Morgunblaðið - 06.07.2016, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Raðauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12, 116 Reykjavík til sölu.
Stórglæsilegt 131 fm. Stórar innkeyrsludyr og mjög mikil
lofthæð. Teikningar fylgja fyrir 70 fm millilofti.
Verð 29,9 millj.
Jón Egilsson, 896-3677 – 568-3737.
Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12,
116 Reykjavík til sölu.
Tilkynningar
Til útleigu er hluti af Félagsheimilinu Gunnarshólma
í Austur-Landeyjum og hluti af Félagsheimilinu
Njálsbúð í Vestur-Landeyjum þar sem áður voru
starfræktir grunnskólar. Aðstaðan er til sýnis
fimmtudaginn 7. júlí milli kl. 15.00 og 17.00. Tilboð
sendist á netfangið bygg@hvolsvollur.is eða
á skrifstofu byggingarfulltrúa Ormsvelli 1 860,
Hvolsvöllur fyrir kl. 12.00 föstudaginn 8. júlí 2016.
Áskilinn réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Sveitarstjóri Rangárþings eystra
Gunnarshólmi / Njálsbúð
Rangárþing eystra
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Handavinna m/leiðb. kl. 8.30-16.30. Opið hús m.a. spilað
vist og bridge kl. 13-16.
Garðabæ Bridge og bútasaumur kl. 13, heitt á könnunni í Jónshúsi
frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu kl.14-15.50. Skrifstofa
FEBG opin kl 13.30-15.30.
Gullsmári Ganga kl. 10, Myndlist kl. 9, Kvennabridge kl. 13.
Hárgreiðslustofa og Fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hraunbær 105, 110 Reykjavík Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í
kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9– 14. Morgunleikfimi kl.
9.45. Gönguhópur kl. 10.30 – þegar veður leyfir. Hádegismatur kl.
11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 10.30, matur kl. 11.30. Létt gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi kl.
14.30, minnum á púttvöllinn okkar sem er opinn á opnunartíma
stöðvarinnar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45,
viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl.
14, ganga m. starfsmanni kl. 14, bónusbíllinn kl.14.40. Upplýsingar í
síma 4112760
Seltjarnarnes Tölvunámskeið Valhúsaskóla kl. 10.00 - 12.00. Kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. Ganga frá Skólabraut kl. 13.30. Ath. Þeir
sem skráðir eru í sumarferðina okkar í Borgarfjörðinn þá leggjum við
að stað frá Skólabraut kl. 9.00 á morgun fimmtudag.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Frank M. Halldórsson. Allir
velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Smáauglýsingar
Húsgögn
Hjónarúm án dýnu
Til sölu hjónarúm 180x200. Búið er
að taka rúmið í sundur til að auð-
velda flutning. Selst mjög ódýrt.
Upplýsingar í síma 620-3003.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Tíminn sem ég fékk með þér í
maí er mér dýrmætari en gull, við
kúrðum saman eins og litlar stelp-
ur, báðum, lásum, grétum, hlógum
og töluðum um allt milli himins og
jarðar.
Ég elska þig, elsku systir, og
mun hugsa til þín þangað til við
hittumst á ný.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Þorsteinn, Kristinn,
Gestur, Andri og Klara, makar og
börn.
Megi Guð umvefja ykkur öll í
sorginni elskurnar mínar.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Anna Þórdís
Guðmundsdóttir.
Eitt er það sem við vitum öll að
einhvern tíma eigum við eftir að
hverfa úr þessum heimi. En það er
nú einhvern veginn þannig að það
er alltaf jafn erfitt að sætta sig við
það þegar sú staðreynd er orðin að
veruleika. Það að Haddý, ung kona
í blóma lífsins, sé dáin er eitthvað
sem erfitt er að sætta sig við.
Haddý var sú þriðja í röðinni af
stórum alsystkinahópi. Konan mín,
Karen, sem er einu ári eldri en
Haddý, hefur sagt mér frá mörgu
skemmtilegu sem þær systur bröll-
uðu á sínum æsku-, unglings- og
fullorðinsárum. Ekki verður það
allt upptalið hér því það er örugg-
lega efni í heila bók.
Sjálfur kynntist ég Haddý
stuttu eftir að ég og Kæja fórum að
vera saman. Kæja vildi ólm kynna
mig fyrir systur sinni. Ekki var að
sökum að spyrja, svarið hvað henni
fannst kom fljótt og hreinskilið,
eins og þær systur eru þekktar fyr-
ir. „Guð minn góður Kæja, hann er
eins og gangandi ljósastaur“ (á
þeim árum var ég mjór og langur).
Til að bera í bætifláka fyrir mann-
valið svaraði Kæja: „En það kvikn-
ar nú einstöku sinnum á perunni.“
Eftir því sem árin liðu tókst með
okkur virðing og vinátta. Ógleym-
anlegar eru ferðir sem voru farnar
inn í Veiðivötn, Kerlingarfjöll,
Þórsmörk, svo ekki sé talað um
skíðaferðir bæði innanlands og ut-
an. Lítið dæmi um það traust sem
við bárum til Haddýjar var það
þegar við báðum hana að vera guð-
móður dóttur okkar sem var skírð
á afmælisdegi hennar 21. júní 1990.
