Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Nánari upplýsingar í síma 585-5860 og einnig er fyrirspurnum svarað á nhms@hafnarfjordur.is Innritun á heimasíðu skólans www.nhms.is Námskeið á haustönn 2016 Hefjast frá 14. september! • ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL Icelandic as a second language • TÓNLIST Gítarnámskeið fyrir börn Þjóðlagagítar Rafgítar Rafbassi Hljómborð fyrir börn og fullorðna Harmonikka Trommur og slagverk • FJARNÁM Í SAMSTARFI VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI • DAGFORELDRANÁMSKEIÐ • TUNGUMÁL Enska Danska Franska Ítalska Kínverska Norska Spænska Sænska Þýska A llt frá því að Kaffitár hóf innreið sína á íslenskan markað með sælkerakaffi fyrir meira en 20 árum – í örlítilli aðstöðu á jarðhæð Kringlunnar – hefur Sonja Grant verið í framlínu kaffibyltingarinnar. Árið 2008 stofnaði hún Kaffismiðjuna við Kárastíg (sem hún seldi síðar og heitir í dag Reykjavík Roasters) og hin seinni ár hefur hún verið á nánast stanslausum þeytingi heimshorna á milli við kennslu og námskeiðahald ýmiss konar. Nú hillir undir að við Ís- lendingar fáum að hafa hana hér á landi og bæði kaffibarþjónar og kaffi- sælkerar munu njóta góðs af því þar eð hún er með námskeið fyrir báða hópa í burðarliðnum. Það er þarft og gott að kenna almenningi að njóta kaffisopans til fulls en nauðsynlegt að taka upp almenna löggildingu fyrir kaffibarþjóna, segir Sonja. Nám- skeiðahaldið er liður í því og hefst það síðar í haust í húsnæði á Fiski- slóð, vestur á gamla hafnarsvæðinu. Lengi má við lærdóm bæta Það kemur fljótlega í ljós að meira nám og dýpri þekking er á bak við starf kaffibarþjóns en margan kynni að gruna, eins og Sonja útskýrir þeg- ar spurt er hvort fyrirhuguð nám- skeið eru hugsuð fyrir þá sem eru til- tölulega nýir í starfi eða þá sem búa að mikilli reynslu og vilja einfaldlega tryggja sér löggildinguna. „Í kaffibarþjónanáminu eru þrjú stig,“ útskýrir Sonja. „Fyrsta stigið er þannig að þú getur komið að því al- veg glænýr í starfi. Þar er farið yfir grunnatriði eins og kaffiræktun, hvernig á að laga espressó, hvernig maður freyðir mjólk, og svo eru skrif- leg og verkleg próf. Þetta tekur alls um einn dag. Næsta stig, sem er heppilegt að taka eftir að hafa unnið á kaffihúsi í nokkra mánuði, er heldur flóknara og tekur um tvo daga. Þá þarf að sýna fram á dýpri þekkingu á kaffi, ræktun þess, bragði og öllu sem að því snýr, ásamt því að geta búið til flóknari drykki og kokkteila. Al- mennt er talað um að það sé best að hafa unnið upp undir eitt ár á kaffi- húsi þegar annað stig er tekið,“ bætir Sonja við. „Þriðja stigið er kallað „Profess- ional“ og er þriggja daga löggild- ingarnámskeið. Þá erum við að taka sundur vélar og setja þær saman aft- ur, búa til kaffiblöndur og fleira í þeim dúr. Að þessu stigi loknu ætt- irðu að geta keppt meðal kaffibar- þjóna og það er miðað við að þú eigir keppni að baki þegar þú ferð í 3.stigs prófið. Þú þarfnast reynslu í því að koma fram fyrir þessa löggildingu.“ Mikilvægi löggildingarinnar Sonja segir löggildinguna mik- ilvæga fyrir fagmennsku í stéttinni en það er ekki eina ástæðan. „Þetta er hugsað sem svo að í framtíðinni muni löggildingin tengjast launum kaffibarþjóna, eins og gengur í öðr- um fagstéttum. Í kaffinu erum við ekki með neitt stéttarfélag eins og stendur og eini skólinn er þessi nám- skeið á vegum Speciality Coffee- samtakanna alþjóðlegu sem ég til- heyri, en þau hafa þróað nám- skeiðakerfið og hin mismunandi stig innan þess. Þetta er ekki enn tengt neinu launakerfi en hins vegar hef- urðu plöggin með löggildingunni í höndunum þegar þú sækir um vinnu og getur þannig sannað að þú hafið farið gegnum umrædd stig og á flest- um stöðum er það farið að skila að- eins hærri launum. Það að hafa lokið þessum námskeiðum er metið til launa og þú ferð á hærri taxta með löggildinguna í fórum þínum.“ Áhugasamir skyldu leggja nafn Sonju á minnið; hún er sú eina sem hefur tilskilin leyfi hér á landi til að útskrifa löggilta kaffibarþjóna. Alls eru fimm greinar sem hægt er að skóla sig í, hver með þrjú stig eins og áðurnefnt kaffibarþjónanám. Þær eru uppáhelling (e. Brewing Dip- loma), smökkun (Sensory Diploma), val og innkaup á hrávöru (Green Cof- fee Diploma) og loks brennsla (Roasting Diploma). „Að loknum öll- um þremur stigunum í öllum þessum fimm greinum á að vera hægt að reka kaffifyrirtæki. Maður er kominn á æðsta stigið enda tekur þetta mörg ár og jafnast á við háskólanám.“ Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að Sonja hefur sjálf lokið þriðja stigi í greinunum fimm. Um- rædd stig gefa alþjóðlegar löggild- ingar frá SCAE (Speciality Coffee Association of Europe) og Sonja er eini Íslendingurinn sem hefur öðast réttindi sem löggildur SCAE löggild- ari. Svona löguðu þarf að halda til haga. Skemmtilegustu námskeiðin Eins og margir muna eflaust héldu Sonja og félagar námskeið í kaffi- smökkun fyrir almenning þegar Kaffismiðjan var og hét. Ekki er laust við eftirvæntingu í rödd blaða- manns þegar hann spyr hvort ekki standi til að bjóða upp á slík nám- skeið á nýja staðnum. Svarið gleður óneitanlega. „Jú, algerlega. Þetta voru vinsæl- ustu námskeiðin og þau sem mér fannst einna skemmtilegast að halda utan um því þarna hitti ég alls konar fólk enda námskeiðið ekki nema um tveir tímar og kostaði ekki mikið að taka þátt. Þarna leitaðist ég við að gera fólk forvitið um kaffi og vonaði að næst þegar það færi á kaffihús að loknu námskeiðinu hefði það svolítið skýrari mynd af því hvernig kaffi það er að leita að, og kynni að koma í orð hvernig kaffi því finnst best. Er ávaxtatónn í kaffinu eða kannski hnetukeimur? Ef svo er, hvers konar hnetukeimur er af kaffinu? Mig lang- aði að kynna þetta fyrir hinum al- menna neytanda því að þessi heimur er svo skemmtilegur.“ Sonja tekur sem dæmi að flest get- um við lýst mat nokkuð nákvæmlega, eins og þegar við útskýrum hvers vegna „lambalærið hennar mömmu“ er svo ótrúlega ljúffengt, svo dæmi sé tekið. Þá getum við sagt sem svo að það sé vegna þess að það er marinerað í timjan og hvítlauk, eða af því að lár- viðarlauf er sett með í ofnpottinn eða hvað sem vera skal. „Svona eigum við að geta lýst því hvers vegna okkur finnst þetta eða hitt kaffið svona gott. Með smá fræðslu og æfingu er það ekki flókn- ara en annar matur og drykkur.“ Kaffihús rekið af súpergrúppu Hin nýja rekstrareining sem Sonja er um það bil að setja á laggirnar nefnist Kaffibrugghúsið og verður kaffibrennsla, kaffihús og kaffi- kennsla. Kaffibrennslan og kaffi- kennslan hefjast núna í haust og stefnt er á að kaffihúsið – fullbúið með eldhúsi – opni vorið 2017. Stóra fréttin er sú að félagi Sonju í þessum rekstri er Njáll Björgvinsson, fyrrum Íslandsmeistari og reynslubolti með- al kaffibarþjóna hérlendis. Þetta er óneitanlega áhugavert að heyra fyrir kaffisælkera hérlendis því í Sonju og Njáli kemur saman gríðarmikil reynsla á þessu sviði, ekki ólíkt því að tvær stjörnur úr heimi tónlistarinnar komi saman og stofni hljómsveit. „Kaffihúsið okkar verður að mörgu leyti nýstárlegt og ekki síst fyrir þá staðreynd að þar verður allt opið. Viðskiptavinurinn stendur við hlið kaffibarþjónsins í stað þess að standa andspænis honum meðan kaffidrykk- urinn er lagaður. Þetta verður ögr- andi fyrir okkur sem störfum þarna en skemmtilegt um leið. Við erum bú- in að ganga svo langt í að gera betra kaffi, búin að ganga langt í að nota betri vélar, og nú er komið að því að taka þjónustuna alla leið. Það verður ekkert að fela, en auðvitað þarf mað- ur að vera ferlega klár til að standa undir þessu.“ Það kemur í ljós á vori komanda hvort Sonja, Njáll og félagar standa ekki undir væntingunum. Eitthvað – líklega fengin reynsla – segir undir- rituðum að allar áhyggjur af því séu óþarfar og rúmlega það. jonagnar@mbl.is Lært að laga og drekka kaffi Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem standa Sonju Grant á sporði þegar kemur að þekkingu og reynslu á kaffi og lögun þess til að fá sem best bragð og ilm. Sonja ætlar að halda námskeið fyrir kaffibarþjóna í vetur ásamt kaffismakknámskeiðum fyrir áhugafólk. Svo er tíðinda að vænta eftir áramótin þegar Sonja opnar nýtt kaffihús ásamt einum af reyndari og þekktari kaffibarþjónum landsins. Morgunblaðið/Eggert Námskeið „Það er þarft og gott að kenna almenningi að njóta kaffisop- ans til fulls en nauð- synlegt að taka upp almenna löggild- ingu fyrir kaffibar- þjóna, segir Sonja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.