Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016
Árin segja sitt1979-2016
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú lætur í minni pokann til að bæta
upp eitthvað sem gerðist í seinustu viku.
Auðvitað gleður það þig ekki, en reyndu fyrst
og fremst að komast að ástæðunni fyrir því
að það var gert.
20. apríl - 20. maí
Naut Augu þín sjá alla fegurð og allan ljót-
leika heimsins. Vertu opinn fyrir því sem má
betur fara, lítil breyting getur haft mikil áhrif.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt fá það sem þú vilt. Láttu
slag standa því þú hefur alla burði til þess að
taka stór og erfið verkefni að þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur úr mörgu að velja í við-
skiptum og þarft að vera vel vakandi svo ekk-
ert fari úrskeiðis. Gættu þess bara að það er
misjafn sauður í mörgu fé.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vegur ástar og rómantíkur er grýttur í
dag. En maður getur verið latur án þess að
vera iðjulaus. Hugsjónir hans toga hann jafn-
vel að tilteknum kennara.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Morgunninn er kannski eilítið óreiðu-
kenndur, en þá er mikilvægt að muna að láta
ekki smáatriði slá sig út af laginu. Miðlið því
sem þið getið til ungu kynslóðarinnar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft virkilega á einveru að halda svo
að þú getir fullkomnað ætlunarverk þitt.
Horfðu fyrst og fremst fram á veginn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Kannski virðist fyndið að vera
kaldhæðinn og meinyrtur, en það hjálpar
manni ekki að ná þeim árangri sem maður
sækist eftir. Gefðu þér tíma til að skoða sam-
skipti þín við þína nánustu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vertu á varðbergi gegn orkusug-
um og hlauptu í burtu ef einhver þeirra verð-
ur á vegi þínum. Sársauki í fortíðinni er yf-
irstaðinn, en enn þarf að vinna úr gömlum
minningum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Af einhverjum ástæðum ertu stað-
ráðin/n í að fá þínu framgengt í vinnunni og á
heimilinu í dag. Vertu ekki feimin/n.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér eldri og reyndari manneskja
ræður þér heilt í dag. Mundu bara að hóf er
best á hverjum hlut. Gættu þess að skrifa
ekki undir neitt sem gæti komið í bakið á þér
seinna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þessi dagur er kjörinn til þess að taka
ákvarðanir er snerta fjármál eða viðskipti.
Spurðu beinna og umbúðalausra spurninga
og þú færð öll svörin sem þú þarfnast.
Ídag eru 150 ár liðin frá fæðinguHöllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli.
Hún var ástsæl skáldkona í lifanda
lífi. Vinátta var milli hennar og Sig-
valda Kaldalóns, sem samdi lög við
mörg af ljóðum hennar, sem slógu í
gegn. Má þar nefna „Svanurinn
minn syngur“ og „Endurminningu“:
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi,
Þessa kveðju sendi Halla Sig-
valda:
Þú sem æ af heilum hug
hindrar sundrung alla,
lyftu hverri list á flug!
Lát þar enga falla.
Halla fæddist á Múla við Gilsfjörð.
Foreldrar hennar áttu 14 börn, en
upp komust tvær dætur og sjö synir.
Eldri dóttirin, Sigrún, ólst upp hjá
afa sínum og ömmu í Tröllatungu,
en Halla var elst þeirra er heima
voru. Þegar hún stálpaðist var henni
ætlað að fara á fjaðrafjöru, sem var
innifalið í því að fara með sjónum
um fjörur og tína fjaðrir þær, er
álftirnar reyttu af sér og var um að
gera að taka þær áður en þær
skemmdust eða óhreinkuðust. Þær
voru verslunarvara til 1914. Og á
vorin var Halla látin vaka yfir
túninu eins og þá var siður. Hún
byrjaði snemma að yrkja, lék eftir
tilburðum fullorðna fólksins og þótt-
ist vera prestur og messaði. Hún
grét yfir því að fá ekki að læra.
Þessa skemmtilegu vísu orti hún
innan við tvítugt:
Ef fyrir mig viljið þið velja
þann vin, er ég gæfi mín heit,
þá ættuð þið ekki að dvelja
svo einhliða í þessari sveit.
Halla var sjálfstæð kona og stolt.
Botninn á síðari vísunni er óvæntur
og lýsandi!
