Morgunblaðið - 06.07.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016
• AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita
• 3 ára ábyrgð á verpingu
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem
er sterkari en Teflon og án eiturefna
• Nothæf fyrir allar eldavélar
• Má setja í
uppþvottavél
• Kokkalands-
liðið notar
AMT potta
og pönnur
Úlfar Finnbjörnsson
notar AMT potta og pönnur
WORLD’S
BESTPAN
„
“
THE
* “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association
*
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vinir og vandamenn vilja ná at-
hygli þinni en það er ekki auðvelt. Fjallið
virðist bara sátt við að þurfa að koma til
Múhameðs, ef svo má segja.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu það ekki hafa áhrif á þig, þótt
fólk í kring um þig sé með uppsteyt og
læti. En hóf er best á hverjum hlut.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert ánægður með lífið. Farðu
þér því hægt, gefðu þér tíma til þess að
kanna málin og taktu svo afstöðu. Njóttu
líðandi stundar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samstarfsfólk styður þig í dag og
þess vegna gætir þú átt dásamlegan
vinnudag. Reyndu að hafa það í huga og
hafa stjórn á skapi þínu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gamalt vandamál kemur upp á yf-
irborðið að nýju. Ef þú þarft að leggja
spilin á borðið skaltu gera það kurt-
eislega. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þörf fyrir að koma skoð-
unum þínum á framfæri. Atriðin eru
kannski lítil en skipta öllu máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú gætir fengið óvænta peninga eða
gjöf, annað hvort beint eða í gegnum ein-
hvern nákominn. Hertu upp hugann því nú
hefurðu allt að vinna og engu að tapa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver kemur með góða
hugmynd sem getur skilað þér árangri í
starfi og aukið virðingu þína. Ekki hafa
samviskubit. En ef þú gerir fátt annað
telst það ekki dyggð, heldur meðaumkv-
un.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er í fínu lagi að gera sér
eitthvað til dægrastyttingar, þegar laus
stund liggur fyrir. Láttu þig fljóta með
straumnum og brostu til þeirra sem eru í
kring um þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir þurft að ganga þvert
á vilja hóps sem þú átt dagleg samskipti
við. Störf þín tala sínu máli og allt sem þú
þarft að gera er að vera þú sjálfur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu þolinmóður við sam-
starfsmenn þína. Hlustaðu eins vel og þú
getur því fagrir tónar gætu verið slegnir
án þess að þú takir eftir því.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Bogmaðurinn er dugnaðurinn upp-
málaður að öllu jöfnu. Leyndarmál sálar-
innar og duldir kraftar vekja áhuga þinn.
Það liggur vel á Kerlingunni áSkólavörðuholtinu, – skilj-
anlega: „Auðvitað byrjuðu Strák-
arnir Mínir hjá mér á Skólavörðu-
holtinu, hvar annars staðar!
Burtu hröktu mæðu mína,
miklu fylltu stolti,
fyrst þeir komu og kysstu sína
Kerlu upp á Holti.“
Karlinn á Laugaveginum kann-
aðist við þetta, hnykkti höfðinu aft-
urábak og á ská og tautaði:
Á Melavelli mín var brellin kerling,
rautt á herðum hafði sjal.
Þá hélt hún upp á Lolla í Val.
Björn Ingólfsson skrifaði í Leir-
inn í gær að „í viðtali í morgun-
útvarpi var maður, að ég held fram-
kvæmdastjóri landsmóts hesta-
manna á Hólum, spurður hvað
stæði upp úr eftir helgina. Hann
hafði það alveg á hreinu: Sigurveg-
ari í A-flokki gæðinga var kona.
Ég sem hélt að þarna væru bara
hestar í gæðingakeppni.
Frá landsmóti hesta sagt var svona:
„Sannlega eitt af flestu bar;
í A-flokki gæðinga efst var kona.“
Ekki var nefnt hver knapinn var.
Helgi Zimsen skrifaði á sunnu-
dag: „Fyrsta tap Íslands á EM
Frakkar sigur fengu greitt
færir vel og heppnir.
Okkar hetjur yfirleitt
eiga svona keppnir.
Fyrsta tapið fengum við
Farsæl var þó saga.
Þetta frækna franska lið
fellum aðra daga.
Aðeins hingað leiðin lá
lengra ei nú förum.
Upp þó munum aftur ná
(ekki fara af hjörum).
Bæði spörk á beint og ská
bjartsýn ei þá spörum.
