Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 Í Ísafjarðarbæ og á Vestfjörðum öllum eru miklir möguleikar ef stjórnvöld vinna með heima- mönnum í takt við þá framtíð- arsýn og þróunarstarf sem unnið hefur verið heimafyrir. Slíkt er skjal- fest í ótal skýrslum en staðið hefur á raunverulegum vilja stjórnvalda í fjár- lögum að skatttekjur íbúanna skili sér aftur heim í innviðauppbyggingu,“ segir Lilja Rafney. Hún segist einnig áfram um að gerðar verði breytingar á kvótakerfinu. Núverandi útfærsla þess vinni gegn byggð í landinu. Byggða- festa verði aflaheimildir, efla strand- veiðar og koma á fót leigupotti rík- isins með aflaheimildir. Koma verði í veg fyrir að markaðslögmálin ein ráði ferð í stjórn fiskveiða. „Ferðaþjónustan er að eflast mikið og fiskeldið er að byggjast upp. Íbúar hafa einnig ýmsar hugmyndir í at- vinnusköpun sem þarf að styðja við. Komur skemmtiferðaskipa hafa aldrei verið fleiri í Ísafjarðarbæ sem eykur umsvif og tekjur inná svæðið og lífgar uppá bæjarbraginn. Vestfirðir eiga að gera út á að vera vistvænt og sjálf- bært samfélag og í þá átt hafa heima- menn verið að vinna að undanfarin ár með góðum árangri. Það dýrmætasta er þó mannauðurinn sem svo sann- arlega er til staðar í Ísafjarðarbæ – sem ég trúi að sé á réttri leið.“ Stjórnvöld vinni til framtíðar með heimamönnum Vestfirðir verði vistvænt samfélag Höfnin Byggðafesta þarf aflaheimildir og efla strandveiðar, segir þingkonan. Morgunblaðið/Golli Kauptún Húsin í litla þorpinu sem stendur við utanverðan Súgandafjörðinn. laust verri, ekki bara í litlu þorp- unum heldur líka á Ísafirði sem er þjónustukjarni alls þessa svæðis. Íbúar byggðarlaganna hafi verið í varnarbaráttu lengi og slagkraft- urinn til sóknar sé miklu meiri ef samstaðan sé við lýði. „Við eigum alltaf að taka slag- inn fyrir þá byggð sem er í varn- arbaráttu hverju sinni. Það er samfélagsvitund sem skilar sér fyrir svæðið allt þegar upp er staðið. Hvert byggðarlag hefur sína sérstöðu sem á að rækta og bera fjölbreyttar bæjarhátíðir þess merki. Við þurfum að við- halda fjölbreytileika og sérkenn- um hvers staðar. Það er eilífð- arverkefni að bæta þjónustu sem aftur snýst um peninga og for- gangsröðun. Í mínum huga skipta almenningssamgöngur miklu máli til að tengja byggðirnar enn betur saman sem heild og auðvelda sam- gang fólks.“ Á hátíðarsamkomu á laugardag- inn, þar sem 150 ára kaupstað- arafmælis Ísafjarðar er minnst og að 20 ár eru frá stofnun Ísafjarð- arbæjar, verður Lilja Rafney einn ræðumanna. Það er vel við hæfi, því í samfélagi þessu liggja hennar rætur. Hún er frá Suðureyri og hefur búið þar nánast alla sína tíð. Á barns- og unglingsaldri var hún svo löngum stundum hjá ömmu sinni og afa á Stað í Staðardal, ut- anvert við Súgandafjörð. Að fylgj- ast með samræðum fólks þar á bæ um landsins gagn og nauðsynjar og að fylgjast með lífsbaráttunni í þorpinu segir hún að hafi vakið áhuga sinn á þjóðmálunum. Af því leiddi þátttaka í verkalýðsmálum, sveitarstjórn og seinna þing- mennska. En hvaða verkefni eru það til eflingar í Ísafjarðarbæ og í öðrum dreifðum bygguðum sem löggjaf- arsamkoman þarf að beita sér í á næstunni? Lilja Rafney segir þessi mál sannarlega vera mörg. Mik- ilvægt sé til dæmis að jafna stöð- una svo búsetuskilyrði til dæmis á Vestfjörðum séu jöfn því sem ger- ist best annarsstaðar á landinu. „Okkur duga ekki einhverjar smáskammtalækningar og tíma- bundin átaksverkefni korteri fyrir kosningar. Grunngerðin og innvið- irnir þurfa að vera í lagi. Góðar samgöngur skipta þar gífurlega miklu máli svo atvinnu- og þjón- ustustigið innan fjórðungsins efl- ist. Íbúarnir eiga að geta gengið að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, öflugri löggæslu og ekki þurfa að sækja margvíslega þjón- ustu með tilheyrandi kostnaði um langan veg,“ segir þingmaðurinn og bætir við að síðustu: Séum ekki afgangsstærð „Ísafjarðarbær er höfuðstaður Vestfjarða og við þurfum að tengja okkur innbyrðis og styrkja okkur sem eina efnahagslega heild. Háhraðatengingar og af- hendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt á Vestfjörðum og ekki líðandi að þar séum við einhver af- gangsstærð.