Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Þegar gesturinn er með bundið fyr- ir augun getur listamaðurinn gert ótrúlega margt sem hann gæti ekki annars. Notað vind, lykt og gefið okkur meiri möguleika með hljóð. Eins og einn hlustandinn sagði: ég vissi ekki hvernig hausinn á mér sneri eða hvort lappirnar sneru aft- ur. Þetta er svo langt frá því að vera það sama og að loka augunum og hlusta á tónlist. Þetta eru tónleikar þar sem þú átt ekki möguleika á að sjá og verður bara að hlusta og skynja,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason sem þriðja sumarið í röð heldur tónleika í há- deginu alla miðvikudaga í Tónlistar- miðstöð Austurlands á Eskifirði. Tónleikarnir eru haldnir með þeim sérstöku skilyrðum að áheyrendur verða að vera með bundið fyrir aug- un á meðan á tónleikunum stendur. Dætur Seifs að verki Hvernig datt þér þetta í hug? „Ég skipulegg fullt af verkefnum og þetta var bara ein hugmyndin sem kom upp. Þetta eru dætur Seifs sem færa okkur þessar hugmyndir,“ segir Jón Hilmar og hlær. „En lista- menn eru alltaf að leita eftir að gera list sem hefur áhrif á aðra, gera eitt- hvað sem getur breytt. Þetta var ein af hugmyndunum sem kom upp hjá mér og ég framkvæmdi hana. Ég finn það á viðtökunum að þetta er einhver skemmtilegasta hugmynd sem ég hef framkvæmt. Nokkrum mánuðum eftir Blind- tónleikana á Bræðslunni í fyrra þar sem Berglind Ósk sagnaþula var með okkur Guðjóni Birgi að gera tónleikana var hún stoppuð af ókunnugri konu í Kringlunni og spurð hvort hún hefði ekki verið með Blind á Bræðslunni. Hún sagðist aldrei hafa upplifað aðrar eins til- finningar og muni aldrei gleyma tón- leikunum. Mér þykir svo vænt um þessa litlu sögu,“ segir Jón Hilmar. Þetta er orðið flott, eitthvað sem þú vilt bæta við? Nei. Það held ég ekki. Ert þú nokkuð á leið á Eistnaflug? Nei, því miður er ég fastur hérna á Morgunblaðinu, en þetta hljómar spennandi sem þú ert að gera. „Engar áhyggjur við komum suð- ur í september og verðum með sýn- ingu í Hörpu þann 10. september. Það verkefni mun kallast Innrás úr austri.“ Frábært, ég mæti í innrásina. Tónlist Jón Hilmar Kárason vill ekki að fólk sjái hann á meðan hann spilar. List og tónar með bundið fyrir augun  Sérð ekkert á tónleikum á Eskifirði Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég mæti bara með gítarinn og spila í klukkutíma. Ég mun leita í laga- kistuna hjá mér og sjá hvort ég finn ekki einhver lög sem tengjast svolít- ið þessu norræna,“ segir tónlistar- maðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, en hann kemur fram í Norræna húsinu í Arc- tic Concerts röðinni annað kvöld. KK hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um ára- tugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull- og platínuverðlauna fyrir tón- list sína. Tekur sjálfan sig alltaf með KK kveður íslenska náttúru, óbyggðirnar og öræfin hljóta að hafa haft áhrif á sköpun sína í gegnum tíðina. Tónlistarmaðurinn hefur kynnst ýmsu á sínum ferli en hann fagnaði nýverið sextíu ára afmæli sínu. Hann fæddist í Minneapolis í Bandaríkjunum en fluttist til Ís- lands þegar hann var tíu ára. Hann lærði á gítar sem barn í Reykjavík og var þátttakandi í nýju blús- bylgjunni á Íslandi á áttunda ára- tugnum. KK flutti til Svíþjóðar árið 1977 og nam við Piteå- og Malmö- tónlistarháskólana. Árið 1986 gerð- ist hann götuspilari og ferðaðist um Evrópu í fimm ár. Þá hefur hann einnig komið að leikhúsi og bæði samið tónlist fyrir verk auk þess sem hann hefur leikið sjálfur. „Maður tekur alltaf sjálfan sig og þá reynslu sem maður býr yfir með sér hvert sem maður fer. Þetta er allt einn stór hrærigrautur og það hefur allt áhrif hvað á