Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.07.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 ✝ Sigvaldi Ár-mannsson fæddist á Hofteigi á Akranesi 28. ágúst 1928. Hann andað- ist á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 26. júní 2016. Foreldrar hans voru Margrét Sól- veig Sigurðar- dóttir, húsfreyja, og Ármann Ingi- magn Halldórsson, skipstjóri. Systkini Sigvalda voru: Jórunn, Sigríður Ásta, Valdimar, Ármann Halldór, Sig- urður, Guðrún, Halldór og Mar- grét og eru þau öll látin. Sigvaldi kvæntist Jónu Katr- ínu Guðnadóttur frá Háarima 1953. Börn Sigvalda eru: Dagný, f. 1953, Guðni, f. 1955, Sigurjóna, f. 1959, Margrét Ár- dís, f. 1961, Ár- mann, f. 1963, d. 18.5. 2011, og Guð- finna Björk, f. 1965. Sigvaldi og Jóna eignuðust 17 barna- börn en tvö þeirra eru nú látin og barnabarnabörnin eru orðin 11. Sigvaldi stundaði sjómennsku frá 1942 til 1952. Síðan gerðist hann bóndi í Þykkvabæ og var það allar götur síðan. Útför Sigvalda fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 6. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Pabbi ólst upp á Akranesi í stórum systkinahópi, hann hlaut hefðbundna skólagöngu en hugði ekki á frekara nám enda átti kyrr- seta aldrei við hann. Það má segja um pabba að snemma beygist krókurinn, því strax á æskuárun- um var hann einstaklega dugleg- ur og mátti aldrei vera að því að stoppa. Þörfin fyrir að leika sér var svo sterk að hann mátti ekki einu sinni vera að því að koma inn og borða og var því færður mat- urinn út. Ungur að árum fór hann í sveit á sumrin að Geldingaá og var þar í 13 sumur, þar undi hann sér vel því næg voru verkefnin. 14 ára hóf pabbi sjómannsferil sinn. Hann fékk pláss á togaran- um Sindra sem aðstoðarmaður kokksins. Þetta var á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og var því mjög áhættusamt þar sem tundurdufl og kafbátar gátu leynst víða í hafinu. Það stoppaði pabba samt ekki í að stunda sjó og siglingar. Fyrir pabba var stórt ævintýri að komast til útlanda og drekka í sig allt sem fyrir augun bar. Þar komst hann meira að segja í tívolí. Skipsverjar Sindra björguðu eitt sinn amerískum flugmönnum úr sjónum um hávet- ur en það reyndist pabba eftir- minnilegt. Pabbi lenti oft í brjál- uðu veðri á sjónum. Eitt sinn þegar hann var 15 ára á Sindra gekk sjórinn svo yfir bátinn og inn í eldhúsið að allt var á floti en ekki þótti ástæða til að stoppa og pabbi hélt áfram að kokka eins og allt væri í stakasta lagi. Árið 1952 fór pabbi í heimsókn í Þykkvabæinn sem leiddi til þess að hann réð sig í kaupamennsku í Háarima og kynntist þar mömmu. Mamma og pabbi giftu sig 1953 og árið eftir keyptu þau Borgar- túnið og fluttust þangað með frumburðinn. Í fyrstu var bland- aður búskapur en seinna var áhersla lögð á kartöfluræktun og kúabúskap. Pabbi var vinnuþjark- ur með afurðamikið bú enda var unnið ötullega alla daga að búinu. Pabba tókst vel til við kartöflu- ræktunina og var einnig laginn við kýrnar og kunni ýmis ráð þeg- ar þær veiktust. Honum fórst vel úr hendi að hjálpa kúm við burð og sprauta þær í veikindum. Oft var hann kallaður á aðra bæi til að sinna þessu eða hjálpa til á annan máta, enda var hann afar greið- vikinn og taldi aldrei eftir sér að hjálpa öðrum á allan hátt þegar við lá. Gestrisni pabba var mikil og því ansi oft góðir gestir við eld- húsborðið. Segja má að í því hafi félagslíf hans verið fólgið, því hann var mjög heimakær. Þó hafði hann mikla ánægju af því að fara stöku sinnum upp á Skaga til að heimsækja vini og ættingja á æskustöðvunum og hafði alltaf sterkar taugar til þeirra. Með þessum orðum þökkum við elsku pabba fyrir