Fréttablaðið - 05.01.2017, Qupperneq 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„Snyrtivörur eru mitt helsta áhuga-
mál og draumurinn var að opna
YouTube-rás og taka upp förðunar-
myndbönd. Ég hef alltaf þurft að
taka lítil skref í átt að markmiðum
mínum og ákvað að opna Snapchat
til að prófa mig áfram,“ segir hin
28 ára Ása Lind Elíasdóttir. Eftir að
hafa verið á Snapchat í ákveðinn
tíma fór hún að taka eftir að þeir
sem fylgdust með henni á sam-
félagsmiðlinum vildu fá að kynnast
henni betur. „Já, fólk vildi sjá meira
en bara snyrtivörutal. Það þótti mér
rosalega merkilegt því ég var bara að
gera þetta til að blaðra um förðun,“
segir Ása Lind sem hefur opnað sig
mikið á undanförnum misserum.
„Ég get verið rosalega feimin en mér
hefur tekist að leyfa mér að sýna
meira af mér sjálfri síðan ég byrjaði
að „snappa“ og fólk virðist kunna að
meta það.“
Ása Lind tók sér pásu frá Snap-
chat í apríl á seinasta ári og þá
vöknuðu spurningar hjá þeim sem
fylgdu henni. „Í apríl 2016 fórum
við hjónin í tæknisæðingu þar sem
við fengum mjög leiðinlegar fréttir.
Vandamálið hefur alltaf verið bara
hjá mér. Ég er með fjöl blöðru eggja-
stokkaheil kenni eða polycystic
ovary syndrome (PCOS). Á upp-
setningardegi fengum við að vita að
það voru of fáar sæðisfrumur sem
þýddi að tækni- og glasafrjóvgun
myndi ekki virka fyrir okkur. Ég
varð svo rosalega leið og hvarf af
Snapchat. Þá hugsaði ég að það
væri gott ef fólk bara vissi af hverju
ég væri svona leið. Planið var svo að
fara í smásjárfrjóvgun um haustið
og um sumarið töluðum við Helgi,
maðurinn minn, mikið um kosti
og galla þess að opna sig um þetta
opinberlega. Við tókum svo ákvörð-
un um að hætta að vera feimin við
þetta, það er í lagi að tala um svona
hluti. Í ágúst sögðum við svo öllum
frá, bæði á Snapchat og fólkinu í
kringum okkur,“ segir Ása, sem
leyfir áhugasömum að fylgjast með
ferlinu bæði á Snapchat og á blogg-
inu sínu, asalindmua.com.
Léttir að geta talað
opinskátt um ófrjósemina
Þungu fargi var létt af Ásu Lind
þegar hún byrjaði að tala um ófrjó-
semina opinskátt. „Ég fann strax,
eftir fyrsta „snappið“ þar sem ég
sagði frá, hvað mér leið miklu betur.
Ég mæli eindregið með því að fólk
tali um þetta. Það þarf ekki að vera
eins opinberlega og í mínu tilfelli,
en það er svo gott ef fólkið í kring-
um mann veit hvernig staðan er.“
Ása Lind hefur fengið mikil og
jákvæð viðbrögð við umfjöllun
sinni. „Viðbrögðin hafa verið
ótrúleg. Og skilaboðin sem ég fæ
eru svo yndisleg, þá sérstaklega frá
fólki sem hefur líka verið að glíma
við ófrjósemi. Það gleður mig að
geta hjálpað öðrum og mögulega
að opna umræðuna um ófrjósemi
aðeins. Að fólk gefi sér tíma til að
senda mér sínar sögur eða hvatn-
ingu er ómetanlegt.“
Hvað er svo fram undan hjá þeim
Ásu og Helga? „Það styttist í næstu
smásjárfrjóvgun en hún á að vera
núna í janúar eða febrúar. Svo
vorum við að kaupa draumahúsið
og við tökum við því næsta sumar,“
segir Ása og bendir áhugasömum
á að fylgjast með framhaldinu á
Snapchat undir notandanafninu
asalindmua. Eins verður hægt að
fylgjast með henni á YouTube og
Instagram undir sama notanda-
nafni. Og ekki má gleyma blogginu,
asalindmua.com. gudnyhronn@365.is
Talar opinskátt
um ófrjósemina á
samfélagsmiðlum
Ása Lind Elíasdóttir byrjaði á Snapchat sumarið 2015. Upprunalega
var hugmyndin að tala aðeins um snyrtivörur á þessum samfélags-
miðli, en hlutirnir hafa þróast á undanförnum mánuðum og núna vekur
hún athygli fyrir opinskáa umræðu um ófrjósemi sem hún glímir við.
Ása Lind og Helgi S. Guðjónsson giftu sig um sumarið 2014.
MyND/STúDÍÓ STUND
Ása notar Snapchat til að leyfa fólki að fylgjast með ferlinu
sem þau hjón eru að ganga í gegnum.
Förðunarfræðingurinn Ása Lind Elías-
dóttir tók nýverið ákvörðun um að
tala opinskátt um ófrjósemi sem hún
glímir við.
Við Tókum sVo
ákVörðun um að
hæTTa að Vera feimin Við
þeTTa, það er í lagi að Tala
um sVona hluTi.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
FYRIR ÁRIÐ 2016
1 2
5 6
7 8
109
43
Kakkalakkarnir
Jo Nesbø
Iceland in a Bag
Ýmsir höfundar
The Sagas Of Icelanders
Ýmsir höfundar
Tvísaga
Ásdís Halla Bragadóttir
Petsamo
Arnaldur Indriðason
Indipendent People
Halldór Laxness
Aflausn
Yrsa Sigurðardóttir
Meira blóð
Jo Nesbø
Iceland Small World
Sigurgeir Sigurjónsson
Þín eigin hrollvekja
Ævar Þór Benediktsson
5 . j a n ú a r 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r50 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð
0
5
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
D
C
-B
2
3
4
1
B
D
C
-B
0
F
8
1
B
D
C
-A
F
B
C
1
B
D
C
-A
E
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K