Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 34

Fréttablaðið - 05.01.2017, Page 34
Felicity Jones vakti verð- skuldaða athygli á rauða dreglinum árið 2015 þegar hún var tilnefnd til Golden Globe-, SAG-, BAFTA- og Óskarsverðlauna fyrir hlut- verk sitt sem Jane Hawk- ing í The Theory of Everything sem fjallar um vísinda- manninn Steph- en Hawking. Með það sama varð hún ef tirsótt meðal leikstjóra sem allir kepptust við að fá hana til starfa. Tvö næstu verkefni hennar voru sann- kallaðar stórmynd- ir, annars vegar In- ferno, gerð eftir bók Dans Brown þar sem hún leikur á móti Tom Hanks, og hins vegar hin geysivinsæla Star Wars Rogue One sem frumsýnd var í desember síð- astliðnum en þar leikur hún hörku- kvendið Jyn Erso. Jones á langan og farsælan feril að baki. Sitt fyrsta hlutverk fékk hún 12 ára gömul í sjónvarpsmynd- inni The Treas- ure Seekers þar sem hún lék á móti Keiru Knightley. Hún hefur starfað við leiklistina síðan, fyrir utan nokkur ár sem hún tók sér frí til að stunda nám í ensku við háskóla. Hún hefur lengi verið nafn- toguð innan bransans og leikið með stórleikurum á borð við Jennifer Lawrence í rómantísku gaman- myndinni L ike Crazy (2011). Í þeirri mynd þurfti hún sjálf að sjá um hár og förðun og samtöl- in voru flest spunn- in. Einnig lék hún á móti Ralph Fiennes í The Invisible Woman þar sem hún lék viðhald Charles Dickens. Meðal annarra mynda hennar má nefna North- anger Abbey (2007) Brideshead Revisited (2008), The Tempest (2010) og Chalet Girl (2011) en fyrir þá mynd stundaði hún brettanám í tvo mánuði og vann undir dulnefni í skíða- skála. Felicity Jones tekur sig vel út á rauða dregl- inum en hún hefur einnig tekið þátt í ákalli Reese Witherspoon #AskHerMore þar sem fjölmiðlar eru hvatt- ir til að spyrja konur út í fleira en kjólana þeirra. Desember 2016 Október 2016 Desember 2016 Skínandi Star WarS-Stjarna Breska leikkonan Felicity Jones (33) hefur starfað við leiklist í yfir tuttugu ár. Hún hefur leikið í gæðamyndum og hlotið fyrir verðlaun og lof gagnrýnenda. Það eru hins vegar tvær síðustu myndir hennar, Inferno og Star Wars Rogue One, sem hafa fest hana í sessi á stjörnuhimninum í Hollywood. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 • Dalbraut 1 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D C -A D 4 4 1 B D C -A C 0 8 1 B D C -A A C C 1 B D C -A 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.