Morgunblaðið - 08.08.2016, Side 22

Morgunblaðið - 08.08.2016, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Herbert Hriberschek Ágústsson fæddist í Mürzzuschlag í Austur-ríki en þriggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínumtil Graz og ólst þar upp. Sumarið 1945 var hann ráðinn sem fyrsti hornleikari við Fílharmóníuhljómsveitina í Graz og starfaði þar til ársins 1952. Sama ár var honum boðin staða sem fyrsti hornleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og þar starfaði Herbert til ársins 1994. Herbert hefur víða komið við í tónlistarlífi hér á landi. Hann hefur verið stjórnandi ýmissa kóra og unglingahljómsveitar. Hann hefur starfað sem tónskáld og hafa fjölmörg verka hans verið flutt opin- berlega af Sinfóníuhljómsveit Íslands og smærri verk af ýmsum kammermúsíkhópum. Lengst af kenndi Herbert við Tónlistarskólann í Keflavík og var hann skólastjóri skólans árin 1978-85. Hann var einnig kennari við Nýja tón- listarskólann í Reykjavík. Árið 1976 var Herbert veitt heiðursorðan „Das goldene Ehren- zeichen“ frá austurríska ríkinu fyrir störf í þágu tónlistarmála á erlend- um vettvangi. „Ég er í augnablikinu að venjast tilverunni heima,“ segir Herbert sem er búinn að vera lengi á spítala. Hjónin ætla ekki að halda neina veislu eins og er, það bíður betri tíma. Ég hef átt mjög góðan tíma hérna á Íslandi,“ segir Herbert að- spurður. „Ég kom hingað 1952 og ætlaði að vera í eitt ár, en þau eru orðin nokkur síðan þá. Það var alltaf nóg að gera hjá mér í tónlistinni, hef ekki undan neinu að kvarta og allt hefur gengið upp.“ Eiginkona Herberts er Elísabet Guðjohnsen, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri við Raunvísindastofnun Háskólans. Börn þeirra eru Sverrir og Hildur María og barnabörnin eru 6 talsins. Alltaf haft nóg að gera í tónlistinni Herbert H. Ágústsson er níræður í dag Hjónin Elísabet Guðjohnsen og Herbert H. Ágústsson. S igtryggur Gíslason, oftast kallaður Bóbó, fæddist á Seyðisfirði 8. ágúst 1956. Hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla á Seyðis- firði en tók gagnfræðapróf frá Hér- aðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði 1973. Hann var í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1978-1980 og tók meira fiskimannaprófið. Missti fjóra fingur Sigtryggur byrjaði snemma að vinna við síld við lok síldaráranna á Seyðisfirði og síðan við fiskverkun. „Árið 1971 var mitt fyrsta sumar á sjó, 14 ára. Í september það ár slas- aðist ég illa, þá nýorðinn 15 ára. Þá missti ég fjóra putta á vinstri hendi, en löngunin til að vera á sjó var svo sterk að ég lét þetta ekki aftra mér. Hélt þumalnum og hluta af vísifingri og var því enn með grip og gat áfram gert að fiskinum.“ Sigtryggur vann við netagerð á Seyðisfirði í fjögur ár en fór þá aftur á sjó á Gullbergi NS. Hann fluttist á Sauðárkrók 1983 og var sjómaður hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Árið 1987 var hann ráðinn til Samherja á Akureyri sem stýrimaður á Oddeyr- ina, var síðan á ýmsum skipum Sam- Sigtryggur Gíslason skipstjóri – 60 ára Hjónin Sigtryggur og Anna Guðríður á Hellismannaleið árið 2013, en þau gengu 80 kílómetra á fjórum dögum. Ekkert annað kom til greina en sjómennskan Fjórir ættliðir Móðir Sigtryggs, Guðborg Björk, Sigtryggur, elsta barnið Telma og elsta barnabarnið, María Sól, við fermingu þeirrar síðastnefndu. Friðjón Ingi, Jósep Dagur, Kolbrún Emma, Kjartan Tumi og Ester Ugla héldu tombólu við Samkaup í Grundarfirði og gáfu Rauða krossinum á Íslandi 3.635 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MERITENE ER ENDURBÆTT ÚTGÁFA AF BUILD-UP DRYKKNUM OG NÝTIST VEL Í TENGSLUM VIÐ: • Þyngdartap • Minnkaða matarlyst • Uppbyggingu eftir veikindi • Þreytu og þrekleysi vegna næringarskorts Fæst í apótekum, Hagkaupum og fleiri verslunum. PRÓTEINRÍKUR NÆRINGARDRYKKUR INNIHELDUR VÍTAMÍNOG STEINEFNI 19 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.