Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Þ að eru nú þegar nokkur námskeið komin inn á heimasíðu Ostaskólans og fleiri bætast við þegar líður á haustið,“ segir Eirný þeg- ar hún er innt eftir fyrirhuguðu nám- skeiðahaldi Ostaskólans í vetur. „Það eru ný námskeið þar á meðal en málið er engu að síður það, að grunn- námskeiðið okkar, 101 – fyrsta nám- skeiðið af þeim öllum – það er ennþá það vinsælt að við höldum því inni í námsskránni. Margir sem hafa ein- hvern tímann setið námskeiðið koma aftur. Það er töluverður fróðleikur sem þar kemur fram og mörgum finnst hreinlega gaman að koma aftur í smá endurmenntun,“ bætir hún við og bros- ir. „Svo eru auðvitað fjölmargir sem eru enn að koma á námskeiðið í fyrsta sinn.“ Grunnurinn er til alls fyrstur Það er ekki út í bláinn að grunn- námskeiðið er jafnt vinsælt og raun ber vitni því yfirkennarinn Eirný bend- ir fólki sérstaklega á að ljúka því nám- skeiði fyrst, áður en það skráir sig á önnur námskeið á borð við Ostur og vín, Ostur og bjór, Pörunarnámskeiðið eða önnur framhaldsnámskeið. „Ég vil að fólk komi á grunnnámskeiðið fyrst því annars ertu að heyra alls konar hugtök í kennslunni sem segja þér ekki neitt og fara þar af leiðandi inn um annað og út um hitt.“ Þetta hljómar skynsamlega; það er auðvitað glapræði að ætla að spreyta sig á háskóla án þess að hafa lokið menntó fyrst! Eirný nefnir meðal nýrra námskeiða eitt sem hún segist hafa sett saman ekki síst fyrir sjálfa sig, og nefnist það hinu lystaukandi nafni „Vetrarostar og yljandi meðlæti“. Bragðmiklir, þungir og þroskaðir vetrarostar „Íslendingar eru ekki alltaf með- vitaðir um hve mikið af ostum al- mennt er árstíðabundið og því langar mig að kynna fólki vetr- arosta.“ Ekki verður hjá því komist að inna Eirnýju eftir því hvað ein- kenni helst vetrarosta? „Vetrarostar eru oft mjög sað- samir, bragðsterkir, þyngri og þurrari, og því vel þroskaðir. Mikið af gráðostum,“ útskýrir hún. „Þeir eru oft með stórt og mikið bragð sem kallar á margslungið meðlæti. Einfaldleikinn er ekki alltaf besta lausnin þar. Með geitarosti þarf ekki annað en handfylli af sætum hindberjum og með góðum, vel gerðum Mozzarella di Bufala eru þroskaðir og sætir tómatar það eina sem þú vilt. En þegar þú ert kominn út í vetrarostana flækist málið aðeins. Þá er gaman að leika sér; taka fáeinar plómur, velgja þær upp í portvíni og leyfa þeim aðeins að malla og bera svo fram með ostunum. Í þessu námskeiði er gaman að vera fyrir fólk sem hefur gaman af því að bralla í eldhúsinu. Við erum að tengja ostamenn- inguna við eldamennsku og það að vera gestgjafi. Það er hugmyndin á bakvið námskeiðið, og það eiga allir að vera í kósí stemningu þegar þeir fara heim af námskeiðinu.“ Af öðrum lystaukandi nám- skeiðum í Ostaskólanum má nefna „Kampavín, freyðivín og ostar“ sem jafnan er á námsskránni þegar líða fer að jólum, og ekki má gleyma „Portvín, sérrí og ostar“ svo fátt eitt sé nefnt. Of langt mál er að telja allt nám- skeiðaframboðið upp hér en áhuga- sömum skal bent á vefsvæðið www.ostaskolinn.tumblr.com jonagnar@mbl.is Ljúffengar lexíur í Ostaskólanum Ljúfmetisverslunin Búrið er sælkerum hérlendis að góðu kunn enda óvíða að finna ann- að eins úrval af öndvegis ostum og hvers lags ljúffengu meðlæti til að hafa með þeim. Búrstýran Eirný Sigurðardóttir er ekki bara ótæmandi brunnur fróðleiks um allt sem lýtur að ostum heldur líka óþreytandi við að miðla af þekkingu sinni til fróðleiksfúsra. Liður í þeirri viðleitni hennar eru girnileg námskeið í Ostaskólanum, þar sem hver lyst- ug lexían rekur aðra. Morgunblaðið/Eggert Lostæti Það má leika sér á ýmsa vegu þegar kemur að því að finna rétta meðlætið með sælkeraostum. Skólastund Það er upplifun fyrir sælkera að nema fræði Eirnýjar í Ostaskólanum, enda lexíurnar allar í meira lagi ljúffengar. Sumir koma aftur og aftur enda endurmenntun ávallt af hinu góða. Ostanámskeið „Íslendingar eru ekki alltaf meðvitaðir um hve mikið af ost- um almennt er árstíðabundið og því langar mig að kynna fólki vetrarosta,“ segir Eirný í Búrinu um námskeiðið Vetrarostar og yljandi meðlæti sem er meðal nýrra námskeiða í ostaskólanum í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.