annað. Maður stendur af og til upp, allur ataður í þessum graut, og reynir að gera eitt- hvað,“ segir KK um listsköpun sína. „Ég hef komið af og til við í leik- húsinu í gegnum tíðina. Árið 1992 var sett upp leikritið Þrúgur reið- innar í leikstjórn Kjartans Ragn- arssonar og ég sá þar um tónlistina. Það var í fyrsta skiptið sem ég reyndi fyrir mér í þessu og ég hef aldrei slitið tengslin eftir það. Ég spilaði einnig og samdi tónlistina fyrir Fjölskylduna á sínum tíma. Í vetur sem leið settum við Jón Gunn- ar Þórðarson líka upp langþráð stykki, Vegbúar, sem við byrjuðum að vinna að fyrir um tíu árum. Það verk er um heiminn og geiminn og hvernig gítarinn tengist sögunni og þar fram eftir götunum,“ segir hann en þess má geta að Þrúgur reiðinnar og Fjölskyldan slógu bæði aðsóknar- met í Borgarleikhúsinu. Leikur í bandarískum þáttum KK tók nýverið beygju á sínum litríka ferli þegar hann fór með hlut- verk Gunnars, föður einnar aðal- persónunnar, í bandarísku Netflix- seríunni Sense8. „Sú reynsla var einstaklega skemmtileg. Ég kynntist leikstjór- unum, Wachowski-systkinunum, sem eru heimsfræg og komu meðal annars að gerð Matrix-kvik- myndanna. Það er svo gaman að kynnast listamönnum sem eru svona kærleiksríkt fólk. Þau eru í raun bara með einn boðskap í sínum myndum sem er kærleikurinn. Þau búa síðan til utan um boðskapinn þessar skemmtilegu sögur og í því felst list þeirra,“ segir KK. Þá segist hann vissulega sjálfur boða kærleik í sinni sköpun en þó á sinn hátt. „Ég held að með tjáningu þinni, hvort sem þú ert að syngja baráttu- söngva, mála blóm eða hvað sem það er, þá sértu alltaf að breiða út ein- hvern boðskað ef þú ert að gera það af fullri og einlægri sannfæringu. Ef þú gerir eitthvað með hjartanu þá er það alltaf ákveðið „steitment“,“ seg- ir hann. KK kveðst sjaldnast setja sér langtímaplön en land verði þó lagt undir fót á næstu vikum í tengslum við Sense8. „Svo er ég að gera upp bát, trill- una mína, og ætla að gera eitthvað út á hana í sumar. Auk þess verð ég eitthvað að spila með KK bandinu, við munum meðal annars koma fram á Bræðslunni. Síðan er þetta bara dittinn og dattinn,“ segir hann. Tónleikarnir annað kvöld, fimmtudag, hefjast kl. 20.30 en á undan býður Sveinn Kjartansson á Aalto Bistro upp á sérstakan mat- seðil fyrir tónleikagesti. „Allur ataður í graut“  KK leikur á Arctic Concerts í Norræna húsinu Gítarleikur Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, er með mörg járn í eldinum en hann mun leika úrval af lögum á tónleikunum annað kvöld. Listamenn samtímans kinka kolli til Kjarvals í sumar með frásögn- um, gjörningum og myndverkum. Dagana 7. til 9. júlí kl. 15 er röðin komin að Styrmi Erni Guðmunds- syni, en hann býður upp á leið- söngvahljóðsögn um sýninguna Jó- hannes S. Kjarval: Hugur og heimur á Kjarvalsstöðum. „Sögumaðurinn, dansarinn, söngvarinn og myndskreytirinn Styrmir Örn leiðir áhugafólk og aðdáendur Kjarvals um sýningar- sali Kjarvalsstaða með músíkalskri leiðsögn. Þátttakendum gefst ein- stakt tækifæri á að upplifa hina rómuðu sýningu á verkum Kjar- vals með nýjum og óhefðbundnum hætti,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að fjöldi þátttakenda sé takmarkaður hverju sinni og því þurfi áhugasamir að skrá sig á vefnum listasafnreykjavikur.is. Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur hrífst Styrmir Örn af hinu fjarstæðu- kennda. „En með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fárán- lega,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Styrmir býr í Varsjá. Leiðsögn Styrmir Örn Guðmundsson veitir nýja sýn á verk meistarans. Kinkar kolli til Kjarvals

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.