Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 E infaldasta leið stjórnandans til að hafa umtalsverð, já- kvæð áhrif á afkomu fyr- irtækisins er líklegast sú að vanda til verka við val á nýjum starfsmönnum. Því er mik- ilvægt fyrir stjórnendur að leggja vinnu og tíma í ráðningarferlið og hafa fagfólk sér til halds og trausts,“ segir Katrín S. Óladóttir, fram- kvæmdastjóri ráðningar- og ráð- gjafafyrirtækisins Hagvangs. „Með því að nýta sér reynslu og þekkingu starfsfólks Hagvangs geta fyrirtæki bætt árangur í ráðningum, aukið framleiðni og sparað sér tíma og kostnað.“ Katrín leggur áherslu á að hver og ein ráðning sé stór og mikilvæg fjárfesting fyrir fyrirtækið. „Það er oft ágætt að rifja upp að útgjöld fyr- irtækis vegna starfsmanns sem staldrar við í fimm ár nema oftast á bilinu 60 til 80 milljónum króna. Að sama skapi er það stór ákvörðun fyrir hvern einstakling að velja sér framtíðarstarf. Okkar mikilvægasta viðfangsefni er að tryggja að fyr- irtækið fái góðan arð af sinni fjár- festingu og það gerist ekki nema hinn nýráðni starfsmaður ráði vel við verkefnið og líki vel við starf sitt. Við skilgreinum okkur því sem ráð- gjafafyrirtæki sem vinnur að því að hámarka framlegð mannauðsins, öll- um til hagsbóta.“ Beittar spurningar Hagvangur hefur starfað á vett- vangi ráðninga og mannauðsmála síðan 1976, en fyrirtækið var stofnað 1971. „Á löngum ferli höfum við allt- af lagt okkur fram um að vera leið- andi í faglegum og vönduðum vinnu- brögðum og beita fjölbreyttum aðferðum við mat á hæfni umsækj- enda. Auk viðtala og hefðbundinna aðferða leggjum við fyrir umsækj- endur raunhæf verkefni þegar það á við, ásamt því að vera leiðandi í notkun persónuleika- og hæfn- isprófa í ráðningum, svo nefnd séu dæmi,“ segir Katrín. „Með því að nota bestu aðferðir hverju sinni tryggjum við hámarksforspá um frammistöðu í starfi og að starfs- maður falli vel að menningu fyr- irtækisins. Við lögum þjónustu okk- ar að þörfum hvers verkefnis og sérsníðum lausnir eftir því sem við á. Ávallt er lögð mikil áhersla á hreinskiptin samskipti og gagn- kvæman trúnað við alla hags- munaaðila.“ Spurð nánar út í viðfangsefnin segir Katrín þau vera fjölbreytt, allt frá því að finna hæfan stjórnanda eða almennan starfsmann yfir í flók- in, viðamikil verkefni þar sem jafn- vel þurfi að manna heilu deildirnar. „Einnig hafa starfsmenn Hagvangs oft notið þess trausts að vera skip- aðir í valnefndir hjá hinu opinbera, gjarnan þegar verið er að velja for- stöðumenn eða stjórnendur í efstu lögum. Oftast er ráðningarferlið í heild í okkar höndum en við bjóðum við- skiptavinum einnig að taka að okkur einstaka þætti þess, svo sem grein- ingu og mat umsókna, viðtöl eða prófanir. Reynsla okkar er sú að fagleg og beitt spurningatækni okk- ar dregur fram bæði styrkleika og veikleika viðkomandi gagnvart starfinu, með afgerandi hætti. Þann- ig styðjum við stjórnendur og ger- um þeim kleift að velja þann hæf- asta í starfið.“ Leit að stjórnanda Talið berst að ráðningu stjórn- enda og þar segir Katrín nokkrar áherslubreytingar hafa orðið. „Und- anfarin ár hefur það færst í vöxt að fyrirtæki feli okkur að leggjast í markvissa leit að mjög hæfum stjórnendum – eða headhunting, eins og það er kallað á ensku,“ út- skýrir Katrín. „Staðreyndin er sú að hæfasta fólkið er oft í mjög góðum störfum sem því líður ágætlega í. Það er oft í viðkvæmri stöðu atvinnu sinnar vegna, en treystir Hagvangi til að vera traustur milliliður þegar áhugaverð störf kunna að skjóta upp kollinum, án þess að nafnleynd sé stefnt í voða. Þetta skapar okkur mjög sterka stöðu þegar kemur að beinni stjórnendaleit, þar sem þekk- ing okkar og yfirsýn yfir íslenskt at- vinnulíf kemur að góðum notum. Flestum þykir vænt um að við hugs- um til þeirra og margir eru tilbúnir að skoða nýjar áskoranir í starfi, í samráði við okkur.