Morgunblaðið - 06.07.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
Ég er sá lukkunnar pamfíll að hafa fengið tækifæri til að vinnavið það sem er mér kærast og haft góða ævi að því leytinu til,á góða hesta, góða konu, góð börn og góð barnabörn, ekki
endilega í þessari röð samt,“ segir Magnús Jón Kjartansson, hljóm-
listarmaður og hestamaður á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús vill
frekar kalla sig hljómlistarmann en tónlistarmann. „Ég hef alltaf unn-
ið svo mikið í sándinu, hljómnum. Annars má búast við mér úr öllum
áttum í tónlistinni, vinn við upptökur, spila inn á plötur, stjórna kór-
um og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er með aðstöðu hérna til að
vinna heimavinnuna líkt saumakonur eiga saumavél og rennismiðir
rennibekk.“
Magnús verður með tónleika á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi,
sem verður helgina eftir verslunarmannahelgi. „Þetta verða ansi
stórir tónleikar byggðir á ferli Vilhjálms Vilhjálmssonar. Við verðum
þarna, ásamt syni hans, helstu samstarfsmenn Vilhjálms seinustu árin
hans eins og Pálmi Gunnars og Gunni Þórðar. Svo verð ég að vesenast
í Reykjanesbæ á Ljósanótt samkvæmt venju.
Það stendur ekkert sérstakt til í tilefni dagsins, verð á hestbaki með
góðum vinum, verð að leika mér eins og ég kann svo vel. Nú er ég elta
hestana því það þarf að járna þá, raspa og ormahreinsa. Það er eitt og
annað sem fylgir þessu ef maður vill hafa þetta í lagi.“
Eiginkona Magnúsar er Sigríður Kolbrún Oddsdóttir og þau eiga
þrjú börn og fjögur barnabörn.
Hjónin Magnús og Sigríður í sveitinni á Snæfoksstöðum.
Sinnir hljómlistinni
og hestum þess á milli
Magnús Kjartansson er 65 ára í dag
D
óra Ólafsdóttir fæddist í
Sigtúnum á Kljáströnd
í Grýtubakkahreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu
6. júlí 1912. Hún bjó í
áratugi í Norðurgötu 53 á Akureyri
og var talsímavörður hjá Land-
símanum á Akureyri á árunum 1936-
78.
Dóra er vel ern þótt sjón og heyrn
hafi dalað. Hún er einlægur stuðn-
ingsmaður íslenska landsliðsins í fót-
bolta og horfir á alla leiki. Hún segir
reyndar að ef spennan verður mikil í
leiknum eigi hún það til að hætta að
horfa – en hún kemur alltaf aftur að
skjánum og biður fyrir sigri.
Eitt af áhugamálum Dóru er að
prjóna dýr og furðuverur í ýmsum
stærðum og gerðum. Flest börn í
ættinni hafa fengið prjónaðan kött
eða eitthvað áþekkt frá Dóru sem er
enn að, þrátt fyrir dapra sjón. Síðasta
prjónadýrið, sem hún kláraði fór til
barnabarna í Ameríku.
Þegar Dóra var búsett á Akureyri
og eiginmaður hennar, Þórir, var fall-
inn frá, hóf hún að kaupa Morgun-
blaðið. Að sjálfsögðu las hún það
vandlega en síðdegis kom Baldvin
bróðir hennar, sem bjó í næsta húsi,
og fékk blaðið. Um leið skrapp hann í
Hagkaup fyrir systur sína og keypti í
matinn. Þau systkinin ræddu um
fréttir dagsins – í Mogganum – og
ekki síst um fótboltaleiki. Enn les
Dóra Morgunblaðið spjaldanna á
milli og miðlar fróðleik úr því til
þeirra sem hún umgengst.
– En hver er ástæðan fyrir svona
háum aldri?
Dóra telur það vera gott mataræði
og hreyfingu: „Í æsku fengum við
alltaf hollan mat hjá móður okkar.
Mamma fór til Danmerkur ung
stúlka og lærði að matbúa. Á Kljá-
strönd var rekin útgerð og því nægan
fisk að fá. Kljástrendingar voru líka
duglegir að ná í nýmeti á borð við seli
og fugla. Við fengum alltaf nægan og
góðan mat.
En þetta snýst ekki síður um
hreyfingu. Þegar ég vann hjá Land-
símanum gekk ég í vinnuna og fór í
sund á undan eða eftir vinnu. Þetta
hefur sjálfsagt bætt mína heilsu.“
Þegar Dóra varð 100 ára fór hún í
Dalina en hún getur rakið sig í 29. lið
til Auðar djúpúðgu og hefur stundum
Dóra Ólafsdóttir, fyrrverandi talsímavörður – 104 ára
Afmælisbarnið Dóra hefur áhuga á knattspyrnu og fylgdist spennt með gengi íslenska karlalandsliðsins á Evr-
ópumeistaramótinu nú á dögunum. Hún hefði helst viljað að við ynnum Frakka en er samt ánægð með strákana.
Prjónar lukkudýr og
les ætíð Morgunblaðið
Handavinna Lukkudýr Dóru sem
hún prjónar fyrir yngstu kynslóðina.
Alexander Máni Ívars-
son og Kristinn Ágúst
Kristinsson, sem búa í
Vogum á Vatnsleysu-
strönd, gengu í hús og
söfnuðu peningum og
gáfu Rauða krossinum,
alls kr. 5.357.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Feld
u
það