Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 ✝ Friðrik Emils-son fæddist 28. júlí 1927 í Hátúni í Þórarinsstað- areyrum við Seyð- isfjörð. Hann lést á Landakoti 24. júlí 2016. Friðrik var son- ur hjónanna Guð- nýjar Helgu Guð- mundsdóttur, f. 6. ágúst 1896, d. 16. júní 1974, og Emils Theodórs Guðjónssonar, f. 10. maí 1896, d. 11. janúar 1976. Þeim Guðnýju og Emil varð tólf barna auðið en þau voru Valgerður, Guðjón, Jórunn, Ás- dís, Vilhjálmur, Guðmundur, Valgeir, Gísli, Emil, Friðrik, Guðrún og Ásgeir, og var Frið- rik þriðji yngstur. Þau eru nú öll látin. Þá lifa hann þrjú uppeldis- systkini, þau Hreinn Pétursson, búsettur á Reyðarfirði, Jónína Rún Pétursdóttir, búsett í Grindavík, og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, búsett í Keflavík. 2. apríl 1957, börn þeirra eru Arna Þórey, Friðrik og Drop- laug, barnabörn þeirra eru sex. 4) Anna, f. 29. júlí 1965, maki Hannes Vilhjálmsson, f. 25. júlí 1965, börn þeirra eru Vilhjálm- ur Alex og Sigrún Sól, dætur Hannesar af fyrra hjónabandi eru Hind og Hekla, barnabörn þeirra eru fimm. Friðrik fór ungur að vinna fyrir sér, einungis átta ára var hann farinn að vinna við beitn- ingu á Seyðisfirði þar sem hann bjó til 18 ára aldurs, Friðrik flutti síðan suður og bjó um tíma í Keflavík og vann þar við beitningar, var á Hvalfjarðar- síldinni og til sjós um tíma áður en hann settist alfarið að í Reykjavík. Friðrik var rennismiður að mennt og lauk hann sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1952 og meistaraprófi 1960. Friðrik vann lengst af starfs- ævinni í vélsmiðjunni Héðni, eða 37 ár, við járnsmíðar, en lauk starfsævinni hjá Vatns- veitu Reykjavíkur. Útför Friðriks verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 11. ágúst 2016, og hefst athöfn- in klukkan 13. Hinn 23. júlí 1949 kvæntist Frið- rik eiginkonu sinni, Sigrúnu Hermanns- dóttur, f. 1. nóv- ember 1928, frá Hvarfi í Bárðardal, dóttur hjónanna Hermanns Guðna- sonar og Fanneyjar Jónsdóttur. Sigrún lést 30. maí 2015. Börn þeirra Frið- riks og Sigrúnar eru: 1) Hermann, f. 19. september 1949, maki Helga Adólfsdóttir, f. 15. ágúst 1948, börn þeirra eru Hörður Ingi og Lilja Björk, barnabörn þeirra eru tvö. 2) Óskar, f. 2. febrúar 1953, maki Hrefna Finnbogadóttir, f. 18. júní 1942, dætur Óskars af fyrra hjónabandi eru Valgerður og Guðný Lára, dætur Hrefnu af fyrra hjónabandi eru Mar- grét Vera, Berglind og Sigríð- ur, barnabörn þeirra eru 13 og þrjú barnabarnabörn. 3) Fanney, f. 2. júlí 1960, maki Benedikt Þór Jónsson, f. Minn yndislegi og besti pabbi í heimi er látinn. Margar fallegar minningar á ég um hann sem skot- ið hafa upp kollinum undanfarna daga. Hann var alltaf til staðar og leysti úr öllum málum með nær- gætni og hlýju, studdi mig hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Undanfarið ár hefur verið erfitt fyrir pabba eftir að hann missti mömmu 30. maí 2015. Það var eins og allur lífsvilji slokknaði og þá áttaði ég mig á því hversu heitt hann elskaði og saknaði hennar. Einnig fékk það mikið á hann að missa systur sínar, þær Rúnu og Völlu, með stuttu millibili í apríl. Sá ég þá hvernig hann smám sam- an féll saman. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið nærri honum nú síð- asta ár eftir að hann flutti í þjón- ustuíbúðir að Norðurbrún 1 í des- ember sl. sem er minn starfsstaður. Þann stað þekkti hann út og inn, því eftir að starfsævi hans lauk stundaði hann tréútskurð af miklum móð í félagsstarfi um tíma í góðra vina hópi. Við áttum oft yndislegar stund- ir saman þar og það var eins og við kynntumst upp á nýtt. Hann sagði mér margar skemmtilegar sögur af þeim mömmu og prakkara- strikum systkinanna frá Hátúni sem ég mun aldrei gleyma, mikið var oft gaman hjá okkur og mikið hlegið. Pabbi missti aldrei góða ljúfa húmorinn nú síðasta einn og hálfa mánuðinn sem hann dvaldi á spít- ala og nú síðast í endurhæfingu á Landakoti, hann fylgdist vel með fótboltanum og handboltanum. Hann fékk aldrei nóg af að segja mér frá því hvað hann væri stolt- ur, ríkur og montinn af öllu sínu fólki. Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir fimmtudaginn 21. júlí sl. sem þú tókst með æðruleysi þar sem þú vissir að komið var að endalok- unum og þú á leið í ferðalagið sem þú hafðir verið að bíða eftir, til að hitta englana þína eins og þú kall- aðir alla þá sem voru farnir og þá sérstaklega einn engil, engilinn hana mömmu. Þar baðst þú mig að raka þig og gera þig fínan því ekki gætir þú hitt mömmu svona útlítandi. Þú náðir að kveðja flesta meira að segja í síma, hinum baðst þú kærlega að heilsa. Elsku pabbi, takk fyrir allt, nú veit ég að ykkur mömmu líður vel saman og ég bið að heilsa öllum hinum englunum. Starfsfólk Norðurbrúnar og á Landakoti (L-4) fær bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Þín dóttir, Fanney. Elsku yndislegi pabbi minn og besti vinur. Mikið á ég eftir að sakna þín, drekka kaffi og borða ristað brauð á morgnana og þú að segja mér sögur, og spyrja um hvernig fjölskylda og vinir hafi það. Þú hefur alltaf staðið við bakið á mér, hvernig sem ég hagaði mér. Þolinmæðin sem þú hafðir var endalaus, þegar við krakkarnir snerum þér í kringum okkur. Öllum þótti þú svo skemmtileg- ur, góður og varst alltaf í góðu skapi. Ég man vel eftir því þegar krakkarnir í hverfinu komu og báðu mig um að leika, þá spurðu þau alltaf eftir því hvort þú værir heima, ef þú varst ekki heima sögðu þau, við komum bara seinna. Þú heillaðir alla í kringum þig, alveg sama á hvaða aldri fólkið var. Þú varst einstakur pabbi og vinur. En núna ert þú kominn til mömmu og ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Ég elska ykkur endalaust og þið verðið alltaf í hjarta mínu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Ástarkveðja, þín dóttir, Anna. Betri tengdaföður en Friðrik Emilsson hefði ég ekki getað eign- ast. Ég komst að því strax þegar við kynntumst og hef bara styrkst í þeirri skoðun síðan. Ég held ég þurfi ekkert að fara út í það í smá- atriðum af hverju, allir sem þér kynntust vita eflaust hvað ég á við, þeir kynntust manngæsku þinni sem var einstök, alltaf jákvæður og á léttu nótunum og aldrei neitt vesen. Einu sérstöku tók ég strax eftir hjá þér, það var hvað þú þekktir marga. Alveg sama hvert við fór- um með þér, alls staðar þekktir þú fólk og tókst það tali. Þú varst mikill vinur vina þinna og ættingja og allir höfðu gaman af að taka þig tali. Ein minning er þó alveg sér- stök í þessu sambandi. Fyrir rúmu ári varð mér í minningar- grein um Sigrúnu tíðrætt um allar ferðirnar okkar norður og austur og hvað þær gáfu okkur mikið. Á fallegum sunnudagsmorgni á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum fórum við Fanney með þér í gönguferð um bæinn. Þið Fanney genguð saman en ég gekk í hum- átt á eftir til að taka myndir af þér að skoða gamla bæinn þinn. Við vorum ekki komin langt þegar þú hittir gamlan vin eða ættingja og tókst hann tali, síðan annan og annan, ég held þú hafir þekkt nán- ast alla sem við mættum. Og ekki nóg með það, fólk kom út úr hús- um þegar það sá þig koma gang- andi til að heilsa upp á þig og enn aðrir kölluðu út um eldhúsglugga og drógu þig inn í kaffi. Það voru örugglega liðin meira en 70 ár síð- an þú fluttist frá Seyðisfirði en all- ir virtust muna eftir þér, enda varstu alla tíð duglegur við að rækta kynni við vini og ættingja þar. Það var ekki laust við að mér fyndist ég vera að ganga um með frægum manni, þvílíkar voru við- tökurnar alls staðar. Þó þessi gönguferð hafi eflaust verið með þeim styttri sem ég hef farið held ég að hún sé sú minnisstæðasta. Að kynnast þér og eiga með þér samleið í næstum 40 ár gaf mér mikið. Þú varst maður sem aldrei gleymist. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Friðrik. Benedikt Jónsson. Elsku besti afi minn, þá er kominn tími til að kveðja. Ég á svo margar góðar minningar sem gott er að ylja sér við þegar söknuður- inn er mikill, við vorum svo góðir vinir. Þú varst svo yndislegur maður, alltaf svo góður og hjálp- samur. Það hafa margir sagt við mig að þú hafir verið afalegasti maður í heimi og það er svo rétt, það var eitthvað við þig sem gerði þig svo afalegan, líklega var það góð- mennskan og hvíta hárið. Ég var svo heppin að fá að eyða miklum tíma með þér og ömmu. Ég var alltaf velkomin til ykkar sem barn, hvort sem var í heimsókn eða til að fá að gista. Þegar ég var ung- lingur var ég svo heppin að fá að vinna með þér á sumrin hjá Vatns- veitunni, það var skemmtilegur tími. Fjölskyldan mín hefur líka verið heppin að fá að kynnast þér, þér þótti svo vænt um Óskar Bjarna og börnin okkar fjögur. Þú hafðir mikinn áhuga á því hvernig gekk hjá Óskari í þjálfuninni og hringdir oft í hann á leikdegi til að segja honum að þeir ættu nú að vinna þennan leik. Einnig fylgdist þú stoltur með strákunum okkur í boltanum. Börnin gátu líka alltaf treyst á að fá eitthvað gott hjá þér þegar þau komu í heimsókn, hvort sem það var knús, Ballerínukex eða að róa selabát. Núna ertu kominn til ömmu, sem þú ert búinn að sakna svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir síð- ustu vikur, þar sem við eyddum miklum tíma saman á spítalanum, það var alltaf svo gott að vera hjá þér, enda nærvera þín svo góð. Það var ákaflega táknrænt að ég fékk að vera hjá þér og halda í höndina þína þegar þú tókst síð- ustu andartökin, því þú varst búin að halda í höndina mína í svo mörg ár. Elsku afi, njóttu þess að vera með ömmu og gera eitthvað skemmtilegt, ég veit þú passar upp á okkur öll. Takk fyrir allt, elsku afi, þú varst sá allra besti. Þín afastelpa, Arna. Elsku fallegi og yndislegi afi minn. Þú veist ekki hversu mikið ég hef alltaf elskað þig. Þú varst besti vinur minn til lokadaga þinna og verður þú áfram besti vinur minn til loka- daga minna. Þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu og í minningum um þig mun stafa birtu af brosi þínu á daga mína eins og hefur alltaf gert. Þú varst einn besti og stórkost- legasti maður sem uppi hefur ver- ið og mun ég alltaf hugsa til þín. Þú ert uppáhalds manneskjan mín og ég sakna þín svo óendanlega mikið. Ég vildi að ég gæti fengið eitt knús, einn koss frá þér einu sinni enn, afa knús voru þau bestu. Þú ert besti vinur minn. Ég elska þig, afi. Ástarkveðja frá sólskininu þínu, Sigrún Sól. Ég horfi til baka yfir allan þann tíma sem við áttum saman og allt sem þú kenndir mér í gegnum tíð- ina, sem mun lifa með mér þar til ég hitti þig aftur eftir mörg mörg ár. Ég mun aldrei gleyma þeim ferðalögum sem ég átti með þér og ömmu um landið. Ferðirnar okkar á Seyðisfjörð og á Egils- staði til Villa, bróður þíns, voru toppurinn á barnæsku minni. All- ar þær sögur og fróðleikinn sem þú sagðir mér í þessum ferðum man ég enn þann dag í dag þótt ég hafi verið smá gutti á þessum tíma. Þegar ég fór að eldast þá fór ég að skilja meira og meira, svo