Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 17
Björn Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
464 9955
bjorn@byggd.is
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali
695 5520
jonrafn@miklaborg.is
Kjartan Hallgeirsson
Löggiltur fasteignasali
824 9093
kjartan@eignamidlun.is
Ágúst Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
453 5900
agust@krokurinn.is
TÆKIFÆRI TIL
FERÐAÞJÓNUSTU Á
SÖGUFRÆGUM STAÐ
40 eignir til sölu að Hólum í Hjaltadal
Til sölu 40 íbúðir í háskólaþorpinu að Hólum
í Hjaltadal. Íbúðirnar eru í eigu Nemendagarða
Hólaskóla. Gert er ráð fyrir að selja a.m.k. 38
þeirra til sama aðila. Auk þess er um að ræða
tvö stök hús sem henta mjög vel sem orlofshús,
t.d. fyrir stéttar– eða starfsmannafélög.
Hjaltadalur er með fegurstu dölum landsins og
Hólar þekktur sögustaður. Eignirnar henta vel í
ferðaþjónustu og eru miðsvæðis á Norðurlandi.
Fjölmargir útivistarkostir eru í næsta nágrenni og
miklir möguleikar á að auka þjónustu á svæðinu,
sem og samstarf við Háskólann á Hólum.
Hagstætt verð fyrir framsækna aðila, ásett
verð 298 m.kr., 40 eignir, 2.699 m2.
Nánari upplýsingar um eignirnar veita
neðangreindar fasteignasölur.
Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík . Sími 588 9090
eignamidlun@eignamidlun.is
Samskiptafyrirtækið AT&T tilkynnti
í gær að fyrirtækið ætlaði að prófa
næstu kynslóð farsímanets, oftast
kölluð 5G, í Austin í Texas-ríki á árinu.
Verður tæknin notuð til þess að knýja
þjónustuna DirecTV Now á heimilum
borgarinnar. Fréttastofa CNN greindi
frá því að búist væri við því að pruf-
urnar færu fram á fyrri hluta þessa
árs. Er þeim ætlað að kanna hversu vel
5Gfarsímaneti tekst að meðhöndla
mikla umferð.
AT&T hélt því fram í fréttatilkynn-
ingu að 5G netið sem fyrirtækið væri
að þróa næði allt að fjórtán gígabita
hraða á sekúndu, sem er mun meiri
hraði en fæst með 4G tengingu. Þessi
aukni hraði myndi gera neytendum
kleift að horfa á myndbönd í mun
betri upplausn án þess að þurfa að bíða
eftir því að þau hlaðist inn. Tilkoma 5G
farsímanets mun væntanlega koma
til með að breyta netnotkun snjall-
símaeigenda. Aukið geymslupláss og
aukinn hraði opna leiðir fyrir hærri
upplausn myndbanda og stærri snjall-
símaforrit. Mun því þróunin sem hófst
með 4G tengingu halda áfram.
Annar samskiptarisi, Verizon, býst
einnig við því að hefja prufur á 5G
neti á árinu og þá er Google með sams
konar áætlanir. – þea
AT&T prufar
5G farsímanet
5G farsímanet er væntanlegt.
Nordicphotos/AFp
Facebook býður nú notendum upp
á að texta myndbönd sem þeir hlaða
upp á síðuna. Fram til þessa hefur það
ekki verið hægt nema notandinn hafi
gert það áður en myndbandinu var
hlaðið upp.
Enn sem komið er stendur banda-
rískum like-síðum möguleikinn til
boða en von er á því að allir notendur
Facebook geti textað myndbönd sín
á næstunni.
Annars vegar er hægt að hengja
svokallaða SRT-skrá við myndbandið.
Slíkar skrár eru notaðar til þess að
texta myndbönd. Þá verður einnig
hægt að reiða sig á sjálfvirkt textunar-
forrit Facebook en ekki er víst hversu
áreiðanlegt það er.
Eins og notendur Facebook vita
spilast myndbönd á síðunni sjálfkrafa
þegar þau rata á skjáinn og án hljóðs.
Með tilkomu texta mun notandinn
ekki þurfa að kveikja á hljóðinu til
þess að vita hvað er í gangi í mynd-
böndunum. – þea
Facebook textar
myndbönd
Þessi snjallsímaeigandi er með átta til-
kynningar á Facebook. Nordicphotos/AFp
Risavaxin verksmiðja rafbílafram-
leiðandans Tesla hóf í gær fjölda-
framleiðslu lithium-ion rafhlaðna. Er
verksmiðjunni ætlað að útvega öllum
bílum hinnar nýju tegundar, Model 3,
rafhlöður. Einnig mun verksmiðjan
framleiða rafhlöður fyrir Powerwall
2, heimilisrafhlöðu Tesla.
Fram til þessa hefur Panasonic
framleitt rafhlöður fyrir Tesla. Hins
vegar er búist við því að hin nýja
verksmiðja tryggi að eftirspurn verði
annað og að kaupendur Model 3 bíla
fái bíla sína í hendurnar á skikkan-
legum tíma. Frá þessu greinir Tech-
Crunch.
Verksmiðjan, sem kölluð er Giga-
factory, var opnuð í fyrra og hefur
fram til þessa sett saman vörur á borð
við Powerwall auk þess að vinna að
undirbúningi fyrir komandi vörur
Tesla.
Enn sem komið er framleiðir verk-
smiðjan eingöngu rafhlöður fyrir
Powerwall en framleiðsla rafhlaðna
í Model 3 hefst á öðrum fjórðungi
þessa árs.
Það að anna eftirspurn er ekki eina
markmið rafbílarisans með þessari
breytingu. Fjöldaframleiðsla raf-
hlaðna á einnig að lækka verð á
vörum frá Tesla þar sem hagkvæm-
ara er að framleiða rafhlöðurnar í
miklu magni. Þá verði færri mistök
við framleiðslu rafhlaðnanna þar
sem verksmiðjan er að miklu leyti
sjálfvirk.
Þrátt fyrir háþróuð framleiðslu-
tæki munu um 6.500 manns starfa við
verksmiðjuna þegar hún er fullkláruð
og komin á fulla ferð.
Tesla tilkynnti á þriðjudag að fyrir-
tækið hefði framleitt 83.922 bíla á
síðasta ári og skilað 76.230 í hendur
kaupenda. Áætlað var að skila 80.000
bílum. Ástæðan þess að það tókst
ekki var sögð vera vandamál við
flutninga og framleiðslu. – þea
Tesla hefur fjöldaframleiðslu rafhlaðna
tesla Model s. MyNd/Ap
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 17f i M M t U D A G U r 5 . j A n ú A r 2 0 1 7
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
D
C
-A
8
5
4
1
B
D
C
-A
7
1
8
1
B
D
C
-A
5
D
C
1
B
D
C
-A
4
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K