Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 9 G ott aðgengi að háskólanámi skiptir samfélagið miklu. Bæði skilar slíkt nýrri þekkingu og viðhorfum inn í samfélagið. Hingað kemur fólk úr öðru menningar- umhverfi sem hefur sitt að segja. Einnig auðveldar þetta fólki hér á svæðinu að afla sér þekkingar með fjarkennslu frá háskólum annars stað- ar á landinu,“ segir Ingi Björn Guðna- son, verkefnisstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða. Starfsemin þar í bæ er fjölbreytt og þar ber hæst meist- aranám í haf- og strandsvæðastjórnun sem boðið hefur verið uppá síðan 2008 og er það því orðið fast í sessi. Skilja eðli hafs og stranda Um tuttugu nemendur eru á hverju ári teknir inn í strandsvæðanámið sem er þverfaglegt og byggist einkum á inntaki og aðferðum vistfræði, fé- lagsfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Að námi loknu þekkja nemendur, seg- ir á vefsetri háskólasetursins, eðli hafs og stranda og hafa aðferðir og hæfi- leika til að stýra sjálfbærri nýtingu þeirra á valdi sínu. „Frá því námið hóf göngu sína hafa um 100 nemendur brautskráðst, þá gjarnan frá Bandaríkjunum og Kan- ada og svo Evrópu. Þetta er eiginlega tvískipt. Úr þessum hópi eru alltaf nokkrir sem setjast hér að og skapa sér vinnu og framtíð hér. Gjarnan er þetta þá fólk á aldrinum 20-30 ára, en fólk í þeim mikilvæga aldurshóp hefur mjög vantað í íbúasamsetningu á þessu svæði,“ segir Ingi Björn og heldur áfram: „Hér settum við af stað fyrir nokkr- um árum einstaklingsmiðað meist- aranám í sjávartengdri nýsköpun, sem lofar góðu. Nýsköpun einkennir þetta samfélag eins og sést á fjölda ný- sköpunarfyrirtækja sem hér hafa sprottið upp, ekki síst í sjávartengdum greinum, svo sem Kerecis, Víur og lýs- isframleiðandinn Dropi. Þá má nefna mjólkurbúið Örnu í Bolungarvík. Þetta nám gefur fólki tækifæri til að þróa nýsköpunarhugmyndir í aka- demísku umhverfi og við vonum að það verði innspýting á því sviði.“ Íslenska á Núpi Ingi Björn fluttist vestur á Ísafjörð ár- ið 2007 og hefur búið og starfað þar nánast óslitið síðan. Hjá Háskólasetri Vestfjarða sinnir hann margvíslegum verkefnum. Hefur meðal annars um- sjón með íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga; svo sem erlenda stúdenta sem koma í skiptinám en vilja í upp- hafi læra eitthvað í íslensku og komast þannig inn í samfélagið. „Gangurinn í þessu er sá að í ágúst höfum við verið með þriggja vikna stúdentanámskeið á Núpi í Dýrafirði en einnig námskeið á Ísafirði fyrir fólk sem er einfaldlega áhugasamt um að kynnast landinu og tungumálinu. Á Ísafirði hafa einnig verið í boði vik- unámskeið og tveggja vikna námskeið fyrir lengra komna,“ segir Ingi Björn um námskeiðin sem eru á há- skólastigi. Af öðrum toga eru svo al- menn námskeið í íslensku fyrir útlend- inga sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður en milli starfsfólks hennar og Háskólaseturs Vestfjarða er ágætt samstarf enda eru viðfangsefnin lík. Báðar þessar stofnanir eru í svo- nefndu Vestrahúsi við Suðurgötuna á Ísafirði og margvísleg þekking- arstarfsemi önnur. „Síðustu vetur hafa ríflega 100 manns á hverjum vetri verið skráðir í fjarnám við hina ýmsu háskóla en sótt þjónustu til okkar. Margir taka aðeins prófin hjá okkur en aðrir eru daglegir gestir og nýta vinnuaðstöðu og sækja tíma í háskólasetrið,“ segir Ingi Björn. sbs@mbl.is Nýsköpun einkennir samfélagið Alþjóðlegt umhverfi. Háskóli í Vestrahúsinu. Skilja sjálfbærni strandanna. Íslenska fyrir útlendinga. Margir búsettir fyrir vestan eru nú í fjarnámi. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Ljósmynd/Ingi Björn Guðnason Heimsókn Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun fara víða um Vestfirði til þess að kynna sér aðstæður og staðhætti. Þessi mynd var tekin í Vigurferð. Skólamaður Tækifæri til að þróa nýsköpunarhugmyndir í akademísku umhverfi, segir Ingi Björn Guðnason á Ísafirði. isafjordur.is Ísafjarðarbær Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður 450 8000 | postur@isafjordur.is VELKOMIN ÁÞJÓÐVEGNR. 2VESTURÁFIRÐI Leiðin er greið til Ísafjarðar, 450 kílómetrar frá Reykjavík og allt malbikað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.