Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
✝ Dagmar HrönnGuðnadóttir
fæddist 28. apríl
1955 á Írafossi í
Grímsnesi. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi, deild E6,
3. nóvember 2016.
Dagmar var
dóttir hjónanna
Guðna Arnberg
Þorsteinssonar, f.
29. apríl 1934, og
Hallgerðar Ástu Þórðardóttur,
f. 25. október 1935. Þau störf-
uðu lengst af hjá Landsvirkjun.
Bróðir Dagmarar er Þor-
steinn Guðni Arnberg Guðnason
framkvæmdastjóri, f. 29. janúar
1960. Hann er kvæntur Ingi-
gerði Þórðardóttur mannauðs-
stjóra, f. 12. maí 1960. Þau eiga
tvö börn, Ástu og Þórð, f. 5. des-
ember 1981.
Hinn 24. apríl 1976 giftist
Dagmar Guðmundi Eiríkssyni
forstöðumanni, f. 14. maí 1955,
en hann er sonur hjónanna séra
burða með félögum sínum þar.
Á unglingsárum var hún í sveit
á Svínavatni í Grímsnesi í sex
sumur hjá góðu fólki. Dagmar
var virk í hvers kyns fé-
lagsstarfi, söng m.a. í kór og var
félagi í Rebekkustúkunni nr. 5,
Ásgerði, frá árinu 1997. Þegar
Guðmundur stundaði nám í
Danmörku tók hún einnig þátt í
félagsstarfi þar og var m.a.
meðlimur í harmonikkufélagi
staðarins. Dagmar naut dval-
arinnar í Danmörku og sam-
bandsins við danska vini þeirra
hjóna sem þau kynntust þar á
námsárunum og síðar vegna
starfa í Oddfellow-reglunni.
Dagmar var gagnfræðingur frá
Vogaskóla og hóf nám í Mennta-
skólanum við Hamarahlíð en
vegna veikinda varð hún að
hverfa frá námi á fyrsta ári sínu
þar. Þrátt fyrir skerta starfs-
getu vann Dagmar ýmis störf
alla tíð auk þess að halda heimili
af miklum myndarskap, en
lengst af vann hún við húshjálp í
Borgarnesi, þar sem þau Guð-
mundur bjuggu í 25 ár. Síðasta
eina og hálfa árið bjuggu þau í
Sóleyjarima 9 í Reykjavík.
Útför Dagmarar Hrannar fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 14. nóvember 2016, kl. 11.
Eiríks J. Eiríks-
sonar, f. 22. júlí
1911, d. 11. janúar
1987, og Krístínar
Jónsdóttur hús-
freyju, f. 5. október
1917, d. 17. febrúar
1999.
Dagmar og Guð-
mundur eiga son-
inn Guðna Eirík
deildarstjóra, f. 3.
febrúar 1979. Unn-
usta hans er Hanna Björg Sig-
urðardóttir grunnskólakennari,
f. 1. mars 1981.
Dagmar ólst upp í Reykjavík
en á sumrin var hún mikið hjá
ömmu sinni og afa austur á Íra-
fossi. Hún var mjög virk í þeim
leik og í því starfi sem ung-
menni taka sér fyrir hendur, var
m.a. í ballett, í skátunum, lék í
leiksýningu hjá leikfélaginu og
spilaði á harmonikku. Hún varð
síðar meðlimur í Harmonikku-
félagi Vesturlands meðan heils-
an leyfði og tók þátt í fjölda við-
Það ríkir tómleikatilfinning í
hjarta mínu um þessar mundir
en um leið þakklætistilfinning og
léttir samhliða henni. Tómleika-
tilfinning sprottin af söknuði af
því að þú ert farin frá okkur og
ég veit ekki hvað tekur við,
þakklætistilfinning vegna alls
þess sem þú varst mér og
kenndir mér og um leið léttir
vegna þess að þú þarft ekki að
berjast og þjást lengur.
Þetta er undarleg blanda, til-
finningin eru bitur en um leið af-
ar ljúf. Hún er bitur af því að ég
hefði svo mikið viljað hafa þig
lengur hjá mér og okkur. Bitur
af því að mér finnst að þú hefðir
átt að fá að njóta lífsins lengur.
Bitur af því að þú áttir sann-
arlega ekki skilið að missa heils-
una með þessum hætti og síðast
en ekki síst er hún bitur af því að
ég hef þig ekki lengur til staðar
til að deila með þér því sem ég er
að fást við.
Tilfinningin er ljúf af því að ég
er svo þakklátur fyrir að þú haf-
ir verið móðir mín og kennt mér
með þínum hætti á hitt og þetta.
