Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.09.2016, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 MORGUNBLAÐIÐ 11 Er búið að hanna hinn fullkomna vinnustól? Stíll Stóllinn er klæddur skandinavísku leðri. Stáss Elysium er stóll sem fer ekki í felur. Verðmiðinn er líka á við lítinn bíl. Úthugsað Þyngd líkamans á að dreifast einstaklega vel á stólinn.Elysium á að geta framkallað þyngdar- leysistilfinningu. Þ eir sem vinna við skrifborð kannast örugglega við þá til- finningu að vilja halla sér langt aftur á bak, hvíla kroppinn og hreinsa hugann, en finna að stóllinn hefur eitthvað ann- að í huga. Þeir djörfustu hætta á að detta aftur fyrir sig en flestir sætta sig við að stóllinn ræður ferðinni. Kannski mun Elysium-stóllinn breyta þessu. Um er að ræða sköp- unarverk lífefnaverkfræðingsins David Wickett, en hann einsetti sér að búa til stól sem fengi notandann til að líða eins og hann væri þyngd- arlaus. Hreyfanlegu hlutar stólsins eiga að bregðast áreynslulaust við hreyfingum notandans og dreifa þyngd líkamans fullkomlega. Er eins gott að stóllinn standi undir væntingum því hann kostar 26.000 dali, jafnvirði um þriggja milljóna króna. Nánari upplýsingar má finna á www.davidhugh.com ai@mbl.is Fyrir nýjar hugmyndir Oft er gott að hafa stílabók við hönd- ina, til að krassa, pæla og spekúlera. Flest af því sem er ritað niður er samt að litlu gagni þegar upp er stað- ið, og þarf alls ekki að varðveita um alla eilífð. Wipebook Pro er stílabók fyrir þá sem skipta oft um skoðun og eru stöð- ugt að hripa, án þess þó að vera að skapa ódauðleg listaverk eða ljóð. Síðurnar eru húðaðar með filmu og hægt að krota á þær eins og á tús- stöflu. Þarf svo bara að strjúka létt yfir með klút og síðan er orðin hrein. Sérstök hulsa er fyrir tússpennann svo hann fer ekki á flakk. Vitaskuld er kápan úr leðri. ai@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.