Morgunblaðið - 06.07.2016, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
✝ SólveigÁgústsdóttir
fæddist í Reykja-
vík þann 30. júlí
1938. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 26.
júní 2016.
Foreldrar henn-
ar voru þau Ágúst
Jóhannesson, for-
stjóri, og Áslaug
Sigurðardóttir,
verslunarmaður. Sólveig var
yngst sex systkina, öll eru þau
látin.
Sólveig ólst upp í Reykjavík,
gekk í Austurbæjarskóla og út-
skrifaðist sem gagnfræðingur
eiga þau þrjú börn; Guðrúnu
Ernu, Örnu Kristínu og Krist-
ófer Ágúst.
Sólveig vann ýmis störf en
frá 1981 starfaði hún sem
skólaritari Flensborgarskóla
Hafnarfjarðar. Sólveig var virk
í félagsmálum. Sat í aðalstjórn
FH og var fyrsti formaður
kvennadeildar FH. Hún var
virk i Málfreyjunum (ITC) og
var ein af stofnendum mál-
freyjudeildarinnar Iris í Hafn-
arfirði. Sólveig lét sig pólitík
varða. Hún sinnti formennsku í
Vorboðanum, sjálfstæðis-
kvenfélagi Hafnarfjarðar, auk
þess að sitja í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Sólveig var einnig
mjög listræn og seinni hluta
ævi sinnar naut hún sín með
pensil í hendi.
Útför Sólveigar fer fram frá
Fríkirkju Hafnarfjarðar í dag,
6 júlí 2016, klukkan 15.
frá Ingimarsskóla.
Um tvítugt flutti
Sólveig til Hafnar-
fjarðar og giftist
Kristófer Magn-
ússyni. Leiðir
þeirra skildu. Á
námsárum Krist-
ófers bjuggu þau
hjónin í Dan-
mörku, þar fæddist
frumburður þeirra,
Magnús Jón, sem
giftur er Hrafnhildi Jónu
Þórisdóttur og eiga þau þrjár
dætur; Ólöfu Körlu, Sólveigu
Kötlu og Dagnýju Káru. Seinna
barn þeirra hjóna er Laufey
Ósk, gift Júlíusi Finnssyni og
Sólveig móðursystir okkar hef-
ur nú kvatt þennan heim.
Við systkinin munum fyrst eft-
ir henni sem ungri stúlku í Auð-
arstræti 3, þar sem hún bjó ásamt
móður sinni. Hún var langyngst
þeirra systra og var því í okkar
augum á þeim tíma frekar sem
elsta barnabarn móðurömmu
okkar en dóttir. Það kom því, oft
eðli málsins samkvæmt, í hennar
hlut að líta eftir nokkuð óstýrilát-
um hópi systrabarna sinna sem
voru í heimsókn í Auðarstræti 3.
Svo kom að því að Sólveig kynnt-
ist sínum verðandi eiginmanni,
Kristófer, og hafði hún þá eðlilega
um allt annað að hugsa en systra-
börnin. Þau hjónin eignuðust tvö
yndisleg börn, Magnús og Lauf-
eyju, sem nú syrgja báða foreldra
sína sem önduðust með aðeins
nokkurra vikna millibili.
Á seinni árum fékk Sólveig út-
rás fyrir sínar listrænu tilfinning-
ar og liggur eftir hana fjöldi fal-
legra mynda. Ávallt var gaman að
hitta Sólveigu og snérust umræð-
ur oftar en ekki um gömlu góðu
dagana í Auðarstræti. Einnig var
bæði gaman og fróðlegt að hitta á
þegar Sólveig kom í heimsókn til
mömmu hin seinni ár, þar sem oft
bar á góma ýmsar fjölskyldu-
uppákomur fortíðar.
Um leið og við kveðjum Sól-
veigu móðursystur okkar þökk-
um við henni langa og góða sam-
fylgd. Við vottum Magnúsi,
Laufeyju og þeirra fjölskyldum
innilega samúð okkar. Guð blessi
minningu Sólveigar Ágústsdótt-
ur.
Fyrir hönd Þórunnarbarna,
Kjartan Lárusson.