“ Katrín bendir á að Hagvangur sé aðili að alþjóðasamtökum EMA, Executive Ma- nagement Association, sem séu ein stærstu samtök ráðningarfyrirtækja í heiminum. „Ráðningarfyrirtækin innan EMA vinna eftir samræmdum aðferðum, þar sem gerðar eru mikl- ar gæðakröfur. Með þessu þýðing- armikla samstarfi opnast nýir og spennandi möguleikar fyrir okkar viðskiptavini, því með þéttu tengsl- aneti Hagvangs og samvinnu við sérfræðinga innan EMA á erlendri grundu getum við víkkað út sjón- deildarhringinn og aðstoðað fyr- irtæki við beina leit að hæfum stjórnendum víða um heim.“ Hogan-persónuleikapróf Katrín ítrekar mikilvægi persónu- leika- og getuprófa í ráðningum. „Hagvangur er dreifingaraðili fyrir persónuleika- og getupróf frá Hog- an Assessements, sem nota má í ráðningum, við starfsþróun og stjórn- endaþjálfun. Vönduð próf af þessu tagi hafa góða forspá um frammistöðu, þau gera fyrirtækjum og stofn- unum kleift að „kynn- ast“ umsækjendunum talsvert betur en hægt er í nokkrum stuttum við- tölum og þau gefa upplýsingar sem erfitt er að fá fram með hefðbundn- ari aðferðum. Þannig styrkja þau og bæta ákvarðanatöku og minnka áhættu við ráðningar. Enn þá vantar mikið upp á að konur ráðist í stjórnendastöður til jafns við karla. Á því kunna að vera ýmsar skýringar, til dæmis und- irliggjandi og ómeðvitaðar hug- myndir um staðalmyndir kynjanna sem geta unnið gegn konum í við- tölum um stjórnendastöður. Kerf- isbundin notkun persónuleikaprófa frá Hogan gerir konum kleift að keppa við karla á jafnréttisgrund- velli um stjórnunarstöður því í próf- unum mælist enginn kerfisbundinn munur á kynjunum. Þau eru því hlutlæg og vísindaleg leið til að slá tvær flugur í einu höggi, bæta ráðn- ingarferlið og stuðla að jöfnum tæki- færum kynjanna.“ Hún bætir við: „Á nýju hagvaxt- arskeiði finnum við hjá Hagvangi fyrir mikilli samkeppni um starfs- fólk. Fyrirtæki sem fara sér hægt við ákvarðanir missa nú orðið af besta fólkinu því það ræður sig ann- að. Slíkt getur orðið fyrirtækjum dýrkeypt og er því enn ein ástæðan til að fela Hagvangi að ganga hratt og vel frá ráðningum. Stjórnenda framtíðarinnar bíða mörg ögrandi verkefni og okkar er ánægjan að fá að hjálpa þeim á þeirri vegferð.“ beggo@mbl.is Áherslan á gagnkvæman trúnað Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðningar- fyrirtækisins Hagvangs, segir velgengni fyrirtækja í síauknum mæli velta á hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Með sterku trúnaðarsambandi við ein- staklinga og fyrirtæki, ásamt faglegri ráðgjöf, sé unnt að leiða saman umsækjendur og atvinnurek- endur með góðum árangri. Morgunblaðið/Eggert Verðmæti „Á nýju hagvaxtarskeiði finnum við hjá Hagvangi fyrir mikilli samkeppni um starfsfólk; fyrirtæki sem fara sér hægt við ákvarðanir missa nú orðið af besta fólkinu því það ræður sig annað,“ segir Katrín um ástandið um þessar mundir. Persónuleikapróf stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mannval „Við skilgreinum okkur sem ráðgjafafyrirtæki sem vinnur að því að hámarka framlegð mannauðsins, öllum til hagsbóta,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.