Fréttablaðið - 05.01.2017, Side 46

Fréttablaðið - 05.01.2017, Side 46
„Þetta er að sjálfsögðu mjög mikil viður- kenning, ekki síst vegna þess að það veit- ir ekki af því að minna samfélagið á vægi menningarinnar, það er alls ekki mikið um menningarverðlaun á Íslandi,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarkona sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin annan janúar. Í dómnefnd sátu frú Vigdís Finnboga- dóttir, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson. Íslensku bjartsýnis- verðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 og voru allt til ársins 1999 kennd við upp- hafsmann sinn, Danann Peter Brøste. „Þau voru á sínum tíma stofnuð vegna þess að Brøste varð svo uppnuminn af því þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Það var ekki síst mikið gleðiefni í mínu lífi að fá að hitta hana við afhendingu verðlaunanna, þar sem hún er mér mikil fyrirmynd og verður líklega alltaf ein stærsta fyrirmynd íslenskra kvenna,“ segir Elín. Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa fyrir löngu fest sig í sessi. En árið 2000 varð ISAL bakhjarl verðlaunanna. „Verðlaunin eru auðvitað mikil viður- kenning og hafa hvetjandi áhrif fyrir mig til að halda áfram starfi mínu. Sköpunar- ferli myndlistarmanna er mikið óvissu- ferli og maður er í stöðugri rússíbanaferð svo þetta er virkilega mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram,“ útskýrir Elín. Elín útskrifaðist með BA-próf frá Listaháskóla Íslands og magisterspróf frá Berlín-Weissensee listaháskólanum. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víðsvegar um heiminn. Nú er hún með sýningu í Galleríi i8 sem stendur til 4. febrúar. „Þetta eru níu ljósmyndir sem ég er að sýna, sem eru samt sem áður mjög rýmis- bundnar, en þær eru teknar inni í sýningar- rýminu sjálfu. Ég er að nota gamla blekking- araðferð úr kvikmyndaheiminum, þar sem glerplötum var stillt upp fyrir framan kvik- myndavélina, og viðbætur við landslag eða rými voru málaðar á glerið, svo var skotið í gegn um glerið, sem þjónaði þeim tilgangi að bæta við eða breyta rými frá sjónar- horni myndavélarinnar. Það sem ég er að gera í þessu tilfelli er að reyna að stroka út stóra súlu í miðju rýminu með því að setja í hennar stað svífandi blómvönd sem sést frá níu mismunandi sjónarhornum,“ útskýrir Elín og bætir við að þetta sé alls ekki eins flókið og það hljómar. Á næstunni mun Elín einblína á vinnu- stofuvinnu, þar sem hún ætlar að taka sér tíma til að skapa og búa til ný verk. „Ég mun taka mér tíma á næstunni til að þess að vinna verk. Ég legg það nú ekki í vana minn að plana marga mánuði fram í tímann. En það koma alltaf ný og spenn- andi verkefni til að takast á við,“ segir Elín að lokum. gudrunjona@frettabladid.is Elín hlaut bjartsýnisverðlaunin Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru árleg menningarverðlaun sem eiga sér langa sögu. Þau voru veitt í þrítugasta og sjötta skipti á Kjarvalsstöðum annan janúar og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Elínu Hansdóttur myndlistarkonu verðlaunin. Elín Hansdóttir ásamt Rannveigu Rist og Guðna Th. Jóhannessyni. FRéTTablaðið/ERniR Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Pálína Ágústa Jónsdóttir Sólvöllum 1, Stokkseyri, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni aðfangadags verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 13.00. Kristinn Jón Reynir Kristinsson, fjölskylda og tengdabörn. Okkar ástkær, Þorbergur Benedikt Guðmundsson hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, andaðist 14. desember. Útförin fer fram í dag, fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00 frá Garðakirkju á Álftanesi. Aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingi Guðjón Magnfreðsson Fjarðarstræti 57, Ísafirði, lést laugardaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. janúar nk. kl. 14.00. Björk Ingadóttir Víðir Ingason Auðbjörg Gerður Pálsdóttir Tryggvi Ingason Sólveig Fríða Kjærnested barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát Guðrúnar Sveinbjarnardóttur. Arnþór Garðarsson Soffía Arnþórsdóttir Þrándur Arnþórsson, Álfheiður Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigrún Halla Eiríksdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 11. janúar kl. 13.00. Eiríkur Kristófersson Sigríður Bragadóttir Elín Kristófersdóttir Einar Sigursteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Sigurrós Sörladóttir lést 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju 10. janúar kl. 13.00. Einar Gunnarsson Gunnar Einarsson Hafdís Inga Gísladóttir Rafn Einarsson Una Eyrún Ragnarsdóttir Þorlákur Ómar Einarsson Sara María Karlsdóttir Einar Sörli Einarsson Guðrún Gunnarsdóttir Guðmundur Heimir Einarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Hafsteinn Hjaltason prentari, lést að heimili sínu föstudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Auðunsdóttir Jóna Björg Hafsteinsdóttir Fjölnir Björgvinsson Helen Neely Soffía Auður Sigurðardóttir Viðar Árnason og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðbrands Árnasonar Fiskakvísl 13. Áshildur E. Daníelsdóttir Daníel Guðbrandsson Birna Benediktsdóttir Árni Guðbrandsson Kristín E. Björnsdóttir Guðbrandur Guðbrandsson Sigrún Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Magnúsdóttir Imba frá Grund, lést á Sólvöllum Eyrarbakka 1. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fjölskyldan. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Sigurðardóttir er látin. Jarðsungið verður í Grafarvogskirkju 6. janúar klukkan 13.00. Sigríður Magnúsdóttir Grettir Gíslason Sveinn Brynjar Diego Ólína Björk Kúld Jóna Sveinsdóttir Diego Elma Björk Diego Vilhjálmur Húnfjörð Arnar Þór Diego Signý Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Sigurðardóttir Skipalóni 16, Hafnarfirði, lést á Vífilsstöðum 28. desember. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15.00. Sigurður Steingrímsson Inga Dóra Sigurðardóttir Börkur Arnviðarson Þröstur Már Sigurðsson Þóra Kristín Björnsdóttir Sólrún Ólína Sigurðardóttir Indriði Hauksson barnabörn og langömmubörn. Merkisatburðir 1531 Klemens páfi sjöundi bannar Hinriki áttunda Englandskon- ungi að giftast aftur. 1848 Franskir skipbrotsmenn koma að landi í Breiðdal eftir mikla hrakninga á hafi. 1859 Fyrsta gufuskipið siglir. 1909 Kólumbía viðurkennir sjálfstæði Panama. 1920 Boston Red Sox selur Babe Ruth til New York Yankees. 1931 Fyrsta barnið fæðist á Landspítalanum sem tekinn var í notkun tveimur vikum áður. 1946 Frumsýnd fyrsta íslenska kvikmyndin með tónum, tali og í „eðlilegum litum“ um lýðveldishátíðina 17. júní 1944. 5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r34 T í M a M ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót 0 5 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D C -B C 1 4 1 B D C -B A D 8 1 B D C -B 9 9 C 1 B D C -B 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.