Hún er ljúf af því að þú hafðir
svo mikla hlýju og velvild til
fólks og þér lynti við alla og
tókst öllum vel. Ljúf af því að ég
man svo vel brosið þitt og hug-
inn sem því fylgdi. Síðast en ekki
síst er hún ljúf af því að þú hefur
gefið mér svo gott veganesti í líf-
ið og kennt mér umburðarlyndi
fyrir svo mörgu. Ég geymi í
minni mér óteljandi samtöl okk-
ar um allt milli himins og jarðar
og sérstaklega hvað þú varst
alltaf einlæg í forvitni þinni um
þessa hluti sem ég var að fást við
hvort sem var námið eða vinnan,
tómstundirnar eða ástin. Þú
þurftir ekki að nota mörg orð til
að koma mér í skilning um hlut-
ina og ég notaði heldur ekki
mörg orð til að segja þér hvernig
mér liði með hitt og þetta því ég
er þannig – en þú skildir mig
samt alltaf – við skildum hvort
annað því á milli okkar var
strengur sem ekkert fékk rofið.
Í veikindum þínum áttaði ég
mig á því hve birtingarmynd
þess að elska getur verið fjöl-
breytt. Þið pabbi, lífsförunautar
í fjörutíu og þrjú ár og meg-
inreglan var einföld; að fara
aldrei að sofa ósátt hvort við
annað. Þegar ég lít til baka sé ég
þetta svo greinilega – það hvern-
ig þið studduð hvort annað alla
tíð og sér í lagi þegar veikindin
herjuðu á – þá var pabbi betri en
enginn og vék aldrei frá þinni
hlið og þú svo hughreystandi um
leið, vildir ekki að hann og við
feðgar hefðum óþarfa áhyggjur.
Þannig varstu fram á hinstu
stund, alltaf að passa upp á fólk-
ið þitt.
Eftir stöndum við pabbi og er-
um að reyna að átta okkur á til-
verunni án þín. Það mun taka
tíma. Þú varst þungamiðjan í lífi
okkar og sameiningartákn. Við
reynum að styðja hvor við annan
hér eftir sem áður og treystum
því að þú veitir okkur leiðsögn
þegar á þarf að halda. Þín er
sárt saknað af svo mörgum.
Minningin um þig lifir, bros-
mildi þín, hlýja nærveran sem
frá þér stafaði og hlýhugurinn
sem þú barst til allra sem þér
tengdust. Þú barst ekki kala til
nokkurrar manneskju heldur
kaust að líta á jákvæðar hliðar
hvers og eins og notaðir æðru-
leysið til að takast á við aðstæð-
ur hverju sinni. Þannig man ég
þig og það er ljúft að sakna þín
og minnast þín þannig.
Guðni Eiríkur.
Dagmar Hrönn
Guðnadóttir
Fleiri minningargreinar
um Dagmar Hrönn Guðna-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Guðni varfæddur í Voð-
múlastaða-
Austurhjáleigu í
A-Landeyjum 12.
apríl 1931. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
21. október 2016.
Foreldrar hans
voru Guðjón Guð-
mundsson, f. 12.5.
1890, d. 3.6. 1955,
og Jóna Guðmundsdóttir, f. 6.5.
1887, d. 11.7. 1972. Systkini
hans eru: 1) Guðmundur Guð-
jónsson, f. 1.9. 1915, d. 22.8.
1998. K.h. Guðleif Þórunn Guð-
jónsdóttir, f. 28.10. 1907, d.
30.6. 1984. Þeirra synir eru
Sævar og Helgi Þór. 2) Ingi-
mundur Guðjónsson, f. 28.12.
1916, d. 4.12. 1982. F.k. Guðrún
Kristjánsdóttir, f. 4.10. 1916, d.
10.2. 1999. Þeirra sonur er Jón-
Sigríður, Ragnheiður Björg og
Sigurður Júníus. 6) Jóhanna
Guðjónsdóttir, f. 18.1. 1924, d.
15.4. 1980. 7) Sigríður Guðjóns-
dóttir, f. 19.10. 1925, d. 11.10.
2002. Maki Ágúst Valmunds-
son, f. 30.8. 1918, d. 21.2. 1997.
Þeirra dóttir er Sigrún. 8) Sig-
urður Þ. Guðjónsson, f. 11.6.
1927, d. 8.5. 1998. 9) Leifur
Grétar Guðjónsson, f. 15.7.
1928, d. 27.1. 1960. 10) Þórður
Guðjónsson, f. 15.7. 1928, d.
23.11. 2013. 11) Kristinn Sig-
mundur Guðjónsson, f. 24.3.
1933, d. 2.12. 1933.
