Fréttablaðið - 05.01.2017, Síða 10
StjórnSýSla Um hver áramót
gengur í gildi fjöldi nýrra laga sem
samþykkt hafa verið á Alþingi á
árinu eða árunum þar á undan.
Þessi lög geta haft veruleg áhrif á
líf Íslendinga og budduna, án þess
að breytingarnar séu sérstaklega
kynntar almenningi.
Fréttablaðið hefur hér gert til-
raun til að draga saman þau lög sem
kunna að hafa áhrif á almenning og
tóku gildi nú um áramótin. Ekki er
alveg um tæmandi lista að ræða en
reynt er að stikla á því helsta sem
Íslendingar kunna að finna fyrir á
árinu sem nú gengur í garð.
Kerfisbreytingar í félagsmálum
Í fyrsta lagi tóku í gildi ný lög um
almannatryggingar nú um ára-
mótin. Ofan á almenna hækkun
ellilífeyris sem kemur til um hver
áramót hefur orðið kerfisbreyting
á kerfinu sem hækkar bæturnar
enn frekar. Fréttablaðið fjallaði
um hluta þessara breytinga þegar
fjárlagafrumvarpið var kynnt í
byrjun desember. „Það mun von-
andi nást saman við hagsmuna-
samtök öryrkja til að gera sam-
bærilegar breytingar fyrir öryrkja.
Ég hef mikla sannfæringu um að
ný ríkisstjórn hljóti að breyta
kerfi örorkubóta líka,“ segir Eygló
Harðardóttir, félags- og húsnæðis-
málaráðherra.
Önnur lög sem tóku gildi um ára-
mótin og heyra undir ráðuneyti
Eyglóar eru ný lög um húsnæðis-
bætur. Með lögunum hafa fleiri á
leigumarkaði rétt á húsnæðisbótum
en áður var. „Það er verið að hækka
tekjuviðmiðin í húsnæðisbótunum
miðað við það sem var í húsaleigu-
bótunum. Fyrir fólk á vinnumarkaði
er þetta veruleg breyting en þetta
er líka breyting fyrir námsmenn.
Þetta er nýtt kerfi og það er veruleg
viðleitni frá ráðuneytinu, þingi og
Syndsamlega gott, kolvetnaskert skyr
með dökku súkkulaði og vanillubragði.
Nú fáanlegt í 500 g dósum
Syndsamlega gott, kolvetnaskert skyr
með dökku súkkulaði og vanillubragði.
Nú fáanlegt í 500 g dósum
Dökkt súkkulaði og vanilla
50
0 g
Fleiri fá húsaleigubætur, starfslok verða
sveigjanlegri og skrá þarf Airbnb-íbúðir
Ný lög tóku í gildi um áramótin sem takmarka heimildir lögreglu til að hlera almenning. Minni skattur verður tekinn af almenningi en
nú þarf að skrá allar Airbnb-íbúðir, vilji maður ekki fá sekt upp á allt að einni milljón króna. Fréttablaðið dró saman helstu breytingar.
sveitarfélögum að tryggja að það sé
enginn í verri stöðu en áður,“ segir
Eygló. Það sem áður hét sérstakar
húsaleigubætur heitir nú sérstakur
húsnæðisstuðningur og heyrir
undir félagsþjónustuna. Vinnu-
málastofnun sér svo nú um greiðslu
húsnæðisbótanna til almennings.
„Það er verið að útvíkka rétt-
indin. Þetta var hluti af samkomu-
lagi við aðila vinnumarkaðarins og
þetta var sérstaklega hugsað til að
bæta stöðu þeirra sem eru á vinnu-
markaði,“ segir Eygló. Húsnæðis-
bætur verða greiddar mánaðarlega
og grunnfjárhæð þeirra mun taka
mið af fjölda heimilismanna óháð
aldri þeirra.
Minni skattheimta
Ríkið tekur til sín minni skatt af
almenningi á þessu ári en verið
hefur. Til dæmis má nefna að við
andlát einstaklings verður ekki
lengur greiddur erfðafjárskattur af
þeim hluta arfs sem gefinn verður til
góðgerðarfélaga. Þetta er breyting
frá því sem áður var þegar erfðafjár-
skattur var tíu prósent.
Ekki verður lengur tekinn skattur
af þeim hagnaði sem verður til hjá
einstaklingum sem ákveða að flytja
í ódýrara húsnæði. Með öðrum
orðum, ríkið tekur ekki lengur til sín
skatt þegar einstaklingar ákveða að
minnka við sig. Það má ímynda sér
að sú skattaprósenta hafi lagst hvað
mest á eldra fólk sem hafði hug á að
minnka við sig og nýta fjármagnið
sem umfram var til efri áranna.
