Morgunblaðið - 30.09.2016, Page 8

Morgunblaðið - 30.09.2016, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Computer.is ­ Skipholti 50c S: 582 6000 L Frábær tölva í bókhaldið Verð: 69.900 Asus 13,3" Zenbook með Intel i5 Örþunn, fislétt og mjög hraðvirk Verð: 179.900 Intel NUC smátölvur 11x11cm Viftulaus og nett, styður snertiskjái, flott lausn sem kassakerfi Verð frá: 59.900 IIYAMA 17" snertiskjár Frábær við kassakerfislausnir Verð: 69.900 V anda þarf valið þegar hús- gögn eru keypt á vinnu- staðinn. Ekki aðeins þurfa húsgögnin að bjóða upp á þægilega vinnuað- stöðu heldur skiptir líka máli að vinnurýmið sé fallegt. Guðmundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Á. Guðmundsson, ehf. segir að húsgagnasalan hafi tekið nokkuð fljótlega við sér eftir hrun. Hafi það hjálpað fyrirtækinu að margir leggja ríka áherslu á að kaupa íslensk húsgögn, og hampa íslenskri hönnun. „Við erum líka rótgróið fyrirtæki sem fólk treystir vel, og með eldgamla kennitölu.“ Að mati Guðmundar hefur safn- ast upp þörf fyrir endurnýjun. „Einkageirinn stóð lengur á brems- unni en hið opinbera. Miklar skipu- lagsbreytingar í stjórnsýslunni á síðasta kjörtímabili kölluðu á ný húsgögn. Var til dæmis Fjármála- eftirlitið stækkað og ýmsar stofn- anir settar á laggirnar til skemmri tíma. Upp á síðkastið hafa fyr- irtækin byrjað að taka við sér og mikið um að vera í húsgagnasölu bæði til hins opinbera og til einka- geirans.“ Rafmögnuð borð Þegar hann er spurður um helstu áherslubreytingar á undanförnum árum segir Guðmundur að hækk- anleg borð með rafmagnsmótor séu núna orðin mjög útbreidd. „Vinnu- flöturinn fer líka minnkandi enda fer vinnan í dag nær öll fram í tölv- um. Ekki er lengur sama þörf fyrir stór borð og hillur, en í staðinn eru fleiri komnir með tvo eða fleiri skjái sem mikilvægt er að geta stillt auðveldlega í rétta hæð.“ Vinsældir opinna rýma fara ekki minnkandi og algengara en ekki að skrifstofur séu hannaðar þannig að starfsmenn deili stóru opnu rými en hafi lokuð fundarherbergi og aðra króka til að fá næði ef þess er þörf. „Í opnum rýmum þarf að gæta að hljóðvistinni. Talað hljóð berst mest í þeirri hæð sem talað er í og því geta lág, hljóðdempandi skilrúm gert gæfumuninn.“ Margir um sama skrifborðið Eflaust þekkja margir lesendur það líka af eigin reynslu að breytingar hafa orðið á því hvernig fólk vinn- ur. Sumir starfsmenn vinna að miklu eða öllu leyti fjarvinnu, aðrir eru á stöðugum þeytingi inn og út, og þýðir þetta að ekki er endilega sama þörfin fyrir að hver hafi sína vinnustöð. Segir Guðmundur færast í aukana að starfsmenn hafi ekki hver sitt skrifborð heldur færi sig á milli vinnustöðva eftir því hvar er laust pláss hverju sinni. „Ef við skoðum t.d. nokkuð stóra skrifstofu þar sem starfa 100 manns, þá má áætla að að jafnaði séu 10% í fríi, 5% fjarverandi vegna veikinda eða barna, og svo eru alltaf einhverjir sem eru úti í bæ heilu og hálfu dagana. Þegar allt kemur til alls þarf kannski ekki nema 70 skrif- borð fyrir þennan hóp. Þegar hver fermetri skrifstofuhúsnæðis er orð- inn dýr þá horfa menn i þessa hluti.“ Ekkert rusl á borðum Allt verður síðan að verða snyrti- legt, slétt og fellt. Má varla sjást í snúrur og verður að bjóða upp á skipulagslausnir sem fela möppur og ritföng. „Er það oft leyst með því að hafa lítinn „kálf“ með skrif- borðinu, þ.e. litla skúffueiningu þar sem starfsmaðurinn getur geymt sína persónulegu muni og plögg. Snúrur eru leiddar í stokka og ruslafötur hanga á krókum undir borðunum svo að ræstifólk getur athafnað sig betur við þrifin.“ Talandi um þrif, þá virðast sumir tískulitirnir í dag kalla á að vera með tuskuna við höndina. Guð- mundur segir meira seljast af hvít- um og dökkum borðplötum, og sömuleiðis sé grár og dökkgrár vin- sæll litur. „Litagleðin er að koma sterkt inn á kostnað hefðbundnu viðaráferðarinnar.“ ai@mbl.is Snyrtilegt, stílhreint og stillanlegt Gæði Mörg fyrirtæki hampa íslenskri hönnun.Þægindi Ekki má gleyma mjúkum stólum fyrir gesti og spjall. Morgunblaðið/Ófeigur Það þarf ekki endilega eitt skrifborð á hvern starfsmann. Greina má meiri litagleði í skrifstofu- húsgögnum á kostnað viðaráferðarinnar. Vinnuvist Guðmundur Ásgeirsson segir lang- flest ný skrifstofuborð í dag hæðarstillanleg með rafmagnsmótor. Velja má á milli margra seljenda skrifstofuhúsgagna og getur verið vandasamt fyrir kaupandann að gera upp á milli þeirra. Spilar fleira inn í en útlit, gæði og verð. „Í út- boðum er verðinu iðulega gefið 50- 70% vægi og gæðin fá 20-30% vægi. Loks vegur þjónustan 10- 20% og er þá m.a. horft til þess hvort viðgerðir og sérsmíði eru mögulegar. Við smíðum okkar eigin húsgögn, erum með gott verkstæði og stóran lager. Ef húsgagn bilar eða skemmist getum við því oftast lagað það mjög fljótt.“ Guðmundur segir innanhúss- arkitektana líka kunna að meta þann möguleika að geta keypt sér- smíði sem gerir mögulegt að há- marka nýtingu á rými og ná fram þeirri sýn sem hönnuðurinn hefur. „Við vitum líka um fyrirtæki sem eru í miklum alþjóðlegum við- skiptum og er mjög í mun að hafa íslensk húsgögn í fyrirtækinu. Þeg- ar erlenda gesti ber að garði eru þessi fyrirtæki stolt af að geta sagt þeim að allt á skrifstofunni sé íslenskt.“ Ungu fyrirtækin sem hafa úr minna að moða þurfa ekki heldur að sætta sig við léleg húsgögn. „Við bjóðum upp á ýmsa verð- flokka og er t.d. hægt að fá bæði dýrari og ódýrari rafmangsborð. Sprotafyrirtækjum sem vilja eyða sem allra minnstu getum við boðið hagkvæmar lausnir og hönnuðir okkar eru boðnir og búnir að að- stoða stór og smá fyrirtæki við að skipuleggja og hanna hjá sér rým- in.“ Góð þjónusta skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.