Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 14
List Frá afhjúpun minnismerkis sjómanna sem er framan við gamla sjúkrahúsið. Í safni Morgunblaðsins er að finna mikinn fjölda ljósmynda frá Ísafirði. Breytan er líka einföld; að fréttirnar eru þar sem fólkið heldur sig. Ísa- fjörður hefur jafnan verið þrótt- mikið samfélag, með drifmiklu at- vinnulífi, menningarstarfi, framkvæmdum og öðru sem máli skiptir. Slíkt verður jafnan frásagn- arvert enda hafa blaðamenn og fréttaritarar Morgunblaðsins jafnan fylgst vel með og greint frá á síðum blaðsins. Hér birtast nokkrar mynd- ir; merkar heimildir um samfélagið vestra. sbs@mbl.is Ísafjörður í gömlum Moggamyndum Höfn Sú var tíð að Ísafjörður var einn mesti útgerð- arbær landsins og hvert pláss við bryggju skipað. Fréttirnar eru þar sem fólkið heldur sig. Heimildir um samfélagið vestra. Flóð Gerð Vestfjarðaganga fyrir rúmum 20 árum raskaðist þegar bormenn lentu á vatnsæð í miðju fjallinu svo út streymdi stórfljót. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 J óna Símonía Bjarnadóttir forstöðumaður Safnahúss- ins á Ísafirði fer á laug- ardagsmorgun fyrir sögu- göngu um Eyrina; það er gömlu byggðina á eyrinni við Skutulsfjörð. Segja má að það svæði skiptist í þrennt; það er Hæsta-, Mið- og Neðstakaupstað en á þessum slóðum eru áberandi hús sem eru byggð á 19. öldinni og þeirri 20. öndverðri. Í leiðangri þessum, hvar lagt verður upp frá svokölluðu Edinborgarhúsi við Hafnarstræti kl. 10, verða göt- urnar þræddar ein af annarri og greint frá ýmsum merkisstöðum og byggingum. Búðirnar allar á eyrinni „Við munum að mestu halda okkur við Mið- og Hæstakaupstað. Fara um Silfurtogið og að Austurvelli. Fara svo um litlu göturnar sem liggja milli Hafnarstrætis og Fjarðarstrætis; það er Pólgötu, Mjallargötu, Mánagötu, Hrann- argötu og Sólgötu svo ég nefni nokkra staði á þessum slóðum. Þarna eru margar fallegar og svip- sterkar byggingar, svo sem Hæstakaupstaðarbúðin og Fak- torshúsið sem eru við Austurvöll,“ segir Jóna Símonía. Hún er Ísfirð- ingur í húð og hár, er gagnkunnug sögu bæjarins og því stundum kölluð til leiðsagnar um þessar slóðir. Árið 1786 var gefin út tilskipun frá Danakonungi um afnám einok- unarverslunar á Íslandi – og í krafti þess voru stofnaðir 6 kaup- staðir á Íslandi. Þar með komst sjálfstæð verslun á Ísafirði á legg sem ásamt útgerð þilskipa lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Verslanirnar í bænum voru allar á eyrinni og svo fór árið 1866 þegar nokkuð á þriðja hundrað manns bjuggu orðið þar að óskað var eftir því að stofna sjálfstæðan kaupstað á Skutulsfjarðareyri eins og gekk eftir. Framhaldið af því varð löng saga sem ekki verður rakin hér. „Ísafjörður varð mjög fljótt, að minnsta kosti á íslenska vísu, öfl- ugur þéttbýlisstaður og vel skipu- lagður. Þegar kom svo fram að aldamótunum 1900 fór staðurinn mjög að vaxa og fjöldi húsa í bæn- um, meðal annars á þeim slóðum sem við förum um, var reistur,“ segir Jóna sem endar tveggja klukkustunda gönguferð sína á svonefndu Eyrartúni, sem Gamla sjúkrahúsið stendur við. Það er nú Safnahús Ísafjarðar sem hýsir ýmsa góða menningarstarfsemi sem leiðsögumaðurinn er í forsvari fyrir. Arkitektinn vildi háborg „Gamla sjúkrahúsið var tekið í notkun árið 1925 og þjónaði okkur Vestfirðingum fram undir 1990. Á sínum tíma var þetta einn best út- búni spítali landsins og vel að öllu staðið,“ segir Jóna sem getur þess að sjúkrahúsið hafi verið hluti af skipulagi Guðjóns Samúelssonar arkitekts sem vildi reisa háborg á Eyrinni á Ísafirði. Átti sjúkrahúsið samkvæmt því að fylgja kirkju, skóla, ráðhúsi og íbúðarhúsum. Fyrirætlanir þessar urðu þó ekki að veruleika. „Húsin í bænum og fólkið sem í þeim bjó eiga öll sína sögu. Gjarn- an eru timburhús hér í elsta hluta bæjarins. Sum voru raunar byggð annars staðar og svo flutt hingað á Ísafjörð. Það gerir frásagirnar auðvitað áhugaverðari og af nægu er að taka.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Túngata Húsið nr. 3 og hér var æskuheimili Ólafs Ragnars Grímssonar, fráfarandi forseta Íslands. Prýði Hæstakaupstaðarbúðin við Austurvöll er hús sem vekur jafnan eftirtekt. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Söguslóð Við munum að mestu halda okkur við Mið- og Hæstakaupstað, segir Jóna Símonía Bjarnadóttir Öflugur þétt- býlisstaður og vel skipulagður Söguganga um Ísafjörð. Um Silfurtorg að Austurvelli. Öll húsin eiga sína merku sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.