allt. Með honum hverfur dugnaðarforkur sem vann hörðum höndum í orðs- ins fyllstu merkingu fyrir öllu sínu. Hann lifði á tímum heims- styrjaldar og mjög áhættusamrar sjómennsku, strits í búskap og mikilla tæknibreytinga í búskap- arháttum. Hann sló hvergi af, kunni ekki að hlífa sjálfum sér, var orðvar, bóngóður og heiðar- legur fram í fingurgóma. Blessuð sé minning pabba. Dagný, Guðni, Sigurjóna, Margrét og Guðfinna. Sigvalda tengdaföður mínum kynntist ég þegar „ég var í görð- unum“ eins og það er kallað þegar menn fara í vinnumennsku við að taka upp kartöflur á haustin. Vinnusemi, kraftur og ósérhlífni var það fyrsta í fari hans sem ég tók eftir. Sigvaldi hlífði sér ekki í neinu þrátt fyrir að hafa farið í stóra opna hjartaaðgerð árinu áð- ur en ég kynntist honum. Tilmæli læknisins til hans höfðu verið þau að hann átti að hlífa sér í poka- burðinum í kartöfluupptektinni. Stöðugt þurfti vinnufólkið í upp- tökunni að minna hann á að vera ekki að lyfta pokunum en vinnu- gleðin og kappsemin var svo mikil að Sigvaldi var alltaf að gleyma sér eða sá enga ástæðu til að fara eftir því sem læknirinn sagði. Á morgnana vakti hann okkur alltaf með því að banka létt á hurðina og kalla „ræs“ sem væntanlega var arfur frá sjómennskuárum Sig- valda. Sjómennskan hefur vafalít- ið mótað líf Sigvalda mikið en hann stundaði sjó frá unglingsár- um fram á þrítugsaldur og var m.a. á síðutogara sem var mikil erfiðisvinna. Með árunum kynntist ég Sig- valda og lærðist að hann var naut- sterkur, féll aldrei verk úr hendi og stutt var í glens og grín hjá honum. Ef allt gekk á afturfót- unum í upptektinni á haustin átti hann það til að blóta hressilega en þegar vel gekk og tekið var upp fram í myrkur var hann í essinu sínu og lék á als oddi. Gestrisni Sigvalda átti sér lítil takmörk, öllum sem áttu erindi inn á Borgartúnshlað var boðið inn í kaffi og þar var ætíð sest við hlaðið kaffiborð sem Jóna galdraði fram úr búrinu. Sigvaldi átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Þegar hann tók barnabörnin í fangið tók hann á rás með þau, hoppaði um og fíflaðist með þau svo þau skellihlógu eða settu upp undrunarsvip yfir atganginum í afa svo að við hin skellihlógum. Með þessum fáu orðum kveð ég dugnaðarforkinn Sigvalda tengdapabba minn, far þú í friði og kærleik, Erlendur Reynir Guðjónsson. Í örfáum orðum langar mig til að minnast elsku afa og þakka honum fyrir allt. Hjá afa var ör- yggi og skjól og vil ég þakka hon- um fyrir að hafa fengið að alast upp í Borgartúni. Afi var alltaf svo duglegur, hann var sívinnandi og tók sér aldrei frí. Hann var góður við okk- ur barnabörnin, grínaðist mikið í okkur og sýndi okkur athygli. Afa fannst skemmtilegt að sjá svipinn á okkur þegar hann var að fíflast eitthvað þegar við vorum lítil. Afi var einstaklega heiðarlegur maður, hjálpsamur og greiðvikinn og góð fyrirmynd. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyr- ir mig, elsku afi minn, sofðu rótt. Þinn Eyþór Jónsson. Elsku fallegi, góðhjartaði afi Sigvaldi. Hvað ég er fegin að hafa kynnst þér. Það var sko enginn eins mikill töffari og þú, sérstak- lega þar sem þú reyndir ekki að vera það, þú varst það bara. Ég man helst eftir þér í köflóttri skyrtu með sixpensara, mér fannst það alltaf svo flott. Það sem okkur systrunum dettur fyrst í hug þegar við hugsum um þig er hvað þú varst mikill grall- ari. Ég sé þig fyrir mér skaka gervitönnunum fram og aftur í munninum á þér svo að glamraði í þeim og við systurnar í fanginu á þér, gargandi úr hlátri. Ég tók einhvern tíma viðtal við þig um líf þitt fyrir íslenskuá- fanga. Það var svo gaman að fá að vita meira um þig. Þú sagðir