Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 8

Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 8
Tyrkland Tyrkir hafa hand­ tekið  um 40  manns í tengslum við fjöldamorðin  í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur,  sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flest­ ir  hinna handteknu eru  frá Túrk­ istan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan. Þá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmann­ inn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýr­ landi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýárs­ nótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börn­ um. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi fram­ ið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi. gudsteinn@frettabladid.is - 25% Vítamín Boomba! 2248 kr.stk. Now Eve fjölvítamín fyrir konur, 90 töflur Verð áður 2297 kr. stk. Bandaríkin Donald Trump, sem tekur við forsetaembætti í Bandaríkj­ unum eftir rúmar tvær vikur, hefur ákveðið að James Lighthizer verði viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna. Viðskiptafulltrúi er veigamikið embætti í bandarískri stjórnsýslu og jafnast á við mikilvægustu ráðherra­ embættin. Lighthizer var aðstoðarviðskipta­ fulltrúi í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur svipaðar skoðanir og Trump á alþjóðaviðskiptum. Báðir hafa þeir miklar efasemdir um alþjóðlega fríverslunarsamninga og báðir leggja þeir mikla áherslu á að vera fastur fyrir þegar kemur að milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki, ekki síst ríki á borð við Mexíkó og Kína, sem þeir telja hafa fært sig um of upp á skaftið. Með því að velja Lighthizer sýnir Trump að hann ætli ekkert að gefa eftir í þessum efnum. – gb Trump tekur inn Lighthizer James Lighthizer verður viðskiptafull- trúi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. NorDicphoTos/AFp ísrael Ísraelskur hermaður var sakfelldur í gær af ísraelskum dóm­ stól  fyrir að hafa orðið Palestínu­ manni að bana í mars í fyrra. Hermaðurinn, sem er tvítugur og heitir Elor Azaria, skaut Palestínu­ manninn þar sem hann lá hreyf­ ingarlaus á götu í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Hann segist hafa talið að Palest­ ínumaðurinn hafi getað verið með sprengjuvesti. Saksóknarar í málinu sögðu hann hins vegar hafa verið að hefna sín á Palestínumanninum, sem var 21 árs og hét Abdul Fatah al­Sharif. Sharif hafði ásamt jafnaldra sínum, Ramzi Aziz al Qasrawi, veitt öðrum ísraelskum hermanni hníf­ stungusár. Þeim hafi tekist að stinga Ísraelann, en var svarað með byssu­ skotum frá ísraelsku hermönn­ unum. Báðir Palestínumennirnir særðust en um fimmtán mínútum síðar skaut Azaría á Sharif þar sem hann lá hreyfingarlaus á götunni. Það skot varð honum að bana. Málið hefur vakið miklar deilur í Ísrael þar sem sitt sýnist hverjum. Yfirstjórn Ísraelshers segir framferði hermannsins alls ekki samræmast þeim reglum sem hermenn eiga að fara eftir. – gb Ísraelskur hermaður sakfelldur Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki Tugir manna handteknir í Tyrklandi vegna skotárásarinnar á nýársnótt. Þar á meðal er fjölskylda meints árásarmanns, margir á barnsaldri. Allir sagðir tengjast Íslamska ríkinu. Árásarmaðurinn barðist í Sýrlandi. Ísraelski hermaðurinn Elor Azaria ásamt foreldrum sínum og unnustu áður en hann var sakfelldur í Tel Aviv í gær. NorDicphoTos/AFp Borgarstjórar stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands minntust hinna látnu með því að leggja blóm á gangstéttina fyrir utan næturklúbbinn reina í istanbúl. Nor- DicphoTos/AFp Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. FréTTABLAðið/EpA Geimurinn Í fyrsta sinn hafa stjörnufræðingar staðsett uppruna útvarpsblossa – skammlífra en öflugra útvarpsmerkja – í stjörnu­ þoku. Þeir endast í aðeins nokkra þúsundustu hluta úr sekúndu og hafa valdið stjörnufræðingum heila­ brotum í nokkra áratugi. Síðan 2007 hafa borist 18 slík merki en aðeins eitt hefur borist oftar en einu sinni. „Með því að nota sjónauka sem staðsettir eru víða um heim vitum við að þessar sendingar koma frá stjörnuþoku sem er í þriggja millj­ arða ljósára fjarlægð frá jörðinni,“ segir Shami Chatterjee, stjörnufræð­ ingur við Cornell­háskóla í samtali við AFP­fréttaveituna. Greint var frá tíðindunum á fundi stjarnfræðinga sem fram fer í Texas. Áður hafði stjörnufræðinga skort sannanir fyrir því að merkin væru upprunnin utan Vetrarbrautarinnar. Stjörnu þokan hefur innan við eitt prósent af massa vetrar­ brautarinnar og þykir vísinda­ mönnum það merkileg staðreynd. En þó að vísindamenn viti hvaðan merkin koma er enn eftir að greina frá því hvað þau eru. „Það á enn eftir að vinna mikla vinnu. En að finna út hvaðan merk­ in koma er stórt skref í átt að lausn þessarar gátu,“ segir Victoria Kaspi eðlisfræðiprófessor en hún fer fyrir alþjóðlegu liði sem sér um rann­ sóknina. – bb Grunsamleg merki berast úr geimnum sjónaukar víða um heim gátu náð að staðsetja útvarpsblossa í stjörnuþoku sem er í þriggja milljarða ljósára fjarlægð. MyND/GETTy Það á enn eftir að vinna mikla vinnu. En að finna út hvaðan merkin koma er stórt skref í átt að lausn þessarar gátu. Victoria Kaspi, eðlisfræðiprófessor 11 stúlkur eru meðal hinna handteknu í Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld eru sögð hafa borið kennsl á árásarmanninn. ViðskipTi Milljarðamæringurinn Warren Buffett græddi að meðal­ tali 32,2 milljónir dala á dag eða 3,6 milljarða allt árið 2016, samkvæmt útreikningum Bloomberg.  Hann gaf góðgerðarsamtökum hlutabréf fyrir 2,6 milljarða dollara í júlí síð­ asta sumar en þrátt fyrir það aukast auðæfi hans. Þrátt fyrir andstöðu sína gegn Donald Trump í forseta­ kosningum Bandaríkjanna segir Dr. Brian Klaas, prófessor í hagfræði, að milljarðamæringar eins og Buffett muni græða vel á kosningu Trumps. „Verkamenn munu ekki njóta góðs af stefnu Trumps heldur við­ skiptamógúlar,“ segir hann í sam­ tali við breska blaðið Independent. Buffett er annar ríkasti maður heims á eftir Bill Gates. – bb Buffett græðir vel Warren Buffett hefur það ágætt. MyND/GETTy 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F i m m T u d a G u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D C -D E A 4 1 B D C -D D 6 8 1 B D C -D C 2 C 1 B D C -D A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.