Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 V estfirðir eru að lifna við,“ segir Gísli Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. „Hér er barnafólki á aldrinum 30-40 ára að fjölga, í öðru lagi liggja nú fyrir umsóknir um leyfi fyrir samanlagt 35 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og í þriðja lagi er kominn umtals- verður vöxtur í ferðaþjónustu á svæðinu. Þá hefur löndun sjáv- arafla einnig aukist talsvert á und- anförnum árum. Nú ríður mjög á að ríkisvaldið taki þátt í uppbygg- ingunni á Vestfjörðum, því hér á Ísafirði þarf að stækka höfn og iðnaðarsvæði. Stjórnvöld hljóti að sýna að minnsta kosti jafnmikinn skilning á að byggja hér upp til að nýta sjálfbærar auðlindir eins og þau hafa gert í tengslum við Bakka á Húsavík.“ Skuttogaravæðingin mikla Þegar bæjarfélag er á tímamótum, eins og Ísafjarðarbær er nú, er sjálfsagt að líta yfir söguna og setja í samhengi við nútímann. Til þessa alls þekkir Gísli Halldór vel, en hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði og á þar sínar rætur. Sjálfur er hann fæddur árið 1966 – og upplifði sem barn og unglingur ævintýralegt skeið í heimabyggð sinni. „Árin 1970 til 1984 voru sann- arlega mikill uppgangstími á öllum þeim stöðum sem nú kallast Ísa- fjarðarbær. Þar réð skuttog- aravæðingin langmestu. Eftir að stjórnvöld luku því verkefni þá var hvert sjávarpláss á Vestfjörðum með sinn togara, sem var grund- völlur uppbyggingar og framfara. Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri voru öll með togara sem sóttu björg í bú. Íbúum fjölgaði og mikil uppbygg- ing húsnæðis átti sér stað,“ segir Gísli Halldór og heldur áfram: Hér var gaman að alast upp „Návígið við sjóinn og náttúruna auk kraftmikillar menningar og fjölskrúðugs mannlífs gerir það að verkum að hér var gaman að alast upp. Á því hefur reyndar ekki orð- ið nein breyting, enda sækir fjöldi ungs fólks í að ala hér upp börn sín og rækta fjölskylduna, það hef- ur orðið áberandi á síðustu árum. Þegar maður var unglingur var botnlausa vinnu að fá frá tólf ára aldri. Undir það síðasta var al- gengt að maður væri með 100 tíma vinnuviku og það gilti um marga. Reyndar var þessi landburður af fiski fullmikið af því góða og mikil verðmæti fóru oft forgörðum þeg- ar megináherslan var lögð á tonn- afjöldann.“ Gísli Halldór minnist þess einn- ig – í samanburði við nútímann – að fyrir 30-40 árum hafi vestra verið mun meira af ungu fólki en nú. Tiltölulega lítil áhersla hafi verið lögð á háskólanám og fólk fluttist ekki í sama mæli í burtu eftir tvítugt. Í dag vanti mikið í aldurshópinn frá tvítugu til þrí- tugs, en fjölskyldufólk 30-40 ára hafi verið að flytjast vestur í tals- verðum mæli undanfarin ár og aldurskúrfan batnað hvað það varðar. Atburðarásin var ekki til sigurs Vaxandi samkeppni í verslun á fyrrihluta 20. aldar, þilskipaút- gerð, saltfiskvinnsla og loks stofn- un Ásgeirsverslunar hafa verið undirstaðan í velfarnaði Ísfirðinga í upphafi segir Gísli Halldór. Einn- ig var stofnun sparisjóðs á Ísafirði árið 1876 mikilvægt skref til fram- fara en sjóðurinn rann svo inn í Landsbankann við stofnun útibús hans á Ísafirði árið 1904. „Margar stórframkvæmdir á tuttugustu öldinni voru til marks um stórhug. Bygging Edinborg- arhússins árið 1907, sjúkrahússins 1925 og Sundhallar Ísafjarðar árið 1946 eru dæmi um stórvirki sem hér voru unnin byggðinni til heilla. Jafnframt voru hafnargerð og bryggjusmíði mikil framfaramál. Sjálfsagt hafa einnig oft verið gerð mistök í ákvörðunum. Á níunda og tíunda áratugnum virðast ýmsar ákvarðanir sjávarútvegsfyrirtækja hafa orðið samfélaginu að mestu tjóni, þegar rekstrarumhverfi fyr- irtækja breyttist og kvótakerfi landsmanna var byggt upp. Þetta er þó nokkur einföldun því að skammsýni stjórnvalda við smíði kvótakerfisins og handstýring valdablokka í landinu á atburða- rásinni réð öllu um það umhverfi sem barist var í og ekki til sigurs.