Morgunblaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.2016, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Hugsar vel um blómin Mikilvægt er að hirða vel um gróðurinn í Reykjavík því að sumarið hefur verið tiltölulega þurrt. Í júlí var úrkoman í borginni um 77% af meðallagi áranna 1961 til 1990. Ófeigur Fyrrum var ábyrgð kjölfesta trausts og mannorðið fólgið í að standa við skuldbind- ingar sínar. Í viðskipta- lífinu ætti það að skipta máli. En krafan um auk- ið frelsi, samkeppni og mestan hagnað hefur borið hæst á þeim vett- vangi síðustu árin. Frelsið er dýrmætt fyr- ir þjóðlífið. Er þá allt leyfilegt á kostn- að ábyrgðar og trausts? Skipta rétt- látar leikreglur engu máli lengur? Það er einfalt að stofna fyrirtæki með kennitölu. Síðustu ár hefur við- skiptalífið einkennst af slíkum gjörn- ingum. Einfaldur rekstur er flæktur saman af aragrúa kennitalna um eign- arhaldið svo reiknimeistara þarf til að greina rauneigendur. Er það gert til þess forðast ábyrgð á skuldbindingum sínum? Sömuleiðis viðgengst að fyr- irtæki með afar lítið eigið fé telst eig- andi rekstrar, jafnvel stóriðju. Þetta sjáum við t.d. hjá fyrirtækjum sem biðja nú stjórnsýsluna um leyfi til að setja á stofn og helga sér stór og ókeypis umráðasvæði í íslenskum fjörðum fyrir risalaxeldi með millj- arðaveltu og tifandi tímasprengju fyr- ir lífríkið, en að baki stendur tæpast meira en bláköld kennitalan og fáein- ar krónur, en fyrirheit um erlent fjár- magn til fjárfestinga. Er hér að hefj- ast nýtt kvótabrask, þar sem ókeypis leyfin um aðgang að sjó og landi til laxeldisiðjunnar ganga svo í við- skiptum á útlenskum fjármálamörk- uðum fyrir skjótfenginn gróða? Þá tíðkast í viðskiptalífinu í nafni frelsis gegndarlaust kennitöluflakk, þar sem eigendur fyrirtækja færa gjaldþrotinn rekstur yfir á nýja kenni- tölu, skilja skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni og halda svo áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist með bros á vör og láta aðra borga skuldir sínar. Þessi spilling virðist vera orðin gjaldgeng venja í viðskipta- lífinu, og fólk lætur sér fátt um finn- ast. Ég þekki til fjölskyldna sem setið hafa eftir með kröfur í slíkum snúningum og stórskaðast fjárhags- lega. Grundvöllur viðskipta er traust. Þess vegna vekur athygli að heið- arlegt forystufólk í við- skiptalífinu skuli una svona kennitöluflakki sem hlýtur að raska samkeppnisstöðu og vega að heilbrigðum við- skiptaháttum. Í raun er þetta meira en spilling, langtum fremur hreinn þjófnaður, þegar vísvitandi ásetningur er að baki. Víða í nágrannalöndum okkar hefur þessi spilling verið upprætt með strangri löggjöf. En íslenskir stjórn- málamenn láta sér fátt um finnast og virðast hvorki hafa þrek né dug til þess að grípa til lagasetningar sem getur spornað við slíkri spillingu. Á endanum er það almenningur sem borgar í hærra vöru- og þjón- ustuverði, vöxtum og gjöldum. Svo eru einstaklingar sem sitja eftir með kröfur og geta ekki velt þeim yfir á neinn, en verða að borga óverðskuldað fyrir aðra vegna þess að þeim er annt um ábyrgð sína og mannorð. Er kennitöluflakkið hluti af frelsinu sem elskar áhættu? Viljum við fórna ábyrgðinni fyrir það? Er mannorðið nú fólgið í að láta hendur standa fram úr ermum, svífast einskis og láta til- ganginn um skjótfenginn gróða helga meðalið, allt í skjóli frelsis, þó skilin sé eftir sviðin jörð og aðrir borgi og líði fyrir sukkið, þegar upp er staðið? Eftir Gunnlaug Stefánsson » Þess vegna vekur at- hygli að heiðarlegt forystufólk í viðskipta- lífinu skuli una svona kennitöluflakki sem hlýtur að raska sam- keppnisstöðu. Gunnlaugur Stefánsson Höfundur er sóknarprestur í Heydalakirkju. Frelsi um spillingu Öldungaráð Suð- urnesja hefur nú í haust starfað í tvö ár. Ráðið er skipað fulltrúum Félags eldri borgara á Suð- urnesjum og bæj- arstjórnir á Suð- urnesjum kjósa hvert um sig tvo í ráðið og einn til vara. Samtals eru 33 í ráðinu sem kjósa sér sjö manna stjórn. Hlutverk