mér frá því þegar þú fórst út á sjó, þá bara 14 ára, og þú og hinir skip- verjarnir óhlýðnuðust og björguð- uð einhverjum Bandaríkjamönn- um. Auðvitað hefðir þú ekki getað lifað með því að gera það ekki, þú varst bara þannig gerður. Mér fannst svo ótrúlegt að þú hefðir gefið mömmu þinni allan pening- inn sem þú vannst þér inn á sjón- um og af þeim peningi hefði þér verið úthlutað smá vasapeningi. Slíka fórnfýsi er erfitt að finna í dag. Mamma talar oft um það hvað þú varst duglegur og að þú hafir aldrei kvartað. Og ég held þú haf- ir arfleitt marga í fjölskyldunni að því. Þú ert fyrirmynd fyrir okkur systurnar, því þú varst sterkur, heiðarlegur og ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig tala illa um nokkurn mann. Þegar þú veiktist fyrir ekki svo löngu og við heimsóttum þig man ég að þú settist upp bara til að kveðja mig þegar við vorum að fara aftur í bæinn, því þú vissir að ég komst ekki nógu nálægt þér til að kyssa þig bless. Þrátt fyrir að hafa verið svona veikur eins og þú varst gerðir þú þetta samt fyrir mig. Það eru svona hlutir sem sýna mér hvað þú varst um- hyggjusamur, þú sýndir væntum- þykju þína í gjörðum. Daginn sem þú kvaddir okkur sat ég hjá þér og hélt í höndina á þér. Þó að það hafi verið erfitt að kveðja þig fannst mér samt eitt- hvað fallegt við þennan dag. Við vildum öll að þér liði sem best og umhyggjan og hlýjan í þinn garð var svo áberandi. Mér leið eins og þú hefðir sameinað okkur fjöl- skylduna. Takk fyrir allt, elsku afi minn, hvíldu í friði. Fyrir hönd okkar systranna í Vættaborgum, Jóna Kristín Erlendsdóttir. Að alast upp með afa sinn og ömmu á næsta bæ eru forréttindi sem við systkinin fengum að upp- lifa. Að fá að finna allan þann kærleik og væntumþykju sem þau hafa að gefa og um leið að kynn- ast þeim er alveg ómetanlegt. Minningarnar sem við eigum um elsku afa eru margar og góðar. Það sem einkenndi afa var hversu vinnusamur hann var og hafði sí- fellt eitthvað fyrir stafni, hvort sem það var að sinna dýrunum á bænum, uppskerunni eða dytta að tækjunum. Hann var afskaplega kappsfull- ur og gafst aldrei upp. Eitt haust- ið í miðri kartöfluupptekt var okk- ur farið að lengja eftir pabba heim í kvöldmat, venjulega var verið úti í garði allan daginn og komið heim um kvöldmat. Leið og beið og ekki kom pabbi, úti var orðið niðamyrkur og venjulega hefðu allir verið löngu komir heim. Eftir góða bið var farið að grennslast fyrir um pabba og félaga og eru þeir þá að nálgast bæinn með uppskeru dagsins, langt liðið á kvöldið. Ástæðan var sú að það átti að stríða afa aðeins, vanalega hafði hann farið heim rétt eftir að pabbi lauk sínu dagsverki. Þenn- an dag átti að sjá hvað hægt væri að halda þeim gamla lengi úti í garði og hvort hann myndi nú ekki hætta og fara heim þegar tími væri kominn til. En nei, ald- eilis ekki. Það var haldið áfram langt fram í myrkur og að lokum gáfust pabbi og hans teymi upp á stríðninni og fóru heim, þreyttir og svangir og féllu fyrir eigin bragði. Afi hélt áfram, aðeins lengur, enda færi hann aldrei fyrstur heim. Þegar dagsverkum lauk þá var alltaf stutt í glensið og gleðina hjá afa. Okkur afabörnunum var hann afskaplega góður og ljúfur og hafði voða gaman af að atast í okkur og skemmta. Þegar við á fullorðinsárum komum svo með börnin okkar til hans þá lifnaði al- veg yfir honum og hann vildi ólm- ur fá þau til að sitja hjá sér og leika við þau. Þá voru það sömu leikirnir og sprellið sem skemmti okkur systkinunum mörgum ár- um áður og viðbrögð barnanna þau sömu, að leika með og taka þátt. Hann átti það til að losa um gervitennurnar og hrista þær og láta skrölta í gómnum okkur