Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 24

Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 24
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð Á forsíðu Tryggingastofn-unar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónu afslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkost- legar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launa- þróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lág- marksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tutt- ugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upp- hæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækk- unin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þús- und á mánuði gagnvart eldri borg- urum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Trygginga- stofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyris- greiðsla lækkuð um 45% af eftir- stöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerð- ingum og mismunun milli einstakl- inga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunar- innar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjara- rýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjara ráðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árs- lok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækk- anir Tryggingastofnunar til sinna lífeyris þega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingis- manna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramóta- kveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017. Áramótakveðja Tryggingastofnunar Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bóta- flokka, sem verður að af- nema og einfalda. Halldór Gunnarsson varaformaður flokks fólksins Ferðamenn sem til Íslands koma gera sífellt meiri kröfur um gæði þjónustunnar sem þeir kaupa og þeir bera hana saman við bestu ferðamannastaði í heimi. Ferðamenn vilja geta treyst ferða- þjónustunni og deila upplifun sinni jafnóðum með umsögnum og myndum sem birtast samtímis úti um allan heim. Samkeppnin er hörð og ferðaþjónustufyrirtæki með hugsunarhátt gullgrafara sem tjaldar til einnar nætur eru skamm- líf og geta skemmt orðstír Íslands. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi dregur fram ýmsar áskor- anir sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfs- fólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sann- gjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta. Það er því á þessum grunni sem FESTA, miðstöð um samfélags- ábyrgð og Íslenski ferðaklasinn efla til hvatningarverkefnis um ábyrga ferðaþjónustu. Verkefnið felur í sér að fyrirtæki skrifa undir einfalda og skýra yfirlýsingu um að þau muni bjóða ábyrga ferðaþjónustu. Fyrir- tækjunum verður í kjölfarið boðin fræðsla um ábyrga starfshætti og sjálfbærni. Samstarfsaðilar að verk- efninu eru SAF, Ferðamálastofa, Íslandsstofa, Höfuðborgarstofa, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel. Í dag sýnir fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu fagmennsku og ábyrg vinnubrögð. Sífellt fleiri taka upp markviss umhverfis- og gæðakerfi eins og t.d. Vakann sem er orðið þekkt og virt kerfi innan ferða- þjónustunnar. Hvatningarverk- efnið „Ábyrg ferðaþjónusta“ á bæði við um þá sem eru nú þegar komnir vel á veg og eru fyrirmyndir, eins og þau fyrirtæki sem eru enn í start- holunum og vilja setja sér mælanleg markmið í sjálfbærni og samfélags- ábyrgð. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósan legur áfangastaður ferða- manna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kyn- slóðir þjóðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verkefnisins, sem undirstrikar að góður orðstír ferðaþjónustunnar skiptir okkur öll máli. Yfirlýsingin um ábyrga ferða- þjónustu verður undirrituð þann 10. janúar. Við hvetjum öll fyrir- tæki sem tengjast ferðaþjónustu til að skrá fyrirtæki sitt til þátttöku í verkefninu. Skráning fer fram á heimasíðu Festu, www.festasam- felagsabyrgd.is. Þarf að hvetja til ábyrgrar ferðaþjónustu? Ketill Berg Magnússon framkvæmda- stjóri FESTU – miðstöðvar um samfélagsábyrgð Ásta Kristín Sigurjónsdóttir klasastjóri Íslenska ferða- klasans L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Þorrablót Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki M ER KI Ð M IT T www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D C -E 8 8 4 1 B D C -E 7 4 8 1 B D C -E 6 0 C 1 B D C -E 4 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.