Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 15
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Minnst tveir eru látnir og margir eru slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem skók Nýja-Sjáland í gær. Óttast er að tala látinna kunni að hækka en fyrir fimm árum fórust 185 manns í öflugum jarðskjálfta sem átti upptök sín undir borginni Christchurch. „Ólíkt jarðskjálftanum fyrir fimm árum voru upptök þessa skjálfta á strjálbýlu svæði eða um 90 km frá borginni Christchurch,“ segir Magn- ús Tumi Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur. Upphaflega mældist skjálftinn 7,4 stig og fann fólk fyrir jarðskjálftan- um í um 200 km radíus frá upptök- unum. Við endurmat reyndist skjálftinn vera 7,8 stig en Magnús segir það ekki óalgengt að einhver frávik séu frá fyrstu mælingum nærri upptökum jarðskjálfta. „Jarðskjálfti sem þessi mælist um allan heim og búið er að staðfesta að hann var um 7,8 stig og það segir okkur að í honum var 30 sinnum meiri orka en í Suðurlandsskjálftun- um hér á landi.“ Jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki óalgengir að sögn Magnúsar en Kyrrahafsflekinn og Ástralski flek- inn koma saman við Nýja-Sjáland. Almannavarnaflautur þeyttar Talin var hætta á flóðbylgjum á austurströnd landsins í kjölfar jarð- skjálftans. Íbúar í höfuðborginni, Wellington, og nágrenni sem ekki vöknuðu við jarðskjálftann voru því vaktir með almannavarnarflauti en óttast var að flóðbylgjur allt að fimm metrar á hæð gætu fylgt jarðskjálft- anum. Fjöldi manna flúði því heimili sín en samkvæmt frétt breska ríkisút- varpsins reyndust fyrstu flóðbylgjur sem skullu á landi ekki vera nema tæpir tveir metrar á hæð. Dregið var úr flóðbylgjuviðvöruninni í kjölfarið en fólk engu að síður beðið um að hafa varann á. Eignatjón töluvert Töluvert tjón hefur orðið á eignum fólks en lausir munir fóru á fleygi- ferð í skjálftanum auk þess sem trjá- gróður og annað sem losnaði hefur lent á húsum og farartækjum. Mest tjón er í bænum Kaioura en hann er næst upptökum jarðskjálft- ans. Rafmagns- og símalínur slitnuðu í skjálftanum og vegir eru víða ófærir. Björgunar- og sjúkraflutningamenn frá borginni Christchurch voru í töluverðan tíma að komast að Kaioura en óttast er að þar sé tölu- verður fjöldi fólks slasaður og eigna- tjón mjög mikið. Tveir látnir og fjöldi slasaðist í jarðskjálfta  Öflugur jarðskjálfti reið yfir Nýja-Sjáland  Mældist 7,8 stig WELLINGTON 300 km NÝJA SJÁLAND Tasmanhaf Stærð: 5.0 - 6.2 Christchurch Heimild: USGS Kl. 11.02 Stærð: 7,8 Dýpt: 10 km AFP Flúðu af skjálftasvæðinu Á svæðum nærri upptökum jarðskjálftans hefur fólk flúið heimili sín og heldur til á opnum svæðum fjarri mannvirkjum. AFP Tjón Töluvert eignatjón varð af völdum jarðskjálftans. Víða brotnuðu rúð- ur, munir og annað lauslegt fór úr hillum og hús skemmdust. FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is Vagnar og kerrur frá OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00 Hafið samband í síma 480 0000 Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is Unaðslegt garn Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 11 -15 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í fréttaskýringarþættinum 60 Min- utes á CBS að hann mundi standa við kosningaloforð sitt um að flytja á brott milljónir ólöglegra innflytj- enda. „Það sem við ætlum að gera er að ná fólkinu sem fremur glæpi og er á sakaskrá, meðlimum glæpagengja, eiturlyfjasölum, þetta er margt fólk, líklega tvær milljónir, gætu jafnvel verið þrjár milljónir. Við verðum að fá þau burt úr landinu okkar eða við fangelsum þau,“ sagði Trump í við- talinu. Einnig lagði Trump áherslu á ör- yggi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og svaraði því játandi að hann mundi reisa múr á landamær- unum. „Það gæti verið einhver girðing,“ sagði Trump í viðtalinu, þ.e. á ákveðnum svæðum en múr þar sem það hentaði betur. „Ég er mjög góður í þessu. Þetta kallast byggingarframkvæmdir,“ sagði verðandi forsetinn. AFP Viðtal Donald Trump ætlar að reisa múrinn fræga á landamærunum. Múrinn mun rísa  Girðing að hluta Hillary Clinton, fyrrverandi for- setaframbjóðandi Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum, sakaði James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um að hafa haft af henni sigurinn í for- setakosningunum í síðustu viku. Þetta var meðal þess sem kom fram á símafundi hennar með helstu styrktaraðilum sínum. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu en heimildarmennirnir eru tveir af þeim styrktaraðilum sem tóku þátt í símafundinum. Flest benti til þess að Clinton hefði betur í kosningunum en mótherji hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikanaflokksins. Þar á meðal flestar skoðanakannanir. Clinton hefur látið lítið fyrir sér fara eftir að hafa flutt ræðu á miðvikudaginn þar sem hún viðurkenndi ósigur sinn. BANDARÍKIN Kennir forstjóra FBI um ósigurinn Nokkuð sterkur jarðskjálfti skók norðvesturhluta Argentínu í gær- dag eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Upptök skjálft- ans voru um sex- tán kílómetra frá borginni Chile- cito í héraðinu La Rioja og mældist hann 6,2 stig, að sögn argentínskra fjölmiðla. Ekki er vitað til þess að mannfall hafi orðið af völdum jarðskjálftans. Þá hafa engar fregnir borist af skemmdum. Fyrr í mánuðinum var skjálfti upp á 6,4 stig í nágranna- ríkinu Chile. ARGENTÍNA Jarðskjálfti upp á 6,2 stig Jarðskjálfti varð í Argentínu. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlis- fræðingur sem býr í Wellington á Nýja- Sjálandi segir lestir hættar að ganga í höfuðborginni og ferjur vegna skemmda á mannvirkjum. „Strákurinn minn fór ekki í skólann í morgun enda gler- brot um alla borg og skemmd- ir víða.“ Hún segir töluvert um eftirskjálfta við borgina og enn sé fólk ekki farið heim til sín. Lestir hættar að ganga JARÐSKJÁLFTI Sigrún Hreinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.