til mikillar gleði og gerðum við svo sjálf tilraunir til að gera það sama sem gengu nú ekki vel. Eins hafði hann voða gaman af að horfa á teiknimyndir með okkur og mátti vart sjá hver skemmti sér betur, börnin eða afi. Hann gat hlegið svo hátt og innilega að mesta skemmtunin var orðin sú að fylgj- ast með afa hlæja. Síðustu árin eftir að bústörfin höfðu runnið sitt skeið var hug- urinn orðin meiri en líkaminn leyfði. Það var ekki í karakter þessa vinnusama manns að taka því rólega og láta daginn líða. Nú hefur hann fengið hvíldina og hugurinn frjáls frá lasburða lík- amanum. Vonandi er elsku afi kominn á góðan stað, líður vel og hefur fundið sér eitthvað til að hafa fyrir stafni. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson) Við eigum eftir að sakna þín elsku afi. Katrín, María, Tryggvi og Arnar. Sigvaldi Ármannsson Ástkær móðir okkar, tendgamóðir, amma og langamma, LÝDÍA BERTA JÖRGENSEN, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 27. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Guðrún B. Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson, Hanna K. Jörgensen, Björn Þórisson, Kolbrún Ósk Jörgensen, Sólveig M. Jörgensen, Eysteinn Kristjánsson, Anton K. Jörgensen, Janne Hvarre Jörgensen, Margrét S. Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur frændi okkar, HARALDUR HÁKONARSON, fyrrum bóndi á Fiskilæk, lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 3. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju Saurbæ þriðjudaginn 12. júlí klukkan 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra umönnun. . Fjölskylda hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN KRISTJÁNSSON, bóndi, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit, lést laugardaginn 18. júní á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júlí klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Öldrunarheimili Akureyrar eða Sjúkrahúsið á Akureyri, öldrunarlækningadeild. . Erna Sigurgeirsdóttir, Viðar Hreinsson, Anna Guðrún Júlíusdóttir, Sigurgeir B. Hreinsson, Bylgja Sveinbjörnsdóttir, Kristján Hreinsson, Anna Sigrún Rafnsdóttir, Ævar Hreinsson, Elín M. Stefánsdóttir, Helga B. Hreinsdóttir, Guðmundur S. Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minn ástkæri og yndislegi sonur og fóstursonur, dóttursonur, frændi og barnabarnabarn, ARON HLYNUR AÐALHEIÐARSON, Glósölum 7, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 4. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð í hans nafni: 0537-14-407916, kt. 261083-3969. Það sem safnast inn á sjóðinn mun fara til styrktar tækjakaupum fyrir börn með taugasjúkdóma og langveik börn. . Aðalheiður Erla Davíðsd., Fannar Þór Bergsson, Davíð Jón Ingibjartsson, Stella Leifsdóttir, Berglind Rós Davíðsdóttir, Arnar Oddfríðarson, Ingibjartur Bjarni Davíðss., Ólína Jónsdóttir Lyngmo, Hörður Ingi, Þórdís Lilja, Stella Rós, Kristín og Davíð Jón, Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson, Aðalheiður Á. Davíðsdóttir. Móðir okkar og amma, DANHILDUR JÖRGENSDÓTTIR (Didi), lést á dvalarheimilinu Rosengården í Vejle í Danmörku 22. apríl 2016. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskapellu 6. júlí klukkan 13. . Haraldur Kjartansson, Sveinbjörn Jörgen Kjartansson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BRAGI JÓNASSON rafvirkjameistari, Sléttuvegi 23, áður Árlandi 1, Reykjavík, lést 25. júní á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. júlí klukkan 13. . Fríða Ingvarsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Jóna Bjarnadóttir, Jónas Ólafsson, Valdís Ella Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.