Morgunblaðið - 06.07.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Dómarinn sendur heim
2. Hver er Björn Steinbekk?
3. Segjast ætla að sniðganga Kost
4. Ók í veg fyrir flugvél á braut
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fjarskaland nefnist nýtt íslenskt
barnaleikrit eftir Guðjón Davíð Karls-
son sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í
byrjun næsta árs. Leikstjóri sýningar-
innar er Selma Björnsdóttir. Leik-
mynd hannar Finnur Arnar Arnarsson
og búninga María Th. Ólafsdóttir, en
tónlistina semur Vignir Snær Vigfús-
son. Fjarskaland er staðurinn þar
sem persónur gömlu góðu ævintýr-
anna eiga heima. Þar ríkir neyðar-
ástand sökum þess að mannfólkið er
hætt að lesa ævintýrin, sem aftur
hefur þau áhrif að persónur gleymast
og eyðast. Meðal leikara eru Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Sigurður Þór
Óskarsson, Þröstur Leó Gunnarsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir og Snæ-
fríður Ingvarsdóttir, sem útskrifaðist
úr leikaranámi frá Listaháskóla Ís-
lands í vor sem leið.
Morgunblaðið/Golli
Nýtt barnaleikrit
eftir Guðjón Davíð
Kammerkórinn
Schola cantorum syng-
ur tónleika í Hallgríms-
kirkju í dag kl. 12. Á
efnisskránni eru kór-
verk án undirleiks sem
valin eru með tilliti til
hljómburðar kirkj-
unnar. Má þar nefna
„Heyr himna smiður“
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og „Stóð-
um tvö í túni“ eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson, en á sumartónleikum Schola
cantorum þetta árið er áhersla lögð á
íslenskan tónlistararf. Aðgöngumiðar
eru seldir í anddyri kirkjunnar
klukkustund fyrir tónleika.
Sumartónleikar
Schola cantorum
Á fimmtudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað að mestu norð-
austan- og austanlands. Annars bjartviðri með síðdegisskúrum.
Á föstudag Norðlæg átt 5-13, hvassast NV-til, skýjað að mestu,
væta á köflum, þurrt og víða bjart suðvestan- og vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða bjartviðri, sérstaklega inn til landsins,
og áfram má gera ráð fyrir síðdegisskúrum. Hiti 7 til 18 stig.
VEÐUR
Selfoss varð í gærkvöld síð-
asta liðið til að tryggja sér
sæti í undanúrslitum Borg-
unarbikars karla í knatt-
spyrnu, með 2:0-sigri á Fram
á Laugardalsvelli. Efstu liðin
í Pepsi-deild kvenna, Stjarn-
an og Breiðablik, tryggðu sér
sæti í undanúrslitum kvenna
með því að leggja að velli
andstæðinga úr 1. deild.
Dregið verður til undan-
úrslita í höfuðstöðvum KSÍ í
dag. »2-3
Selfoss ekki náð
svo langt í 47 ár
Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sig-
urðardóttir keppa á Evrópumótinu í
frjálsum íþróttum í Amsterdam í dag.
Aníta, sem í síðasta mánuði hjó afar
nærri Íslandsmeti sínu, er til alls lík-
leg. Meiðsli gera Hafdísi erfitt fyrir.
Ísland á fimm
fulltrúa á
mótinu. »4
Hversu langt nær Aníta
á EM í Amsterdam?
„Við ætluðum okkur að ná lægra
skori, en aðstæður voru býsna krefj-
andi. Nokkur vindur var, auk þess
sem völlurinn er erfiður,“ sagði Úlfar
Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, eftir
fyrsta keppnisdag á Evrópumóti
áhugamanna í kvennaflokki á Urriða-
velli í gær. Ísland er í 16. sæti af 20
sveitum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir
lék langbest Íslendinga. »1
Guðrún Brá lék afar vel
en Ísland er í 16. sæti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Mýrdælingurinn og hestamaðurinn
Hermann Árnason hélt í gær í 42
daga hestaferð, sem er líklega ein
sú lengsta sem farin hefur verið hér
á landi. Hann fer norður yfir land
um fáfarnar slóðir og ætlar einnig
að ríða um Vestfirði.
