Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. janúar í 9 nætur.Jólapakki Gran Canaria & Tenerife Gefðu jólapakka í vetrarsól Frá kr. 66.995 Bókanlegt til 24. des. Brottfarir 2. janúar til 24. mars Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet mun hefja framkvæmdir við lagningu háspennulína út frá Þeistareykjavirkjun í Þingeyjar- sveit strax eftir helgi. Verkið hefur tafist vegna framkvæmdabanns sem sett var á hluta framkvæmdasvæð- isins upp úr miðjum ágúst og ákvörðunar úrskurðarnefndar í lok október um að fella framkvæmda- leyfið í heild úr gildi. Landsnet er í aðgerðum gegn landeigendum Reykjahlíðar til að fá umráð yfir línustæðinu í Leirhnjúkshrauni. Landsnet hefur getað óhindrað unnið að undirbúningi línuleiðar og að því að reisa möstur Þeistareykja- línu 1 innan sveitarfélagamarka Norðurþings en Þeistareykjalína tengir Þeistareykjavirkjun við iðn- aðarsvæðið á Bakka. Einnig hefur verið hægt að vinna á öðrum af- mörkuðum svæðum og frá því í lok október að Kröflulínu 4 innan marka Skútustaðahrepps eftir að nýtt framkvæmdaleyfi var gefið út. „Við höfum verið heppin. Veður hefur verið hagstætt og hægt hefur verið að vinna við framkvæmdir á þeim svæðum sem við höfum haft leyfi til,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Öllum undirbúningi er lokið innan marka Norðurþings og meginhluti mastursstæða tilbúinn. Þar er þegar búið að reisa 8 möstur. Fram- kvæmdir eru ekki hafnar á Þeista- reykjalínu, innan marka Þingeyjar- sveitar, en það er svæðið næst virkjuninni sjálfri. Nú hefur verið ákveðið að gefa út nýtt fram- kvæmdaleyfi og segir Steinunn að byrjað verði á slóðagerð þar strax eftir helgi. Landeigendur verjast Ef litið er á Kröflulínu 4 sem tengir virkjunina við Kröflu og þar með landskerfið sést að lokið er 65% slóðagerðar og gengið hefur verið frá rúmlega helmingi undirstaða. Búið er að reisa 11 möstur, syðst í Þingeyjarsveit. Framkvæmdir eru komnar á fullt á þessu svæði, eftir að Skútustaðahreppur gaf út nýtt framkvæmdaleyfi. Undanskilinn er þó syðsti hluti línunnar, í Leir- hnjúkshrauni. Þar eru óafgreidd mál gagnvart landeigendum Reykjahlíðar og ekki hefur verið hægt að hefja neinn undirbúning. Staðan er sú að Landsnet hefur fengið heimild iðnaðarráðherra til eignarnáms og matsnefnd eignar- námsbóta hefur úrskurðað um um- ráðatöku. Samkvæmt upplýsingum Landsnets hafa landeigendur þrátt fyrir þetta ekki fallist á að veita Landsneti yfirráð yfir landinu. Landsnet hefur því lagt fram trygg- ingu og óskað eftir dómsúrskurði um að landsréttindi vegna Kröflul- ínu 4 verði tekin með beinni aðfar- argerð. Að mati Steinunnar er ómögulegt að segja til um hvað kærur Land- verndar og annarra samtaka og vandræði vegna ólöglegra fram- kvæmdaleyfa sveitarfélaganna hafa tafið verkið mikið. „Við höldum áfram að fram- kvæma á meðan veður leyfir og tök- um svo stöðuna,“ segir hún. Rætt hefur verið um möguleika þess að bæta við mannskap til að nýta betur tímann sem er til reiðu þar til fram- kvæmdir stöðvast vegna vetrar- veðra og snjóa. Hún segir að það sé í athugun hjá verktökunum. Framkvæmdir við línur fara á fullt í vikunni  Óskað eftir úrskurði um umráð lands í Leirhnjúkshrauni Ljósmynd/Sigrún Ragna Helgadóttir Kröflulína Reist hafa verið í heildina 19 möstur í Bakkalínum. „Ég hvet alla til að horfa sem oft- ast upp til tunglsins. Það er stórmerkilegt og gullfallegt hvort sem að það er nálægasta tungl ársins eða ekki,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness. Í dag er svokallaður „of- urmáni“ á himni en það kallast fullt tungl þegar það er innan við 367.607 km frá jörðu. Fullt tungl hefur ekki verið svo nálægt jörðu í 68 ár, eða síðan 26. janúar 1948, og er það nú í um 356.523 km fjarlægð. Á Stjörnu- fræðivefnum kemur fram að tunglið sé mislangt frá jörðu vegna þess að það er á spor- öskjulaga braut um jörðu. Eftir 18 ár eða hinn 25. nóvember 2034, verður fullt tungl 75 km nær okk- ur en nú er. Að sögn Sævars er þó enginn sjónarmunur á ofurmánum og öðr- um fullum tunglum. „Ef fólk hefur látið glepjast af umfjöllun á netinu þykir mér leitt að tilkynna það að það er enginn sjáanlegur munur á fullu tungli núna eða í næsta mán- uði. Það er ekki nema að þú hafir minnsta og stærsta tungl ársins hlið við hlið, þá sæirðu einhvern mun.