Á nýju ári verður veittur skatta-
afsláttur vegna hlutabréfakaupa
einstaklinga. Skattafrádráttur vegna
hlutabréfakaupa er nú um 50 pró-
sent og lágmarksupphæð þeirra er
300 þúsund.
Bæði meira og minna eftirlit
Nýju og umdeildu Airbnb-lögin svo-
kölluðu tóku gildi um áramótin. Þau
skylda þá sem ætla að gera út svo-
kallaða heimagistingu, til dæmis í
gegnum vefsíðuna Airbnb, til að skrá
það hjá sýslumanni og endurnýja
þarf skráninguna á hverju ári. Ein-
staklingar hafa heimild til að leigja
heimili sitt út í 90 daga á ári og að
hámarki fyrir tvær milljónir króna.
Allt umfram það krefst rekstrarleyfis
frá stjórnvöldum. Þetta þýðir að hver
nótt má ekki kosta meira en rúmar
11 þúsund krónur ef útleiga fer fram
allar þessar 90 nætur.
Skráningargjald hjá sýslumanni
fyrir airbnb íbúðir er 8.000 krónur
á hverju ári. Ef skráningarskyldunni
er ekki hlýtt má búast við að fá sekt
Ellilífeyrir
hækkar
Söluhagnaður þegar fólk minnkar
við sig húsnæði verður ekki
lengur skattlagður
✿ Hvernig breyttist líf þitt um áramótin?
Skattaskil verða
alfarið rafræn.
Gjafir til góðgerðarfélaga verða undanþegnar erfðafjárskatti
nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. febrúar
Húsaleigubætur flytjast frá
sveitarfélögum til ríkis. Hús
næðis bætur verða greiddar mán
aðarlega og grunnfjárhæð tekur
mið af fjölda heimilismanna
óháð aldri. Fleiri hafa rétt til þess
að fá bætur því tekjumörk hækka.
airbnb lögin taka gildi – Einstaklingar
hafa heimild til að leigja heimagistingu í
90 daga á ári og að hámarki fyrir tvær millj
ónir króna. Skráningarskylda gildir fyrir alla
sem ætla að bjóða upp á heimagistingu og
endurnýja þarf skráninguna á hverju ári.
Heimild lögreglu til að hlera verður þrengd
og lögreglu verður sýnt meira aðhald. Brot
verður að varða sex ára fangelsi og ríkir al
mannahagsmunir eða einkahagsmunir verða
að vera fyrir hendi. Þeim sem er hleraður
verður skipaður lögmaður sem gætir hags
muna hans.
Skattaafsláttur vegna
hlutabréfakaupa tekur
gildi. Lágmarksupphæðin
verður 300 þúsund krónur.
Sjúkratryggðum er gert kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í
öðru aðildarríki EES og sjúktratryggingar greiða kostnaðinn ef
um brýna almannahagsmuni er að ræða.
Íslendingar þurfa ekki lengur að borga skatt af afganginum sem þeir fá ef þeir minnka við sig húsnæði. FréttaBlaðið/DanÍel
frá 10 þúsund krónum og allt að
einni milljón króna.
En þrátt fyrir þessar sektargreiðsl-
ur má að minnsta kosti ekki búast
við því að lögreglan hleri mann
vegna gruns um að brjóta gegn
airbnb-reglunum. Heimildir lög-
reglu til símahlustunar hafa nefni-
lega verið þrengdar og nú verður
brot að varða sex ára fangelsisvist og
ríkir almannahagsmunir eða einka-
hagsmunir að vera í gildi. Þeir sem
eru svo óheppnir að vera hleraðir
af lögreglu fá úthlutað réttargæslu-
manni sem hefur aðgang að ýmsum
gögnum í málinu og gætir réttar
þess sem er hleraður. Lögmaðurinn
má þó ekki láta skjólstæðing sinn
vita að hann sé að gæta réttar hans.
snaeros@frettabladid.is
Ég hef mikla sann-
færingu um að ný
ríkisstjórn hljóti að breyta
kerfi örorku-
bóta líka.
Eygló Harðardóttir,
félags og hús
næðismálaráðherra
Einstaklingar hafa
heimild til að leigja heimili
sitt út í 90 daga á ári og að
hámarki fyrir tvær milljónir
króna.
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M t U D a G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
C
-D
9
B
4
1
B
D
C
-D
8
7
8
1
B
D
C
-D
7
3
C
1
B
D
C
-D
6
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K