Fréttablaðið - 05.01.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 05.01.2017, Síða 2
Veður Miklir umhleypingar verða í veðrinu næstu daga. Skil gengu austur yfir landið í nótt og í dag með sunnanhvassviðri eða stormi. Sums staðar mikil rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomu- minna norðaustan til. sjá síðu 36 Sungið af innlifun fyrir heimilisfólk Hrafnistu Sópraninn Guðrún Ingimarsdóttir söng af innlifun fyrir íbúa Hrafnistu í Reykjavík í gær en sumir þeirra tóku sig til og sungu með líkt og hér sést. Undanfarna daga hefur Guðrún farið ásamt tenórnum Elmari Gilbertssyni og undirleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur milli heimila Hrafnistu og sungið ýmsar aríur fyrir heimilisfólkið. Vínartónleikarnir í gær voru þeir fjórðu það sem af er ári hjá þeim. FRÉTTABLAÐIÐR/STEFÁN YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI � Stærð: 149 x 110 x 60 cm ÚTSALA Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grillbúðin 25-50 aðeins í nokkra daga afsláttur Opið virka daga 11-18 - Gamlársdag 10-12 www.grillbudin.is % lögreglumál Eldur kom upp í sendibíl neðan við Ártúnsbrekku í gær og skemmdist hann nokkuð en bílstjórann sakaði ekki. Að sögn bílstjórans kom eldurinn upp aftan við stýrishúsið er sendi­ bíllinn var á ferð. Upptökin voru enn ekki ljós er Fréttablaðið bar að garði enda var þá enn verið að kæla bílinn eftir brunann svo hægt væri að skoða hann nánar. Töldu menn hugsanlegt að leki hafi komið að olíuleiðslu og síðan hafi kviknað í olíunni. – gar Eldur kviknaði í sendibíl á ferð Unnið var að því að kæla bílinn fyrir frekari skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/EyþóR samfélag Á árinu 2016 námu heildar framlög Íslands til mann­ úðar aðstoðar um 770 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynn­ ingu frá utanríkisráðuneytinu. Þar af voru 500 milljónir króna af sér­ stöku framlagi sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 og síðar í fjárlögum á Alþingi 2016 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Framlögin til mannúðaraðstoðar skiptast á milli borgarasamtaka, 175 milljónir króna, og alþjóðastofnana, 595 milljónir króna. Utanríkisráðuneytið veitir árlega styrki til íslenskra borgarasam­ taka sem starfa á sviði mannúðar­ aðstoðar. Íslensk stjórnvöld reiða sig meðal annars á borgarasamtök til að koma mannúðaraðstoð sinni til skila og er styrkjum vegna mann­ úðar aðstoðar ætlað að svara alþjóð­ legum neyðarköllum allt árið um kring. Í júní voru tæpar 90 milljónir króna veittar sérstaklega til sex verkefna til að bregðast m.a. við flóttamannastraumnum sem átökin í Sýrlandi hafa leitt af sér og í Eþí­ ópíu og Malaví. Á árinu fór stærstur hluti af fram­ lögum í mannúðaraðstoð vegna afleiðinga átakanna í Sýrlandi. Einn­ ig voru veitt framlög vegna jarð­ skjálftans í Ekvador og fellibylsins sem gekk yfir Haítí. – bb Mest fór til Sýrlands Vaxandi vandi er í málefnum flótta- manna í Sýrlandi. MyNd/GETTy félagsstarf Miklar væringar hafa verið innan skátahreyfingarinnar undanfarið. Milli jóla og nýárs lýstu fyrrverandi skátahöfðingi og núver­ andi stjórnarmaður hjá Bandalagi íslenskra skáta, Ólafur Proppé, vantrausti á bæði Braga Björnsson skátahöfðingja og Fríði Finnu Sig­ urðardóttur varaskátahöfðingja. Það gerði Ólafur í bréfi sem hann kvað sér „siðferðislega skylt“ að senda til félagsforingja og annarra leiðtoga skátastarfs á landinu. Í bréfinu lýsir Ólafur aðdrag­ anda þess að meirihluti stjórnar Bandalags íslenskra skáta ákvað 13. desember að segja Hermanni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra bandalagsins, upp störfum. „Allt málið tengist langvarandi samskiptavanda Braga og Her­ manns. Á þeim samskiptavanda ber Bragi meginábyrgð sem ger­ andi og sem leiðtogi hreyfingar­ innar. Ástæður Braga og meirihluta stjórnar BÍS fyrir uppsögninni eru, að mínu mati, léttvægar og byggðar á sandi,“ segir Ólafur meðal annars í bréfi sínu. Ólafur bendir einnig á að á árinu sé fram undan stærsti við­ burður sem skátar á Íslandi hafa staðið frammi fyrir, sem er afar stórt alþjóðlegt skátamót hérlendis. „Er hætt við að umræddur gerningur meirihluta stjórnar á vafasömum forsendum geti haft neikvæð áhrif á framkvæmd þessa stóra viðburðar og skátastarf á Íslandi á næstu mán­ uðum.“ Hafdís Bára Kristmundsdóttir, félagsforingi Vífils í Garðabæ, boðaði til opins fundar um mál­ efni skátahöfðingjans síðastliðið mánudagskvöld. Þar samþykktu 45 fundarmenn vantraust á Braga og Fríði Finnu og skoruðu á þau að segja af sér „vegna framgöngu þeirra í eineltismáli innan skátafélagsins Ægisbúa og við brottvikningu framkvæmdastjóra BÍS“. Eineltis­ Allt í hnút hjá skátum Opinn fundur hjá skátum í Garðabæ í gær hvetur skátahöfðingja og varaskáta- höfðingja til að segja af sér vegna framgöngu þeirra í eineltismáli og uppsagnar. Frá stjórnarfundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR málið sem vísað er til tengist bróður skátahöfðingjans sem sagður er vera gerandi í því máli. Enn fremur skoraði fundurinn á stjórnir skátafélaga að krefjast aukaskátaþings til að fjalla um van­ traustsmálið. Stjórn BÍS fundaði í gærkvöld en mál þetta var þar ekki á dagskrá. Í tilkynningu sem stjórnin sendi til Fréttablaðsins skömmu áður en það fór í prentun kom fram að efni fundarins hafi verið undirbúningur félagsforingjafundar sem er á dag­ skrá 14. janúar. „Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmda­ stjórans og meðferð eineltismála á fundinum,“ segir enn fremur í til­ kynningunni. gar@frettabladid.is Okkur þykir miður að þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna skuli ekki hafa gefið sér tíma til að bíða eftir þeim fundi þar sem fyrir liggur að það á að fara yfir gögnin í kringum starfslok framkvæmdastjór- ans og meðferð eineltismála á fundinum Yfirlýsing frá stjórn BÍS 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 f I m m t u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D C -A 3 6 4 1 B D C -A 2 2 8 1 B D C -A 0 E C 1 B D C -9 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.