“ sbs@mbl.is Sameining styrkti svæð- ið, segir þingkonan á Suðureyri. Jarðgöng sönnuðu sig fljótt. Mik- ilvæg uppbygging- arverkefni bíða. Hvert byggðarlag hefur sína sérstöðu. Morgunblaðið/Golli Þingkonan Okkur duga ekki einhverjar smáskammtalækningar og tímabundin átaksverkefni korteri fyrir kosningar. Grunn- gerð og innviðir þurfa að vera í lagi,“ segir Lilja Rafney Magnúdóttir um samfélagið vestra og verkefnin sem eru framundan. Fámennt þorp Mikilvægt að hrista fólk saman Á Suðureyri búa í dag 263 og þar af er stór hluti íbúa fólk sem er upprunnið erlendis og kemur þar með úr öðru menn- ingarumhverfi. Lilja Rafney hef- ur gert að umtalsefni hve fé- lagsleg þátttaka á Suðureyri var mikil fyrr á tíð; í raun hafi allir haft með höndum hlutverk í þágu fjöldans. „Mér finnst þessi samfélagslega vitund og félagslega þáttaka enn vera til staðar þó vissulega breytist tíð- arandinn og allskyns áreiti dragi úr félagslegri virkni. Samt er enn ríkjandi sá andi að allir skipti máli, hafi hlutverk og leggi sitt af mörkum til að gera samfélagið betra og skemmti- legra,“ segir Lilja Rafney og bætir við: „Fjölbreytt menningar- starfsemi einkennir Ísafjarð- arbæ og margskonar félags og íþróttaiðkun er þar allsráðandi. Það á um þorpin líka. Íbúar af erlendum uppruna hafa margir hverjir búið hér mjög lengi og hafa styrkt okkur sem samfélag og auðgað mannlífið. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að hrista fólk saman og ég tel að það hafi tekist furðu vel enda hafa Vestfirðir verið fjöl- þjóðlegt samfélag í áratugi og fólkið er fordómalaust – sem betur fer.“ Við eigum alltaf að taka slaginn Þ éttbýlisstaðirnir hér á sunnanverðum Vest- fjörðum sem samein- uðust í eitt sveitarfélag fyrir tuttugu árum eru svo sannarlega orðnir eitt sam- félag,“ segir Lilja Rafney Magn- úsdóttir á Suðureyri í Ísafjarð- arbæ, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. „Í þeirri vegferð sem hófst með sameining- unni hefur þó ýmislegt mátt betur gera og sumt sem fyrirætlanir voru um hefur ekki gengið eftir. Í meginatriðum er reynslan þó góð.“ Göngin hafa borgað sig Gerð Vestfjarðaganga sem tekin voru í notkun haustið 1996 var grundvöllur þess að hægt væri að sameina þessi sveitarfélög. Vest- firðingar höfðu lengi þrýst á um samgöngubætur því vegurinn yfir Breiðadals- og Botnsheiðar var snjóþungur og oft lokaður yfir lengri tíma á veturna. Vestfirð- ingar minnast þess að úrtöluradd- ir voru til staðar. „Davíð Oddsson, þá nýorðinn forsætisráðherra, lét kanna möguleikann á að slá gangalegginn til Suðureyrar af en framkvæmdin var geirnegld af fyrri samgönguráðherra, Stein- grími J. Sigfússyni, svo það gekk ekki eftir sem betur fer,“ segir Lilja Rafney og heldur áfram: „En það voru vissulega ýmsir sem töldu þessa framkvæmd ekki verjandi meðal annars sakir kostn- aðar, enda væru kauptúnin Flat- eyri, Suðureyri og Þingeyri, sem best njóta ganganna, fámenn. Þessar raddir hljóðnuðu þó fljót- lega, mannvirkið sannaði sig og hefur borgað sig þjóðhagslega.“ Almenningssamgöngur skipta máli Rétt er að spyrja þess í hvaða sporum Vestfirðingar væru ef ekki hefði verið gengið til sameiningar sveitarfélaga í kjölfar jarð- gangagerðar, segir Lilja Rafney. Hún telur að staðan væri tvímæla- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðbraut Með Vestfjarðagöngum sem tekin voru í gagnið árið 1993 komust sam- göngur við Suðureyri í lag enda var framkvæmdin fljót að borga sig upp og sanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.