Við Sólveig höfum verið vin-
konur í 78 ár. Mæður okkar voru
góðar vinkonur. Það kom að
sjálfu sér að við fórum að leika
okkur snemma saman. Áslaug og
Sólveig dvöldust oft í sumarbú-
stað forelda minna, það var alltaf
svo gott á milli okkar og gaman að
eiga hana fyrir vinkonu. Á þess-
um árum vorum við mjög nánar.
Ég get sannarlega litið til baka og
brosað yfir fallegu minningunum
sem við eigum saman. Það er svo
margs að minnast. Það er sárt að
hugsa til þess að Sólveig sé farin
frá okkur. Það var mjög erfitt að
sjá hana svona veika. Ég kom til
að kveðja hana daginn áður en
hún dó. Ég mun geyma minningu
um Sólveigu eins og hún var áður
en hún veiktist. Símanúmerið
hennar verður áfram í bókinni
minni um skemmtileg samtöl sem
við áttum saman. Umræðuefnin
voru fjölbreytt. Sólveig var glæsi-
leg kona með fallegt hár og hafði
alltaf gaman af að klæða sig upp.
Hún var listræn og átti fallegt
heimili. Ég minnist þess þegar
hún kom í heimsókn til mín eins
og prinsessa, alltaf í fallegum
kjólum og með slöngulokka. Ég
var montin að eiga vinkonu sem
var frá Reykjavík, hún var sann-
kölluð Reykjavíkurmær. Á þess-
um árum bjó Sólveig í Reykjavík
en ég í Hafnarfirði, en seinna átti
þetta eftir að breytast. Ég fluttist
til Reykjavíkur 10 ára og þá var
gott að eiga vinkonu þar. Hún
kynnti mig fyrir vinkonum sínum.
Sólveig bjó í Norðurmýrinni og
var vinamörg. Heimili hennar var
alltaf opið fyrir okkur og við söfn-
uðumst saman heima hjá henni.
Þar var oft glatt á hjalla. Hún
eignaðist fljótt plötuspilara og
nýjustu plöturnar voru keyptar.
Það var dansað og sungið. Við
vinkonurnar höfum oft talað um
það hvað mamma Sólveigar var
umburðarlynd við okkur. Hún var
einstök kona og góður gestgjafi.
Svo kom nýr kafli í lífi okkar, ég
fluttist til Ameríku og bjó þar um
tíma. Það var á þeim árum sem
við vorum að þroskast. Sólveig
kynntist sínum manni, Kristófer
Magnússyni, og þá fluttist hún til
Hafnarfjarðar. Þau eignuðust tvö
börn, Magnús og Laufeyju.
Seinna fluttust þau til Danmerk-
ur þar sem Kristófer hóf nám. Þá
var lengra á milli okkar en alltaf
var sterkur þráður sem batt okk-
ur saman. Við vinkonurnar stofn-
uðum saumaklúbb, sem er enn
starfandi og bindur okkur vel
saman. Síðustu árin hefur verið
mikið samband á milli okkar Sól-
veigar, það má segja að við höfum
talað saman á hverjum degi á
meðan maðurinn minn dvaldist á
sjúkrahúsi. Hittumst við oft og
borðuðum saman og áttum góðar
stundir saman. Ég kem til með að
sakna hennar mikið því við áttum
eftir að gera margt saman. Við
töluðum oft um Sumarlandið. Ég
er viss um að það var tekið vel á
móti henni. Nú getur hún hoppað
um dali og grænar grundir án
þess að finna til. Hvíldin var kær-
komin, hún dvelur nú á góðum
stað í faðmi þeirra sem hún unni.
Komið er að kveðjustund. Við eig-
um eftir að hittast aftur og hún
mun taka á móti mér og sýna mér
grænar grundir og falleg gul og
blá blóm.
Ég sendi Magnúsi, Laufeyju
og barnabörnum Sólveigar inni-
legar samúðarkveðjur.
Maja Veiga.
Sólveig Ágústsdóttir, vinkona
mín, hefur kvatt okkur. Því er erf-
itt að kyngja, okkur hefði svo
mörgum verið mikilvægt að fá að
njóta samveru við hana lengur.
