominn á ný setti hann upp skil- virka aðferð til greiningar PKU- sjúkdómsmyndar í nýburum. Þessi dæmi um frumkvæði koma í hugann nú en tæmandi listi yrði langur. Meginverkefni næstu ár og áratugi urðu hins vegar nú- tímavæðing rannsóknastofunnar og öflun tækjabúnaðar sem var í stöðugri þróun á starfstíma Veig- ars með sívaxandi sjálfvirkni. Ennfremur þróun gæðaeftirlits með mæliniðurstöðum. Allt þetta var nauðsynlegt til að þjónusta rannsóknastofunnar sem er und- irstaða sjúkdómsgreininga væri á við það sem best gerist erlend- is. Öllu þessu sinnti hann af mik- illi kostgæfni. Það var gott að vera sam- starfsmaður Veigars á þessum árum. Hann var viðræðugóður, samstarfsfús, hlýr og þægilegur í umgengni og fyrst og fremst hreinn og beinn og heiðarlegur vinnufélagi. Samstarfið var ekki aðeins innan rannsóknastofunn- ar því við tókum strax við heim- komu að okkur kennslu lækna- nema og fleiri nemendahópa, m.a. kenndum við lengi nokkur námskeið fyrir nemendur í meinatækni. Einnig á þeim vett- vangi gekk samstarfið með ágæt- um. Það er ekki sjálfgefið að sam- starf á vinnustað þróist í vináttu. En sá hópur sem á þessum fyrstu árum stóð í einskonar frumbýl- ingsstappi í kennslu og rann- sóknum náði að tengjast vina- böndum sem allt til þessa hafa haldið þrátt fyrir að hann dreifð- ist er árin liðu. Fyrir fáeinum misserum hittist þessi hópur eins og oft áður og átti ég þá góðar viðræður við Veigar sem ég er þakklátur fyrir. Veigar bar gæfu til að eignast að konu hana Birnu, konu sem ber með sér góðvild og glaðværð hvenær sem fundum okkar ber saman. Þau eignuðust þrjár glæsilegar dætur. Fyrir hönd okkar Margrétar flyt ég þeim mæðgum öllum okkar dýpstu samúð. Hörður Filippusson. Fallinn er frá góður kollegi og samstarfsmaður, Þorvaldur Veigar Guðmundsson. Hann var af Vestfjörðum og bar með sér mörg góð einkenni manna úr þeim landsfjórðungi. Að loknum menntaskóla nam hann læknis- fræði við Háskóla Íslands og út- skrifaðist árið 1959. Læknisfræð- in og kandídatsstörf vöktu brennandi áhuga á rannsókna- lækningum. Á árunum 1961-1970 stundaði hann sérnám, sérfræði- störf, kennslu og vísindarann- sóknir í meinefnafræði (clinical chemistry) við Royal Postgra- duate Medical School of London. Helstu rannsóknaverkefni hans voru hormónar sem stjórna kalkbúskap líkamans og einnig starfsemi skjaldkirtils. Þorvaldur og samstarfsmenn hans birtu fjölmargar merkar vísindagrein- ar á þessu sviði í virtustu tímarit- um læknisfræðinnar. Það var mikil fengur fyrir Landspítalann að fá hann til að snúa aftur til Íslands eftir hátt í tíu ára farsælan feril í London. Hann hóf störf á meinefnafræði- deild spítalans og átti stóran þátt í að efla og bæta alla rannsókna- þjónustu sem og alla faglega og vísindalega starfsemi innan sér- greinarinnar. Þorvaldur varð yf- irlæknir deildarinnar 1985 og gegndi þeirri stöðu til 1995. Til fjölda ára var hann mikils metinn kennari við Háskóla Íslands og Tækniskólann. Reynsla hans, þekking og persónueinkenni gerðu að hann var valinn til að gegna stöðu lækningaforstjóra Landspítalans frá 1995 til 2000. Samhliða vinnu á Landspítala sinnti hann ýmsum öðrum ábyrgðarstörfum svo sem að vera formaður Læknafélags Íslands, Félags um klíníska lífefnafræði og rannsóknalækningar og Fé- lags íslenskra meinafræðinga. Hann var mjög virkur í norrænu samstarfi og gegndi um tíma stöðu formanns í Nordisk För- ening för Klinisk Kemi. Það er mér sérstaklega eftirminnilegt þegar hann tók að sér að vera for- seti 35. norræna þingsins í klín- ískri lífefnafræði sem var haldið í Borgarleikhúsinu 2002. Undir- búningsstarfið tók á þriðja ár og varð röggsöm stjórn og metnaður Þorvalds til þess að þingið varð eitt það besta og fjölmennasta sem haldið hefur verið. Norrænir samstarfsmenn minnast þess þings enn þann dag í dag. Stjórnir Félags um klíníska líf- efnafræði og lækningarannsóknir á Íslandi, Nordisk Förening för Klinisk Kemi, Félag íslenskra meinafræðinga og starfsfólk rannsóknakjarna LSH þakka Þorvaldi fyrir áratuga samstarf og votta aðstandendum samúð sína. Ísleifur Ólafsson. Persónuleg kynni okkar Þor- valdar Veigars hófust í lok síðasta áratugar liðinnar aldar þegar við gegndum sambærilegum störf- um, hvor á sínum spítalanum, hann