Fréttablaðið - 05.01.2017, Side 44

Fréttablaðið - 05.01.2017, Side 44
Í dag 19.05 Keflavík - Njarðvík Sport 23.00 Tourn. of Champions Golfst. 19.15 Stjarnan - Þór Ak. Ásgarður 19.15 Keflavík - Njarðvík Keflavík 19.15 Skallagr. - Haukar Borgarnes 19.15 Snæfell - ÍR Stykkish. Strákarnir hafa ekki tapað fyrir egyptum í níu ár íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. fyrsti leikur liðsins er á móti egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. egyptar eru að undirbúa sig fyrir hm í frakklandi eins og íslenska liðið og mæta þar meðal annars tveimur landsliðum undir stjórn íslendinga (Danmörku og Svíþjóð). íslenska landsliðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína á móti egypta- landi og ekki tapað fyrir þeim í tæp níu ár eða síðan í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Ólympíuleikana ógleymanlegu í peking 2008. guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk í síðasta leik sínum á móti egypta- landi sem var á hm í katar 2015. upplýSingar SÓttar til þjálfara í fÓtBoltanum andri Steinn Birgisson, fyrrverandi þjálfari 3. deildarliðs þróttar í Vogum, segir að reglulega hafi hann verið inntur eftir upplýsing- um um stöðu liðsins og heilsufar leikmanna. er það gert í því skyni að afla sér upplýsinga sem nýtast fyrir veðmálastarfsemi í tengslum við íslenska knattspyrnuleiki. „Ég held að flestir þjálfarar lendi í þessu, sérstaklega í neðri deild- unum. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er hjá stóru klúbbunum,“ sagði andri Steinn við íþróttadeild. íslensk rannsókn leiddi í ljós að 12,9 prósent leikmanna á íslandi hafi verið innt eftir upplýsingum um eigið lið af erlendum veðmála- fyrirtækjum. nánar má lesa um þessi mál á íþróttavef Vísis. Nýjast Enska úrvalsdeildin Tottenham - Chelsea 2-0 1-0 Dele Alli (45.+2), 2-0 Dele Alli (54.). Þrett- án leikja sigurganga Chelsea er á enda en þetta var fyrsta tapið síðan 24. september. Staðan FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 20 16 1 3 42-15 49 Liverpool 20 13 5 2 48-23 44 Tottenham 20 12 6 2 39-14 42 Man. City 20 13 3 4 41-22 42 Arsenal 20 12 5 3 44-22 41 Man. UTd 20 11 6 3 31-19 39 Everton 20 8 6 6 28-23 30 West Brom 20 8 5 7 28-24 29 Bournem. 20 7 4 9 29-34 25 Southampt. 20 6 6 8 19-25 24 Stoke City 20 6 6 8 24-32 24 Burnley 20 7 2 11 22-31 23 West Ham 20 6 4 10 23-35 22 Watford 20 6 4 10 23-36 22 Leicester 20 5 6 9 24-31 21 Middlesbr. 20 4 7 9 17-22 19 Cry. Palace 20 4 4 12 30-37 16 Sunderland 20 4 3 13 19-37 15 Swansea 20 4 3 13 23-45 15 Hull City 20 3 4 13 17-44 13 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r32 s p o r T ∙ F r É T T a B L a ð I ð Sport Skallaprinsinn af White Hart Lane stöðvaði sigurgöngu Chelsea Tvenna í þremur leikjum í röð Hinn tvítugi Dele Alli skoraði bæði mörk Tottenham-liðsins í 2-0 sigri á toppliði Chelsea á White Hart Lane í gær og hefur strákurinn þar með skorað tvö mörk í þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og alls sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hér sést Dele Alli skora seinna skallamarkið sitt í gær en Daninn Christian Eriksen lagði upp bæði mörkin hans. FRÉTTABLAðið/GETTy KörFUBoLTI „það er ekki hægt að horfa fram hjá því að tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir kristinn g. friðriksson, fyrrverandi landsliðs- maður og sérfræðingur íþrótta- deildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út joe Costa fyrir israel martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn antonio hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. það er allt annað að sjá það. „andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir kristinn sem fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“ KR bíður eftir Jóni Arnóri kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að íslandsmeist- aratitlinum á milli tindastóls, Stjörnunnar og kr en tvö síðar- nefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkja- manninum Devon austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöð- una. tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „fyrir mér er þetta einfalt. þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða íslands- meistari. þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ en hvað með kr? „þeir eru ekki enn búnir að skipta um kana og eru bara að bíða eftir jóni arnóri. það finnst mér mistök hjá þeim. þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. kr vann titilinn ekkert rosa- lega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir kristinn. Nýliðarnir dala grindavík er í fjórða sæti og þar telur kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. engin breyting verður á efstu fjórum en haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og magga gunn og Darrell flake sem er ekki nógu gott. þeir munu dala verulega og þór frá akureyri missir flugið, held ég. þorlákshafn- ar-þórsarar og haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir kristinn. Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel guðni guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau- drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá myron Dempsey sem áður spilaði með tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekk- ert að vesenast í því lengur. það er algjörlega fráleitt að halda að þetta Þriggja hesta kapphlaup Domino’s-deild karla í körfubolta fer aftur af stað eftir jólafrí í kvöld. Hún hefst með látum með Suðurnesja- slag. Kristinn G. Friðriksson, sérfræðingur íþróttadeildar 365, fer yfir seinni hlutann fyrir Fréttablaðið. Tólfta umferðin: Í dag: 19.15 Keflavík - Njarðvík Stöð 2 Sport HD 19.15 Stjarnan - Þór Ak. 19.15 Skallagrímur - Haukar 19.15 Snæfell - ÍR Á morgun: 19.15 Þór Þ. - Grindavík 20.00 Tindastóll - KR Stöð 2 Sport HD 22.00 Domino’s-Körfuboltakvöld Stöð 2 Sport HD Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. Kristinn G. Friðriks- son, sérfræðingur 365 um Domino´s- deildina 2.826 Dagar síðan Jón Arnór Stefánsson spilaði síðast í efstu deild á Íslandi en búist er við endurkomu hans í Kr- liðið á móti tindastóli annað kvöld. lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslita- keppnina? „þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að haukarnir fari á flug. þetta verður erfitt hjá njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir kristinn g. friðriksson. tomas@365.is 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D C -C F D 4 1 B D C -C E 9 8 1 B D C -C D 5 C 1 B D C -C C 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.