Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2016 Stjórn Viðreisnar leitar að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum verður skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Ef þú átt samleið með okkur og ert tilbúin(n) að leggja krafta þína og metnað í starfið, hafðu þá endilega samband við formann uppstillingarnefndar í þínu kjördæmi fyrir laugardaginn 20. ágúst: • Reykjavík (suður og norður) - Ásdís J. Rafnar: asdis@vidreisn.is • Suðvesturland - Vilmundur Jósefsson: vilmundur@vidreisn.is • Suðurland - Þórunn Benediktsdóttir: thorunn@vidreisn.is • Norðausturland - Valtýr Þór Hreiðarsson: valtyr@vidreisn.is • Norðvesturland - Gísli Halldór Halldórsson: gisli@vidreisn.is Jafnframt má hafa samband við Jórunni Frímannsdóttur, formann yfirkjörnefndar: jorunn@vidreisn.is Við leitum líka að fólki um allt land sem vill hjálpa til við að byggja upp öflugan flokk og taka þátt í komandi kosningabaráttu. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Viðreisnar að Ármúla 42 í Reykjavík í síma 415 3700 eða með því að senda tölvupóst á vidreisn@vidreisn.is. Ármúla 42 • 108 Reykjavík • sími 415 3700 • vidreisn@vidreisn.is www.vidreisn.is / Vidreisn Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Við fórum með bik í gámum til Grænlands, við fluttum eiginlega heila verksmiðju til Tasiilaq,“ segir Sigþór Sigurðsson hjá Malbikunar- stöðinni Hlaðbær-Colas. Þeir eru að sinna stóru verkefni á austurströnd Grænlands þar sem þeir eru að malbika í stærsta bæ aust- urstrandarinnar, Tasiilaq, sem er ekki langt frá hinu litla þorpi Kulusuk sem er þekktara sveitarfélag vegna þess að þar er flugvöllur þótt þar búi aðeins nokkur hundruð manns. Frá höfuðborg Grænlands, Nuuk, er svipuð vegalengd til Tasiilaq eins og frá Íslandi, þannig að íslenska til- boðið í malbikunina gekk upp. Um mjög afskekkta byggð er að ræða. Aðeins um 55 þúsund manns búa í þessu risastóra landi og lang- flestir þeirra búa á vesturströndinni, þar af tæp 18 þúsund í Nuuk. 3.000 tonn af malbiki „Verkefnið felst í því að framleiða og leggja út um 3.000 tonn af malbiki á götur bæjarins en í Tasiilaq búa um 2.000 manns,“ segir Sigþór. „Árið 2014 fór Hlaðbær-Colas í fyrsta sinn í sambærilegt verkefni en fyrir þann tíma voru eingöngu mal- arvegir og plön í bænum. Verkefnið núna er að bæta við mal- bikuðum götum meðal annars framhjá sjúkrahúsinu og skólanum í bænum og eftir sumarið ættu um 30.000 fermetrar af götum að vera malbikaðar eða um 4 kílómetrar. Verkefnið er flókið vegna þess að flytja þarf allan búnað og tæki héðan frá Íslandi ásamt því að flytja þarf bikið sem blanda þarf í malbikið í sér- stökum gámum sem hægt er að hita upp í 150°C. Samstarfsaðili Colas, Norðurbik á Akureyri, útvegar færanlega verk- smiðju sem flytja þarf með skipi til Tasiilaq og öll önnur tæki; malbikun- arvélar, valtarar, vörubílar, bik í gám- um og annað sem til þarf er flutt héð- an með Royal Arctic Line sem kemur sérstaka ferð til Íslands til að sækja allan búnaðinn. Steinefni í malbikið er svo flutt frá Nuuk með prömmum. Það er því mikið skipulag og undir- búningur sem liggur að baki svona verkefni. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki ekki nema hálfan mánuð eftir að það er komið af stað. Starfsmenn Hlað- bæjar – Colas fljúga til Kulusuk en þaðan er þyrluferð til Tasiilaq. Það kostar sitt.“ Íslendingunum fagnað á austurströnd Grænlands Hvernig hafa heimamenn tekið ykkur? „Þeir hafa tekið okkur fagnandi og óhætt að segja að allt samstarf geng- ur vel og mikil ánægja hjá íbúum að fá loksins malbikaðar götur.“ Eru fleiri svona verkefni framund- an hjá ykkur? „Við erum orðnir hluti af Colas- samsteypunni þannig að þetta er orð- ið alþjóðlegt fyrirtæki. En Hlaðbæj- arhlutinn sér um þetta svæði sem eru Færeyjar, Ísland og Grænland. Við erum núna að bjóða í verkefni í Fær- eyjum. Það verður ábyggilega fram- hald á þessu enda samningsaðilar ánægðir.“ Gleði Íslendingunum hefur verið vel tekið af bæjarbúum Tasiilaq, sérstaklega börnunum. Íslendingar malbika á Grænlandi í sumar  Flytja þarf bikið í gámum sem hægt er að hita upp í 150°C Sleiktir Starfsmenn íslensku malbikunarstöðvarinnar hafa verið vinsælir á meðal hundanna í Tasiilaq í Grænlandi eins og sést á þessari mynd. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Velferðarvaktin, nefnd á vegum velferðarráðuneytisins, hefur sent hvatningu til sveitarstjórna, fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga, skóla- nefnda/fræðslunefnda, skólaskrif- stofa og skólastjóra, um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa grunnskólabarna af eða halda henni í lágmarki. Velferð- arvaktinni er m.a. falið samkvæmt skipunarbréfi að „...huga að velferð og afkomu efnalítilla barnafjöl- skyldna, sérstaklega einstæðra for- eldra og barna þeirra og afla upp- lýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“ Sif Friðleifsdóttir, formaður Vel- ferðarvaktarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún væri bjartsýn á jákvæðar undirtektir sveitarfélaga í landinu við hvatn- ingu Velferðarvaktarinnar, en rekstur grunnskóla væri auðvitað á ábyrgð og forræði sveitarfélag- anna. „Við höfum átt mjög gott sam- starf við Samband íslenskra sveit- arfélaga um þetta mál. Samkvæmt þeirra könnun, sem sambandið kynnti okkur í vor, kom á daginn að mestur kostnaður getur lagst á grunnskólabarn í 8. bekk, en það er alls ekki yfir línuna. Þar sem hann er mestur, er hann 22.300 krónur. Þetta eru það háar tölur, að það var tilefni fyrir okkur að senda sterka hvatningu til sveitarstjórna og þeirra sem eru í grunnskóla- samfélaginu,“ sagði Sif. Sif sagði að hún hefði fengið ágæt viðbrögð frá skólum og skóla- samfélaginu við hvatningu Velferð- arvaktarinnar. Ráða vel við kostnaðinn „Ég tel að sveitarfélögin í land- inu ráði vel við að greiða þennan kostnað alfarið, vegna þess, að sam- kvæmt úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga, þá er heildarkostn- aður vegna námsgagna grunnskóla- barna áætlaður 300 til 350 milljónir króna,“ sagði Sif. Logi Már Einarsson er formaður skólanefndar Akureyrarbæjar. „Við munum skoða þessi tilmæli Velferðarvaktarinnar mjög ræki- lega og taka þau alvarlega. Þetta hefur aðeins verið rætt í skóla- nefndinni hjá okkur og við áttum okkur alveg á því að það getur falist í þessu ákveðið réttlæti og það gæti líka komið í veg fyrir óæskilegan meting á milli barna, ef við sjáum alfarið um ritföngin handa þeim. Við munum því taka mjög vel í þetta, en hvort við náum þessu fyrir haustið, er óvíst,“ sagði Logi Már í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram kemur í bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til skóla- nefnda að sambandið hafi brugðist við erindum frá Barnaheillum, Heimili og skóla og velferðarvakt- inni með því að kanna hver kostn- aður foreldra væri vegna ritfanga- kaupa. Komið hafi í ljós að skólar geri mjög mismunandi kröfur um hvaða gögn nemendum ber að koma með í skólann. Sé þar um að ræða upphæðir allt frá 400-22.300 krónur. Kostnaður sé því mjög mis- munandi milli sveitarfélaga og jafn- vel milli skóla í sama sveitarfélagi. „Velferðarvaktinni er kunnugt um að ákveðin sveitarfélög, t.d. Ísa- fjarðarbær og Borgarfjörður eystra, útvegi nemendum ritföng þeim að kostnaðarlausu og að Sandgerðisbær tekur einnig upp slíkt fyrirkomulag á skólaárinu sem hefst nú bráðlega... Velferðarvaktin telur að kostn- aðarþátttaka foreldra, vegna rit- fanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna, upp á tugi þús- unda króna, samrýmist hvorki anda Barnasáttmálans né grunnskólalag- anna,“ segir m.a. í hvatningarbréfi Velferðarvaktarinnar. Kostnaðarþátt- taka verði aflögð  Kostnaður vegna ritfangakaupa barna getur hlaupið á tugum þúsunda Morgunblaðið/Styrmir Kári Kostnaður Það kostar sitt að kaupa ritföng fyrir grunnskólabörnin. Sif Friðleifsdóttir Logi Már Einarsson „Þetta mun eflaust hrista upp í mínu stuðningsmannaliði og hef ég þegar fengið sterk viðbrögð, einkum frá konum og yngri kjósendum, úti um allt kjördæmi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi. Vísar hún í máli sínu til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóri, hefur tilkynnt að hann sækist, líkt og Ragnheiður Elín, eftir oddvitasæti í kjördæminu. Segir hún framboð Páls vera einkum til marks um hve mikið líf er í Suðurkjördæmi. „Þetta mun vekja athygli á próf- kjörinu okkar og gera það meira spennandi. Ég hef verið oddviti í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. En á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu,“ segir Ragnheiður Elín. Margir vilja vera ofarlega Páll tilkynnti um framboð sitt í gær og sagðist þá stefna á 1. sæti listans. „Ef sjálfstæðismenn í kjör- dæminu ætla mér hins vegar eitt- hvert annað sæti á listanum, þá er ég fús til þess að taka því. En ég býð mig fram í fyrsta sætið,“ segir hann. Fleiri hafa lýst yfir framboði í efstu sæti kjördæmisins. Þannig sækist Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, eftir 1.-2. sæti listans og Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, eftir einhverju efstu sætanna í prófkjörinu sem fram fer 10. september næstkomandi. khj@mbl.is Tekist á um oddvitasætið  Ragnheiður El- ín og Páll vilja bæði leiða listann Páll Magnússon Ragnheiður Elín Árnadóttir Ásmundur Friðriksson Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.