Ekki erum við í vafa um að Guðrún
Ósk hafi fengið frá henni góða
strauma sem fylgja henni lífið út.
Að heimsækja þau hjónin þótti
okkur alltaf gott og skemmtilegt,
fyrst í Kópavoginn og svo síðar út á
Álftanes, þar sem þau bjuggu sér
hlýlegt, fallegt og stílhreint heimili.
Er það því þyngra en tárum tekur
að Haddý, móðir fjögurra barna og
átta yndislegra barnabarna sem
hún dýrkaði og dáði, náði ekki að
sjá þau dafna og vaxa úr grasi. En
því miður fáum við engu um það
ráðið hver örlög okkar mannanna
eru. Við sem eftir lifum getum ekk-
ert annað gert en að halda heiðri
Hafdísar á lofti og þakkað fyrir
þær stundir sem við áttum saman í
þessu lífi hér á jörð.
Við hjónin sendum Þorsteini,
börnum og barnabörnum okkar
dýpstu samúðarkveðjur héðan frá
Stavanger. Megi algóður guð
blessa minningu Haddýjar og
styrkja fjölskyldu og ástvini henn-
ar á þessum erfiðu tímum. Blessuð
sé minning Hafdísar um aldur og
ævi.
Auðunn Örn Jónsson,
Karen Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
Með þessum kveðjuorðum vilj-
um við minnast Hafdísar, okkar
kæru vinkonu með þakklæti í huga
fyrir góðar og ógleymanlegar
stundir, en hún lést nýlega eftir
stutt og erfið veikindi. Hafdís var
ákaflega kraftmikil, vinnusöm og
lífsglöð. Hún var menntuð sjúkra-
liði og félagsráðgjafi og vann meðal
annars á geðdeild Landspítalans
og sem félagsráðgjafi hjá Reykja-
nesbæ, en síðustu ár sem forstöðu-
maður og félagsráðgjafi hjá Björg-
inni, Geðræktarmiðstöð Suður-
nesja.
Hafdís var glæsileg kona og
hafði góða nærveru. Áberandi var
hversu skemmtileg og fyndin hún
var auk þess sem hún hafði ein-
staklega smitandi hlátur. Hún
sagði skemmtilega frá og til frá-
sagnar voru allskyns sögur, ekki
síst af barnabörnunum sem voru
hennar yndi og mikið var hlegið.
Ekkert kom henni á óvart enda
var hún góð í því að „tækla“ augna-
blikin og sjá spaugilegu hliðarnar,
ekki síst hjá sér sjálfri, sem var
hæfileiki sem nýttist henni vel í
starfi og í lífinu almennt. Hafdís ól
upp fjögur börn og eignaðist átta
barnabörn og sjálf fæddist hún inn
í stóran systkinahóp. Hún hafði
mikla stjórnunarhæfileika, var ein-
staklega traust og með sterkar
skoðanir og réttlætiskennd.
Við saumaklúbbsvinkonurnar
eigum ótrúlega skemmtilegar
minningar frá ferðum okkar til
Barcelona árið 2003 og til Glasgow
árið 2014. Ferðirnar einkenndust
af mikilli gleði, hlátri, verslunar-
rápi og góðum mat á veitingahús-
um. Við fórum margar skemmti-
legar ferðir innanlands, aðallega á
vorin, heimsóttum handverkshús
og fórum út að borða. Auk þess
voru farnar fjölmargar sumarbú-
staðaferðir sem veittu okkur
margar ánægjustundir. Síðast en
ekki síst má nefna okkar árlegu
árshátíðir þar sem eiginmenn okk-
ar voru einnig með.
Við vinkonurnar erum harmi
slegnar yfir fráfalli Hafdísar og áð-
ur Guðnýjar sem lést árið 2014,
báðar á besta aldri og er stórt
skarð höggvið í okkar vinkonuhóp.
Um leið og við kveðjum okkar
kæru vinkonu viljum við minnast
hennar með eftirfarandi ljóði:
Svo snauð er engin íslenzk sál
að elska ei ljósið bjarta,
að finna ei sérhver sumarmál
til sólargleði í hjarta,
að finna ekki þunga þrá
til þess að vaxa og gróa,
við slíka yndissjón að sjá
allt sefgrænt, tún og móa.
Ég vissi það og veit það enn,
að vorið alla bætir,
að bæði guð og góða menn
með geislunum það kætir
og vekur líf um völl og sund
og vetrargaddinn bræðir
og sjúka hugsun, sjúka lund
með sólskininu græðir.
(Davíð Stefánsson)
Kæri Þorsteinn og fjölskylda,
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur,
Auður Agnes, Ásdís,
Elín Bára, Kristín og
Sigríður Björk.