lækningaforstjóri á Land- spítala og ég á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem svo hét eftir sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala. Yfirvöld borg- ar og ríkis höfðu þá lýst vilja til að sameina þessar tvær stofnanir, fyrst og fremst á grundvelli rekstrarkostnaðar. Undirritaður hafði á þeim tíma efasemdir um ágæti þess, en ekki varð hjá því komist að unnið skyldi að þessu flókna verkefni. Framþróun heil- brigðisþjónustu á sjúkrahúsum var þá orðin gífurlega ör, bæði í þekkingu og tækni, og byggðist og byggist enn á sífellt vaxandi sérhæfingu heilbrigðisstarfs- manna. Sérhæfingin var þá þegar bæði orsök og afleiðing ört vax- andi þekkingar, sem aftur stað- festi að smáþjóð eins og okkar á ekki val um annað en að nýta sér- hæfða þekkingu svo vel sem verða má með því að sameina kraftana. Aðeins með því móti er mögulegt að bjóða landsmönnum sambærilega sérhæfða heilbrigð- isþjónustu líkt og þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við. Þetta er hin raunverulega ástæða sameiningar sjúkrahús- anna í Reykjavík. Fáir menn skildu þessi rök betur en Þor- valdur Veigar. Hann vann af heil- indum að sameiningunni, en hann fór aldrei fram með neinu offorsi, enda sannur séntilmaður, hógvær í öllum málflutningi, prúður og sanngjarn. Hann reyndist mér ráðhollur og tilbú- inn að miðla af reynslu sinni og þekkingu eftir að ég tók við starfi lækningaforstjóra hins samein- aða sjúkrahúss. Þannig minnist ég hans og verð honum ævinlega þakklátur. Blessuð veri minning þessa ágæta manns. Jóhannes M. Gunnarsson. Þegar ég átti tvö ár að baki í lífefnafræðinámi við Edinborg- arháskóla árið 1964 gerðist ég sumarmaður á rannsóknastofu Landspítalans í meinefnafræði. Þá kynntist ég Þorvaldi Veigari Guðmundssyni, sem geislaði af alúð og hlýju. Sama haust hélt Veigar til framhaldsnáms í Lundúnum hjá Iain MacIntyre (1924-2008) á Ro- yal Postgraduate Medical School við Hammersmith-sjúkrahúsið, sem þá var í forystu í rannsókn- um í akademískri læknisfræði í Bretlandi. MacIntyre hafði áður kynnst Davíð Davíðssyni pró- fessor og hafði mikil áhrif á ís- lenska lækna, sem komu þangað til rannsókna. Þegar ég kom til framhaldsnáms í lífefnafræði við læknaskólann á Guy’s Hospital í Lundúnum, kynntist ég fjöl- skyldu Veigars vel. Ég kom oft í helgarheimsóknir til þeirra. Gestrisni Birnu var rómuð, og dæturnar, Helga og Sólveig, voru á bráðskemmtilegum aldri, prúð- ar en kotrosknar. Iain MacIntyre, leiðbeinandi Veigars í doktorsnámi, var í fremstu röð þeirra sem rannsök- uðu kalkbúskap. Þá var hormón- ið kalsítónín nýuppgötvað. Fram- farir í þekkingu á eiginleikum þess, byggingu og áhrifum voru ótrúlega hraðar á þessum árum. Þetta hormón er framleitt í skjaldkirtli og hefur öndverð áhrif við PTH-hormónið, sem er framleitt í kalkkirtlum. Nokkur samkeppni, en samt vinsamleg, var við rannsóknahóp í Kanada sem Harold Copp stýrði. Á þess- um árum var Veigar höfundur fjölmargra ritrýndra vísinda- greina, yfirlitsgreina og bóka- kafla. Framlag hans til rann- sókna á kalkbúskap er umtalsvert. Þekking Veigars á aðferðum í almennri lífefnafræði og klínískri lífefnafræði var yfir- gipsmikil, og hann hélt henni allt- af vel við. Haustið 1971 kom ég aftur til Íslands til starfa á Tilraunastöð- inni á Keldum. Veigar var kom- inn á rannsóknastofu Landspít- alans í meinefnafræði, einnig Hörður Filippusson lífefnafræð- ingur. Þá gengum við þremenn- ingar til liðs við Davíð Davíðsson við kennslu læknanema eftir nýrri reglugerð. Aldrei bar nokk- urn skugga á samstarf mitt við Veigar, sem kenndi við lækna- deild með nokkru hléi, en við Hörður fluttumst í raunvísinda- deild í ársbyrjun 1996. Síðast hitti ég Veigar á endur- fundum gamalla samstarfs- manna á heimili mínu haustið 2013. Hann var hress í bragði, en örfáum vikum síðar brast heilsa hans. Birna sinnti honum af ein- stakri umhyggju í erfiðum veik- indum. Ég minnist Veigars sem góðs samstarfsmanns, en ekki síður vegna þess hve heiðarlegur og heilsteyptur hann var í hvívetna. Ég votta fjölskyldu hans einlæga samúð mína. Baldur Símonarson. Þorvaldur Veigar Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Þorvald Veigar Guð- mundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.