Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gos-drykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að
einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offitu-
vandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er
túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin
er sú að einungis innan við helmingur af því er raunveru-
lega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla
gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun
undanfarið.
Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa
drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Sam-
kvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012
til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á
Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama
tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja
og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52.
Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur
ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin
miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta
ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð
íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri
þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur
sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir
og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent
frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gos-
drykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlaus-
um gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent.
Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað
um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili.
Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið
2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann.
Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og
aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á
orsakasamhengi þar á milli.
Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum
einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið
er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf
orsakanna víðar.
Gosið er ekki
sökudólgurinn
Almar
Guðmundsson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins
Það er því
beinlínis
rangt að
leggja alla
gosdrykki að
jöfnu, líkt og
gert hefur
verið í
umfjöllun
undanfarið.
Gríptu lyfin á leiðinni heim
Apótek Garðarbæjar í alfaraleið
Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010
Stólaleikurinn
Stólaleikur væntanlegra ríkis
stjórnarflokka er hafinn. Fréttir
bárust af því í gær að Sjálf stæðis
flokkur hlyti fimm ráðuneyti,
Viðreisn þrjú og Björt framtíð tvö.
Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson
verður forsætisráðherra og Bene
dikt Jóhannesson, formaður Við
reisnar, er sagður sækja það fast að
fá fjármálaráðuneytið. Margir eru
þeirrar skoðunar að Óttari Proppé
færi mennta og menningarmála
ráðuneytið vel en Óttarr er sjálfur
sagður spenntastur fyrir utanríkis
ráðuneytinu. Því er ekki að neita
að sinnepsgulu jakkafötin myndu
sóma sér vel á fundum utanríkis
ráðherra Evrópu, innan um alla
heimsins tóna af svörtum fötum.
Kvennaframboð
Það hefur lengi legið fyrir að Sjálf
stæðisflokkurinn er í vandræðum
þegar kemur að því að velja konur
í ráðherrastóla. Ólöf Nordal er
eini kvenkyns oddviti flokksins
og hefur háð harða baráttu við
heilsuleysi. Ef til stendur að hafa
sem jafnasta kynjaskiptingu þurfa
Sjálfstæðismenn að hafa tvær
konur í ríkisstjórn, ef önnur er
Ólöf þyrfti engu að síður að líta
fram hjá karlkyns oddvitum og
neðar á lista flokksins. Engin kona
í öðru sæti á listum flokksins hefur
þingreynslu. Kannski Sjálfstæðis
menn taki kvenkyns utanþings
ráðherra í ríkisstjórnina. Í þeim
spám hefur nafn Svanhildar Hólm
Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna
Benediktssonar, oftast borið á
góma. snaeros@frettabladid.is
Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr
sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju
nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða.
Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar
nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstand-
endum látinna verður framvegis ekki heimilt að
neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í
annað fólk í Frakklandi.
Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið
brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær
þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um
efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðar-
nefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum
flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu
að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti
einstaklingsins.
Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður
að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu
landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf
maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum
skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í
heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði inn-
leidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu
væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa
fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfir-
lýsingu um hið gagnstæða.
Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að
vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að
þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breyt-
ast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi
ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar
verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber
undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem
getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana
eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur
Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að
réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji
gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera
að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum sam-
félagsins til hjálpar frekar en hitt.
Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli
gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með
því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt til-
laga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem
ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda
ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með
rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun
skattframtals þar sem notandinn myndi haka við
þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent
og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá
lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga
skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi
upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjöl-
skyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu
hans við andlát.
Að gefa líf
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
C
-A
D
4
4
1
B
D
C
-A
C
0
8
1
B
D
C
-A
A
C
C
1
B
D
C
-A
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K