Sólveig var einstök kona, hrein og
bein, glæsileg í sjón en einnig til
orðs og æðis, vinur vina sinna, hlý
og hugsunarsöm. Hún bar hag
annarra fyrir brjósti, ekki síst
fjölskyldu sinnar, barna og
barnabarna sem og styrktar-
barns hennar frá Austur-Evrópu,
sem hún studdi til að verða Ís-
lendingur. Þetta fór ekki fram hjá
okkur vinum hennar.
Sólveig var árum saman ritari í
Flensborgarskóla í Hafnarfirði
og sinnti því starfi af elju og
áhuga. Hún átti mörg hugðarefni
og vann ötullega að þeim. Hún
fékkst við handmenntir af ýmsu
tagi og var vandvirk í meira lagi.
Sólveig lagði stund á myndlist og
tók þátt í myndlistarsýningum,
sköpunarþörfin var henni eigin-
leg. Á vettvangi myndlistarinnar
kynntumst við Sólveig fyrir tæp-
um þrjátíu árum. Minningarnar
frá samverustundum okkar eru
ótal margar, langflestar úr
kennslustofu minni þar sem hún
málaði myndir sínar af einlægni
og áhuga en einnig frá ferðum á
myndlistarsýningar hér heima og
mjög vel heppnaðri námsferð til
Parísar fyrir allmörgum árum.
Síðustu minningarnar á ég frá
yndislegri heimsókn á heimili
hennar um miðjan febrúar síðast-
liðinn. Milli okkar Sólveigar sköp-
uðust sérstök vinatengsl sem
aldrei bar skugga á. Hún var afar
raungóð kona, ákveðin og trygg,
átti ráð til að miðla og lá ekki á liði
sínu þegar hún gat aðstoðað. Fyr-
ir það skal hér þakkað.
Sólveig hefur þurft að stríða
við erfið veikindi nokkur undan-
farin ár og baráttuviljinn var til
staðar. En tími hennar var þrot-
inn. Ég veit að ég tala fyrir hönd
vina hennar úr fimmtudagshópn-
um (með penslana) þegar ég
þakka henni samfylgdina og full-
yrði að við munum sakna hennar.
Fjölskyldu hennar votta ég inni-
lega samúð mína. Guð geymi Sól-
veigu Ágústsdóttur.
Rúna Gísladóttir.
Sólveig vinkona mín er látin og
langar mig að minnast hennar í
nokkrum orðum.
Það var árið 1943 að ég og fjöl-
skylda mín fluttumst í Auðar-
stræti. Í næsta húsi bjó Sólveig
með Áslaugu mömmu sinni og
Stefáni stjúpa sínum. Sólveig var
jafngömul mér og varð okkur
fljótt vel til vina og leið aldrei
langur tími á milli funda. Í nær-
umhverfi okkar voru staðirnir
sem við fórum seinna daglega í,
Austurbæjarskólinn, Sundhöllin
og Skátaheimilið, svo var mjólk
sótt á sveitabæ við Klambratún
og ekki má gleyma ferðum okkar
niður í Frón að hitta Ágúst, pabba
Sólveigar, en þar var hann alls-
ráðandi.
Þegar voraði breyttist gatan
okkar í leikvöll á kvöldin og þar
var verið í leikjum sem eldri börn-
in stýrðu. „Kíló“ og „Fallin spýta“
nutu mikilla vinsælda og allir
voru með en bestir voru þeir sem
hlupu hratt og þar var Sólveig
framarlega. Að loknu barnaskóla-
prófi lá leið Sólveigar í Ingimars-
skóla og þaðan varð hún gagn-
fræðingur.
Sólveig hitti Kristófer Magn-
ússon, verðandi eiginmann sinn,
ung, þau gifta sig 1958 og Sólveig
flyst með honum til Danmerkur
og er þar í 5 ár á meðan Kristófer
lýkur námi í tæknifræði. Þar
eignast hún fyrra barn þeirra
hjóna, Magnús Jón, árið 1962 en
Laufey Ósk fæðist hér heima
1967. Heimkomin flytja þau í
Hafnarfjörð, þar tekur Sólveig
þátt í að stofna Málfreyjudeildina
Írisi í Hafnarfirði og um árabil er
Sólveig virk í pólitík og var tvö
kjörtímabil í bæjarstjórn.