Afturför er mesta mein,
mig vill tíðum hryggja;
Ég vil standa alveg ein,
engan stuðning þiggja.
Örlög heimta ætíð sitt.
Enginn væntir griða.
Ellin notar andlit mitt
eins og pappírsmiða.
Halla var mikið náttúrubarn. Hér
yrkir hún til sólargeislans:
Þú ert glaðvær, geisli minn,
gerir skugga bjarta.
Kom þú hér sem oftast inn
og í hvers manns hjarta!
Og um vorið segir hún:
Alltaf lifnar andi minn,
enda fjölga sporin,
þegar græni gróðurinn
gægist upp á vorin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Minnst Höllu á Laugabóli
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
…að skipuleggja
stærsta dag
ævinnar saman
HJÁLP! DETT
HVAR ER
ODDI?
VEIDIGGI.
HANN SAGÐI EITT-
HVAÐ UM TERMÍTA
OG FÓR SVO.
ÞESSI MAÐUR
HÆTTIR EKKI AÐ
MÓÐGA MIG.
GEFÐU
HONUM ROMM.
ÞÁ HÆTTIR
HANN KANNSKI.
ÞAÐ VAR
RÉTT…
BJÖRG-
ÚLFUR
ÞETTA
VIRKAÐI.
FERDINAND
„ÞÚ ÆTTIR KANNSKI VIÐ FÆRRI VANDAMÁL
AÐ STRÍÐA EF ÞÚ VÆRIR EKKI ALLTAF
AÐ LEITA ÞAU UPPI.“
„SEX SINNUM SEX ERU 54! ER ÞÉR EKKERT
KENNT Í ÞESSUM SKÓLA.“
Með árunum hefur Víkverji fengiðvaxandi áhuga á þjóðlegum
einkennum. Honum finnst í raun
stórmerkilegt hvernig sumar þjóðir
geta haft svo ólíka siði og ólíkar
manngerðir þrátt fyrir að gena-
samsetningin sé keimlík ef ekki ná-
kvæmlega eins. Með áhuganum
fylgir virðing fyrir staðalímyndum.
Tilvist staðalímynda á fullan rétt á
sér, þær eru staðfesting á fjöl-
breytni mannkynsins. Víkverja
finnst gaman að pirra sig á Norð-
mönnum við Finna og Finnum við
Norðmenn. Hann gerir sér jafn-
framt grein fyrir því að Finnar og
Norðmenn pirri sig á Íslendingum.
x x x
Það er auðvelt að sjá karakter-einkenni annarra þjóða en erf-
iðara að greina sín eigin. Þá verður
að treysta á gestsaugað. Á síðari ár-
um hefur byggst upp þjóðarsjálfs-
myndin um hinn bjartsýna og hálf-
kærulausa Íslending. Víkverji hefur
unnið verkefnavinnu með útlend-
ingum og þá sáust skilin skýrlega.
Bjartsýnina og kæruleysið má bæði
flokka sem blessun og bölvun eftir
því hvernig horft er á málið. Vík-
verja þykir þó ógurlega vænt um
þessa eiginleika enda þarf maður að
læra að elska sjálfan sig.
x x x
Víkverja finnst merkilegt hvernigferðamenn bera söguna af ferð-
um sínum til Íslands. Yfirleitt tala
þeir um að Íslendingar séu mjög
hjálplegir, hér pirrist enginn þegar
hann sé spurður til vegar. Íslend-
ingar hafa nefnilega ekki alltaf haft
jafngott orð á sér fyrir gestrisni.
Víkverji minnist vitnisburðar úr ís-
lenskubók í Menntaskólanum í
Reykjavík frá enskum ferðalangi
sem kom til Íslands á 17. eða 18. öld.
Það var ekki fögur lesning. Eng-
lendingurinn sagði okkur vera níska
og skítuga þjóð sem „lyftir ekki litla
fingri án þess að krefjast einhvers í
staðinn“, Hann var heldur ekki hrif-
inn af kvenfólkinu, raunar alls ekki
hrifinn, en Víkverji hefur gleymt
lýsingarorðunum sem hann notaði
því til stuðnings. Pistill þessi er góð
áminning fyrir Víkverja að grafa
menntaskólabókina upp úr komp-
unni. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þjónið Drottni með gleði,
komið fyrir auglit hans með fagn-
aðarsöng. (Sálm. 100.2)