Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 Lystiskipin aldrei verið fleiri Um 80 þúsund farþegar af skemmtiferðaskipum koma til Ísafjarðar í ár. Munar um í hagkerfinu. Mörg skip frá South- ampton í Englandi Siglufjörður, Djúpivogur og Akranes á næsta ári. Markaðsstarfið skilar sér „Þegar ég tók við starfi hafn- arstjóra fyrir fjórtán árum var markaðsstarf vegna skemmti- skipanna hafið fyrir nokkru. Því hefur svo verið fylgt eftir og út- koman er góð,“ segir Guð- mundur. Skipin sem koma í sum- ar eru mjög misjöfn að stærð; hin minnstu taka um 200 farþega en í hinu stærsta, MSC Splen- dida, sem kemur tvívegis í sum- ar, eru farþegarnir 4.363. „Það munar svo sannarlega um skipakomurnar hér fyrir vestan. Það telur sannarlega fyrir hag- kerfið - það er verslun og þjón- ustu hér í bænum – þegar tugir þúsunda ferðamanna koma í bæ- inn yfir sumarið. Sumir farþeg- anna fara með bátum inn í Vigur og að Hesteyri, en miklu fleiri halda sig hér í bænum yfir dag- inn enda margt að sjá,“ segir Guðmundur. Hann nefnir enn fremur að algengast sé að skemmtiferðaskipin komi inn til Ísafjarðar snemma morguns og séu þar, annaðhvort bundin við bryggju eða við festar úti á Sundunum, fram til kvölds. Leggi þá aftur í haf, þá gjarnan norður fyrir land eða í átt til Grænlands. Annars koma skemmti- ferðaskipin mörg frá Southamp- ton í Englandi eða frá Kíl eða Hamborg í Þýskalandi. Einnig koma skip frá Noregi, svo sem Norðurslóðaskipið Fram frá Tromsö sem verður í september á Þingeyri, fyrst lystiskipa sem þangað koma. Sjávarútvegur er víðtækt hugtak „Skemmtiferðaskipin og komur þeirra eru orðinn póstur sem svo sannarlega munar um í rekstri hafnarsjóðs,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Hann segir að þjónusta við fiskiskip sé og verði sannarlega alltaf þungamiðjan í starfsemi Ísafjarðarhafna, hvað- an gerðir eru út þrír skuttogarar auk fjölda minni báta. „Þjónusta við fiskiskipaflotann hefur verið okkar aðalhutverk. Í dag má svo segja að sjávar- útvegur sé orðið mun víðtækara hugtak en áður og skemmti- ferðaskipin má alveg telja þar með,“ segir hafnarstjórinn að síðustu. sbs@mbl.is Æ tla má að allt að 80 þúsund farþegar af skemmtiferðaskip- um komi til Ísa- fjarðar á þessu sumri. Fyrsta skipið í ár kom 30. apríl og það síðasta verður á ferðinni 20. september. „Tímabil- ið er að lengjast í báða enda. Áð- ur var algengt að fyrsta skipið kæmi kannski viku af júní og það síðasta um miðjan ágúst. Með öflugu markaðsstarfi okkar hefur okkur tekist að lengja þessa ver- tíð og svo er líka veigamikil skýring að skemmtiferðaskip- unum sem fara um Norður- Atlantshafið er að fjölga og Ís- land er í tísku,“ segir Guð- mundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Aldrei hafa jafnmörg skemmti- ferðaskip komið í hafnir vestra og einmitt í ár. Þau verða alls 80 og koma 78 af þeim til Ísfjarðar. Þá verða tvær skipakomur til Þingeyrar. Ræður þar til að við- komustöðum skipa þessara er að fjölga og nýjar hafnir að detta inn, svo sem Patreksfjörður, Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lúxus AidaLuna kemur reglulega til Ísafjarðar. Alls tekur skipið um 2.500 farþega og er eitt af þeim stærri sem kemur til hafnar vestra á þessu ári. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Hafnarstjórinn „Það munar svo sannarlega um skipa- komurnar,“ segir Guð- mundur M. Kristjánsson. Í baksýn er Pollurinn og við rennileg og skínandi falleg skúta liggur við festar. Það munar svo sannarlega um skipakomurnar hér fyr- ir vestan. Það telur sann- arlega fyrir hagkerfið. Þann 20. ágúst næstkomandi mun Ísafjarðarbær verða gestasveitarfélag Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Ísafjarðarbær á 150 ára afmæli á árinu, sem sveitarfélag með lýðræðislega kjörna bæjarstjórn, og okkur er mjög í mun að sýna okkar bestu hliðar á tímamótunum. Við munum hafa til afnota jarðhæð ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina og verða með opið frá klukkan 13:00-18:00 laugardaginn 20. ágúst. Við leitum því til íbúa úr Ísafjarðarbæ,núverandiogbrottfluttra,aðgefakostásérmeðsýningum,kynningum, tónlistaratriðum eða hverju öðru sem þeir telja geta verið áhugavert og viðeigandi undir merkjum íbúa Ísafjarðarbæjar á Menningarnótt. Verður megin áherslan lögð á listafólk og atvinnulíf, en allar hugmyndir eru vel þegnar. Ísafjarðarbær biður áhugasama að hafa samband við Magneu Garðarsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (magnea@atvest.is), en hún mun halda utan um nöfnáhugasamraogframsettarhugmyndirþeirra.Endilega látið fylgjastutta lýsingu á verkefni og hvað þarf til að láta það verða að veruleika. Í ráðhúsinu verður kostur á sviði og hljóðkerfi og starfsfólk Höfuðborgarstofu mun verða okkur innan handar með uppsetningu verkefna. ÍSAFJARÐARBÆR ÁMENNINGARNÓTT isafjordur.is Ísafjarðarbær Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður 450 8000 | postur@isafjordur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.