Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
„Markaðurinn er ágætur en verðið
ekki hátt. Raunar erum við búin að
selja alla framleiðsluna úr þessum
fyrsta ofni. Afurðirnar fara til Evr-
ópu og einnig til Bandaríkjanna,“
segir Helgi Björn, yfirverkfræðing-
ur kísilmálmverksmiðju United Sili-
con í Helguvík. Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, gangsetti ljósbogaofn verk-
smiðjunnar í gær.
Lokið var við fyrsta áfanga verk-
smiðjunnar í ágúst og síðan hefur
verið unnið að prófunum á búnaði og
undirbúningi gangsetningar. Í gær-
morgun tók félagið formlega við
verksmiðjunni. Fyrstu afurðirnar
koma út úr verksmiðjunni síðar í vik-
unni.
Dregur úr útblæstri
Verksmiðjan í Helguvík er fyrsta
kísilmálmverksmiðja landsins. Hún
framleiðir kísilmálm með bræðslu á
kvartsgrjóti í ljósbogaofninum Ísa-
bellu. Til samanburðar má geta þess
að kísiljárnverksmiðjan á Grundar-
tanga framleiðir blöndu þar sem
hlutur kísils er 70-75% af endanlegri
afurð.
Kísillinn úr Helguvík er aðallega
notaður til íblöndunar á áli og öðrum
málmum. Með meiri hreinsun, eins
og fyrirhuguð er í væntanlegri verk-
smiðju Silicor á Grundartanga, er
hægt að selja vöruna í efnaiðnað og
sólarkísilrafhlöður.
Rafmagn er notað til framleiðsl-
unnar. „Við búum á einni jörð. Um
helmingur kísils í heiminum er fram-
leiddur í Kína með raforku sem búin
er til með kolum. Níu sinnum meiri
mengun stafar af því en bræðslu með
rafmagni sem framleitt er með
vatnsafli eins og hér. Það væri því
hægt að draga mjög úr mengun í
heiminum með því að auka fram-
leiðsluna,“ segir Helgi.
Leyfi fyrir fjórum ofnum
Ofninn sem gangsettur var í gær
er fyrsti af fjórum ofnum verksmiðj-
unnar. Helgi segir að ekki liggi fyrir
hvenær hinir ofnarnir verða settir
upp. Vitað er að hagkvæmara er að
reka saman tvo ofna en einn og von-
andi verði hægt að bæta honum við
sem fyrst. Hins vegar verði fyrst að
koma fyrsta ofninum í jafnan og góð-
an rekstur og síðan að sjá hvernig
kísilmarkaðurinn þróast.
Í fyrsta áfanga sem kostar um 12
milljarða verða framleidd 22.900
tonn á ári. Fjórir ofnar, eins og
starfsleyfi hefur fengist fyrir, fram-
leiða 90 þúsund tonn og verður verk-
smiðjan þá stærsta kísilmálmverk-
smiðja í heimi. helgi@mbl.is
Fyrsti kísill-
inn í Helguvík
Fyrsti ofninn af fjórum gangsettur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landgræðsla ríkisins og Skógrækt-
in eru að skoða nokkur gömul land-
græðslusvæði í Þingeyjarsýslu með
það í huga að hefja þar skógrækt.
Þröstur Eysteinsson skógræktar-
stjóri segir að möguleikar kunni að
vera í nokkrum gömlum skógrækt-
argirðingum, til dæmis í Bárðardal,
á Hólasandi og í Kelduhverfi. Einnig
kunni að vera svæði á Vestfjörðum.
„Við ætlum að skoða þetta aðeins
betur og velja svæðin vel. Við viljum
taka þau svæði þar sem von er á
mestum og bestum árangri í skóg-
rækt,“ segir Þröstur.
Nýir landgræðslu- og skóg-
ræktarstjórar hafa verið að taka upp
nánara samstarf stofnana þeirra á
ákveðnum sviðum. Einn árangur
þess er þríhliða samstarf Land-
græðslu, Skógræktar og Sveitarfé-
lagsins Ölfuss um ræktun skógar á
stóru landgræðslusvæði á Hafnar-
sandi við Þorlákshöfn. Skipuð hefur
verið verkefnisstjórn og ákveðið að
ráða verkefnisstjóra til að undirbúa
næstu skref. Stefnt er að því að ljúka
áætlanagerð og fjármögnun fyrir
mitt næsta ár.
Þröstur telur að næst Þorláks-
höfn verði væntanlega gerður úti-
vistarskógur með göngustígum. Tel-
ur hann að kolefnisbinding verði
meðal markmiða meginhluta skóg-
ræktarinnar en það verði betur út-
fært í áætlun.
Kolefnisbinding aukin
Þröstur segir að sömu sjónar-
mið gildi um skógrækt á land-
græðslusvæðum í Þingeyjarsýslu.
Þar verði aukin kolefnisbinding eitt
af meginmarkmiðunum. „Þótt land-
græðslan geri gagn með bindingu
jarðvegs þá gerir skógurinn enn
meira gagn, þegar hann bætist ofan
á,“ segir Þröstur. Hann tekur fram
að slík stórverkefni séu háð því að
ríkið og hugsanlega viðkomandi
sveitarfélög vilji koma til liðs við
Skógræktina og Landgræðsluna um
framkvæmdina og hugsanlega aðrir
aðilar sem vilji taka þátt í að auka
kolefnisbindingu.
Umhverfismat hugsanlegt
Undirbúa þarf framkvæmdir af
þessu tagi vel. Þannig er gert ráð
fyrir að skógræktarverkefni af þess-
ari stærð verði tilkynnt til Skipu-
lagsstofnunar vegna umhverfismats
áætlana. Þröstur segir ekki vitað
hvort gera þurfi fullt umhverfismat
en bendir á að þess hafi ekki verið
krafist við undirbúning Hekluskóga
sem taki yfir margfalt stærri svæði
en þau verkefni sem nú er verið að
undirbúa eða ræða um á Hafnar-
sandi og í Þingeyjarsýslu.
Hugað að skógrækt í landgræðslu
Landgræðslan og Skógræktin meta hvaða landgræðslusvæði í Þingeyjarsýslu henta til skógræktar
Meðal annars er litið til landgræðslugirðinga í Bárðardal, á Hólasandi og í Kelduhverfi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppgræðsla Svartir sandar geta
orðið að grænum skógum.
Mikilvægur hluti af starfi flugtæknideildar Landhelgis-
gæslunnar felst í reglubundnu viðhaldi. Daði Örn
Heimisson er flugvirki hjá Landhelgisgæslunni og á
myndinni sést hann sinna viðhaldi á eftirlitsvélinni TF-
SIF.
„Þetta er fullkomin eftirlitsvél með hátæknibúnaði
og hún krefst sérfræðikunnáttu flugvirkjanna,“ sagði
Reynir Garðar Brynjarsson, viðhaldsskipulagsstjóri í
flugtæknideild Landhelgisgæslunnar, um efni myndar-
innar. TF-SIF er af gerðinni Dash 8 Q 300 og er hún
sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkra-
flugs á Norður-Atlantshafi. Síðastliðin ár hefur TF-SIF
meðal annars komið að landamæraeftirliti og björg-
unaraðgerðum við strendur Ítalíu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-SIF er fullkomin eftirlitsvél með hátæknibúnaði
Sinnir reglulegu viðhaldi