“ „Um leið og sólin sest í dag byrjar tunglið að rísa í austri. Fólki ætti því að horfa þangað ef veður leyfir,“ segir Sævar en sam- kvæmt upplýsingum á vef Veður- stofu Íslands mun sólin setjast klukkan 16.29 í dag. Hefur ekki verið nær jörðu í 68 ár  „Ofurmáni“ á himni í dag og kvöld Morgunblaðið/RAX Ofurmáni Fullt tungl mun ekki vera nær jörðu fyrr en árið 2034. Jón Birgir Eiríksson Kristín Edda Frímannsdóttir „Þetta tekur lengri tíma en við áætl- uðum. Við erum ekki komin jafn langt og ég hélt við yrðum komin í kvöld en við gáfum okkur nú helgina og mánudaginn í að skýra málin,“ sagði Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar, í gærkvöldi. Stjórnarmyndunarviðræður Sjálf- stæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hófust formlega í fjármálaráðuneytinu á laugardag. Fundað var allan daginn í gær en í dag hyggst Benedikt hitta sitt fólk áður en viðræður halda áfram. „Ég þarf að hitta mitt fólk þannig að við séum öll samstillt fyrir átök morgundagsins.“ Benedikt segir enga niðurstöðu vera komna í viðræðurnar sem hægt sé að segja frá. Ljóst er að brúa þarf talsverðan stefnumun á milli flokk- anna, meðal annars í Evrópumálum, landbúnaðarmálum og sjávarútvegs- málum. Í upphafi var gert ráð fyrir að botn yrði kominn í málið um miðja viku og segist Benedikt vonast til að svo verði. „Ég held að það sé öllum fyrir bestu að þetta taki sem skemmstan tíma,“ segir hann. Vinnuhópar flokkanna Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skuldbinda sig fyrirfram til nokkurs hlutar hvað varðar þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild að ESB. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lýsti því að flokkurinn vildi gjarnan að málið yrði tekið fyrir á Alþingi fyrir lok kjörtímabilsins og yrði þannig mál Alþingis, en ekki ríkisstjórnarinnar. Flokkarnir kynntu á laugardag vinnuhópa í málefnavinnu. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins eru í hópnum, auk Bjarna, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og rit- ari flokksins, Teitur Björn Einars- son þingmaður og Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna. Fyrir hönd Viðreisnar eru, auk Benedikts, Jóna Sólveig Elínardótt- ir, þingmaður og varaformaður Við- reisnar, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir þingmaður og Þorsteinn Víglundsson þingmaður. Fyrir hönd BF, auk Óttars Proppé formanns, eru Björt Ólafsdóttir þingmaður, Theódóra S. Þorsteins- dóttir þingmaður og G. Valdimar Valdemarsson. Nichole Leigh Mosty er eini þing- maður Bjartrar framtíðar sem situr ekki vinnuhópi flokksins. Í samtali við mbl.is segir Nichole það hafa ver- ið sitt val að taka ekki sæti í vinnu- hópnum, en sjálf sé hún sterk í bak- landinu. Myndun stjórnar áfram reynd í dag  „Þetta tekur lengri tíma en við áætluðum“  Vonast eftir niðurstöðu um miðja viku  Helsti núningurinn í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og Evrópumálum  „Öllum fyrir bestu að þetta taki sem skemmstan tíma“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað Fyrsti fundur flokkanna þriggja fór fram í fjármálaráðuneytinu á laugardag. Viðræðurnar halda síðan áfram í dag eftir langan dag í gær. Mál sem varða fjörutíu og sex meint stórfelld skattalagabrot hafa verið send til saksóknara eftir rannsóknir skattrannsóknarstjóra á gögnum aflandsfélaga. Hátt í hundrað manns hafa haft stöðu sakbornings í rannsóknunum, en skattaundan- skotin nema hundruðum milljóna króna. Greint var frá þessu í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Kom þar fram að skattrannsókn- arstjóri hefði á síðasta ári keypt gögn um eignir Íslendinga í skatta- skjólum fyrir 37 milljónir króna. Miðað við umfang málanna séu fjár- hæðirnar, sem stungið hefur verið undan, þó margfalt hærri en kaup- verð gagnanna. Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari segist ekki geta veitt upplýsingar um gang þeirra mála sem komið hafa á hans borð í kjöl- far Panamaskjalanna. „Við höfum ekki haldið utan um þetta út frá þessari tengingu við Panama- skjölin,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is. Benti hann á að málsmeðferð ein- staklinga myndi tefjast vegna dómsmáls sem Jón Ásgeir Jóhann- esson höfðaði fyrir nokkrum árum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Hann taldi að með því að hafa fengið á sig álag, við endur- ákvörðun skattrannsóknarstjóra, hefði hann þegar tekið út refs- inguna. Það er því deilt um það hvort það teljist vera refsing eða ekki, enda er reglan sú að ekki skuli refsað tvisvar fyrir sömu háttsemi.“ Sumir héraðsdómarar hafi þá frestað þeim málum sem höfðu ver- ið höfðuð á hendur einstaklingum. „Það er beðið eftir þessari niður- stöðu frá Strassborg.“ sh@mbl.is Mál Jóns Ásgeirs tefur aflandsmál  Mál sem varða 46 meint stórfelld skattalagabrot til saksóknara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.