„Ég hef verið að reyna að útskýra
fyrir fólki að þetta sé svipuð della
og hjá þeim sem vilja toppa fjöll og
fara á hæstu tinda,“ segir Hermann,
sem verður í samfloti með fimm er-
lendum reiðmönnum og 35 hestum
auk þess sem trússbíll mun elta
hópinn. Hugsanlega munu aðrir
slást í för og ríða með. Hermann
stefnir á að ríða landið í stjörnu;
byrja á syðsta oddanum og fara á
þann nyrsta, svo þann vestasta og
loks þann austasta. Hveravellir
verða miðpunktur ferðarinnar. „Ég
fór frá Vík og sem leið liggur austan
við Mýrdalsjökul og þaðan vestur
Mælifellssand. Held sem leið liggur
að Hveravöllum og þaðan niður í
Skagafjörð, þar sem verður haldið
út á Hraun á Skaga. Ég valdi Hraun
þótt það sé ekki endilega nyrsti oddi
landsins en staðurinn fer fallega á
korti,“ segir hann.
Stytta sér leið um heiðar
Eftir ferðalagið norður mun
hópurinn ríða í Vestur-Húnavatns-
sýslu þar sem hestar og menn verða
ferjaðir vestur á Bolungarvík þar
sem verður haldið í Skálavík og til
baka. „Það verður snúin reið. Fjörð-
urinn er skorinn og við munum
þurfa að fara upp á heiðarnar til að
stytta vegalengdina. Þaðan fer ég í
átt að Húnavatnssýslunni, inn á
Hveravelli, fer norðan við Kerling-
arfjöll yfir Þjórsá og þaðan sem leið
liggur að Ingólfshöfða. Þetta mun
reyna á hesta og menn,“ segir hann
hvergi banginn. „Þetta kom í haus-
inn á mér fyrir þó nokkuð mörgum
árum, að ríða landið í stjörnu, og
þetta er annar leggurinn af tveimur.
Eftir tvö ár, eða 2018, ætla ég mér
að ríða frá Reykjanesi og til Langa-
ness og einnig frá Dalatanga til
Snæfellsness og alltaf verða Hvera-
vellir sem miðpunktur. Eftir það get
ég sagt að ég sé búinn að ríða landið
í stjörnu og slakað á. Þetta er ein-
hver hugmynd sem maður fær í
hausinn og einhvern veginn er mað-
ur ekki í rónni fyrr en það er búið.
Ég er reyndar búinn að segja að
þegar ég verði sextugur árið 2018
og búinn með þetta verkefni fari ég
að róast,“ segir hann.
Ný lífsreynsla
Hópurinn mun gista í skálum á
hálendinu og skömmu áður en lagt
var af stað var Hermann hinn bratt-
asti. „Þetta leggst ljómandi vel í
mig. Ég hef gert ýmislegt í hesta-
mennskunni og riðið víða en þetta
verður ný lífsreynsla,“ segir Her-
mann.
Mun reyna á hesta og menn
Hestamaðurinn Hermann Árnason
lagði af stað í 42 daga hestaferð í gær
Af stað Hermann Árnason í léttum undirbúningi skömmu áður en hann lagði af stað í hina löngu ferð sem áætlað er að taki 42 daga.
Hermann hefur
gert ýmislegt í
hestamennsku,
meðal annars
riðið öll vatns-
föll á Suður-
landi, frá
Hornafirði til
Selfoss árið
2009 en bókin
Vatnagarpar
fjallar einmitt um það ævintýri.
Hermann viðurkennir að hann
hafi ekki haft hugmyndaflug að
gera bók eða segja frá þessu
ævintýri en ætlar að vera með
myndavélina á lofti. „Það er
ekkert á áætlun en ferðin verður
mynduð allavega,“ segir hann.
Með mynda-
vélina á lofti
ENGIN BÓK Í KORTUNUM
Hermann
Árnason