Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 2
Þ egar við erum að tala um mat fyrir fyrirtæki og fyrir starfsfólk erum við í langflestum tilfellum að bjóða það sem kalla mætti venjulegan mat,“ segir Lukka létt í bragði þegar ég spyr hana fyrst út í matinn sem í boði er. „Við bjóðum auðvitað eingöngu upp á hollan mat úr góðu og hreinu hráefni, notum hvorki unnar kjöt- vörur, hveiti, sykur né neitt svoleiðis, en þegar um starfsfólk fyrirtækja er að ræða þarf maður engu að síður að passa svolítið að vera með venjulegan mat. Karlmennirnir vilja fá sitt kjöt og þar fram eftir götunum,“ bætir hún við. „Margir halda nefnilega að Happ bjóði bara upp á hráfæði og grænmeti en það er alls ekki þannig. Við leggjum áherslu á að allir geti verið í hollustunni, sama hvort viðkomandi er grænmetisæta eða borðar líka kjöt og fisk.“ Áhersla á persónulega þjónustu Lukka bendir einnig á að ef fyrirtæki kjósi að bjóða starfsfólki sínu upp á eitthvað sér- stakt sé minnsta málið að koma til móts við það enda misjafn smekkur meðal fólks í stóru fyrirtæki. Happ býður þá upp á val fyrir þá sem eru til dæmis grænmetisætur, vegan eða hvað sem vera skal. „Við bjóðum því fyrirtækjum að sníða matinn eftir þeirra þörfum. Fyrirtæki sem eru í fastri áskrift hjá okkur láta því bara vita ef einhver vill vera laus við hnetur, annar er vegan og þar fram eftir götunum.“ Aðspurð segir hún ekkert lágmark á fjölda pantana fyrir fyrirtæki enda sé eldhúsið á Happ lipurt og sveigjanlegt. „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða persónulega þjón- ustu og í raun er hægt að útbúa mat fyrir allt niður í einn einstakling. En ef fyrirtæki kjósa að fá matinn sendan leggst vægt send- ingargjald á skammtinn ef hann telur færri en tíu matarskammta. Tíu skammta og fleiri sendum við ókeypis til fyrirtækja,“ útskýrir Lukka. Margir sækja þó einfaldlega matinn sjálfir og enn aðrir kjósa að skipta um um- hverfi í hádeginu og borða matinn sinn á veitingastað Happ við Höfðatún í Reykjavík. Borgar sig að hafa hollan mat Margir líta á matinn sem neytt er yfir vinnu- daginn eins og hverja aðra magafylli og telja að ekki skipti ýkja miklu máli hvað þeir setja ofan í sig, svo fremi sem þeir fá sóma- samlega máltíð þegar þeir koma heim að vinnudegi loknum. Veruleikinn er þó alfarið á annan veg og Lukka segir matinn í vinnunni skipta stórmáli. „Það er sannfæring okkar að fólk sem borðar hollan og næringarríkan mat á vinnu- stað hefur færri veikindadaga á vinnuskrá, er afkastameira og hressara í vinnunni. Því viljum við að fyrirtæki sem kaupa mat hjá okkur líti ekki á það sem kostnað heldur einfaldlega fjárfestingu, og það sem meira er, þetta er ein ábatasamasta fjárfest- ingin sem fyrirtæki geta gert því þú færð einfaldlega orku- meiri starfsmenn og það skiptir bara heilmiklu máli. Ég get sagt það hiklaust um matinn frá okkur – ef ég ætti að lýsa honum í stuttu máli – að hann inniheld- ur margar næringareiningar á hverja hita- einingu. Hann er steinefna- og vítamínríkur, trefjaríkur og þarna erum við með lykilinn að því að borða hollan mat. Til þess þarftu ekki endilega að vera eitthvað, eins og veg- an, grænmetisæta eða neitt annað. Svo fremi sem þú færð margar næringareiningar á hverja hitaeiningu ertu í góðum málum.