“ Þurfa flugvöll og fleiri íbúðir En hvað sem líður mistökum í sjávarútvegsmálum fyrr á tíð þá virðist nú sem landið vestra sé að rísa. Fiskeldið á Vestfjörðum stefnir hraðbyri á að verða jafn- mikið og í Færeyjum, eða um 90 þúsund tonn. Þá bendir bæj- arstjórinn á að út af Vestfjörðum eru einhver auðugustu fiskimið sem um getur. „Það eru því hundruð þúsunda tonna af mjög verðmætu hráefni úr sjálfbærum auðlindum sem hér gætu komið á land eftir um tíu ár. Til að svo verði og til að hámarka þjóðarhag af þessum auðlindum er brýn nauðsyn til þess að ríkið átti sig á mikilvægi samgangna fyrir Vest- firði – hér þarf alþjóðlegan flug- völl fyrir fraktflutninga og stór- bætt innanlandsflug í þágu viðskipta og stjórnsýslu,“ segir Gísli Halldór og bætir við: „Annað krefjandi verkefni, nú þegar hillir undir mikinn vöxt í Ísafjarðarbæ, er að koma aftur af stað uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við erum að kanna hvaða mögu- leikar felast í nýjum lögum um húsnæðismál, en mér heyrist á kollegum mínum að þar sé að finna úrræði til að brúa bilið á milli fasteignaverðs og bygging- arkostnaðar. Það er þó ætlun okk- ar að koma af stað húsbyggingum án tafa og leitum við allra leiða til að svo verði.“ Hillir undir mikinn vöxt fyrir vestan Bæjarstjórinn Hér var gaman að alast upp. Á því hefur ekki orðið breyting, enda sækir ungt fólk í að ala hér upp börn, segir Gísli Halldór Halldórsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Silfurtorg Á þessum punkti skerast leiðir á Ísafjarðarbæ og hér fylgjast forvitnir, jafn menn sem málleysingjar, með öllu og hafa vakandi auga. Aftur uppgangstímar í Ísafjarðarbæ. Ríkisvaldið taki þátt í uppbygging- unni. Ungt fjölskyldufólk að flytjast vestur. Mikil framfaramál. Flateyri Eitt litlu þorpanna sem sameinuðust í Ísafjarðarbæ með samein- ingu sveitarfélaganna vestra árið 1996. Hin voru Flateyri og Þingeyri. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Íbúarnir hafa misst úrræði Það var árið 1996 sem Ísafjaðarbær var stofnaður með sameiningu Ísafjarð- arkaupstaðar, Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyrar og Mosvalla- og Mýrahrepp. Við stofnun sveitarfélagsins fyrir tuttugu árum bjuggu þar um 4.400 manns en í dag eru íbúarnir 3.600. Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði voru forsenda þess, segja flestir, að sveitarfélögin sameinuðust að minnsta kosti formlega. En hefur sameiningin tekist í raun? Varla; að minnsta kosti telur bæjarstjórinn að gera hefði mátt betur. „Bæjaryfirvöldum hefur ekki tekist að styrkja byggð í þorpunum vestan heiða og íbúar þar hafa að mörgu leyti misst úrræði sín og frumkvæði. Það verður þó að segjast eins og er að öll sú umgjörð sem stjórnvöld hafa búið hinu sameinaða sveitarfélagi hefur verið mótdræg, svo ég segi alveg eins og er,“ segir Gísli Halldór. Engin raunhæf meðul „Sameiningin hefur fyrst og fremst sparað ríkinu útgjöld og þannig aukið skattbyrði íbúanna, enda skapar aðeins um önnur hver króna sem héðan fer í skatta umsvif á staðnum. Restin fer í umsvif á höfuðborgarsvæðinu. Sam- félögin hafa skroppið saman og minnkað og engin raunhæf meðul komið frá stjórnvöldum til að takast á við það gríðarmikla verkefni að halda uppi byggð í svo dreifðu sveitarfélagi. Núna, á 20 ára afmæli sameiningarinnar, lít ég á það sem eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar að ljúka verkefninu svo að efnahagslífið í sveitarfélaginu njóti góðs af,“ segir Gísli Halldór. Ekki hefur náðst að styrkja litlu þorpin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.