Sólveig var fagurkeri í sér, það
sást best á heimilinu hennar og
öllu sem hún gerði, t.d. fallega
uppdekkuðu borðin hennar og
ekki síður myndirnar hennar, en
hún hafði mikla ánægju af að
mála.
Um 1980 fer Sólveig að vinna á
skrifstofu Flensborgarskóla og
vinnur þar samfellt til starfsloka.
Þar liggja leiðir okkar saman, en
ég hafði þá kennt þar um árabil.
Leitaði ég oft til Sólveigar í skól-
anum, hún var bæði minnisgóð og
úrræðagóð sem kom sér vel fyrir
mig í því starfi sem ég gegndi þar.
Sólveig og Kristófer slitu sam-
vistum og síðustu árin gerðust
Sólveigu erfið. Veikindi sem ekki
var við ráðið hrjáðu hana og þá
var oft gott að sitja saman með
prjónana sína og ræða málin. Þar
voru öll mál rædd, heimsmál sem
og önnur mál og alltaf fannst okk-
ur að lausnin væri ekki svo langt
undan. Það voru góðar stundir
fyrir okkur báðar.
Hafðu þökk fyrir allt kæra vin-
kona.
Bestu samúðarkveðjur send-
um við Árni til fjölskyldu Sólveig-
ar.
Guðríður Karlsdóttir (Rúrí).
Nú þegar við minnumst og
kveðjum kæra vinkonu okkar,
Sólveigu Ágústsdóttur, þá koma
margar minningar upp í hugann.
Við vorum fjórtán ára gamlar
þegar við ákváðum að stofna
saumaklúbb. Við vorum þá í öðr-
um bekk í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar. Nokkrar bættust síðar
við og urðum við alls 9. Nokkrar
höfðu verið saman í Barnaskóla
Austurbæjar áður en ég kom ný
inn í skólann á því ári. Ég var hálf
kvíðin fyrsta daginn sem ég
mætti í skólann, ég leit inn í skóla-
stofuna og hugsaði með mér, hvar
ætti ég nú að sitja. Þá sé ég að það
er laust sæti við hliðina á stelpu
sem mér leist mjög vel á. Þarna
sat Sólveig, okkar kæra vinkona,
sem við erum að kveðja í dag. Við
sátum síðan saman okkar skóla-
göngu. Sólveig hafði þægilega og
góða nærveru. Hún er sú þriðja
úr okkar hóp sem fellur frá.
Það var ekki ósjaldan sem við
fórum heim í Auðarstræti með
Sólveigu eftir skóla. Þar tók Ás-
laug, móðir Sólveigar, á móti okk-
ur opnum örmum. Það má segja
að hún hafi opnað heimili sitt fyrir
okkur vinkonurnar. Margt kemur
upp í hugann frá þessum tíma til
dæmis þegar við tókum hornher-
bergið á efri hæðinni undir okkur
og settum The Platters á fóninn
en þá voru þeir alvinsælastir. Þá
má ekki gleyma árlegum boðum
sem Áslaug hélt fyrir Sólveigu
þar sem okkur vinkonunum var
boðið ásamt ungu fólki úr ná-
grenninu. Þar var drekkhlaðið
borðstofuborðið af veitingum, síð-
an stjórnaði Áslaug leikjum eftir
að búið var að gæða sér á krás-
unum. Þetta voru skemmtilegir
tímar.
Sólveig var há og grönn, ljós
yfirlitum og bauð af sér góðan
þokka. Hún giftist ung Kristófer
Magnússyni sem var frá Hafnar-
firði og bjuggu þau mestallan sinn
búskap þar. Þau eignuðust tvö
börn, þau Magnús og Laufeyju.
Það var eðlilega fylgst vel með öll-
um fæðingum, skírnum og ferm-
ingum í saumaklúbbnum og lagt á
ráðin hvað væri nú best í þessu
eða hinu tilfellinu. Síðan kom að
því að blessuð börnin fóru að gifta
sig og þá var fylgst með barna-
börnunum.