margt sem þú hafðir verið að segja og kenna mér í gamla daga, sem ég skildi ekki endilega þegar ég var peyi. Þetta eru hlutir sem enginn veit nema við tveir. Mikið var alltaf gaman hjá okk- ur heima í Skipó þar sem ég var svo mikið hjá ykkur ömmu. Stúss- ast í gróðurhúsinu og í garðinum með ykkur, skoða pennana sem þú áttir í þúsundatali. Minnstu hluti gast þú gert svo spennandi og gerðir mína barnæsku svo skemmtilega. Þú varst svo glaður og hress og alltaf svo gaman í kringum þig og þú kunnir svo sannarlega að meta lífið. Þú varst alltaf svo montinn af barnabörnunum þínum og því sem þú áttir. Þú varst ríkur maður af ástvinum og vinum, það var allt sem þú þarfnaðist í lífinu og það skein í gegnum þig ástin og kær- leikurinn og skilaði sér til mín og annarra sem voru í kringum þig. Eftir að ég flutti til Eyja fækk- aði heimsóknum hjá mér en sím- tölin urðu fleiri fyrir vikið en alltaf var númer eitt hjá mér að kíkja í kaffi til þín í Skipó og síðar upp á Norðurbrú. En aldrei mun ég gleyma þegar mamma og pabbi komu með þig til Eyja að skoða nýja húsið mitt, hvað þú varst ánægður með mig, hvað ég væri búinn að koma mér vel fyrir og hugsaði vel um mína fjölskyldu og sagðist vera svo stoltur af mér, þetta lýsir þér best af öllu og svona mun ég muna eftir þér. Ég hef alltaf verið svo stoltur að bera sama nafn og minn besti vinur og stærsta fyrirmynd í líf- inu. Ég er svo þakklátur að hafa náð að vera með þér síðustu daga þína og fá að vera hjá þér og þínum nánustu og finna friðinn sem var alltaf í kringum þig. En elsku afi, núna ertu farinn frá mér og mikið rosalega sakna ég þín, elsku kallinn minn, en hitti þig síðar, miklu síðar. En núna ertu kominn til ömmu, stóru ástarinnar þinnar og ert ef- laust kominn í kökur og kræsing- ar hjá henni enda mikill sælkeri og kunnir að meta góðan mat og sætindi. Börn Guðs sem gestir koma Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Bubbi Morthens) Friðrik Benediktsson. Elsku afi, það er ótrúlega skrýtið að þú sért farinn frá okkur og söknuðurinn er mikill, en á sama tíma vitum við að þú ert loksins kominn til ömmu sem þú saknaðir svo sárt. Þú varst mikil félagsvera og alltaf svo skemmtilegt að vera í kringum þig, alltaf brosandi, syngjandi og dansandi, það geisl- aði af þér lífsgleðin alveg til síð- asta dags. Okkur þótti alltaf svo notalegt og gefandi að vera í kringum þig og sóttumst í það að fá að heimsækja þig sem allra oft- ast. Þú varst alltaf með allt á hreinu, vissir alveg hvað á daga okkar dreif og þess á milli sagð- irðu okkur sögur af því sem þú brallaðir í gegnum tíðina. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og fjölskyldan var þitt stolt og prýði. Við áttum svo ótrúlega fallegt og eftirminnilegt samtal þegar þú varst kominn inn á spítala og ég sat hjá þér dágóða stund einn dag- inn þegar Friðrik var erlendis að vinna. Ég kom í rólegheitum til þín þar sem gleðilegt andlit beið, alveg til í smá spjall um daginn og veginn. Þú talaðir um hversu ánægður þú værir með hvernig líf- ið hefði verið, konuna sem þú gift- ist og öll börnin sem þið eignuð- ust, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Það var svo mikil hugarró yfir þér og þú sagð- ist ekki sjá eftir neinu, sagðir lífið hafa verið yndislegt í alla staði. Það fékk mig til að sjá fegurðina á þessum erfiðu tímum þar sem þú varst ekki með sem besta heilsu, það að sjá að þú varst farinn að líta til baka og hugsa um lífið. Það var ómetanlega góð tilfinning að sjá hversu ánægður þú varst, þú varst að hugsa um það sem færði þér gleði í hjarta sem var fjölskyldan, og gast heldur betur litið til