Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 32
Fatasöfn er að finna í mörgum af helstu stórborgum Svíþjóðar. NordicphotoS/getty Fatasöfn er nú að finna í mörg- um af helstu stórborgum Svíþjóð- ar auk þess sem pop-up fatasöfn skjóta reglulega upp kollinum. Markmið þeirra er að nýta þann fatnað sem er í umferð betur og draga úr neyslu og þar með um- hverfisáhrifum fataiðnaðarins. Fyrirkomulagið sparar peninga auk þess sem notendur fá útrás fyrir þá upplifun að klæðast nýrri flík sem margir sækjast eftir án þess að það kosti mikið eða nokkuð. Hugmyndin er að fólk þurfi ekki endilega að eiga fötin sem það klæðist og eins að það geti klætt sig með fjölbreyttari hætti en ella. Þá skiptir einnig máli að sem flestir hafi aðgang að tískuvarningi gegn lágu og jafnvel engu gjaldi. Fyrirkomulagið er mismun- andi eftir söfnunum. Sums stað- ar kemur fólk með þrjár flíkur að heiman og fær þrjár aðrar í skipt- um. Annars staðar þarf ekki að leggja neitt af mörkum heldur er einungis hægt að fá lánað. Sums staðar þarf að kaupa fatasafnskort en annars staðar er lánið ókeypis. Hversu lengi má hafa flíkurnar að láni er mjög mismunandi, allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mán- uði. Eina skilyrðið er að skila þeim heilum og hreinum. Það er misjafnt hvernig fata- söfnin byggja upp lagerinn. Skipti- fyrirkomulag er sem fyrr segir sums staðar við lýði en annars stað- ar byggist lagerinn að einhverju leyti upp á gjöfum einstaklinga og fataframleiðenda. Filippa K fer þar fremst í flokki en árlega gefur framleiðandinn föt úr nýjustu fata- línunni. Filippa K, sem er í grunn- inn sænskt merki, er með yfirlýsta umhverfisstefnu og leggur upp úr því að framleiða endingar góðar flíkur. Með því að gefa hluta framleiðsl- unnar til fatasafnsins undirstrik- ar fyrirtækið endingu og gæði fatn- aðarins. Flíkurnar á fatasöfnunum eru því síður en svo alltaf vintage eða dottnar úr tísku. Talsvert er um að tísku- en umhverfismeðvit- aðir einstaklingar nýti sér þjón- ustu safnanna til að geta endur- nýjað innihaldið í fataskápnum með reglubundnu millibili án þess að auka neysluna. Fatalán í stað Fatakaupa Fatasöfn fóru að gera vart við sig í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Fyrirkomulagið er svipað og á hefðbundnum bókasöfnum að því undanskildu að notendur fá lánuð föt og fylgihluti í stað bóka. Fjörutíu ár eru síðan bandaríska leikkonan Diane Keaton lék eitt sitt frægasta hlutverk, Annie Hall, í samnefndri kvikmynd Woody Allen en myndin kom út árið 1977. Keaton er fædd 5. janú- ar árið 1946 og á því sjötíu og eins árs afmæli í dag. Leikferill Diane Keaton hófst á leiksviði. Hún sást fyrst á hvíta tjaldinu árið 1970. Fyrsta bitastæða hlut- verkið hennar var Kay Adams Corleone í Guð- föðurnum árið 1972 en eftir að hún kynnt- ist Woody Allen og lék í myndum hans Play it again Sam, Sleeper, Love and death og loks Annie Hall, mótaði hún stíl sinn sem gamanleik- kona. Fyrir hlutverk sitt sem Annie Hall fékk hún Óskar- inn. Woody Allen og Diane Keaton áttu í sambandi með hléum á þessum árum og á Woody að hafa byggt hlut- verk Annie á persónu- leika Diane sjálfrar. Annie státar meðal ann- ars af sérstökum fatastíl og komu sumir búning- anna úr fataskáp Diane. Víðar karlmannsbux- ur og vesti, jakkaföt, hálsbindi og hattar ein- kenna Annie og eftir að myndin kom út urðu buxnadragt- ir og karlmannsföt vinsæl meðal kvenna. Diane hefur gegnum tíð- ina verið hrifin af „herralegum“ fatnaði, jakkafötum, rúllukraga- peysum og sést oftar en ekki með hatt. www.wikipedia.org Diane Keaton er 71 árs diane Keaton sló í gegn sem hin skondna Annie hall í samnefndri kvikmynd Woody Allen. NordicphotoS/getty Fa rv i.i s // 0 11 7 KRINGLUNNI | 588 2300 KJÓLL 6.995 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% Allt sem þú þarft ... *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D C -A 8 5 4 1 B D C -A 7 1 8 1 B D C -A 5 D C 1 B D C -A 4 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.