Guðni hafði alla tíð yndi af
kórsöng og kynntist í Alþýðu-
kórnum eftirlifandi eiginkonu
sinni, Barböru Stanzeit, f. 19.5.
1935, sem hann kvæntist 7.7.
1962. Þeirra börn eru: Greta,
Gunnar, Gylfi, Barbara Helga,
Bryndís og Berglind.
Guðni flutti til Reykjavíkur á
unglingsárum og lauk versl-
unarprófi frá Verslunarskóla
Íslands árið 1951. Hann starf-
aði sem skrifstofustjóri hjá
ýmsum sjávarútvegsfyrir-
tækjum en lengst hjá Stálvík
hf. Hann var einn af þremur
sem stofnuðu fyrirtækið
Timburiðjuna hf. í Garðabæ og
starfaði þar til ársins 2000 þeg-
ar fyrirtækið var selt og Guðni
fór á eftirlaun. Auk þess að
syngja í kór og ferðast nýtti
Guðni frítímann sem honum
gafst til að starfa sem sjálf-
boðaliði fyrir Skógræktarfélag
Garðabæjar, en þau hjónin hafa
alla tíð verið miklir áhugamenn
um skógrækt. Guðni og Bar-
bara bjuggu á fyrstu hjúskap-
arárum sínum í húsi sem hann
og systkini hans byggðu á
Grettisgötu 32. Þegar þröngt
var orðið um þau þar fluttu
þau í Garðabæinn í hús sem
þau hjónin byggðu. Undir það
síðasta dvaldi hann á Sólvangi,
hjúkrunarheimili, þar sem hann
lést.
Útför hans verður gerð frá
Vídalínskirkju í dag, 14. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
as. S.k. Margrét
Róbertsdóttir, f.
23.1. 1932, d.
17.10. 1993. Þeirra
börn eru: Elísabet
Anna, Róbert Karl
og Albert Ingi. 3)
Eggert Guð-
jónsson, f. 17.11.
1918, d. 27.4. 1996.
K.h. Geirlaug Þór-
arinsdóttir, f. 13.8.
1916, d. 4.5. 2000.
Þeirra börn eru: Guðjón Ingi,
Oddur Jónas og Þórunn Arndís.
4) Kristján B. Guðjónsson, f.
15.9. 1920, d. 11.4. 1999. K.h.
Guðlín Kristinsdóttir, f. 20.9.
1926. Þeirra börn eru: Kristinn
Gústaf, Guðjóna, Kristján Erik
og Guðlín Erla. 5) Guðrún Guð-
jónsdóttir, f. 21.1. 1922, d. 7.9.
2011. Maki Sigurður Óskar Sig-
urðsson, f. 18.6. 1922, d. 24.7.
1994. Þeirra börn eru: Jóna
Það er sorglegt að horfa upp
á fólk hverfa smám saman á vit
óminnis líkt og lá fyrir honum
pabba. Nú er hann búinn að
kveðja og við rifjum upp þætti
úr æviskeiði hans frá þeim tíma
þegar hann var hjá okkur, virk-
ur þátttakandi í fjölskyldulífinu,
söng í kór og var eljusamur í
skógræktarstarfinu.
Ætli það megi ekki segja að
ég eigi pabba það að þakka að
ég er mjög mikil kvenréttinda-
kona. Hann var fyrirmyndin
sem sýndi okkur að karlmenn
geta séð um heimilið til jafns
við konur, eldað, bakað, þrifið,
annast ungviðið og prjónað.
Þegar pabbi vann í Timburiðj-
unni gekk hann alltaf heim í há-
deginu og hafði til mat handa
okkur. Hann hafði gaman af að
elda og var ófeiminn við að
prufa nýja rétti. Þegar ör-
bylgjuofninn kom á heimilið var
hann notaður í tilraunaelda-
mennskuna. Pabbi bakaði m.a. í
honum rabarbaraköku úr
hafragrautsafganginum frá því
um morguninn og það var sko
ekkert slor.
Það var ekki mikið vesen á
pabba. Hann var alla tíð frekar
hljóðlátur og rólegur. Fyrir vik-
ið var hann sá allra besti sálu-
sorgari sem hægt var að hugsa
sér. Hann hjálpaði mér að taka
einhverja erfiðustu ákvörðun
lífs míns, án þess að benda mér
á hvað ég ætti að gera. Hlustaði
bara af athygli, miðlaði sögum
af fjölskyldufólki og benti mér á
að aðalatriðið væri að ég væri
sátt við mína ákvörðun og auð-
vitað fór ég eftir því. Pabbi er
kominn af miklu söngfólki og
ólst upp á Austurlandeyjum á
bæ sem yfirleitt var kallaður
Sönghjáleiga, því þar var sung-
ið öllum stundum fullum hálsi
og yfirleitt í röddum. Í gegnum
söngelska fjölskyldu pabba
kynntumst við gleðinni og
væntumþykju sem á eftir að
fylgja okkur afkomendunum,
ekki hvað síst í gegnum sönginn
sem ornar, gleður og færir vel-
líðan.
