Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 14.07.2016 ÍSAFJARÐARBÆR 14 | 07 | 2016 Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Bogi Sævarsson- sbs@mbl.is Blaðamenn Sigurður Bogi Sævarsson Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Forsíðumyndina tók Sigurjón J. Sigurðsson Prentun Landsprent ehf. Ísafjarðarbær er á tíma- mótum. Landið er að rísa og þörf á alhliða uppbygg- ingu, segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri. 4 Gera ætti Vestfirði að vist- vænu samfélagi, efla strandveiðar og breyta kvótakerfinu, segir þing- konan Lilja Rafney. 8 Sjósportið heillar á Ísafirði og er bæjaríþrótt. Guðrún Jónsdóttir kennir krökk- unum áralagið og sem hoppa alls óhrædd út í sjó. 10 S tórra tímamóta á að minnast og halda hátíð, rétt eins og Ísfirðingar gera nú. Þegar ein og hálf öld er liðin frá því verslunarstaðurinn á Skutulsfjarðareyri fékk réttindi kaup- staðar og tuttugu ár eru síðan nokkar byggðir á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust í einu sveitarfélagi er því fagnað vestra. Mikið er um dýrðir af þessu tilefni og dagskrá með ýmsum áhugaverðum atburðum hefur staðið yfir alla vikuna. Í dag verður meðal ann- ars á samkomu horft til þess hvernig Ísafjörður var árið 1866, en segja má að þar hafi verið lagður grunnur að bæ nú- tímans. Í dag er Ísafjörður staður versl- unar og þjónustu og í seinni tíð skiptir ferðaþjónustan æ meira máli. En öðru fremur hefur Ísafjörður allt- af verið útgerðarbær. Á morgun, föstu- dag, verður í Neðstakaupstað, fremst á tanganum á Íafirði, dagskrá sem ber yf- irskriftina Sjórinn og sagan. Þar verð- ur bryddað upp á ýmsu gamni hvar strandmenningin er undirtónn. Boðið verður meðal annars í rækjuveislu und- ir heitinu Ávextir hafsins. Þá verður líf og fjör í miðbæ Ísafjarðar; í deiglu ið- andi stefna og strauma á Silfurtorgi. Hápunktur afmælisins á Íafirði er þó sennilega á laugardag. Þá verður dag- skrá þar sem gamni og alvöru er bland- að saman. Meðal þeirra sem þar flytja ávörp er meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en þetta verður eitt af síðustu embættisverkum hans. Það er kannski við hæfi því þarna er forsetinn á heimavelli. Hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði, þótt hann hafi verið mikið á Þingeyri á æskuárum sínum. Tilgreina verður þá að úr byggðunum fyrir vestan, sem nú mynda sameinaðan Ísafjarðarbæ, eru ættaðir býsna margir sem í tímans rás hafa sett sterkan svip á íslenskt þjóðlíf. Segja má að Ísafjarðarbær standi nú á nokkrum tímamótum. Eftir sam- drátt og undanhald um langt skeið sést nú djarfa fyrir betri tíð. Fækkun íbúa um langt skeið hefur nú stöðvast og í Ísafjarðarbær stendur nú á tímamótum atvinnulífinu, sem er auðvitað und- irstaða byggðarinnar, eru góðir hlutir að gerast. Má þar nefna fiskeldi, ferða- þjónustu og sjávarútveg. Raunar er staðan sú að fyrirsjáanlegt er að hefj- ast þurfi handa við byggingu íbúðar- húsnæðis í bænum. Fólkið í Ísafjarð- arbæ hefur því sannarlega ástæðu til þess að vera bjartsýnt. Dagskrá afmælishátíðar í Ísafjarðar- bæ er birt á áberandi stað á vefsetrinu isafjordur.is. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Ísafjarðarbær gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar og að tuttugu ár eru liðin frá því sameinað sveitarfélag Ísa- fjarðarbæjar var stofnað er fólki vestra í mun að gera sem mest út þátttöku sinni í Menningarnótt. Sveitarfélagið hefur til afnota jarð- hæð Ráðhúss Reykjavíkur við Tjörn- ina umræddan dag og þar verður op- ið frá klukkan 13-18. Fjölmörg sveitarfélög hafa áður kynnt sig og sitt í Reykjavík með þessum hætti svo sem Fjarðabyggð og Árborg. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ eru þeir sem hafa tengingar við sveitar- félagið og byggðir þess hvattir til að gefa kost á sér með sýningar, kynn- ingar, tónlistaratriði eða hvað annað sem þeir telja geta verið áhugavert og viðeigandi undir merkjum íbúa Ísafjarðarbæjar á Menningarnótt. Verður megináherslan lögð á lista- fólk og atvinnulíf, en allar hug- myndir eru vel þegnar. Ísafjarðarbær biður áhugasama að hafa samband við Magneu Garð- arsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða magnea@atvest.is, en hún heldur utan um nöfn áhuga- samra og framsettar hugmyndir þeirra. Er þess óskað að þar fylgi stutt lýsing á verkefni og hvernig framkvæmdin skuli vera. Ísfirðingar stefna til Reykja- víkur á Menningarnótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.