Hafdís, vinkona mín og sam-
starfskona, var einstök mann-
eskja. Hún var glæsileg kona, svip-
sterk, skarpgreind og
lausnamiðuð.
Við keyrðum saman í vinnu
nánast daglega á þriggja ára tíma-
bili frá Hafnarfirði til Suðurnesja,
svo margt var spjallað.
Hafdís var frábær fagmann-
eskja, sjúkraliði og síðar félagsráð-
gjafi. Þar var hún á réttri hillu, hún
var mjög vel að sér varðandi rétt-
indamál skjólstæðinga og úrræði.
Hún var fylgin sér þegar hún tók
að sér mál skjólstæðinga sem hún
fylgdi eftir.
Hún gekk í hlutina og hennar
mottó var „ég redda því“, enda var
Hafdís einstaklega vinsæll vinnu-
kraftur og vann í fjölda ára á
Landspítalanum á hinum ýmsu
deildum geðsviðs. Hafdís hafði
þann einstaka hæfileika að muna
öll nöfn og tengingar í fjölskyldum,
sem kom sér vel í hennar starfi.
Hún gekk vasklega í hlutina og
kom alltaf með farsælar lausnir,
hafði gott tengslanet og fylgdi
þeim skjólstæðingum sem hún
kom í vistunarúrræði út á land vel
eftir með reglulegum heimsókn-
um. Síðustu árin var hún forstöðu-
maður Bjargarinnar, geðræktar-
miðstöðvar Suðurnesja.
Nokkrum sinnum vorum við
spurðar hvort við værum systur.
Ég var svo ánægð að vera spurð að
því og sagði að hún væri bæði
hærri og grennri en ég, þá hló hún.
Hafdís var smekkmanneskja,
átti fallegt heimili og hafði smekk
fyrir fallegum hlutum. Því var
stundum fleygt í gríni hjá okkur
vinkonunum, ef mikið hafði verið
að gera og mikið álag, að það væri
nú ekkert sem nýir skór gætu ekki
lagað.
Hafdís greindist með krabba-
mein í byrjun árs, sem hún tókst á
við af miklu æðruleysi. Húmorinn
hennar var til staðar fram á síðustu
stund.
Við gerðum okkur hins vegar
grein fyrir því að nýir skór gætu
ekki breytt þeirri stöðu sem hún
var komin í.
Hafdís var mikil fjölskyldu-
manneskja og það var aðdáunar-
vert að fylgjast með henni og
Steina hennar, hvað þau voru sam-
stiga og báru mikla virðingu fyrir
hvort öðru og tóku mikinn þátt í lífi
barna sinna og barnabarna. Hafdís
var þeirrar gæfu aðnjótandi í lífinu
að eiga góð börn, tengdabörn og
barnabörn og verður hennar sárt
saknað af þeim sem áttu svo stóran
sess í hennar lífi.
Fyrst og fremst er ég þakklát
fyrir að hafa kynnst Hafdísi, þess-
ari yndislegu manneskju og mann-
þekkjara, en hún var mikill mann-
vinur og sá það góða í öllum.
Minning hennar mun lifa og henn-
ar verður sárt saknað.
Ég votta fjölskyldu hennar,
Steina, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum samúð mína, þeirra
missir er mikill .
Einnig votta ég skjólstæðingum
Hafdísar og samstarfsfólki og vin-
um hluttekningu mína.
Moldun
kemur
dagur
fer
hringur
ljúfur
lokast
mjúkur
faðmur
moldar
tekur
til sín
þig
í aðfalli
alda
aftur
heim
(Ferdinand Jónsson)
Þín vinkona,
Hrönn Harðardóttir.
Ein af fallegustu mannverum
sem ég hef verið svo lánsöm að
vera samferða spottakorn í þessu
jarðneska lífi mínu, Hafdís Guð-
mundsdóttir, er látin.
Hjarta mitt grét þegar ég fékk
þær fregnir og tíminn stóð augna-
blik í stað. Hjarta mitt grætur enn í
hvert sinn sem ég hugsa til þess
hvað við, sem nutum samferðar
hennar, höfum misst. Á sama tíma
finn ég mikið þakklæti og kærleik
fyrir allt það sem hún hefur áorkað
og skilið eftir sig.
Hafdís var falleg jafnt utan sem
innan. Hún bar virðingu fyrir öllu
litrófi mannfólks sem snerti líf
hennar. Hún sá alltaf það fallega í
fólki og hjálpaði því að finna sína
innri fegurð. Hún gekk æðrulaus í
öll verk sem þurfti að vinna og við
höfðum gaman af að fara saman í
„stakk og stígvél“ og láta verkin
tala.
Ég mun minnast hennar sem
eins míns besta samstarfsmanns
og vinar og hún er einn fallegasti
gimsteinninn sem skreytir lífsháls-
festina mína.
Takk, kæra vinkona, það voru
forréttindi að kynnast þér.
Fjölskyldu Hafdísar, vinum og
samferðafólki, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hjördís.
Fleiri minningargreinar
um Hafdísi Guðmundsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.