Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 12
ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR Stjórnendur Sparisjóðs Austur- lands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrir- tækinu. Þetta staðfestir sparisjóðs- stjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Lands bankinn og fékk 22,5 millj- ónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á millj- arðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í við- bótargreiðslunni og í apríl var lög- fræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbank- inn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun. – hg Vilja sjá Borgunarmálið klárast Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hluta- fjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísil- verksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Frétta- blaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hluta- fjársöfnun upp á alls fjórtán millj- arða króna og stóð þá til að fjár- mögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auð- mennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. Fjórir lífeyrissjóðir eru einnig eigendur en framkvæmdastjóri Birtu er rólegur. „Von allra að þetta gangi“ Fjórir lífeyrissjóðir lofuðu, ásamt Sjóvá og Íslands- banka, tæplega sex millj- arða króna fjárfestingu í Silicor Materials Holding í ágúst 2015. Keyptu þeir í fyrirtækinu í gegnum félagið Sunnuvelli slhf. sem á nú 32,4 prósent í kísilverinu. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzl- unarmanna, Festu-lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn (nú Birtu) og Lífeyrissjóð Vest- mannaeyja. Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Birtu, segir það „heppilegra“ ef fjármögnun verksmiðjunnar væri lokið en að ekki sé komin upp óánægja hjá stjórnendum lífeyris- sjóðsins með tafirnar. „Almennt er það von allra að þetta gangi og því fyrr því betra í þeim skilningi. Hingað til hafa menn metið seinkunina í þeim skilningi að hún sé mál- efnaleg. Ég held að það sé ljóst að við lögðum öll upp með ákveðna áætlun og það er ljóst að henni seinkar og við getum lítið ráðið við það að svo stöddu.“ Hlutafjáröflunin, sem lauk í september í fyrra, var eins og áður segir fyrri hluti fjármögnunar 121 þúsunds fermetra kísilvers sem á að framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð og fullklárað að kosta um 900 milljónir Bandaríkjadala eða 100 milljarða króna. Fjárfestahópurinn sem keypti fimm prósenta hlut í Símanum í umdeildri sölu Arion banka í ágúst 2015 getur nú selt bréfin. Söluhömlum var aflétt 1. janúar en við opnun markaða þann dag nam gengi hlutabréfa Símans 3,13 krónum. Virði þeirra hafði þá hækk- að um 24 prósent  síðan hópurinn keypti þau á genginu 2,518. Viðskiptafélagarnir Sigurbjörn Þorkelsson, Árni Hauksson og Hall- björn Karlsson eiga 48 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu L1088 ehf. sem heldur utan um eign fjárfestahópsins í fjarskiptafyrirtækinu. Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Gunnar Fjalar Helgason, yfirmaður stefnumótunar og stjórnunar hjá Símanum, eru skráðir fyrir 16,5 prósentum. Félag- ið Íshóll ehf. er þriðji stærsti eigandi L1088 með 15,6 prósenta hlut. Það er í eigu Stefáns Ákasonar, fyrrverandi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar Kaupþings. Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir og stjórnarmaður í Símanum, átti 6,38 prósent. Önnur bréf félagsins voru í eigu innlendra og erlendra fjár- festa sem tóku þátt í kaupunum. Arion banki var harðlega gagnrýndur fyrir söluna enda fékk hópurinn að kaupa bréfin í lokuðu söluferli. – hg Geta selt Símabréfin Bréf Japana á uppleið Nikkei-hlutabréfavísitalan í japönsku kauphöllinni hækkaði um 2,5 prósent á miðvikudag. Hafði hún þá ekki verið hærri í rúmt ár og nam 19.594 stigum. Fréttablaðið/epa Sparisjóður austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu borgun. Finnur reyr Stefánsson fjárfestir Jón Árni Ágústsson fjárfestir talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tíma- mörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahluta- félags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðj- unnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrir- tækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjár- festingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxa- flóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar. haraldur@frettabladid.is Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tón- listarkennari, og eigendur Máln- ingar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri birtu markaðurinn 24% er hækkun hlutabréfa með- lima hópsins í Símanum. 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D C -C 5 F 4 1 B D C -C 4 B 8 1 B D C -C 3 7 C 1 B D C -C 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.