“ Of mikið horft á hitaeiningar Orðið „næringareiningar“ fangar óneitan- lega athygli undirritaðs og Lukka er því beðin um að skýra þetta hugtak aðeins nán- ar. „Til að borða hollt þurfum við ekki að útiloka neina fæðu- flokka. Við þurfum bara að spyrja okkur eftirfarandi spurningar: inniheldur hita- einingin sem ég er að fara að borða einherja næringu? Við erum allt of upptekin af því að hugsa um hitaeiningar og gleymum alveg að hugsa um næringareiningar. Ég held persónulega að við ættum að taka það orð úr úr orðabókinni á meðan við erum að læra að hugsa um næringareiningar. Sama á við þeg- ar við erum að kaupa inn matinn okkar. Þá eigum við að hugsa sem svo: hvað er ég að fá margar næringareiningar fyrir krónuna mína? Við eigum ekki að horfa til ódýrasta matarins og hugsa sem svo að þarna séum við að fá mesta magnið af mat, því ef engin er næringin í matnum erum við bara að fleygja peningunum okkar. Og heilsunni í kjölfarið, því þú getur hæglega verið að búa þér til kostnað vegna heilsu- brests síðar meir á ævinni, með því að borða ekki nógu hollan mat.“ Matur skiptir máli í bráð og lengd Lukka heldur áfram: „Burtséð frá því að okkur líður betur í núinu ef við borðum hollan og næringarríkan mat getur þetta haft mikil áhrif á heilsuna seinna meir. Við Íslendingar erum langlíf þjóð þar sem meðalævin er um það bil 82 ár. En meðal heilbrigð ævi er um 18 árum styttri.“ Blaðamann setur hljóðan. „Ef við ætlum því að verja síðustu átján árum ævi okkar við hestaheilsu verðum við að byrja að leggja í þann banka þegar við er- um á unga aldri. Það þýðir ekki að vakna upp við vondan heilsubrest, 62 ára að aldri, og ætla þá að fara að borða hollt, leggja inn og taka upp betri siði. Við verð- um að gera það alla tíð.“ Lukka bætir við í gamansömum tón að þetta sé í rauninni ekki ósvipað hefðbundnum bankareikningum. „Það er í lagi að leyfa sér svo- lítið sukk endrum og eins, bara ef það er ekki á hverj- um degi!“ Þá verða nefnilega vextirnir sligandi og gjaldþrot blasir við fyrr en seinna. Þennan yfir- drátt má alls ekki vera með í botni frá degi til dags! Næringar- ríkur matur er ótrúlega mettandi Að endingu minnir Lukka á mikilvægi þess að halda sér vel nærð- um allan vinnudaginn og nefnir í því sambandi ýmsar lausnir hjá Happ. „Auk þess að vera með fastan matseðil með samlokum, pizzum, söfum og smoothie-drykkjum erum við með rétti dagsins, sérstaklega fyrir fyrirtæki, og það getur verið súpa eða einhver annar hollur réttur. Svo getur hver og einn valið það sem honum hentar; matmenn geta beðið um kjúklingasalat með auka kjúklingi á meðan matgrannar konur vilja ef til vill bara fá smoothie og hnet- ur.“ En er hollustumaturinn ekki örugglega nægilega saðsamur, líka fyrir svanga einstaklinga? Lukku er skemmt yfir spurningunni. „Það kemur mönnum oft svakalega á óvart hvað næringarríkur matur er mettandi. Það sem lítur kannski ekki út á disknum fyrir að vera nóg reynist algerlega nóg. Og þá nefna mathák- arnir stundum að þeim líði svolítið skringilega því þá langi ekki í meiri mat, en séu samt ekki þungir á sér heldur fullir af orku! Þeir eru nefnilega van- ir því að þegar þeir séu saddir séu þeir hálf vank- aðir og þurfi helst að taka því rólega um stund. En sé maturinn aðeins léttari og næringarríkari gerist þetta ekki. Menn langar einfaldlega að taka til við að vinna.“ jonagnar@mbl.is Hollur matur hentar vinnunni betur Allt frá stofnun hefur eldhúsið og veitingastaðurinn Happ, undir stjórn Lukku Pálsdóttur, haft það markmið að bæta heilsu og efla lífsgæði viðskiptavina. Þetta á ekki síst við um vinnandi fólk sem langar að fá hollustumat að borða til að gera vinnudaginn léttari. Heilbrigði „Ég get sagt það hiklaust um matinn frá okkur – ef ég ætti að lýsa honum í stuttu máli – að hann inniheldur margar næringareiningar á hverja hitaeiningu. Svo fremi sem þú færð margar næringareiningar á hverja hitaeiningu ertu í góðum málum,“ segir Lukka Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Happ. Það er sannfæring okkar að fólk sem borðar hollan og næringarríkan mat á vinnustað hefur færri veikindadaga á vinnuskrá, er af- kastameira og hressara í vinnunni. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Forsíða Getty Images/iStockphoto Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.