Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 18

Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Metnaðarfullt nám - fjölbreytt fagsvið Nýtt á haustönn - 8 vikna nám, þrjár leiðir í boði Haustönn 2016 hefst 22. ágúst. Opið fyrir umsóknir á heimasíðu skólans www.hushall.is M argir útskrifaðir nem- endur hafa farið út í meira dansnám og fjöldi fyrrverandi nemenda vinnur við ólík, krefjandi verkefni á sviði danslistarinnar innan og utan land- steinanna,“ segir Guðbjörg Astrid Skúladóttir, skólastjóri og stofnandi Klassíska listdansskólans sem nú er að hefja sitt 23. starfsár. Sjálf nam Guðbjörg listdans í Þjóðleikhússkólanum, og síðar í Ósló og London, og starfaði í fjölda ára sem atvinnudansari bæði við Óperuna í Gautaborg og Frankfurt. „Markmið Klassíska listdansskól- ans hefur frá upphafi verið að bjóða nemendum upp á ballettnám í hæsta gæðaflokki, með áherslum sem endurspeglast í slagorði skól- ans: Metnaður, þjálfun, hvatning, vellíðan, árangur. Skólinn starfar í Álfabakka í Mjóddinni, en einnig á Grensásvegi í 600 fermetra hús- næði með bestu aðstöðu. Æf- ingasalirnir eru þrír, þar af einn tæplega 300 fermetra salur með að- stöðu fyrir minni danssýningar og aðra listræna viðburði.“ Jákvæð hvatning Aðspurð segir Guðbjörg skóla- árið fara vel af stað. „Við erum með frábæra kennara, íslenska og er- lenda, sem kenna bæði klassískan ballett og nútímadans. Lögð er áhersla á þjálfun nemenda í hinum hefðbundna, sígilda listdansi en jafnframt erum við vakandi fyrir því að kynna aðra dansstíla og áhugaverða þróun á sviði dansins. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda í minni námshópum er stór þáttur í starfi Klassíska list- dansskólans. Hann er heilsárs skóli sem skiptist í tvær annir, haust- og vorönn, og mikil breidd er í nem- endahópnum; þeir yngstu eru þriggja ára og þeir elstu á fram- haldsbraut rétt yfir tvítugu.“ Forskóli, fyrir nemendur á aldr- inum þriggja til níu ára, veitir mik- ilvægan grunn fyrir frekara dans- nám, að sögn Guðbjargar. „Þar er nemendum kynntur klassískur ball- ett; þeir læra að bera virðingu fyrir listinni, beita líkama sínum á réttan hátt og byggja upp dansorðaforða. Mikið er lagt upp úr því að kennslan sé persónuleg og að kenn- arinn geti sinnt hverjum nemanda af kostgæfni. Þess vegna er fjöldi nemenda í hverjum hópi takmark- aður. Í lok hverrar annar er haldin nemendasýning sem allir nemendur skólans taka þátt í og það er yndis- leg upplifun fyrir unga og upprenn- andi dansara að stíga á svið, fullir af gleði og stolti eftir miklar æfing- ar.“ Vandaðar sýningar Að forskóla loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. „Stigin eru sjö og nemendur á aldrinum 9 til 15 ára,“ útskýrir Guðbjörg. „Ástundun nemenda eykst í samræmi við stig- in og þeim eru kynntar fleiri náms- greinar, svo sem karakterdansar, þjóðdansar og spuni. Við 10 ára aldurinn byrja nemendur að nota táskó og kynnast Cunningham- og Graham-tækni. Áherslur kennara eru ávallt þær sömu, að veita einstaklingnum þjálfun og faglega leiðsögn við hæfi. Markmiðið er að skapa um- hverfi og hæfilega áskorun fyrir nemendur til að njóta danslist- arinnar og þroska hæfileika sína. Mikil vinna liggur að baki nem- endasýningunum í lok annar, en þar sýna nemendur dansa úr þekktum dansverkum.“ Klassíski listdansskólinn býður loks upp á þriggja ára dansnám á menntaskólastigi, sem býr nem- endur undir frekara dansnám og atvinnumennsku, og er valið um klassíska eða nútímalistdansbraut. Guðbjörg bendir á að gert sé ráð fyrir að nemendur hafi náð 15 til 16 ára aldri til að komast inn á list- dansbraut en undantekningar séu gerðar ef nemandi búi yfir miklum hæfileikum og góðri tæknikunn- áttu. „Nemendur geta valið braut- ina í samráði við þann framhalds- skóla sem þeir stunda nám við og fengið 51 einingu metna eftir þriggja til þriggja og hálfs árs nám. Grunnfög eins og íslenska, stærðfræði, enska, danska og önnur bókleg fög eru stunduð við viðeig- andi framhaldsskóla. Að loknu námi við klassíska eða nútímalistdans- braut hafa nemendur öðlast góðan grunn sem fleytir þeim áfram til frekara náms á sviði danslista. Nemendum eru allir vegir færir og þeir geta meðal annars valið um að verða klassískir listdansarar, nú- tímadansarar, danshöfundar, dans- kennarar, dansgagnrýnendur, dans- fræðingar eða dansmeðferðar- fulltrúar.“ Erlendir gestakennarar Guðbjörg er spurð út í kennara við skólann, hvort í hópnum séu jafnvel fyrrverandi nemendur. „All- ir kennarar okkar, bæði íslenskir og erlendir gestakennarar, búa yfir mikilli þekkingu og reynslu og þeirra á meðal eru einmitt fyrrver- andi nemendur. Ég hef fylgt mörg- um nemendum mínum út í frekara nám, bæði við Boston Ballet School og Central Pennsylvania Youth Ballet School, en sá síðarnefndi er mikilsvirtur skóli og stofnandi hans, Marcia Dale Weary, þekkt nafn í dansheiminum. Upp úr því hafa sprottið margir góðir kennarar, sem hafa kennt hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Guðrún Svava Kristinsdóttir var til dæmis í fyrsta útskriftarárgang- inum í nútímalistdansi og er nú einn af aðalkennurum framhalds- brautar. Guðrún Svava er menntað- ur Graham-dansari og -kennari. Hún útskrifaðist frá Martha Graham-skólanum í New York af dans- og kennarabraut og það gef- ur henni leyfi til að kenna Graham- tækni hvar sem er í heiminum. Af öðrum fyrrverandi nemendum sem hafa gert dansinn að lífsstarfi má nefna Auði Ragnarsdóttur, sem var einnig í fyrsta útskriftar- árgangi nútímalistdansbrautar. Þaðan hélt hún til Kanada og lauk BFA-gráðu í samtímadansi og danssmíðum frá Concordia Háskóla í Montréal. Meðfram BFA-náminu vann hún ýmis sjálfstæð dansverk- efni í samstarfi við aðra upprenn- andi dansara. Auður er að ljúka meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og fjallar meistaraverkefni hennar um sam- band dans og heilsu.“ www.ballet.is beggo@mbl.is Ung og upprennandi Í Klassíska listdansskólanum eru yngstu nemendurnir þriggja ára og þeir elstu um tvítugt og að loknu grunn- námi stendur þeim til boða dansnám á menntaskólastigi, sem býr hæfileikaríka og metnaðarfulla nemendur undir frekara nám og atvinnumennsku á sviði danslista. ©2016 Christopher Lund Klassískt Bjartey Elín Hauksdóttir og Camilo Aldazabal á nemendasýningu Klassíska listdansskólans. ©2016 Christopher Lund Gosi Vorsýning nemenda yngri deildar skólans. ’Við 10 ára aldurinnbyrja nemendur aðnota táskó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.