Hæstu tinda hlaupum á
Með “HUHH!“ á okkar vörum.“
Jónas Frímannsson skrifar í Leir-
inn: „Sólmánuður hófst á sumarsól-
stöðum:
Sendir geisla sól um landið fríða,
sóleyjar og fíflar brekku prýða.
Sólin heita sælu vekur lýða,
sólmánuður fljótur er að líða.“
Jón H. Arnljótsson yrkir „í orða-
stað hins óþolinmóða“:
Ég tel okkar tilveru snúna,
á túnum er grasið að fúna.
Það er grenjandi regn,
ég er geðillur þegn
og grátlegt til heyskapar núna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lolli í Val, gæðingakeppni
og fyrsta tapið
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
ÉG ÞARF AÐ SINNA
SMÁ PAPPÍRSVINNU
JÓN?
PAPPÍRSVINNU?
AH
ÉG HEYRÐI AÐ KASTALI KÓNGS-
INS VÆRI SKÍTUGUR… EN MÉR
FINNST HANN VERA HREINN!
ÞAÐ ER ÚT AF
SKEMMTUNINNI…
…HIRÐ-
FÍFLIÐ
VEÐUR Í
FORINNI!
HVERS VEGNA FÓR
@%#&# KJÚKLINGUR-
INN YFIR #$&%#
GÖTUNA?!
JÆJA, HVAÐ SEM ÞAÐ VAR SEM BEIT
HANN – GLEYPTI HANN.
„ÞESSIR ARINELDKUBBAR ERU BARA
BÚTAR ÚR TRÉ. EIGIÐ ÞIÐ EKKI NEINA AF
ÞESSUM ÚR EKTA PLASTI?“
það stærsta!...
Víkverji hefur um fátt annað hugs-að en fótbolta undanfarnar vik-
ur. Hann átti bágt með að trúa þegar
honum var sagt að þýska fótbolta-
blaðið Kicker hefði spáð því að Ís-
land kæmist í átta liða úrslit, en
smitaðist af fárinu í kringum ís-
lenska karlalandsliðið í aðdragand-
anum að EM í Frakklandi og var
farinn að halda að allt gæti gerst
þegar á leið. Þegar kom að tapinu á
móti Frakklandi hafði liðið gert
miklu meira en nokkru sinni hefði
verið sanngjarnt að búast við af því.
x x x
Cristiano Ronaldo kvartaði undanþví að íslenska liðið hefði ekki
leikið til sóknar, heldur stillt upp
strætisvagni í markinu. Það kann að
einhverju leyti að hafa verið rétt, en
liðið var þó síður en svo feimið við að
sækja. Það eyddi bara ekki miklum
tíma í að dútla með boltann. Töl-
urnar bera marksækni íslenska liðs-
ins vitni. Á vefsíðu evrópska knatt-
spyrnusambandsins, UEFA, mátti í
gær lesa yfirlit yfir mörk skoruð á
EM. Þar er Ísland í fjórða sæti með
1,6 mörk skoruð að meðaltali í leik.
Fyrir ofan Ísland eru Frakkar,
Walesverjar og Belgar í þeirri röð.
Ísland er því fyrir ofan lönd á borð
við Þýskaland, Ítalíu, Portúgal,
Spán og England. Nýting íslenska
liðsins vekur einnig athygli. Liðið
átti 40 marktilraunir og voru 19 á
rammann. Eitt af hverjum fimm
skotum var inni og er það besta nýt-
ingin í keppninni. Þjóðverjar hafa
átt 91 skot á mark og skorað einu
marki færra en Ísland.
x x x
Hannes Halldórsson, markmaðuríslenska landsliðsins, er enn
skráður sem sá markmaður sem
varið hefur flest skot á síðu UEFA.
Þar segir að hann hafi varið 27 sinn-
um. Þeir fjórir markmenn sem næst-
ir honum koma, þeir Thibaut Curto-
is frá Belgíu, Łukasz Fabiański frá
Póllandi, Michael McGovern frá
Norður-Írlandi og Gabor Király frá
Ungverjalandi, leika allir með liðum,
sem fallin eru úr keppni. Það er því
allt eins víst að Hannes haldi sæti
sínu með flest varin skot. Hann gæti
því þegar upp er staðið gert tilkall til
að verða titlaður öflugasti mark-
vörður keppninnar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hann veiti þér það sem hjarta þitt
þráir, láti öll áform þín lánast.
(Sálm. 20:5)