Stuttu eftir að Sólveig og
Kristófer giftu sig héldu þau til
Danmerkur þar sem Kristófer fór
í framhaldsnám. Þá misstum við
af samveru við Sólveigu í nokkur
ár. Eftir að heim kom og börnin
uxu úr grasi starfaði Sólveig
lengst af sem skólaritari í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði. Lengst
af bjuggu Sólveig og Kristófer í
Fjóluhvammi í Hafnarfirði. Alls
staðar þar sem Sólveig bjó átti
hún glæsilegt heimili og var höfð-
ingi heim að sækja.
Henni var margt til lista lagt. Á
seinustu árum fór Sólveig í nám í
listmálun og málaði margar mjög
fallegar myndir. Margar okkar
eiga myndir eftir hana sem prýða
heimilin.
Um leið og við kveðjum Sól-
veigu með þakklæti í huga send-
um við börnum hennar, barna-
börnum og nánustu ættingjum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Kristín Zoëga.
Frá Flensborgarskólanum.
Sólveig Ágústsdóttir hóf störf
við Flensborgarskólann árið
1981. Hún vann á skrifstofu skól-
ans þar til hún lét af störfum vorið
2008.
Sólveig er eftirminnilegur
starfsmaður. Hún var glaðbeitt
og það var alla jafna stutt í brosið.
Að sama skapi gustaði af henni og
hún lá ekki á skoðunum sínum.
Sólveig var félagsvera og var
jafnvirk í félagslífi okkar starfs-
manna sem og utan skólans. Og
ekki vantaði samviskusemina, eða
stundvísina.
Ég naut þess mjög að milli
okkar Sólveigar varð til þráður
sem aldrei slitnaði. Þá var ég ný-
bakaður kennari í afleysingum í
Flensborg. Ég fór um tíma annað
en sneri aftur haustið 1998 sem
aðstoðarskólameistari. Þá tók
Sólveig vel á móti mér. Það var
frábært að hafa hana sér til
stuðnings, yfirlestrar og leiðsagn-
ar.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin og samstarfsmann. Við í
Flensborgarskólanum sendum
fjölskyldu hennar og ástvinum
samúðarkveðjur með þakklæti
fyrir það að hafa fengið að kynn-
ast og vinna með Sólveigu
Ágústsdóttur.
Magnús Þorkelsson,
skólameistari.
Sólveig
Ágústsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL ÞORBERG INGVARSSON,
Heiðarholti 7, Keflavík,
lést á Landspítalanum 24. júní.
Útför hans fer fram frá safnaðarheimili
Keflavíkurkirkju 7. júlí kl. 13.
Blóm og kransar afþökkuð.
Þeir sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Suðurnesja.
.
Elsa Björk Kjaransdóttir
Þorgeir Axelsson Þorgerður Kristjánsdóttir
Guðjón M. Axelsson Arnbjörg Ólafsdóttir
Soffía I. Axelsdóttir Jóhann Gunnar Sigmarsson
Anney Guðjónsdóttir
og afabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN MAGNÚSSON
hæstaréttarlögmaður,
Mörk, Suðurlandsbraut 66,
lést á heimili sínu sunnudaginn 3. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. júlí
klukkan 15.
.
Laufey Sólmundsdóttir,
Magnús Björn Jónsson, Kristín V. Sveinsdóttir,
Ellert Már Jónsson, Hildur Ríkarðsdóttir,
Ágúst Már Jónsson, Guðný Rósa Þorvarðardóttir,
Sólmundur Már Jónsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Björn Már Jónsson, Melkorka Gunnarsdóttir,
Guðrún Rós Jónsdóttir, Jochen Kattol,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ANNA LOVÍSA JOHANNESSEN,
Vesturgötu 41,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum 4. júlí, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn
11. júlí klukkan 13.
.
Jóhannes Johannessen,
Laufey Johannessen, Ólafur Garðarsson,
Haraldur Johannessen, Svava Björk Hákonardóttir
og barnabörn.