ráðsins er að vera ráð- gefandi um framtíðarskipulag öldr- unarþjónustu, uppbyggingu hjúkr- unarheimila, þjónustu- og öryggisíbúða á Suðurnesjum. Ráð- ið vinni að samþættingu á þjónustu og áhersla er lögð á að efla and- lega og líkamlega líðan eldri borg- ara m.a. með skilvirkri læknisþjón- ustu, heimahjúkrun, félagslegri heimþjónustu, dagvistun, iðju og sjúkraþjálfun sem hvetur til lík- amsræktar og lífsleikni. Ekkert er ákveðið í heilbrigðismálum á Suð- urnesjum án umfjöllunar öldung- aráðs. Stjórn öldungaráðs hefur á síð- asta ári fundað með stjórnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá hefur hún átt fund með stjórn Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja og átti mjög góð- an fund með alþingismönnum á Suðurnesjum 6. maí síðastliðinn. Heilbrigðismál hafa verið til um- fjöllunar á fundunum og helstu áherslur hafa verið: 1. Skortur á hjúkrunarrúmum. Biðin eftir hjúkrunarrýmum er lengst hér á Suðurnesjum, eða 138 dagar, og á biðlista nú eru 33 sjúkir eldri borgarar. 2. Unnið verði að samþættingu á heimahjúkrun, heimilisþjón- usta og fé- lagslegri þjón- ustu. Hér þarf samvinnu Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og bæjarfélaganna á Suðurnesjum, sem ynnu saman og gerðu með sér starfssamning. 3. Málefni sjúkra- hússins og vöntun á læknum. Það hefur lengi ver- ið mikill skortur á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og horfir nú til vandræða. Reiknað er með að sjúkum öldruðum fjölgi ört á næstu árum og eru núna á biðlista um fjörutíu sjúkir eldri borgarar. Þá hefur öldungaráðið vakið athygli á fundum sínum með sveitarstjórnum, þingmönnum og stjórn sjúkrahúss Suðurnesja að hér verði að gera ráð fyrir því að árið 2020 verði 100 eldri borgarar á biðlista ef ekkert verður gert til þess að fjölga hjúkrunarheimilum. Vond er staða sjúkra eldri borg- ara á landsvísu en biðin er lang- lengst á Suðunesjum eins og áður segir eða 138 dagar eftir aðhlynn- ingu á hjúkrunarheimilum. Sam- kvæmt áætlun frá heilbrigð- isráðherra er ekki gert ráð fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á Suð- urnesjum næstu fimm árin. Stjórn öldungaráðs Suðurnesja lagði fram eftirfarandi á fundi með alþingismönnum 6. maí: „Heilbrigðisráðherra gerir ekki ráð fyrir í tillögu sinni að byggt verði hjúkrunarheimili á Suð- urnesjum næstu fimm árin, þó að kannanir staðfesti að þörfin á Suð- urnesjum er mest á landinu. Sjúkir aldraðir bíða langlengst hér á Suð- urnesjum eftir umönnun á hjúkr- unarheimilum en áður hafa þeir notið þjónustu heimilishjálpar og heimahjúkrunar. Mikið liggur við að tekin verið ákvörðun um byggingu hjúkr- unarheimilis á Suðurnesjum sem fyrst. Eldri borgurum fjölgar ört hér á Suðurnesjum og til að mæta því er nauðsynlegt að bregðast nú þegar við og setja nýtt hjúkr- unarheimili á dagskrá hér á Suð- urnesjum. Stjórn öldungaráðs skorar á þingmenn sem búsettir eru á Suð- urnesjum að taka forystu í þessu máli. Með samstöðu þingmanna, sveitarstjórna og Félags eldri borgara er hægt að fá jákvæða niðurstöðu.“ Nú er það Suðurnesjamanna saman að fylgja eftir sjálfsagðri kröfu og standa saman um að ákveðið verði að reisa hjúkr- unarheimili svo að komist verði hjá því ástandi sem gæti skapast vegna þess að ekki er hægt að að- stoða sjúka aldraða þegar heima- hjúkrun dugar ekki og leita verður hjúkrunar á vistheimili fyrir aldr- aða. Einn liðurinn í því gæti verið íbúafundur um þessi mál en hljóm- grunnur er fyrir því að halda íbúa- fund á Suðurnesjum í september til þess að fylgja eftir kröfunni um nauðsyn þess að fjölga hjúkr- unarrýmum með byggingu hjúkr- unarheimilis. Eftir Eyjólf Eysteinsson »Halda á íbúafund á Suðurnesjum í sept- ember til þess að fylgja eftir kröfunni um nauð- syn þess að fjölga hjúkr- unarrýmum með bygg- ingu hjúkrunarheimilis. Eyjólfur Eysteinsson Höfundur er formaður stjórnar öld- ungaráðs Suðurnesja. Mesta þörfin fyrir hjúkrunar- heimili er á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.