Barbara Helga
Guðnadóttir.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn, Guðna Guð-
jónsson, og með þessum örfáu
orðum langar mig til að minnast
þessa einstaka manns sem
Guðni var. Það minningabrot
sem kemur einna oftast upp í
huga minn er frá því fyrir tæp-
um tveimur áratugum. Við Gylfi
vorum stödd í brúðkaupi systur
Gylfa. Þetta var yndislegur
dagur, gleði og hamingja skein
úr hverju andliti. Þegar líða tók
á kvöldið var unnusti minn
lokkaður út á dansgólfið af
systrum sínum, hverri á fætur
annarri, enda vissu allir að
hann hafði unun af því að dansa
og þær skemmtu sér konung-
lega við að láta hann snúa sér í
hringi. Ég var barnshafandi að
frumburði okkar og ekki tilbúin
í þessi ævintýri þarna á dans-
gólfinu. Ég sat því og horfði á
fjöldann, það var gleði, hlátur
og dunandi dans. Allt í einu
helltist yfir mig yfirþyrmandi
einmanaleiki. Mitt í öllum gleð-
skapnum, upplifði ég mig aleina
og sorgmædda. Ég hafði ekki
dvalið í þessum tilfinningarúss-
íbana lengi þegar bankað var á
öxlina á mér og þar stóð Guðni.
Hann var kominn til að bjóða
þessari nýju tengdadóttur sinni
upp í dans. Ég stóð upp og við
tókum róleg spor í átt að gólf-
inu. Þó að fá orð væru sögð þá
fannst mér eins og Guðni skynj-
aði hvernig mér leið og eins og
hendi væri veifað varð allt gott
á nýjan leik. Líðan annarra
skipti Guðna miklu máli, um-
hyggja og ást hans til sinna
nánustu var skilyrðislaus. Ör-
yggið og hlýjan sem hann gaf
frá sér mun aldrei gleymast.
Barnabörnin nutu líka sam-
verunnar við afa sinn enda var
hann einstaklega laginn við
börn, hann naut þess að hlusta
á þau og hafði nægan tíma. Oft-
ar en ekki sat Guðni umkringd-
ur barnabörnum sínum í fjöl-
skylduboðunum,
legókubbaboxið opið og hæstu
turnar byggðir þar til þeir
hrundu niður, og svo var byggt
upp á nýjan leik. Slíkar minn-
ingar um afa eru ómetanlegar
og dýrmætur fjársjóður.
Ég kveð tengdaföður minn
með miklu þakklæti, djúpri
virðingu og væntumþykju sem
ég mun varðveita um ókomin
ár.
Takk, elsku Guðni, hvíl í friði.
Sólveig
Skaftadóttir.
Guðni Guðjónsson
Fleiri minningargreinar
um Guðna Guðjónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR
BUSK,
Ási, Hveragerði,
lést 7. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 14.
.
María Busk Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Kjartan Rúnar Busk Gunhild Windstad
Ragnheiður Elsa Busk Steinar Logi Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ELLERT ERLENDSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni
mánudagsins 7. nóvember. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21.
nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd.
.
Kristín G. Guðmundsdóttir,
Skarphéðinn Kristján Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
NANNA HÓLMDÍS JÓHANNESDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Húsavík 3. nóvember síðastliðinn.
Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju
9. nóvember, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
börn, tengdabörn,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
okkar og langamma,
PÁLÍNA R. GUÐLAUGSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Seljakirkju
miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 13.
.
Edda Jóhannsdóttir,
Jóhann Óskar Haraldsson, Anna Guðmundsdóttir,
Páll Ragnar Haraldsson,
Anna Lilja Jónsdóttir, Chris Lewis,
Halla Vilborg Jónsdóttir
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HRAFN PÁLSSON,
skrifstofustjóri og hljómlistarmaður
í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
2. nóvember. Útförin verður gerð
frá Neskirkju þriðjudaginn 15. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Vilborg G. Kristjánsdóttir,
Halldór Hrafnsson,
Jóhann Gísli Jóhannsson, Guðrún Aldís Jóhannsdóttir,
Heiða Elín Jóhannsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Guðrún Jóhannsdóttir, Kolbeinn Pálsson,
Kirstján Jóhannsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Margrét Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.