baka og verið viss um að þú ræktaðir hana alla tíð vel. Við erum svo ótrúlega heppin að fá að passa upp á Skipasundið ykkar og við lofum að passa það vel, en þú mátt endilega skila þökkum til hennar ömmu frá okk- ur fyrir alla hjálpina með rækt- unina í gróðurhúsinu þar sem paprikur, tómatar, maís, melónur, jarðarber og fleira er að vaxa og gengur vonum framar, en eins og við ræddum um daginn þá hlýtur hún að vera með puttana í þessu með okkur. Takk fyrir allt, takk fyrir að hafa verið hjartahlýr og góður maður og góð fyrirmynd. Þú færð okkur til að muna að brosa framan í lífið, taka jafnvel smá dansspor og meta allt það góða sem maður hefur í kringum sig, síðast en ekki síst ástina. Þín, Droplaug og Friðrik. Elskulegi frændi minn, Friðrik Emilsson, Frissi, hefur kvatt þessa jarðvist sáttur, síðastur tólf systkina. Ég trúi því að hann sé stór, englaherskarinn sem tekur á móti honum með ástina í lífi hans, hana Sigrúnu, í öndvegi. Það er orðin staðreynd að í minni móðurfjölskyldu er mín kynslóð nú elst. Frissi var með fal- lega sál og kærleiksríkt hjarta og gaf ótakmarkaða ást öllum sem á vegi hans urðu. Honum þótti afar vænt um fjölskylduna sína og ást- in sem hann bar til Sigrúnar sinn- ar var einstaklega falleg. Þau voru sálufélagar alla leið. Söknuður hans var mikill þegar hún lést fyrir rúmu ári. Í hvert sinn sem ég kom til hans sýndi hann mér myndina af henni og sagði að hans síðasta verk fyrir nóttina væri að kyssa myndina og segja „kannski kem ég til þín í nótt“. Í apríl sl. létust tvær systur hans, elsta systirin í systkina- hópnum og litla systirin, sem var móðir mín. Þau voru mjög náin, töluðu mikið saman og ég vissi alltaf hver var í símanum þegar mamma sagði „já ég held líka að ég hljóti að fara að drepast,“ svo hlógu þau á línunni. Svo lengi sem ég man eftir mér var góð og afar falleg vinátta milli mömmu og pabba og Sigrúnar og Frissa. Vinátta og kærleikur er reyndar það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um systkinahópinn allan og maka þeirra. Einstaklega gott skap, æðru- leysi, umburðarlyndi og tak- markalaus ást einkenndi móður- fólkið mitt allt sem eitt. Amma Guðný og afi Emil voru fyrir- myndirnar. Ég er svo heppin að hafa notið þess að kynnast þeim öllum og ég er stolt yfir því að vera hluti af „Hátúns“-fjölskyldunni. Ég vil taka þau mér til fyrirmyndar, þannig lifa þau áfram með mér. Takk elsku, fallegi, frændi minn fyrir allan þann kærleik sem þú gafst lífinu í kringum þig. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Hjördís. Friðrik Emilsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, takk fyrir allt Ballerínu- kexið, kossana, knúsin og alla umhyggjuna. Við erum heppin að hafa fengið að eiga þig sem langafa. Að lokum er lítil vísa sem þú söngst með okkur öllum og við fengum að róa með þér í ruggustólnum. Við skulum róa á selabát fyrst við erum fjórir. Það er bæði þú og ég, stýrimaður og stjóri. Takk elsku langafi, við sendum risa knús til lang- ömmu. Þín langafabörn, Arnór Snær, Benedikt Gunnar, Katla Margrét og Laufey Helga. Samfylgd þín var leið- arljós í störfum dags og nætur. Hafðu fyrir þökk og hrós, segir sá sem grætur. Börnin þín nú kveðja þig Jónína Vigfúsdóttir ✝ Jónína Vigfús-dóttir (Jóna) fæddist 2. janúar árið 1951. Hún lést 19. júní 2016. Útför hennar fór fram 30. júní 2016. með sáran sting í hjarta en eiga hjá þér hvert um sig góða minning bjarta. (Páll Stefánsson.) Drottins ljúfa líkn- arhönd þig leiði áfram veginn fram á bjarta sólar- strönd þar hittumst við hinu- meginn. (Höf. ók.) Páll V. Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.